Morgunblaðið - 16.07.1982, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 16.07.1982, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1982 31 « — segir Guðni Halldórsson frkvstj. FRÍ um undirbúninginn fyrir Reykjavíkurleikana Guðni Halldórsson Búist við mjög spennandi keppni milli þjóðanna • Grete Waitz í keppni fyrir skömmu, þar sem hún var aóeins hársbreidd frá heimsmetinu i 5 km hlaupi. 2,10 þannig að þar og í þrístökki ættu velskir að vinna tvöfalt. Kastgreinarnar ættu íslend- ingar að vinna, nema sleggjukast- ið, þar sem Shaun Pickering, son- ur hins fræga sjónvarpsmanns Breta, hefur kastað 64 metra í ár. Kringlukastið og kúluvarpið ættu Oskar Jakobsson og Vésteinn Haf- steinsson að vinna tvöfalt, Erlend- ur Valdimarsson og Óskar Jakobs- son ættu að komast upp á milli þeirra velsku í sleggjukasti, og Einar Vilhjálmsson ætti að vinna spjótkastið, og ef heppnin verður með llnnari Garöarssyni, gæti hann komist upp á milli þeirra velsku. Loks má við því búast, að löndin skipti boðhlaupunum á milli sín, en fyrirfram er þó aldrei hægt að segja hvernig boðhlaup fari, þar getur allt gerst. Þó eru sigurlíkur Wales meiri í 4x100, en ísland ætti að sigra í 4x400. Gunnar Gunnarsson (lengst til vinstri) í Auglýsingaþjónustunni, fylgist hér meó Guómundi Einarssyni og Gunnari Péturssyni GN, í Öldungamótinu í golfi sem fram fór um síóustu helgi. Guðmundur hlaut hornið NÝLEGA lauk á Nesvellinum hinni árlegu opnu öldungakeppni í golfi. Nefnist hún „Hornið" og gefur Auglýsingaþjónustan öll verðlaun til hennar. Keppendur núna voru yfir 40 talsins og léku þeir 36 holu högg- leik á tveim dögum. Var keppnin spennandi og margt gott sem sást til gömlu mannanna í mótinu. Úrslit urðu þau, að Guðmundur Kinarsson GN hlaut hornið eftir- sótta að þessu sinni. Kom hann inn á 138 höggum nettó. Annar varð Gunnar Pétursson GN á 140 höggum og þriðji Lárus Arnórsson GR á 141 höggi. Gunnar Pétursson GN sigraði í keppninni án forgjafar. Lék hann 36 holurnar á 164 höggum. Annar varð Ólafur Ág. Ólafsson GR á 168 en þar á eftir komu þeir Hafsteinn Þorgeirsson GR og Gunnar Stef- ánsson GN á 171 höggi. Aukaverðlaun í mótinu — næst- ir holu á 3. og 6. braut svo og fyrir fæst pútt hlutu þeir Óli B. Jónsson GN, Lárus Arnórsson GR og Guð- mundur Ófeigsson GR. Reykjavíkurleikarnir í frjálsíþrótt- um verða haldnir i Laugardal um helgina, og verða þar hátt á annað hundrað útlendir keppendur. Þar mæta kvennalandslið Svíþjóðar, Noregs og Finnlands, tveggja manna karlalandslið Wales, auk banda- rískra, norskra, sovézkra, austur- rískra og sænskra íþróttamanna, sem flestir eru í hópi mestu afreks- manna í veröldinni í sinum greinum. Þar má nefna kringlukastarana Art Burns, John Powell og Dean Crous- er frá Bandarikjunum og Knut Hjeltnes Noregi. Áuk þess sem mót af þessu tagi krefst mikils undirbún- ings er kostnaður gífurlegur. Hita og þunga af öllum undrbúningi hefur Guðni Halldórsson frkvstj. Frjáls- íþróttasambandsins borið, og í til- efni mótsins átti Morgunblaðið stutt samtal við Guðna um mótið: „Hér er um mikinn íþróttavið- burð að ræða og einstakt tækifæri fyrir íþróttaunnendur að sjá hátt á annað hundrað frábærra frjáls- íþróttamanna í keppni. Það er von mín að fólk fjölmenni á völlinn og ÍSLAND og Wales heyja lands- kcppni i frjálsíþróttum á Laugar- dalsvelli helgina 17. og 18. júlí. Er keppnin liður í Reykjavíkurleikun- um í frjálsíþróttum, en inni í þvi móti er jafnframt Noröurlandabik- arkeppni kvenna, þar sem landslið Noregs, Svíþjóóar, Finnlands og ís- lands berjast um Norðurlandabikar- inn. Ljóst er að keppni íslands og Wal- es getur orðið æði spennandi og hvort liðið sem sigrar, gerir það tæp- ast nema með örfáum stigum. Ef borinn er saman árangur okkar manna og þeirra velsku, kemur einnig í Ijós, að geta þessara þjóða er að ýmsu leyti svipuð, og má því búast við jafnri og spennandi keppni í