Morgunblaðið - 29.09.1982, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.09.1982, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 1982 í skugga helvítis Eftir Kjartan Noródahl Aðeins á hnetti þar sem verið er mjon nálægt Helvíti, geta slíkir voðaatburðir tterzt, slík níðings- verk verið unnin, eins og fjölda- morðin í Beirút hljóta að teljast. Það hefir ávallt flokkazt undir lægstu tegund varmennsku að ráðast gegn og myrða varnarlaus I)örn og konur. Þar finnst engin afsökun, engin réttlæting. Svona nokkuð, eins og þessir at- burðir þarna suður í Líbanon, vekja ósjálfrátt hjá manni gamlar þenkingar um lífið sjálft, tilgang þess eða tilgangsleysi. Hvar er mannkyn þessarar jarðar eigin- lega statt? Hvað hefur unnizt á öllum þessum árum frá því að svonefnd siðmenning hófst? Ég held að óhætt sé að segja að þrátt fyrir mikla áunna reynslu og há- þróaða tækni sé mannleg vesöld ósköp álíka og hún var fyrr á öld- um. Ennþá er barizt og drepið og pínt, og ennþá er hungur og fá- tækt og vesöld. Eitt nýtt og áber- andi hefir bætzt við söguna, en það er það að nú er unnt að drepa miklu fleiri en nokkru sinni fyrr, nefnilega allt mannkynið, allt líf á jörðinni, á ótrúlega skömmum tíma. Víti Hvernig á að skilgreina Víti? Er það ekki staður þar sem er kvalið og drepið, þar sem er hverskonar vanlíðan og óhamingja og von- leysi? En þessi hugtök eru einmitt staðreyndir hér á jörð. Það væri mikill munur og jákvæður á lífinu hér, ef tekizt hefði að útrýma þó ekki væri nema allra versta og Ijótasta vítis-böiinu, en það eru pyntingarnar. Svo lengi sem e-r þjóð lætur pyntingar viðgangast í landi sínu, getur hún ekki talizt til menningarþjóða, og mér er nær að halda að fáar ef nokkrar þjóðir þessarar jarðar eigi alveg skilið þá nafngift. Um 500 árum f.Kr. var uppi harðstjóri mikill á Sikiley, er Phalaris hét. Nafn hans hefir varðveitzt fram á þennan dag vegna þess hugvits er hann sýndi í að pína óvini sína. Hann lét gera eiruxa einn mikinn og útbjó hann sérstökum pípum og síðan var bál kynt undir, þegar svo mennirnir, sem hann lét steikja í uxanum, veinuðu, þá hljómaði það einsog nautið öskraði. Kjartan Norðdahl Tvö þúsund og fimm hundruð árum síðar eru álíka harðstjórar (eiginlegir manndjöflar) enn við sömu iðju, nema hvað hugvitið er ekki eins „raffinerað". Nú er varn- arlaus kona tekin og í hana troðið, á viðkvæmasta stað, lifandi rottu og síðan er hleypt á rottuna rafstraumi (Pinochet, Chile). Ég nefni aðeins þessi tvö dæmi með 2500 ára millibili, en það vita flestir að allt það bil er barmafullt af viðlíka djöfulskap. En fyrir þann, sem á erfitt með að gera sér pyntingar í hugarlund, einsog t.d. Islending, er ágætt að hugsa sér næst þegar hann fer til tannlækn- is, að í stað þess ágæta fólks, sem þar er og gerir allt sem í þess valdi stendur til þess að viðkomandi þjáist sem minnst, sé kominn hóp- ur sérþjálfaðra manna sem mun leggja sig í ýtrustu framkróka við að kvelja viðkomandi og valda honum eins miklum sársauka og frekast er unnt. (írimmd mannsins gagnvart dýrum Fyrir utan þann glæp mann- kynsins að hafa útrýmt ákveðnum dýrategundum og vera á góðri leið með að útrýma enn fleiri, er annar glæpur og verri, en það eru rann- sóknarstofu-pyntingarnar. Á hverju ári er milljónum dýra fórn- að í þágu svokallaðra vísinda, oftast eftir að hafa þolað miklar þjáningar. Þeir, sem kunnugir eru þessum málum, fullyrða að mikill meirihluti þessara dýra sé drepinn án þess að nokkra knýjandi vís- indalega nauðsyn hafi borið til. Hér er ekki pláss til að skrifa mikið um þetta, en hver og einn, „Hér hefur verið vikið að grimmd mannsins gagnvart mönnum og dýrum. En alveg eins og maöurinn hefur mest hugvit allra dýra jarðar til þess að kvelja og drepa, þá hefur hann einnig mest hug- vit og tilfinningar til þess að þjást sjálfur...