Morgunblaðið - 11.08.1982, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.08.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1982 15 Meðal atriða, sem boðiö verður upp á f tívolíi Kaupstefnunnar í Reykjavík, verður að breski ofurhuginn Roy Fransen ber eld að sér og stekkur logandi niður í logandi pott. — Hér er mynd frá Bretlandi þar sem kappinn leikur listir sínar, örin bendir á Fransen en fyrir neðan er logandi pottur er hann stekkur í. Kaupstefnan 1 Reykjavík: 200 tonn af tívolíbún- aði á leið til landsins UM 200 TONN af tívolíútbúnaði hvers konar voru send áleiðis hingað til lands um hádegi í gaer frá Danmörku. Verður útbúnaðurinn settur hér upp í tengslum við Kaupstefnuna í Laugardalshöll 20. ágúst til 5. september nk. Tívolíútbúnaðurinn er frá Ronalds Festival Tivoli í Danmörku sem hefur ferðast víða um Evrópu, og kemur tólf manna starfslið með hingað til lands. BSRB og fjármálaráðuneytið: Næsti fundur um aðalkjarasamninginn á mánudag Sérkjarasamningar ræddir nú í vikunni Á fundi fulltrúa BSRB og fjármálaráðuneytisins hjá ríkissátta- semjara í gsr, var ákveðið að næsti fundur um aðalkjarasamninginn verði á mánudaginn næsta klukkan 9 árdegis. Guðlaugur Þorvaldsson ríkissáttasemjari sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær, að samkomulag hefði orðið um að best væri að byrja á sérkjarasamn- ingum, og yrði tíminn fram að helgi notaður til að ræða þá. Siðan yrði farið í aðalkjarasamningsviðræður þegar eftir helgi. í fyrradag var haldinn langur fundur hjá sáttasemjara í deilu flugfreyja og Flugleiða hf. Áfram þokaðist með ýmis sérkjaramál, en strandar á launaliðnum að sögn Guðlaugs Þorvaldssonar. Flug- freyjur hittust á fundi til að ræða stöðu mála í gær, en nýr samningafundur þeirra og full- trúa Flugleiða hefur ekki verið boðaður. Ekki hefur verið boðaður nýr. samningafundur í kjaradeilu Far- manna- og fiskimannasambands- ins og fulltrúa skipafélaganna. í dag árdegis hófst fundur hjá sáttasemjara með fulltrúum hús- gagnasmiða og viðsemjenda þeirra, en húsgagnasmiðir hafa boðað verkfall frá og með mið- vikudegi í næstu viku. Aðeins BSRB setur upp svip og segir að þetta megi ekki ræða — segir Ragnar Arnalds um viðbrögð samninganefndar BSRB „Ég álít nú að þessi ályktun samninganefndar B8RB hafi i raun verið af litlu tilefni," sagði Ragnar Arnalds, fjármálaráöherra, í sam- tali við Morgunblaðið í gær. „Bæöi er að kjarasamningar ríkis og B8RB verða gerðir innan skamms og þar verður að sjálfsögðu tekið tillit til þess hvort vísitölugreiðslan verður þremur prósentunum hærri eða lægri, og í öðru lagi hef ég boð- ið B8RB að félagsmenn fái þessi 3% greidd 1. september. nk. sem hluta af væntanlegum kjarasamn- ingi. Þeir geta því ekki haldið því fram að málið hafí snúist um það að þeir verði fyrir sérstakri kjara- skerðingu umfram þá sem búnir eru að semja. Málið hefur ekki snú- ist um það, en mér sýnist menn vera að blása þetta mál upp án mik- illa efnislegra forsendna." það fram við þá að ég væri að segja þeim frá framkomnum hugmyndum, að ég vildi koma fram af hreinskilni og láta þá vita af hugmyndum af þessu tagi um leið og þær væru á umræðu- stigi. En sannleikurinn er sá að þetta var ekki rætt í ríkisstjórn- inni fyrr en í dag. Og engar ákvarðanir hafa verið teknar. Eg bauð BSRB að semja um þessi mál, en formaður BSRB tók strax fram að ekki væri hægt að semja um þetta. En það er hárrétt hjá blaða- manni að vissulega var ekki frá- leitt að semja um þetta mál og er enn ekki fráleitt. Það hefur ASÍ gert, bókagerðamenn, FFSÍ hefur verið með það í athugun og þar hafa menn fyrir löngu gert ráð fyrir þessum frádrætti. Það er því bara BSRB sem setur upp svip og telur þetta vera mál sem ekki megi ræða, hvað þá að taka ákvörðun um það.