Morgunblaðið - 11.07.1982, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JÚLÍ1982
71
Eigandi og
yfirlæknir
Freeport held-
ur fyrirlestur
DR. FRANK Herzlin, eigandi og
yfiriæknir Freeport Hospital er nú
staddur hér á landi og heldur á
þriöjudagskvöld fyrirlestur í Krist-
alssal Hótels Loftleiða og svarar
fyrirspurnum á eftir.
I fréttatilkynningu frá Free-
portklúbbnum segir, að hundruð
Islendinga, sem ánetjast hafi
áfengi og öðrum vímugjöfum, hafi
öðlast lífshamingju á ný eftir
kerfi, sem dr. Herzlin hefur þróað.
Framhalds-
aðalfundur
NÆSTKOMANDI mánudag, þann
12. júlí, munu leigjendasamtökin
halda framhaldsaðalfund sinn. Á
fundinum er ætlunin að ræða
stöðu húsaleigumálanna í dag og
reifa framtíðarstarf samtakanna.
Einnig verða reikningar samtak-
anna lagðir fram og kosin verður
ný stjórn. Fundurinn verður hald-
inn á Hótel Borg og hefst kl. 20.30.
Sögulegt
samkvæmi
l*arís, 9. júlí. Al\
SAUDI-ARABÍSKUR prins, 26 ára
að aldri, var rændur í íbúð sinni í
París aðfaranótt fóstudags, en inn til
hans réðust fimm byssubúnir menn
og höfðu á brott með sér u.þ.b. 5
milljónir franka í reiðufé og skart-
gripum, samkvæmt heimildum frá
lögreglunni í dag.
Lögreglan segir að prinsinn, Ibn
Saud Abdul Karim, sem er bróð-
ursonur Faisal hins látna konungs
Saudi-Arabíu, hafi verið að
skemmta sér með fimm vinum
sínum i íbúð sem hann á, nálægt
Champs Elysee, þegar atburður-
inn gerðist.
Bílstjóri prinsins særðist lítil-
lega er hann reyndi að hindra
ræningjana í að komast á brott
með þýfið, en var sleginn í höfuðið
fyrir vikið. Engin slys urðu önnur
á mönnum.
Byssumennirnir fimm hringdu
dyrabjöllu prinsins og voru ein-
faldlega leiddir til stofu af grun-
lausum þjóni. Þeir ógnuðu síðan
prinsinum og gestum hans, rændu
af þeim lausafé og skartgripum og
flúðu síðan af vettvangi. Ekkert
hefur spurst til þeirra síðan.
GLÆSIVAGN Á GÚÐU VERÐI
Amsterdammmm!
AMSTERDAM er stadurinn
Amsterdam er vingjarnleg borg iöandi af
mannlífi — Amsterdam hefir eitthvað fyrir
alla og þaóan liggja leiöir til allra átta.
Allskonar feröamöguleikar á öllum verðum
Flug og bíll — Verð frá 2.872,-
Flug og gisting — Verð frá 3.970,-
FEFH3A.
MIÐSTODIIM
AÐALSTRÆTI 9 S. 28133