Morgunblaðið - 16.07.1982, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.07.1982, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ1982 Enskir punktar: Shilton frá Forest? ALLT bendir tii þess að enski lands- liðsmarkvörðurinn Peter Shilton fari frá Nottingham Forest til South- ampton, fyrir 250.000 sterlingspund. Hafa félögin þegar samið um verðið, og hefur Shilton rætt við Lawry McMenemy, stjóra Southampton. Brian ('lough hjá Forest vill þó ekki missa Shilton, og hefur boðið honum nýjan þriggja ára samning. Shilton á eitt ár eftir af samningi sínum við Forest, og eftir þann tíma getur hann samið sjálfur við félög, og hirt allt söluféð, þannig að ('lough vill heldur leyfa honum að fara núna, en að þurfa að sjá á eftir bæði leikmanninum og aurunum á næsta ári. Einnig hefur komið til tals, að Shilton, sem er 32 ára, fari til Manchester United. Vitað er, að Clough hefur áhuga á að ná aftur í Gary Birtles frá United, og er reiðubúinn að láta Shilton í stað- inn. United er reiðubúið að láta Birtles fara, og vantar þá einmitt fé núna, þar sem þeir hafa áhuga á Alan Brazil frá Ipswich. Brazil er einn þeirra hjá félaginu, sem voru ekki yfir sig hrifnir er Bobby Ferguson, tók við af Bobby Rob- son, sem framkvæmdastjóri Ips- wich og vildi örugglega spila með Arnold Muhren hjá United, ef hann fengi tækifæri til þess. Wolves, sem er nær gjaldþrota, ætlar nú að selja Andy Gray og Wayne Clarke til að laga fjárhag- inn. Everton hefur áhuga á Gray, og er tilbúið að skipta á honum og • Peter Shilton, fer hann frá Forest? Peter Eastoe og borga einnig í milli. Gamla Leeds-kempan, Eddie Gray, hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri hjá félaginu, en Al- an Clarke var rekinn fyrir stuttu. Eitthvað er óvíst með framtíð Trevor Francis hjá Man. City. Mun hann hafa hringt í John Bond á dögunum og heimtað sölu ef ekki yrðu keyptir nýir menn til að styrkja liðið. Francis er orðinn 28 ára og vill vinna til verðlauna áð- ur en ferlinum lýkur. Þróttur N sigraði EINN leikur fór fram í 2. deild í gærkvöldi. Próttur Neskaupstað sigraði Einherja 1—0, í miklum bar- áttuleik. I’að var Hörður Rafnsson sem skoraði sigurmark 1‘róttar N úr vítaspyrnu á 29. mínútu leiksins. Kinherjamenn áttu gullið tækifæri á að jafna leikinn á síðustu mínútunni er Páll Björnsson skallaði rétt fram- hjá markinu úr opnu færi. Leikur liðanna var nokkuð harður ailan leikinn. Framan af átti Þróttur meira í leiknum en upp úr miðjum fyrri hálfleik var jafnræði með liðunum. Bestu menn Þróttar í leiknum voru tveir ungir og efni- legir leikmenn, þeir Eysteinn Kristinsson og Kristján Krist- jánsson. Hjá Einherja var Ólafur Jóhannesson bestur og stjórnaði hann vörn Einherja af festu og öryggi. Jóhann/ÞR. Staðan í 1. deild STAÐAN í 1. deild íslandsmótsins í knattspyrnu er nú þessi: Valur — ÍA 3- -1 Víkingur — ÍBK 3- -1 Víkingur 10 5 4 1 17- -11 14 Valur 11 5 2 4 11- -11 12 KK 10 2 7 1 7- -6 11 ÍBV 9 5 1 3 12- -9 11 UBK 10 4 2 4 13- -14 10 Fram 9 3 3 3 11- -9 9 ÍA 9 3 3 3 11- -13 9 ÍBK 10 3 3 4 7- -11 9 KA 10 2 4 4 8- -11 H ÍBÍ 10 2 3 5 13- -15 7 ÞR 14 lið keppa í 6. flokki ÞAÐ verður mikið um að vera á Smárahvammsvelli í Kópavogi á laugardaginn. Haldið verður mið- sumarsmót í mini-knattspyrnu 6. flokks. 