Morgunblaðið - 11.08.1982, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.08.1982, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1982 25 Stefnt að því að „Flug“ komi út ársfjórðungslega Flug Ágúst Ásgeirsson MIKID fjör hefur hlaupið i útgáfu tímaritsins Flugs, en fyrir skömmu kom út annað tölublað þess á ár- inu. Tímaritið Flug er sem kunn- ugt er málgagn Flugmálafélags ís- lands og aðildarfélaga þess, en þau eru 12 að tölu. Ritstjóri Flugs hin síðari ár hefur verið Pétur P. John- son og átti Flugsíðan samtal við hann um útgáfuna. „Þetta er fjórða blaðið sem ég ritstýri, en tímaritið Flug var fýrst gefið út árið 1946, og þá af Ásbirni Magnússyni núverandi forseta Flugmálafélags íslands. Útgáfa Flugs hefur lengst af Kápur tveggja síðustu tölublaða Flugs. Fjörkippur er hlaupinn í út- gáfuna, sem nú er í höndum ötulla flugáhugamanna. Tvö blöð hafa komið með stuttu millibili, og óðum styttist í næsta, enda er að því stefnt að ritið komi út á þriggja mánaða fresti. gengið brösulega, en nú hyllir undir betri tíma, og stefnt er að því að það komi út á þriggja mánaða fresti. Það er reynt að koma sem víð- ast við á sviði flugsins, ég mundi segja að þetta væri fjölbreytt af- þreyingarrit, sem höfðar jafnt til áhugamanna og atvinnu- manna á sviði flugsins, til allra sem koma nálægt flugi eða hafa áhuga fyrir flugmálum, hvort sem þeir fljúga eða ekki,“ sagði Pétur. Blöðin tvö, sem út eru komin á þessu ári, eru fjölbreytt að efn- isvali, og hvergi hefur verið til sparað, þannig að um vönduð blöð er að ræða. Litmyndir prýða forsíður beggja blaðanna, og margar myndir eru birtar í hvoru blaði. Frágangur efnis er góður og mikinn fróðleik í blöð- unura að finna. Segja má, að þau séu hvalreki á fjörur flugáhuga- manna. Þegar Flugi er flett, kemur í ljós, að talsverð breidd er í efn- isvali, og þar er að finna ýmsar greinar eftir valinkunna menn. Þannig má nefna að Ómar Ragn- arsson sjónvarpsmaður skrifar lærdómsríka grein í fyrra blaðið um óhapp sem henti hann í lend- ingu á túni við bæ í A-Húna- vatnssýslu, Rúnar Guðbjartsson flugstjóri hjá Flugleiðum skrifar um flugvallarmál, Leifur Magn- ússon skrifar um svifflug, birtar eru greinar um heimasmíði fiugvéla, um flugkeppnina miklu yfir Atlantshaf, um flugsögu, um flugdag á Sauðárkróki, og birtar eru myndir úr Græn- landsflugi Flugfélags Norður- lands. I seinna blaðinu skrifar Rafn Jónsson útvarpsmaður og flug- maður um flugferð, þar sem hann komst í hann krappan, en grein hans og Ómars, sem getið er hér á undan, eru í greina- flokki sem ber nafnið „Það kenndi mér ...“ og er ætlað að stuðla að auknu öryggi í flugi. Einnig er fjallað um leiguflugs- verkefni íslenzku flugfélaganna í útlöndum, en leiguflug er snar þáttur í rekstri þeirra. Jafn- framt er grein um Islandsflug SAS. Ennfremur er grein um flugvél, sem þeir Rúnar Brekkan járnsmiður og Þorgeir Yngvason eru að smíða í bílskúr í borginni, og flýgur vonandi seinni part sumars. Þá eru greinar um svifdrekaflug, svifflug, og mód- elflug, um nýja þotutegund, auk fastra þátta með smáfréttum o.fl. um hin ýmsu svið flugsins. Að sögn Péturs er að því stefnt, að tímaritið Flug komi út fjórum sinnum á ári. Tveir mikl- ir flugáhugamenn, Þorgeir Árnason, formaður Svifflugfé- lags Islands, og Ragnar J. Ragn- arsson, fráfarandi formaður Flugsögufélagsins, hafa sam- kvæmt samningi við Flugmála- félagið tekið útgáfumál tíma- ritsins að sér. Ritstjórinn og framkvæmdastjórinn Pétur P. Johnson (tv.) og Þorgeir Arnason í umhverfi, sem þeir kunna vel við. Tillöguteikning af B reiðafj arðar ferj u eftir Þorberg Ólafsson I framhaldi af því sem greint var frá í Morgunblaðinu 6. ágúst sl. þar sem skýrt var frá fundar- samþykkt sýslunefndar Vestur- Barðastrandarsýslu og áliti fund- arins á smíði ferju fyrir Breiða- fjörð er miðast við tillöguteikn- ingu frá Bátalóni hf. hönnuð af undirrituðum skal til frekari skýr- ingar greint frá