Morgunblaðið - 11.07.1982, Side 29

Morgunblaðið - 11.07.1982, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JÚLÍ1982 77 Paulo Rossi fagnar fyrsta marki sínu af þremur i leik ítala gegn Brasilíumönnum. Rossi, Rummenigge og Ríkisútvarpið „Nokkrir félagar mínir gerðu sér för til Amsterdam í vikunni sem var, ekki til að njóta lysti- semda þessa nafnfræga svallbælis Evrópu og ekki heldur í viðskipta- erindum; þeir fóru ásamt stórum fjölda annarra íslendinga í leigu- flugvélum til þess að sjá það sem þeim og okkur öllum var meinað að sjá hér heima; þeir skráðu sig inn á hótelherbergi á víð og dreif um borgina þar sem þeir gátu horft á beinar útsendingar frá Spáni í litasjónvörpum. Æsilegri meistarakeppni í knattspyrnu er að ljúka, sælir eru /'þeir sem fengu að njóta hennar uppi á áhorfendapöllum og sælir eru þeir sem fengu að líta beinar útsendingar frá leikvöllunum, því það er séreðli knattspyrnulistar- Karl-Heinz Rumenigge Baldur Hermannsson lærdóm af og taka af honum mið í framtíðinni. Því miður er saga Ríkisútvarps- ins frá fyrsta degi til þessarar stundar ein allsherjar kennslu- stund í því náttúrulögmáli, að ríkisvaldið er og verður vanhæft til þess að selja fólki hlutlausa og vandaða þjónustu af því tæi sem er aðal útvarpsstöðva. Hvað knattspyrnuna áhrærir, þessa perlu íþróttanna, þá sér það víst hver einasti maður sem nenn- ir að hugsa, að það er ekki í verka- hring ríkisvaldsins að úrskurða hvenær leyfa skuli íslendingum að horfa á fótboltaleiki og hvenær þeim sé hollast að gera eitthvað annað, til dæmis hlusta á hjal framsóknarfréttamanns við fram- sóknarráðherra í hljóðvarpinu. En þótt það væri slæmt að missa af beinu útsendingunum, þá er það þyngra mál og skaðvæn- legra hve ýmiskonar umfjöllun, fréttir og fréttaskýringar í út- varpi og sjónvarpi eru oft útúr- borulegar og ganga þvert á lýð- ræðisstefnu Vesturlanda, og þetta er meinsemd sem þjóðin verður að ráða bót á og það frekar fyrr en seinna. Um afþreyingarefni i hljóðvarpi og sjónvarpi er það að segja, að ekki er unnt að finna eina einustu röksemd því til stuðnings að ríkisvaldið sé réttur aðili til að fást um slika hluti, enda mætti segja mér að sá skemmtistaður eða diskótek ætti ekki langra lífdaga auðið sem hann Ragnar Arnalds og félagar hefðu umsýslu með. Minnumst þess, að þegar þjóð okkar reif sig upp úr ládeyðunni og sleit sig úr klóm Dana, þá var það með ritað mál að vopni — yf- irvöldin höfðu ekki einokunarvald yfir þeirra tíma fjölmiðlum og þessvegna gátu hugdjarfir ein- staklingar barist fyrir rétti þjóð- arinnar, útbreytt upplýsingar og þekkingu og eflt þannig samstöð- una heima fyrir. Á sama hátt þarfnast ísland þess í dag, að Alþingi aflétti snar- lega hinni smánarlegu einokun á hljóðvarpi og sjónvarpi, því að engin vopn eru jafn öflug til fram- fara og einmitt frjáls fjölmiðlun. Baldur Hermannsson, dagskrárgerðarmaður á Sjónvarpi.“ Þakkarávarp :: Hugheilar þakkir sendi ég öllum þeim sem glöddu mig á einn eda annan hátt með auösýndum kærleika og vin- semd á 75 ára afmæli mínu 3. júní 1982. Fyrst alls þakka ég af hræröum hug bömum mínum og tengdabörnum, svo og barnabörnum og vinum þeirra ' stórgjafir og alla ástúð. Öllum öðrum ættingjum og vinum mínum sendi ég bestu þakkir mínar fyrir heillaóskir í bundnu og óbundnu máli hér syðra og að norðan og austan. Þetta var mér mikil gleði, einnig öll blómin og aðrar gjafir. Síðast en ekki síst þakka ég skólastjóra og Kennarafé- " lagi Flataskóla höfðinglegar blómasendingar og þau orð með, sem glöddu mig mjög. Öðrum félagasamtökum í Garðabæ þakka ég einnig góð- ar óskir. Mér kom þessi vísa í hug síðla dags á afmælisdaginn: Langar mig í Ijóði að tjá lífs í aftanskini. Það er víst að enginn á elskulegri vini. Með þakkarkveðjum og virðingu, Leifur Eiríksson. ALLTAF Á ÞRIÐJTJDÖGUM ALLT UM URSLITA- LEIKINN í HM-KEPPNINNI Á SPÁNI LANDSLEIKURINN GEGN FINNUM Itarlegar og spennandi íþróttafréttir innar að óvissan um úrslit eru helmingur nautnarinnar. Hversvegna fengum við hinir sem heima sátum ekki að njóta þessarar keppni? Hverskonar fólska er það eiginlega að slökkva á Skyggni þegar öll nauðsynleg tæki eru til reiðu og hvorki fjár- útlát né fyrirhöfn eru umtalsverð? En það er hollur siður í fá- mennu landi að erfa ekki yfirsjón- ir þótt herfilegar séu, betra er að leggja heilann í bleyti og leita nýrra úrræða, og þessvegna skul- um við ekki elta uppi syndaseli í þessu dapurlega máli, en óhjá- kvæmilegt er þó að draga þarfan SIGGA V/ÖGA fi ÍILVZ9AU LM /EM \ K4LÍ.MAMSI WVd XVl 7A9ÓANÖA Á Fflfó \jON(M, mmí vmr á mót/ á ham. , W LÁTA Ðtl'b OG \\hNNI <o£ 01

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.