“ Þið voruð á þingflokksfundi í dag. Eru línur eitthvað að skýr- ast varðandi efnahagsaðgerðir? „Þetta eru flókin mál og við- kvæm eins og best sést á þessum óvæntu og einkennilegu viðbrögð- um samninganefndar BSRB. Það sýnir vel hve þetta er allt við- kvæmt og erfitt um það að fja.Ua af skynsemi. En hvað verður gert skýrist varla næstu daga," sagði fjármálaráðherra að lokum. Tívolíið verður opið alla daga á meðan á sýningunni stendur, þar sem bílabrautir, tvær hringekjur, kolkrabbi,„twister“ og skotbakkar verða í gangi. Að sögn Guðmundar Einarssonar, framkvæmdastjóra Kaupstefnunnar, verða svo með sýningar á sérstökum palli þrír listamenn frá Moskvusirkusinum, tveir „akrobatar" og töframaður sem víða hefur farið og sigrað á alþjóðamótum töframanna. Síðast en ekki síst kemur svo í tengslum við tívolíið breskur ofurhugi, Roy Fransen að nafni. Sá mun víða hafa farið og leikið listir sínar, sem meðal annars felast í því að hann klífur upp á gríðarháa stöng, þar sem hann kveikir í sér. Log- andi stekkur hann svo niður í log- andi ker, og sleppur óskaddaður frá öllu saman ef vel tekst til. Og þú telur ekki að óheppilegt hafi verið að koma með tilkynn- ingu um bráðabirgðalög í upphafi samninga. Var ekki hægt að semja um þessa hluti eða reyna það? „Það er mesti misskilningur að um tilkynningu hafi verið að ræða, og raunar hefur BSRB ekki túlkað það þannig. Ég marg tók Erfiðleikar í fataiðnaði: „Hvað fær fólkið að gera ef iðnaðurinn leggst niður“ — spyr Björn Guðmundsson framkvæmda- stjóri Sportvers hf. „ÁSTANDIÐ er erfitt og það sést meðal annars á því hve útsölur byrja snemma," sagði Björn Guð- mundsson, framkvæmdastjóri fataverksmiðjunnar Sportver hf., í samtali við Morgunblaðið í gær, þegar hann var spurður að því hvernig ástandið væri í fataiðnað- inum. Björn var spurður að því hvernig erfiðleikarnir lýstu sér: „Fyrst og fremst í slæmri greiðslustöðu og minni sölu frá verksmiðju í sumar heldur en áætlað var.“ — Hverjar eru ástæðurnar fyrir þessum erfiðleikum? „Samkeppnisaðstaða þessa iðn- aðar eins og annars iðnaðar hefur farið stöðugt versnandi, hún hefur versnað um 30% frá því sem var í byrjun síðasta árs. Þetta kemur fram í minni sölu, því við erum ekki lengur samkeppnishæfir í verði. Þessi gengisþróun hefur haft afskaplega óheillavænleg áhrif á þennan iðnað, Evrópu- gjaldmiðlarnir hafa ekki hækkað í takt við dollarann. Einnig hefur fjármagnskostnaðurinn aukist stórlega og þegar svona mikil dýrtíð er kallar reksturinn alltaf á meira og meira rekstrarfé nema því meiri hagnaður sé af rekstrin- um, sem kannski er ekki og þetta endar með því að fyrirtækin standa ekki undir þessum kostn- aði Iengur.