“ sem kynnir sér þessi mál, mun komast að raun um að ástandið í þeim er miklu verra en hann nokkurn tíma óraði fyrir. Þó vil ég nefna hér tvö dæmi sem sýnis- horn. Rannsóknari, sem hugar að líffræði, hefir eftirfarandi starfa: Hann lætur rottu í vatnskerald, sem er þannig útbúið að rottan hefir alls enga möguleika á að sleppa úr því . Hún syndir og syndir þar til hún gefst upp og drukknar. Rannsóknarinn tekur tímann og finnur út að það tekur aðeins nokkra klukkutíma að drekkja rottunni. Nú tekur hann það til bragðs að bjarga rottunni rétt áður en hún drukknar, en setja hana síðan aftur ofan í kerið — og viti menn, nú heldur rottan út mun lengur en í fyrra skiptið. Já, ef hann bjargar henni nokkr- um sinnum, þá heldur hún út í marga sólarhringa. Niðurstaðan: í fyrra skiptið drukknaði rottan af því að hún fann út að vonlaust var að sleppa, í síðari tilrauninni vissi hún að von var um björgun svo að hún reyndi að bjarga lífinu, þar til hún varð máttvana af hungri og þreytu og drukknaði af þeim orsökum. Merkileg vísindaleg niðurstaða! Annað dæmi er um langtíma- rannsóknir á öpum. — Aparnir eru reyrðir í sérstaka stóla (restraining chairs) þannig að þeir geta aðeins hreyft höfuð og útlimi (í þessum stólum eru þeir allan tímann), síðan er tekið til við að athuga líðan þeirra og hegðan (emotional behavior). Til viðbótar þessari fjötrunarpyntingu er svo hleypt á þá rafstraumi „á nokk- urra sekúndna fresti og hvídar- tíminn aldrei meiri en 30 mín.“. Niðurstaða: „Allir tilraunaaparnir urðu mjög tilfinningalega æstir." — „Athugaðar breytingar voru mjög líkar og mælst hafa hjá mönnum og dýrum í stífu stressi (acute stress)." Eftir áralangar tilraunir voru aparnir síðan drepnir og krufnir — „en engin sérstök meiriháttar sjúkdóms- einkenni komu í ljós!“ Það er ekki að furða þó að höfundur bókar þeirrar, sem lesa má í um þessar tilraunir, segi sem svo: „Hvernig getur svona nokkuð átt sér stað? Hvernig getur maður, sem ekki er sadisti, eytt vinnudegi sínum í að hita upp hund, ódeyfðan, þar til hann deyr, eða fjötra apa í ævi- langa vesöld, fara síðan úr hvíta sloppnum og halda heim til kvöld- verðar með konu sinni og börn- um?“ Hér hefir aðeins rétt verið tæpt á því sem á sér stað í rannsókn- arstofum víða um heim, og flokk- ast undir hreinar pyntingar. En einnig á stórbúum jarðar eiga sér stað miklar misþyrmingar á dýr- um, svo miklar að áreiðanlega myndi fjöldi manna hætta að neyta þeirrar fæðu, sem þeir gera, vissu þeir hvernig hennar er aflað. Eitt ljótasta dæmið um þetta er framleiðsla svonefnds hvítkálfa- kjöts, en það er fæða sem sumir borga vel fyrir á fínum veitinga- húsum. Hún er framleidd þannig: Nautkálfar eru settir á bása, svo þrönga að þeir geta ekki snúið sér við í þeim, allt miðast við sem minnsta hreyfingu því þá tapast minnst orka, og þá þarf ekki eins mikið fóður til að ná sama árangri og ef þeir gætu hreyft sig frjálst. Þarna dúsa þeir svo í 13 til 14 vikur og fá alls enga aðra tilbreyt- ingu en að vera gefin tvisvar á dag sérstök fljótandi fæða, sem er þannig samsett að kjöt kálfanna verður hvítleitt. Þar sem dýrin eru alltaf að drepast úr leiðindum, fundu menn upp á þí að hafa þau í myrkri, nema þessa tvo tíma á dag, þegar þeim er gefið. Eina skiptið sem þeir fá að yfirgefa þennan myrkrabás er þegar lagt er af stað til slátrarans. Vesöld mannsins Hér hefir verið vikið að grimmd mannsins gagnvart mönnum og dýrum. En alveg eins og að maður- inn hefir mest hugvit allra dýra jarðar til þess að kvelja og drepa, þá hefir hann einnig mest hugvit og tilfinningar til þess að þjást sjálfur, af óteljandi ástæðum. Maðurinn er yfirleitt afskaplega vansæl vera. Raunalisti mannsins er svo langur að þar er vonlaust að telja þar allt upp. Allar götur hafa menn verið að lenda í styrjöldum, lenda í höndum glæpamanna, verða fyrir slysum, fá sjúkdóma, missa