vel flestum greinanna. í 100 metra hlaupi eru sigurlík- ur Wales góðar, en hins vegar ætti Oddur Sigurðsson að geta unnið 200 metrana, og ef allt gengur að óskum ætti Island að sigra tvöfalt í 400 metra hlaupi. Jón Diðriksson og Gunnar Páll Jóakimsson hafa jafnan staðið sig vel í landskeppnum, og því til alls líklegir í 1500 metra hlaupi, Jón ætti að sigra örugglega, en Gunn- ar gæti tryggt tvöfaldan sigur ef um endasprettstaktík verður að ræða, þar sem velsku hlaupararn- ir eru frekar langhlauparar. Gunnar Páll ætti að komast upp á milli þeirra velsku í 800, en sá betri hefur hlaupið á 1:48 í ár. Þá er stór spurning hvað Jón gerir í 5000 metra hlaupinu, þar sem hann ætlar að reyna við ís- landsmet. Jón er í góðri æfingu og ætti að geta klekkt á þeim velsku, sem hlaupið hafa á um 14 minút- um. Hins vegar verður að búast við öruggum sigri þeirra velsku í 10 km og hindrunarhlaupi, en þó er aldrei að vita nema Sigurður Pétur, sem varð fyrir skömmu brezkur háskólameistari í 10 km hlaupi, gæti komist upp á milli Wales-búanna í 10 km. Þorvaldur Þórsson hefur sýnt miklar framfarir í grindahlaupun- um, en þar verður að ætla heims- meistara stúdenta, Berwyn Price, sigur í styttra hlaupinu, en hins vegar ætti Þorvaldur að geta sigr- að í 400 metra grind, þar sem þeir velsku eru með áþekkan árangur. Stefán Hallgrimsson er óskrifað blað, gæti gert góða hluti eins og oft áður. í stökkgreinum ætti ísland að vinna tvöfaldan sigur í stangar- stökkinu og Kristján Harðarson á sigurlíkur í langstökkinu, en Wales-menn þeirra eru með besta hástökkvara Breta í ár, og lakari maður þeirra er búinn að stökkva Ifolri hoccn a Ulii ón lfo|ticáá ppVCIU pcooU Ij KKI dll VISIIIo Landskeppni ísland — Wales í frjálsum íþróttum um helgina sýni áhuga sinn i verki, láti sér ekki nægja að fylgjast með mótinu í fjölmiðlum. Mótið hefst klukkan 14 bæði laugardag og sunnudag. Undir- búningur er á lokastigi, en mikil vinna liggur að baki móti af þessu tagi. Það kostar mikla fjármuni að stofna til móts af þessu tagi, en margir aðilar hafa lagt okkur lið, og kunnum við að meta þann stuðning. Volvo-umboðið styrkir þetta mót þó sérstaklega, svo og aðra starfsemi FRÍ. Það ber að þakka, svo og þann skilning sem ég hef fengið víða um land á betlikvabbi mínu vegna þessa stórmóts. Þær undirtektir sem ég fékk hjá Volvo-umboðinu eykur mér bjartsýni, enda enn ein vísbend- ingin um aukna athygli sem frjálsíþróttafólkið nýtur, og það að verðleikum. Það má segja að ég valdi þessu ekki án Veltis," sagði Guðni Halldórsson að lokum. iirnriiiira Frjðlsar Itirðttir Grete Waitz keppir á Reykjavíkurleikunum NORSKA hlaupadrottningin Grete Waitz, sem óhætt er að fullyrða að sé mesta hlaupakona heims síðustu fimm ár, keppir á Reykjavikurleik- unum í frjálsíþróttum, sem fara fram á Laugardalsvelli á laugardag og sunnudag. Á mótinu keppa flest- allar fremstu frjálsíþróttakonur Norðurlanda, þar sem til leiks mæta landslið Noregs, Finnlands, Svíþjóð- ar og íslands. Grete Waitz keppir í 1.500 og 3.000 metra hlaupum á Reykjavík- urleikunum. Grete á Norðurlanda- metið í báðum greinum, og met hennar í 3.000 metrum var lengi vel heimsmet. Þá hefur Grete margsinnis sigrað í New York- maraþonhlaupinu fræga, einnig orðið heimsmeistari í víðavangs- hlaupum fimm sinnum á síðustu sex árum, og fyrir tveimur vikum var hún aðeins fjórum sekúndu- brotum frá heimsmeti í 5 km hlaupi á móti í Osló, sagðist hafa sett met ef hún hefði áttað sig á millitímunum. Einnig keppir á mótinu sænska stúlkan Susanne Lorentzon, Norð- urlandamethafinn í hástökki, sem Þórdís Gísiadóttir ÍR lagði að velli á bandaríska háskólameistara- mótinu í vor, en þá sigraði Þórdís sællar minningar. Auk þeirra verða margar frjálsíþróttakonur á Evrópumælikvarða á mótinu, og því um mikinn og athyglisverðan íþróttaviðburð að ræða. I

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.