Morgunblaðið - 11.08.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.08.1982, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1982 BKESKUR löndunarmaður bjarg- aði íslenskum sjómanni úr höfn- inni í Hull, eftir að sjómaðurinn hafði fallið í sjóinn milli skips og bryggju, samkvæmt blaðaúrklippu úr bresku blaði sem Morgunblað- inu hefur borist. Atburðurinn átti sér stað um þrjúleytið um nóttina og sá lönd- unarmaðurinn, Peter Davis, sem er tveggja barna faðir hátt á fer- tugsaldri, þegar sjómaðurinn, sem var að koma til skips, féll í höfnina, en hann var ásamt öðr- um að vinna að löndun úr ís- lenska skipinu. Sjómaðurinn hlýtur að hafa slegið höfðinu ein- hvers staðar við í fallinu, því að hann var meðvitundariaus þegar að honum var komið, en var svo heppinn að lenda á timburfleka, sem maraði í hálfu kafi milli skips og bryggju. Davis fór þegar á eftir honum, niður reipi sem þarna var og fetaði sig yfir hálan flekann til meðvitundarlauss mannsins. Mest hætta stafaði þeim frá hreyfingum skipsins, að kremjast vegna þeirra milli skipsins og bryggjunnar og sam- kvæmt frásögn sjónarvotts, munaði hvað eftir annað senti- metrum að svo færi. Meðan þessu fór fram, voru löndunarmennirnir um borð ekki aðgerðarlausir. Þeim tókst að koma stuðpúða milli skips og bryggju, þannig að skipið færðist aðeins utar og hreyfingar þess minnkuðu. Síðan létu þeir síga reipi niður niður til mannanna tveggja. Peter Davis kom því utan um meðvitundarlausan manninn, sem var dreginn upp í því. Stigi var síðan látinn síga niður til Davis, sem hann kom upp eftir. Farið var með sjómanninn á spítala. Reyndust meiðsli hans ekki alvarleg og var honum leyft að yfirgefa spítalann að rann- sókn lokinni. Davis, sem breska blaðið segir að sé lýst sem hóg- værum manni, hélt áfram vinnu sinni. íslenzkar kartöflur á markaðinn: Góð uppskera á úti- ræktuðu grænmeti NÝJAR íslenzkar kartöflur koma til Grænmetisverzlunar landbún- aðarins i dag. Að sögn Gunnlaugs Bjömssonar forstjóra verður verð á þeim ákveðið mjög fljótlega, en það fer eftir því m.a., hversu mikl- ar niðurgreiðslur verða. Hjá Sölufélagi garðyrkju- manna sagði Þorvaldur Þor- steinsson, að núna væri útirækt- að grænmeti sem óðast að koma á markaðinn. Gott útlit væri með uppskeru og þetta yrði sennilega gott uppskeruár. Ekk- ert næturfrost hefði enn komið, en það spillti ævinlega fyrir. Verð á blómkáli er 35 kr. á hvert kg, á hvítkáli kr. 15 og gulrófum kr. 11. Þorvaldur sagði, að almennt væri grænmetis- neyzla að aukast og grænmetis- almanakið næði orðið allan árs- ins hring, þar sem vaxandi inn- flutningur tæki við þegar inn- lenda framleiðslan væri þrotin. Einkum hefði paprikan unnið á, sem var svo til óþekkt hér heimaræktuð fyrir ekki mjög mörgum árum. Samningur Landsvirkjunar og iðnaðar- ráðuneytis undirritaður í dag: Grásleppuvertíðin, sem nýlega er lokið, var sú lélegasta I 20 ir. Þessi grisleppukarl lætur samt ekkert i sig fi og greiðir úr netum sinum hinn rólegasti. (Ljósm. Mbl. Krútján Einanmoo) Lélegustu vertíð í 20 „GRÁSLEPPUVERTÍÐIN hefur aldrei áður verið jafn léleg og nú,“ sagði Guðmundur Lýðsson, framkvæmdastjóri Samtaka grásleppu- hrognaframleiðenda, í samtali við Morgunblaðið í gær þegar hann var spurður um það hvernig grásleppuvertíðin hefði gengið í ár, en vertíðinni lauk 5. ágúst. grásleppu- ár nýlokið Guðmundur sagði einnig; „Eg held að það þurfi að fara 20 ár aftur í tímann til að finna jafn lélega vertíð og nú var. Veiðin núna hefur verið eitthvað um 6.000 tunnur, en nákvæmar tölur liggja ekki enn fyrir. Til saman- burðar má geta þess að meðaltal áratugarins 1970—1980 var 14.000 tunnur á ári. Þetta er því algert hrun. Þetta var verst á Norður- og Norðausturlandi. Það hefur bókstaflega ekkert veiðst á sum- um svæðum og er það ákaflega slæmt. Það má kalla þetta ör- deyðu. Sem dæmi má nefna Skagaströnd, þar veiddu þeir ekki nokkurn skapaðan hlut og sömu sögu má segja af Strönd- um, þeir veiddu mjög lítið þar. Veiðin hefur verið betri við Breiðafjörð, þar veiddu þeir vel sums staðar. Síðan hefur það verið sæmilegt hér fyrir sunnan, það hefur verið meðalvertíð hér við Faxaflóann er ekkert framyf- ir það, og með því skárra á Akra- nesi. — Hverjar eru ástæðurnar fyrir þessum litla afla? „í fyrsta lagi voru hrognin seld á útsöluverði núna eftir áramót- in, þannig að verðið hrundi. Þeir