14. lið eru skráð til leiks (140 strákar) og verður leikið í þreraur flokkum, A, B og C. í hverjum flokki verður keppt um farandbikar og leikmenn efsta liðs í hverjum flokki fá verðlaunapeninga. Verðlaunin verða afhent að loknu móti í hófi sem haldið verður í Félagsheimili Kópavogs. Allir leikmenn fá viður- kenningarskjöl, gos og súkkulaði í hófinu. Mótið hefst kl. 9.00 á laugardag og er stefnt að, að þvi verði lokið kl. 16.30. Víkingar lögðu ÍBK 3-1 VÍKINGAR sigruðu lið ÍBK 3—1 á Laugardalsvellinum í gærkvöldi er liðin mættust í 1. deild íslandsmóts- ins í knattspyrnu. Halda þeir enn efsta sæti sínu í deildinni. Lið Vík- ings fór vel af stað í gærkvöldi. Heilladísirnar voru þeim hliðhollar því að strax á þriðju mínútu leiksins hafði liðið náð forystu 1—0, með heppnismarki. Stefán Halldórsson tók hornspyrnu. Virtist mikill snún- ingur vera á boltanum í fyrirgjöfinni. Mikil þröng var inni í markteignum þar sem boltinn hrökk af Ingiber Óskarssyni og í markið. Vikingum tókst að bæta öðru marki við í fyrri hálfleiknum. Á 34. mínútu hálfleiks- ins náði Víkingur góðri sókn, léku laglega inn í markteig ÍBK. Þor- steinn Bjarnason reyndi að bjarga með stuttu úthlaupi en Heimir Karlsson varð fyrri til að ná boltan- um nikkaði hann laglega út til Gunnars Gunnarsson sem skoraði mjög fallega með viðstöðulausu Töstu skoti. Var vel að þessu marki staðið. Staðan í hálfleik var 2—0. Það brá oft fyrir ágætum leikköfl- um hjá liðunum í fyrri hálfleikn- um. Lið Víkings lék þá undan strekkings vindi sem setti sitt mark á leikinn. Víkingar sóttu öllu meira í hálfleiknum, en ekki áttu leikmenn liðsins mörg mark- tækifæri. Besta tækifæri ÍBK í fyrri hálfleiknum kom á 43. mín- útu en þá bjargaði Ögmundur vel með því að slá boltann í horn af tánum á Ragnari Margeirssyni sem var nálægt því að setja bolt- ann í netið af stuttu færi. Leikmenn ÍBK komu nokkuð ákveðnir til leiks í upphafi síðari hálfleiksins. Gerðu strax harða hríð að marki Víkings, og litlu munaði á 46. mínutu er góður skalli Magnúsar Garðarssonar sleikti þverslána. í síðari hálf- leiknum höfðu Keflvíkingar vind- inn með sér og ætluðu sér greini- lega að færa sér hann í nyt. En Víkingar vörðust vel. Þeim tókst að ná góðum samleik á móti vind- inum oft á tíðum. Og þriðja mark Víkings kom einmitt eftir slíka sókn. Sá sem átti stærstan þátt í sókninni var bráðefnilegur og frískur leikmaður Aðalsteinn Aðalsteinsson. Hann átti góða sendingu fyrir markið úr frekar þröngu