Morgunblaðið - 16.07.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.07.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ1982 5 72036-72032 72046 Ríkisstjórn íslands: Leggur fram 800.000 krón- ur til hjálp- arstarfs í Líbanon MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftir- farandi frétt frá ríkisstjórn fslands: Ríkisstjórn íslands hefur sam- þykkt að leggja fram 800.000 krónur til hjálparstarfs í Líbanon. Mun Rauða krossi Islands og Palestínu- hjálp Sameinuöu þjóðanna falið að sjá um að fé þetta komi að sem mest- um notum. Innrás ísraelsmanna í Líbanon hefur valdið dauða þúsunda óbreyttra Líbana og Palestínu- manna, fjöldi manna hefur særst og a.m.k. hálf milljón manns hefur misst heimili sín. ísrael hefur virt að vettugi álykt- anir Öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna frá 5. og 6. júní, þar sem skorað er á aðila að hætta strax átökum og þess krafist að Israel fari þegar í stað á brott með heri sína úr landinu. Sama máli gildir um nær einróma ályktun skyndiallsherjarþings Sam- einuðu þjóðanna um Palestínumálið frá 26. júní, þar sem sömu kröfur eru settar fram. Styrjöldin í Líbanon hefur enn á ný sýnt, að valdbeiting felur hvorki í sér lausn á framtíðarvandamálum Palestínumanna, né tryggir hún rétt ísraelsmanna til að fá að lifa í friði innan öruggra og viðurkenndra landamæra. Samningar eru eina leið- in til að koma á varanlegum friði í þessum stríðshrjáða heimshluta. Ríkisstjórn íslands harmar innrás ísraelsmanna í Líbanon og ítrekar þá grundvallarskoðun íslendinga að deilur eigi að leysa með samningum en ekki vopnavaldi. Mótmæla bygg- ingu Seðla- bankahúss NÚ ER f undirbúningi bréf sem senda á borgarstjóranum í Reykjavík, þar sem mótmælt er byggingu Seðla- bankahúss á norðanverðum Arnar- hóli. í samtali við Morgunblaðið kvaðst Þorsteinn Ö. Stephensen, einn að- standa bréfsins ekki vilja tjá sig um innihald þess að svo stöddu, en sagði þó að verið væri að safna undir- skriftum. Sagði hann að leitað yrði til ákveðinna manna með ósk um undirritun. Bjóst hann við að bréfið yrði sent borgarstjóra einhvern næstu daga. ■ JAKKAR OG BOLIR í GEYSIGÓÐU ÚRVALI (ijlji KARNABÆR 'mJ* ■ og umboðsmenn um land allt Cesar — Akureyri, Eplið — ísafirði, Eyjabær — Vestmannaeyjum, Fataval —■ Keflavík, Álfhóll — Siglufirði, Óðinn — Akranesi, Ram — Húsavík, Bakhúsiö — Hafnarfirði, Austurbær — Reyöarfirði, Kaupfél, Rangæinga — Hvolsvelli, Sparta — Sauöárkróki, Skógar — Egilsstööum, isbjörninn — Borgarnesi, Lea — Ólafsvík, Lindin — Selfossi, Paloma — Vopnafiröi, Patróna — Patreksfirði, Báran — Grindavík, Bjóðsbær — Seyðisfirði, Þórsham- ar — Stykkishólmi, Inga — Hellissandi, Hornabær — Höfn Hornafiröi. Geithellnahreppur: Hreppsnefndarkosn- ingarnar kærðar — Verður hugsanlega talið að nýju, seg- ir hreppstjórinn, Guðmundur Björnsson FJÓRIR aðilar í Geithellnahreppi, Suður-Múlasýslu, hafa nú kært hreppsnefndarkosningarnar þann 26. júní síðastliðinn til hreppsnefnd- ar. Telja þeir að kjörstað hafi verið lokað of snemma, að kjörstjórn hafi á ólögmætan hátt meinað þeim að vera viðstaddir talningu atkvæða og að ekki hafi verið fenginn „óvið- komandi áhorfandi" til að draga út nöfn þeirra, sem jafnmörg atkvæði hlutu. Morgunblaðið hafði vegna þessa samband við hreppsstjóra Geit- hellnahrepps, Guðmund Björns- son. Sagði hann, að kjörstaður hefði verið opinn í 6 klukkustundir og 43 mínútur og hefði honum þá verið lokað þar sem enginn kjós- andi hefði komið síðustu 38 mínút- Þorsteinn Ö. Stephensen og fleiri: urnar og kjörstjórn hefði verið á einu máli um að loka skyldi. Hefði það þá verið ljóst að aðeins hefði hugsanlega verið von á einum kjósanda til viðbótar. Væri slíkt samkvæmt kosningalögum. A kjörskrá voru 80 manns. Guðmundur sagði, að þá hefði kjörstað verið lokað, gengið frá utankjörstaðaatkvæðum í kjör- kassa og ýmsu fleiru og talning atkvæða hefði síðan hafizt. Vegna óláta fyrir utan, svo sem barsmíða og ökuláta hefði kjörstjórn ekki talið sér fært að hleypa mönnum inn meðan á talningu stóð. Vegna þessa væru menn nú að kæra svo og vegna þess að dyravörður hefði verið fenginn til að draga um sæti þeirra aðila, sem jafnmörg at- kvæði hlutu. Teldu kærendur hann ekki „óviðkomandi áhorf- anda“ eins og segði í kosningalög- unum, en vegna þessara tilfella bæri að geta þess, að ekki hefði verið um hlutbundna kosningu að ræða. Kjörstjórn væri nú að ganga frá umsögn sinni til hreppsnefnd- ar, sem hefði viku frest til að af- greiða málið. Ekki væri ljóst hvað gert yrði, en gera mætti ráð fyrir upptalningu, öll kjörgögn væru varðveitt innsigluð eins og lög gerðu ráð fyrir. Óskar rannsókn- ar á seladrápinu STJÓRN Sambands dýraverndun- arfélaga íslands hefur í bréfi til Þórðar Björnssonar ríkisaksóknara, kært „opinber afskipti sölusamtaka Fiskiðnaðarins og hringormanefndar (formaður er Björn Dagbjartsson) af selveiðum sem hún telur brot á 116. gr. alm. hegningarlaga, svo og 1. gr. laga 47/1971 um náttúruvernd“. í bréfi Sambands dýraverndun- arfélaganna er bent á að sam- kvæmt lögum um Stjórnarráð Is- lands sé það landbúnaðarráðu- neytið, er fari „með þau mál er varða veiði í ám og vötnum, svo og önnur veiðimál er eigi ber undir annað ráðuneyti". Því hljóti að teljast óeðlilegt og ólöglegt að einkaaðilar „hvetji til selveiða" án samráðs við opinbera aðila, og er bent á ákvæði hegningarlaga er segi, að hver sá er taki sér opin- bert vald er hann ekki hefur skuli sæta ábyrgð, sektum eða fangelsi. Er í bréfinu farið fram á að embætti ríkissaksóknara rannsaki hvort lög hafi verið brotin í „sela- drápsmálinu" eða ekki, og verði rannsókn hraðað sem mest. tgp| Sumarfötin komin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.