sem gátu farið á aðrar veiðar fóru því auðvitað ekki á grá- sleppuna, þegar ekkert fékkst fyrir veiðina. Á sumum stöðum segja þeir að það sé bókstaflega enginn fiskur og hafa verið að koma með ýms- ar skýringar, eins og þá til dæm- is, að sjórinn sé of kaldur. En ákaflega erfitt er að gera sér Landsvirkjun yfirtekur virkjanir og byggðalínur SAMNINGUR l.andsvirkjunar og iðnaðarráðuneytisins um yfirtöku l.andsvirkjunar á þremur fyrirhug- uðum virkjunum og byggðalínum, verður undirritaður klukkan 17 i dag, miðvikudag. Skrifað verður undir samninginn með fyrirvara um samþykki eignaraðila Landsvirkjun- ar, ríkisins og Reykjavíkurborgar. í samtali við Morgunblaðið sagði Birgir ísl. Gunnarsson al- þingismaður, en hann á sæti í stjórn Landsvirkjunar, að sam- komulagið væri tvíþætt. I því fæl- ist annarsvegar að Landsvirkjun yrði virkjunaraðili að, þeim þrem- ur virkjunum sem lög hafa verið sett um, þ.e.a.s. Blönduvirkjun, Fljótsdalsvirkjun og Villinganes- virkjun, þannig að Landsvirkjun yfirtekur undirbúning og allar framkvæmdir frá og með 1. októ- ber. Hins vegar kvéður samning- urinn á um að Landsvirkjun yfir- taki byggðalínur frá og mað næstu áramótum að telja. grein fyrir ástæðum, það er eng- inn fiskifræðingur í þessu fyrir okkur núna, og höfum við því litl- ar fræðilegar upplýsingar til að byggja á. Því má einnig bæta við að þegar lítið aflast og lágt verð fæst fyrir aflann eru margir sem hreinlega róa ekki og ekki fæst fiskurinn nema róið sé, þannig að áhrifin margfaldast við þessa erfiðleika." — Hverjar eru söluhorfurnar á grásleppuhrognunum nú? „Það má segja að þessi litla framleiðsla sé mestöll seld og hafa um 4.000 tunnur verið flutt- ar út nú 'þegar og verðið hefur frekar stigið. Verðið er nú um 300 dollarar fyrir tunnuna og virðist markaðurinn vera að jafna sig. Þau mál líta því nokk- uð vel út núna. Ég veit aftur á móti ekki hvað þessi kreppa í heiminum hefur mikil áhrif á söluna, hér er um að ræða vöru sem menn borða ekki til að seðja hungur sitt, heldur er þetta munaðarvara. Til þess að halda hlutunum í jafn- vægi, sýnist mér að framvegis verði ekki hægt að veiða meira en 12.000 tunnur á ári hér hjá okkur." Vélbáturinn Ágúst Guðmundsson SF 95: Staðinn að ólöglegum veiðum við Ingólfshöfða VARÐSKIPIÐ Óðinn stóð vélbátinn Ágúst Guðmundsson SF 95 að ólög- legum veiðum í fyrrakvöld innan 3ja mílna lögsögunnar við Ingólfshöfða. Báturinn er 95 tonn að stærð og gerður út frá Hornafirði. Báturinn var færður til Horna- fjarðar og fóru fram yfirheyrslur í málinu í gær. Samkvæmt mæling- um varðskipsmanna var báturinn mest 1 mílu innan lögsögunnar, samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins. í samtali við Morgunblaðið sagði Klemens Eggertsson, full- trúi sýslumannsins á Hornafirði, að yfirheyrslur hefðu farið fram í gær, og málið síðan sent ríkissak- sóknara til ákvörðunar. Sagði Eggert að væntanlega tæki rík- issaksóknari ákvörðun um áfram- hald málsins í dag, miðvikudag. Skákmótið í Noregi: Jón L. vann, Helgi geröi jafntefli en Karl tapaði mótinu, sem lýkur næstkomandi sunnudag. FJÓRUM umferðum er nú lokið á alþjóðlega skákmótinu í Gausdal í Noregi, en í fjórðu umferð tapaði Karl Þorsteins fyrir v-þýska skák- manninum Bletz. Jón L. Árnason vann hins vegar Ögaard frá Noregi, Helgi Ólafsson gerði jafntefli við Defermian frá Bandaríkjunum og Elvar Guðmundsson er með unna biðskák gegn Nilsen frá Noregi. Efstir og jafnir á mótinu eru nú Cranling frá Svíþjóð, Dlugy frá Bandaríkjunum og Delange frá Noregi. Þeir eru allir með 3'/2 vinning. Helgi og Jón L. eru efstir ís- lendinganna með 2V4 vinning, en síðan kemur Karl með 2 vinn- inga. Ef Elvar vinnur biðskákina, sem allt bendir til, er hann einn- ig með 2 vinninga. Níu umferðir verða tefldar á Tveir úrskurð- aðir í gæslu- varðhald TVEIR menn um tvítugt voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 8. september að telja, samkvæmt upp- lýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins. Þeir voru staðnir að verki við innbrot í Austurbæjarbíó aðfara- nótt mánudagsins sl., og einnig brutust þeir inn í læknastofur og teiknistofur á Laugavegi 44. Þar stálu þeir ávísanaheftum. Gæslu- varðhalds var krafist af hálfu Rannsóknarlögreglu ríkisins. íslenskum sjó- manni bjargað úr höfninni í Hull

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.