ástvini sína, missa eitthvað sem þeim er kært og fá ekki það sem þeir þrá. Og allir verða að lokum gamlir og hrörlegir og missa loks lífið. Auðvitað er einn- ig gleði og hamingja hjá sumum en yfir hvílir ávallt skuggi óörygg- isins. Hver sem er getur hvenær sem er búizt við að ógæfan dynji yfir. Sá sem ekur í bíl sínum glað- ur og reifur einn daginn er þann næsta kominn á spítala lamaður ævilangt upp að höku. I ótal marga daga fer barnið manns í skólann en svo einn daginn, fyrir einhverja fáránlega tilviljun, verður það fyrir bíl, slasast og deyr. Ekkert er öruggt. Aldrei. Hvað er varið í svona líf? Er þetta eitthvert líf? Og þó að maður sleppi sjálfur, þá er það bara vinur manns í næsta húsi sem lendir í ógæfunni. Einn daginn er styrjöld eins og t.d. í Líbanon, en svo lýkur henni loks eftir ósegjanlegar hörmungar og menn anda léttara, en hvað þá? Næsta dag læðast ómenni inn í hreysi kvenna og barna og skera þau öll á háls. Þetta virðist allt svo tilgangs- laust. Hreinn óskapnaður. Sann- kallaður skuggi Helvítis. Svo halda menn að þessi vitfirring sé einhver guðleg ráðstöfun, að allt, sem gerist hér á jörð, sé sam- kvæmt vilja hans. Sá, sem viður- kennir að hann trúir á guð, hlýtur að sjá að með því að kenna honum um öll níðingsverk jarðarinnar er hann að fremja hið versta guðlast. Það, sem veldur öllum þessum hörmungum sem yfir okkur dynja, er einmitt sú staðreynd að hér er verið fyrir utan valdsvið skapar- ans. Maðurinn getur ekki skotið sér undan ábyrgð í skjóli neinna trúarbragða eða heimspekikenn- inga. Hann einn getur leiðrétt það sem leiðrétta þarf hér. Hann einn getur hjálpað guði að verða al- máttugur, sem hann er ekki. Versta martröðin Mig langar að skýra þetta að- eins betur með því að minnast á dauðann. Hann er það eina sem hver maður á örugglega í vænd- um. Margir tala drýgindalega um hann og þykjast ekki kvíða neinu. En það er ekki sama hvernig hann ber að höndum. Eitt er að deyja á sóttarsæng eða farast í slysi kannski sársaukalítið, annað er að vera kvalinn til dauða. En sá dauðdagi, sem mér finnst vera sá ógurlegasti, er að vera kviksettur, jarðaður lifandi. Og haldi einhver að það sé nú eitthvað sem tilheyri fortíðinni, þá er það því miður misskilningur. Vilji menn sann- færast um það geta þeir lesið bók- ina „Premature Burial", þó ráð- legg ég það engum, svo hroðaleg sem hún er. En hafi menn verið grafnir lifandi í ógáti, hvað skal þá segja um þá sem slíkt fremja vitandi vits? Það er ekki lengra síðan en i fyrravetur að þannig glæpur átti sér stað og það í menningarríkinu V-Þýzkalandi. Fórnarlambið var 11 ára gömul stúlka. Samvizkulausir mannræn- ingjar rændu henni þar sem hún var á leið í skólann, tróðu henni Sr. Trausti Pétursson kveður Hofssöfnuð Söfnuðir Djúpavogsprestakalls, þ.e. Berune.s-, Berufjarðar-, Djúpavogs- og Hofssöfnuðir gáfu prófastshjón- unum kross að skilnaði. A myndinni er Trausti Pétursson með krossinn við altari Hofskirkju. Á friðar- og þakkargjörðardag- inn í kirkjunni kvaddi Trausti Pétursson, prófastur á Djúpavogi, Hofssöfnuð, en Trausti lætur af störfum sem prestur í Djúpa- vogsprestakalli og prófastur í Áustfjarðaprófastsdæmi um næstu mánaðamót. Flytjast pró- fastshjónin, Trausti og kona hans, María Kögnvaldsdóttir, til Akureyrar. Trausti Pétursson fæddist árið 1914 og var vígður til prestsþjónustu árið 1944 til Sauðlauksdalsprestakalls. en fluttist síðan til Djúpavogs- prestakalls 1949. Varð Trausti prófastur árið 1960 og hefur verið kirkjuþingsmaður frá 1970 og formaður Prestafélags Aust.urlands um árabil. Djúpavogsprestakall hefur verið auglýst til umsóknar og Eftir kveðjumessuna var öllum viðstöddum kirkjugestum boðið inn á Hofi til kaffisamsætis í boði sóknarnefndar. Þessi mynd var tekin i stofunni á Hofi af nokkrum kirkjugestum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.