Morgunblaðið - 11.08.1982, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.08.1982, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1982 Steve Forbert/ Steve Forbert: Inn um annaö og út um hitt en snoturt Steve Forbert er náungi, sem hefur verið nokkuð lengi á ferð- inni. Ég get nú ekki talist sam- mála þeim ágæta manni, sem tjáði mér að Forbert færi sínar eigin leiðir og væri ætíö frumleg- ur. Þaö er ekkert sérstaklega frumlegt við Forbert á einn eöa annan hátt, en hann gerir sína Kvikmynd frá Rush i haust Kanadíska rokksveitin Rush sendír í haust frá sér kvikmynd, sem fjallar i meg- inatriöum um tónleíka þre- menninganna. Reyndar hafa myndbönd af þeirri kvikmynd verið á sveimi víða um Bandaríkin og vakið mikla lukku. Þessar vikurnar er veriö aö ganga frá heljarmiklum sviðsbúnaði, sem á aö fylgja þeim sveinum í næstu tón- leikaferð. Vekur þar mesta at- hygli heljarmikiö laser-kerfi (hvað skyldi Helgi Hálfdanar- son vilja kalla laser á ís- lensku?) frá fyrirtæki einu í Los Angeles. Enn meiri athygli vekur, að þetta er í fyrsta sinn frá því á dögum Jimi heitins Hendrix, að firma þetta ein- beitir sér alfariö að einni hljómsveit/listamanni. hluti laglega og það verður ekki af honum skafið. Fyrir þá, sem ekki þekkja við- komandi, er rétt aö taka þaö fram, aö söngur hans minnir stundum á Bruce Springsteen, í öörum lögum jafnvel ögn á Dylan og enn öörum Paul Simon. Lögin á plötunni, sem viröist tit- illaus meö öllu, eru flest svipaðs eölis, poppað rokk og síöan dettur tempóiö niður í ballööur. Erfitt er aö skilgreina tónlist hans ööruvísi en sem rólegheitamúsík, sem rennur ósköp Ijúft inn um annaö eyraö og út um hitt, en þó ekki án viðstöðu. Sums staðar er aö finna kúrekaáhrif hjá Forbert og í einu laganna örlar meira að segja á smá Calypso-fílingu. Fyrir þá, sem hafa gaman af þægilegri tónlist, þ.e. hugljúfri, átakalausri, vel fluttri, já „baram- úsík“, er þessi plata tilvalin í safn- iö. Hér er ekki veriö aö buröast viö aö fara einhverjar ótroönar slóðir meö tilheyrandi braki og brestum, heldur er ríghaldiö í gömul og góö tilbrigöi og hver er svo kominn til meö aö segja aö þaö geti ekki ver- ið ágætt. Ekki ég. Steve Forbert hefur hér sent frá sér plötu, sem hvorki markar tíma- mót í ferli hans né tónlistarinnar, sem hann er aö flytja. Hér er aö- eins veriö að koma hugrenningum í Ijóö og lög og snyrtilega aö því fariö. Sögur að „westan“ Þótt nýjasta plata .38 Special, Special Forces, hafi fengiö betri viötökur en aörar plötur sveitar- innar til þessa viröist þó sem ekki sé allt gull þótt glói. Aflýsa varö tonleikum sexmenninganna í Los Angeles fyrir stuttu. Plötufyrirtæki flokksins sagöi söngvarann vera veikan. Hann var þegar aö var gáö viö bestu heilsu en bar viö aö trommarinn heföi fengiö í magann. Kunnugir töldu hins vegar aö miö- arnir heföu bara ekki selst! — O — Velgengni Joan Jett hefur vakiö plötufyrirtæki þeirra stúlkna, Run- aways, sem eitt sinn voru og hétu, til lífsins. Polygram hefur nú ákveöiö aö reyna að hagnast örlít- iö á velgengni Jett meö því aö gefa út „best-of“-þlötu meö Runaways. — O — Eitt nýjasta bárujárnsafsþrengi þeirra Bandaríkjamanna er hljómsveitin Twisted Sister. Eins og nafniö ber e.t.v. meö sér er hér um nokkuö sérstæöa hljómsveit að ræöa. Ef ekki fyrir hljómlist þá fyrir útlit og klæöaburð. Minnir út- litiö nokkuö á sambland af Kiss og New York Dolls. Menn mega svo geta i