færi á Heimi sem þakkaði fyrir sig með því að skora af stuttu færi. Þetta mark virtist draga mesta máttinn úr leik- mönnum ÍBK um tíma, eða þar til Ragnar Margeirsson skoraði eina mark liðsins á 58. mínútu. Þor- steinn Bjarnason átti langt út- spark frá marki inn á miðjan vallarhelming Víkings. Þar náði Ragnar boltanum braust af harð- fylgi í gegn og skoraði mjög fal- legt mark. Nú færðist mikið líf í leikmenn IBK og börðust þeir mjög vel það sem eftir var leiksins. Um tíma í síðari hálfleiknum presssuðu þeir stíft á mark Víkings en allt kom fyrir ekki. Vörn Víkings var sterk og gaf ekkert eftir. Nokkur harka var í leiknum er líða tók á leikinn og fengu þrír leikmenn gul spjöld. Lið Víkings náði alloft vel sam- an í leiknum, og sýndi þá góðan samleik. Varnarleikur liðsins var góður og miðjumennirnir unnu vel. Bestu menn liðsins voru Helgi Helgason, Aðalsteinn Aðalsteins- son og Heimir Karlsson. Stefán Liö Víkings: Ogmundur Kristinsson Magnús Þorvaldsson Stefán Halldórsson Jóhannes Báröarson Ómar Torfason Helgi Helgason Gunnar Gunnarsson Aöalsteinn Aöalsteinsson Heimir Karlsson Sverrir Herbertsson Ragnar Gíslason Liö ÍBK: Þorsteinn Bjarnason Gisli Eyjólfsson Kristinn Jóhannsson Rúnar Georgsson Ingiber Óskarsson Siguröur Björgvinsson Magnús Garöarsson Ragnar Margeirsson Ólafur Júlíusson Ólafur Þór Magnússon Einar Ólafsson Halldórsson kom vel frá varnar- leiknum svo og Ragnar Gíslason. Ögmundur var öruggur í markinu og greip oft vel inn í leikinn. Lið IBK getur meira en það sýndi í gærkvöldi. Oft á tíðum brá fyrir góðum sóknarleik hjá liðinu en svo datt broddurinn alveg niður langtímum saman. Liðið var óheppið að fá á sig mark svona snemma í leiknum og virtist það hafa slæm áhrif á leikmenn. Bestu menn í liði ÍBK voru Ragnar Margeirsson, Ólafur Júlíusson og Gísli Eyjólfsson. íslandsmótið 1. deild Laugar- dalsvöllur. Víkingur—Keflavík 3----1 (2---0) MÖRK VÍKINGS: Gunnar Gunn- arsson á 34. mínútu og Heimir Karlsson á 50. mínútu. MÖRK ÍBK: Ingiber Óskarsson á 3. mínútu sjálfsmark, Ragnar Margeirsson á 57. mínútu. DÓMARI var Magnús Pétursson. GUL SPJÖLD: Jóhannes Bárðar- son Víking, Rúnar Georgsson ÍBK. ÁHORFENDUR voru 413. - ÞR. Valur: Brynjar Guömundsson 6 Úlfar Hróarsson 7 Grímur Sæmundsen 5 Magni Pétursson 5 Dýri Guömundsson 6 Þorgrímur Þráinsson 6 Ingi Björn Albertsson 5 Hilmar Sighvatsson 5 Njáll Eiðsson 5 Guömundur Þorbjörnsson 6 Þorsteinn Sigurðsson 5 ÍA: Davíö Kristjánsson 5 Guöjón Þóröarson 4 Björn Björnsson 5 Siguröur Lárusson 6 Jón Gunnlaugsson 5 Jón Áskelsson 5 Kristján Olgeirsson 6 Sveinbjörn Hákonarson 5 Júlíus P. Ingólfsson 5 Guöbjörn Tryggvason 4 Árni Sveinsson $ Sigþór Ómarsson (vm) 5 ~N MYNDAVELAR ^ jV LANDSINS MESTA b URWAL <? 4? /// # £ GÓÐ GREIÐSLUKJÖR ffUÍty LJOSMYNDAÞJONUSTAN S.F. LAUGAVEG1178 REYKJAVÍK SÍMI85811

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.