eftirfarandi: Lengd 29,7 m, breidd 8,3 m, dýpt að aðalþilfari (bílaþilfari) 4 m, rúmlestatala um 190 brl. Skipshafnarklefar 4 undir aðal- þilfari og skipstjóraherbergi uppi í brú, þar verður einnig WC og þrjú WC undir aðalþilfari, eitt verður með baðaðstöðu fyrir skipshöfn. Þá verða tveir sjúkraklefar und- ir aðalþilfari og tvær farangurs- geymslur. Eldunar- og borðað- staða verður fyrir skipshöfn og veitingasala fyrir farþega. Undir aðalþilfari verðá sæti fyrir 130—140 farþega, þegar sjúkraherbergin eru talin með. Sætaraðir með borðum á milli fyrir farþega eru meðfram hvorri síðu skipsins, en í miðju sætaraðir án borða líkt og í flugvélum. í góðu veðri geta farþegar verið uppi á efra þilfari og inni á göng- um beggja megin í brú. Á efra þilfarinu yrði einnig komið fyrir björgunarbátum útbúnum sem sætum og með sætisbökum fyrir farþega. Bjargvestum yrði einnig komið fyrir á efra þilfari. Bílar: 15 fólksbílar af meðal- stærð geta komist fyrir á aðalþil- fari en ef vörubíll er tekinn með verður að fækka fólksbílum sem því nemur. Bílana á að keyra inn um annan enda ferjunnar og út um hinn, nema vörubíla, til þess að sem allra stystur tími fari í að ferma og afferma ferjuna á mesta annatímanum. Vörubílum eða rút- um er ætlað pláss á aðalþilfari aftan við efra þilfar. Gert er ráð fyrir að komið verði fyrir vatns- þéttu skilrúmi milli þilfara undir mastri þann hluta ársins, sem allra veðra er von. Yrði þá allt rými undir efra þilfari varið fyrir sjógangi og notast þá sem lokað lestarrými bæði fyrir vöruflutning t.d. gáma svo og bíla þegar minna er uní bílaflutninga en um hásum- arið. Þá er ca. 43 m3 lest undir aðalþilfari aftan við vélarúm. Þá er gert ráð fyrir að ferjan verði með bógskrúfu að framan og stýrishring að aftan sem á að auka stjórnhæfni skipsins og verja skrúfuna fyrir ís. Næstsíðasta opna hús sumarsins í Norræna húsinu verður fimmtu- dagskvöld 12. ágúst kl. 20.30. Þá verða sýndar tvær verð- launakvikmyndir sem Osvaldur Knudsen gerði. Eru það „Eldur í Heimaey", um eldsumbrotin þar og afleiðingar þeirra, ailt frá upp- hafi gossins í janúar 1963 og til loka þess, verðlaunuð á hátið í ít- alíu 1975, og „Sveitin milli sanda", kvikmyníl frá Öræfasveit, sem fékk verðlaun á kvikmyndahátið- inni í Edinborg árið 1965. Hvor þessara mynda er um Gert er ráð fyrir 700—800 ha. aðalvél og hefur Siglingamála- stofnunin lauslega áætlað að ganghraði geti orðið 10Ví> til 11V4 míla miðað við hleðslu hverju sinni. Stærð aðalvélar er miðuð við að ferjan geti farið tvær ferðir á sól- arhring á milli Stykkishólms og Brjánslækjar. Þegar mest er að gera yfir sumarmánuðina og þannig annað allri flutningaþörf á þessari leið á næstu árum. Stærð og djúprista ferjunnar er miðað við að hún geti komist upp að þeim bryggjum sem nú er verið að byggja við Breiðafjarðareyjar, svo sem Hvallátur og Skáleyjar. hálftíma löng, og verður hlé gert á milli sýninga þeirra. Gefst gestum þá kostur á að skoða bókasafn Norræna hússins, sem ásamt kaffistofunni er opið til kl. 22.00. í anddyri hússins er sýning á flórunni íslensku, og höggmyndir Danans John Ruds prýða umhverfi þess. I sýningarsölum í kjallara stendur sýning 7 íslenskra mynd- listarmanna, og er hún opin frá 16—22 virka daga og 14—22 um helgar. Síðasti sýningardagur er sunnudagur 15. ágúst. EFÞAÐER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Norræna húsið: Tvær mynda Ósvalds Knudsen annað kvöld «) K Litmyndir samdægurs Komdu meö filmuna fyrir kl. 11 aö morgni og þú færö myndirnar tilbúnar kl. 5 síðdegis. Skýrar og fallegar myndir, þriðjungi stærri en gengur og gerist. Afgreiðslustaðir okkar eru: Glögg mynd, Suðurlandsbraut 20, sími 82733, Glögg mynd, Hafnarstræti 17, sími 22580 og Magasín, Auöbrekku 44—46, Kópavogi, simi 45300. í LEIÐINNI BJÓÐUM VIÐ ÞÉR SAKURA- FILMUR MEÐ 50% AFSTÆTTI. VÖRULISTAVERSLUN, Auöbrekku 44—46, Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.