“ — Hvað er framundan, munið þið grípa til sérstakra ráðstafana á næstunni? „Það er of snemmt að segja til um það, það fer eftir því til hvaða efnahagsráðstafana verður gripið. Ef ekki verður stöðvun á þessari þróun þá segir það sig sjálft að eitthvað leggst niður ef gjaldeyrir verður ekki til að kaupa fyrir. Ekki hefur enn komið til stór- felldra uppsagna á starfsfólki en fyrirtækin hafa sum hver tekið upp á því að ráða ekki í stað þeirra sem hætta. Menn hafa þraukað í voninni um að eitthvað betri skil- yrði skapist. Allir hafa af því áhyggjur að það verði meiriháttar atvinnuleysi á íslandi. Því hefur verið haldið fram bæði í hátíðarræðum og ann- arsstaðar að iðnaðurinn væri sú atvinnugrein sem ætti að taka við fólkinu. Ég spyr bara, hvað á að láta fólkið gera á næstu árum leggist iðnaðurinn niður í stórum stíl, þegar ástandið í þjóðfélaginu er svona slæmt að öðru leyti? Væri ekki hagkvæmast að gefa þeim iðnaði, sem fyrir er í landinu og búið er að fjárfesta í, tækifæri til að lifa? Mér líst ekki á að verið sé að taka lán til að byggja virkjanir og síðan stóriðju sem ekki ber sig í dag og það tekur alltaf 5 ár að koma því í gagnið og hvað á fólkið að gera á meðan, ég spyr.“ Tilbúinn til verkfalls- aðgerða ef þörf krefur — segir Valgeir Gestsson form. Sambands ísl. kennara „SÉ MHT fólk jafn baráttuglatt og það var í vor er það fór í frí, þá er ég vissulega tilbúin til verkfallsaðgerða ef þörf krefur," sagði Valgeir Gestsson formaður Sambands ísl. kennara í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, er hann var spurður álits á áformum um afnám vísitölubóta að hluta með bráðabirgðalögum. „Við höfum alltaf gert ráð fyrir því að svo kynni að fara aö við þyrftum að fara í verkfall til að ná fram kröfum okkar,“ sagði Valgeir, „þótt vissulega voni allir að til slíks þurfí ekki að koma.“ Valgeir kvaðst í sjálfu sér ekki hafa verið undrandi á því að rætt yrði um skerðingu á vísitölunni 1. september. Hann hefði þó ekki átt von á að til þessa kæmi í upphafi samninga. Én varla hefði verið von á öðru en að allir launþegar yrðu settir við sama borð í þessu efni. Til dæmis væru hálaunahóp- ar, sem verið hefðu með óskerta vísitölu, en þeir lægst launuðu ekki. Varla væri von til að það gengi, og'ef til vill hefði 2,9% vísi- töluuppbótin verið BSRB glötuð um leið og samið hefði verið við ASÍ. „Það breytir þvi þó ekki að ég tel aldrei verjandi að ráðast á samningsrétt með lögum, og opinberir starfsmenn eiga baráttu fyrir höndum til bættra kjara. Ékki aðeins baráttu fyrir þessum tæplega þremur af hundraði, en þau verða að sjálfsögðu ekki skilin frá samningaviðræðunum í heild.“ Stjóm og samninganefnd BSRB: Lögbinding vísitöluskerð- ingar kallar á skjótar og áhrifaríkar aðgerðir EFTIRFARANDI ályktun var samþykkt á sameiginlegum fundi stjórnar og samninganefndar Bandalags starfsmanna ríkis og bæja í fyrrinótt, í tilefni frétta af fyrirhuguðum bráðabirgðalögum ríkisstjórnarinnar til vísitöluskerð- ingar á launum 1. september næstkomandi: „Sameiginlegur fundur stjórnar og samninganefndar BSRB hald- inn mánudaginn 9. ágúst 1982, mótmælir harðlega fyrirætlunum ríkisstjórnarinnar um að lögbinda vísitöluskerðingu á laun opinberra starfsmanna með bráðabirgðalög- um. Verði slík bráðabirgðalög sett kallar það á skjótar og áhrifaríkar aðgerðir af hálfu samtakanna og leggur fundurinn áherslu á að fé- lögin undirbúi samstillta baráttu og þar með boðun verkfalls. Fundurinn telur að reyna verði til þrautar að ná fyrir 1. septem- ber nk. samkomulagi um sérkjara- samninga samhliða aðalkjara- samningum bæjar- og ríkis- starfsmanna."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.