eyöurnar. Hljómsveitin kem- ur m.a. fram á Reading-rokkhátíö- inni í mánaðarlok. Skagaflokkurinn Tíbrá í spariklæðunum. Ptatan bar marki þeas. Tíbrá/ í svart-hvítu: Gömul hljómsveit, ungir menn og á réttri leið Fyrsta plata Akranessflokks- ins Tíbrár, í svart-hvítu, er þeim sexmenningum svo sannarlega til mikils sóma. Ekki aöeins er hljóðfæraleikur eins og hann gerist bestur hérlendis heldur er og upptaka, sem aö mestu leyti var í þeirra eigin höndum, ein sú „þéttasta", sem heyrst hefur á íslenskri plötu. Ekki spillir svo fyrir að sum laganna sex eru afbragðsvel samansett. Þó skal ekki ofan af því fariö að þessi hljómsveit heföi getaö, og gerir vafalítiö næst, sent frá sér enn sterkari plötu. Ef ekki kæmu til tvö óþarflega „þoppuö“ lög stæöi platan skör hærra. Þau eru hins vegar vafalítiö höfö meö til þess aö auka sölu, og skyldi enginn lá þeim félögum, svo og til aö skilja eitthvað eftir sig frá „garnla" tímanum. í ööru þessara laga, sem um er aö ræöa, Aftur, er hljóöfæraleik- urinn óþarflega „Mezzo- forte“-legur þótt ekki sé í sjálfu sér leiöum aö líkjast. Hitt, Give me that good old feeling, er ekta „sing-a-long"-slagari og lítt meira. En þaö er óþarfi aö ein- blína á lakari hlutina. Þeir betri eru í yfirgnæfandi meirihluta. „Þú ert lífiö" er tvímælalaust einhver hugljúfasta ballaöa, sem undirritaöur hefur heyrt hin síðari ár og flutningur þess lags er allur til mikillar fyrirmyndar. Finnur Jóhannsson sýnir í laginu, aö hann hefur ekki ýkja hljómmikla rödd, en beitir henni einkar fal- lega. „Peningar" er lag, sem greinilega er hugsaö meö óska- lagaþætti í huga og ætti aö falla vel inn í þann ramma. Þar syngur Valgeir Skagfjörö og eftir aö hafa hlýtt á þlötuna nokkrum sinnum er ég á því aö hann ætti aö láta Finni sönginn alfariö eftir. Bestu lög þlötunnar eru á B-hliðinni. Fyrst „Joe", sem er skrambi gott lag, og þá „Put on your make up“, sem mér finnst sýna ööru fremur hvaö býr í hljómsveitinni. Þar er m.a. voc- oder, eins og í „Joe“, notaöur mjög smekklega, og lagið er tvímælalaust sér á báti á þessari annars mjög svo áheyrilegu plötu. Ég vildi fá meira aö heyra í ætt viö síöastnefnda lagiö. Þar er Tíbrá ekki aðeins í essinu sínu, heldur á nýrri, áræönari og um- fram allt réttri braut. Fjórar stjörnur! — SSv. REO Speedwagon/ Good Trouble: Sykri stráð hér á báða bóga Erna, Eva, Erna/ Manstu eftir því? Einhæft lagaval kemur í veg fyrir rismeiri plötu Er ég hlustaði á plötu þeirra stalla, Ernu, Evu og Ernu, söng- tríósins frá Akureyri, varð mér sem snöggvast hugsaö til þess hvort örugglega væri ekki 1982 í ár. Mér fannst nefnilega á stund- um ég vera kominn 4 ár aftur í tímann. Dískótakturinn er auö- sýnilega enn dálítið ríkur í þeim vinkonum. Óþarfi er þó aö einblína á slíkt. Þegar á heildina er litiö er platan virkilega vel unnin. Hljóöfæraleikur meö afbrigöum öruggur, enda fær- ustu menn á ferö, s.s. Þóröur Árna, Pálmi, Björn Thoroddsen, Gunnlaugur Briem og Maggi Kjart- ans. Söngur tríósins er meö mikl- um ágætum þótt dálítiö virki þær keimlíkar. Upptökurnar fóru fram í Hljóö- rita og í Nova Suite-hljóöverinu í Lundúnum. Þar kemur m.a. strengjasveit Lundúnasinfóníunnar viö sögu og er auöheyrt aö þeir eru farnir aö kunna handtökin á þeim ótalmörgu poppskífum, sem þeir hafa unniö aö undanfarin ár. Staölaöur, en engu að síöur stíl- hreinn strengjaleikur. Þaö, sem hins vegar er helsti galli plötunnar, er hversu „flöt“ hún er, þ.e. lögin svipuð hvert ööru. Skiptir að því er viröist engu þótt lögin séu tekiö héöan og þaöan. Öll fyrri hliöin er t.d. rislaus meö öllu. Þó er þar aö finna gullfallega ballööu Boz Scaggs. Á siöari hliðinni er svipaö upp á teningnum nema hvaö fjör færist í leikinn í lögunum Ég kveö, sem er gamalt lag, frá því fyrir 1970, en ég man ekki alveg meö hverjum, e.t.v. Hollies, og Mig átt þú einn. Þar er örlítiö rokk sett í gítarinn í lagi Jan- is lan. Eftir á aö hyggja vaknar sú spurning hvort hór só um minnis- varöa fyrir þær stöllur aö ræöa, þ.e. plötu sem á aö minna á aö eitt sinn var ágætis söngtríó frá Akur- eyri, eða hvort hér sé um að ræöa upphaf lengri ferils þeirra. Sem minnisvaröi er þessi plata látlaus og falleg, en ef þetta á aö vera upphafiö aö frekari ferli á framabrautinni veröur aö koma til meiri breidd. Erna, Eva og Erna eru færar um aö takast á við átakameiri lög en þau, sem hér eru á ferð. E.t.v. heföi getaö hjálpaö aö fá fleiri til aö útsetja en Magnús Kjartansson einan. Hér er ekki ver- iö aö lasta hann, heldur aöeins veriö aö benda á aöra leiö. Viö munum öll hvernig söngvakeppni sjónvarpsins endaöi; dísæt sykur- leöja „a la Eurovision" þar sem hvert lagiö var ööru líkt. Plata Ernu, Evu og Ernu er þó sem betur fer ekki af þeim toga spunnin, en útsetningarnar eru keimlíkar frá lagi til lags. Þaö ásamt fremur einhæfu lagavali gerir þaö aö verkum aö platan veröur aldrei eins rismikil og efni heföu e.t.v. staöiö til. Þaö segir alla söguna. — SSv. REO Speedwagon-flokkurinn hefur nýlega sent frá aér breið- skifuna „Good Trouble' og er hún tólfta langspil flokksins. REO hefur starfað í u.þ.b. 11 ár og lengst af tileinkaö sér þunga- rokksflutning. Þó svo skífusala hafi veriö góð, hefur lengst af vantað einhvern herslumun til aö slá í gegn. Það var svo ekki fyrr en þeir félagar léttu á keyrslunni með plötunni „High Infidelity" aö þeir urðu verulega frægir. Þeir poppuöu leik sinn mjög á þeirri plötu og nú bæta þeir um betur og strá sykri á báöa bóga. Hér er á feröinni lauflétt poppplata að hætti bandaríska markaöarins í dag. Allur hljóöfæraleikur er óaö- finnanlegur sem ætla má af atvinnumönnum sem þessum. Þeir Cronin og Richrath eiga megniö af lögunum, sem eru melódísk og nokkuö skemmtileg. Útsetningarnar lýtalausar, en meö öllu lausar viö frumleika og veröur platan því fremur leiöigjörn til lengdar. Aðalgalli hennar er hversu dísæt hún er og á þar „soundiö" líklega nokkra sök á, þaö minnir einna helst á „Bucks Fizz" eöa hvaö þeir hótu, sem unnu Eurovision um áriö. Sjálfsagt eiga mörg lög eftir aö hljóma í eyrum okkar næstu vikur, þá sérstaklega „Keep the Fire Burning" og titillagiö, en þaö fyrr- nefnda ku hafa gert þaö gott und- anfariö. Ég held þó aö „Good Trouble" eigi ekki eftir að ná þeirri hylli, sem „Hl“ geröi. Þaö sem skortir á eru lögin, þau voru skemmtilegri á „Hl“. — PÍ- (Grein þessi er rituö af Páli Jónssyni, sérstökum gesti Járn- síöunnar aö þessu sinni. — SSv.) NME vinsælast Samkvæmt nýjustu tölum blaöadreifingareftirlitsins breska er NME mest selda popprit Bretanna með 144.000 eintök. Haföi salan minnkaö um tæp 30.000 frá því á síöari hluta árs í fyrra (tölurnar nú eru miöaöar viö jan.-júni 1982). Sounds er í ööru sæti meö 139.500 eintök, þá kemur Record Mirror (blaöið, sem birti plötudóminn góöa um Þeysarana) meö 102.000 ein- tök.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.