Morgunblaðið - 29.09.1982, Blaðsíða 10
42
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 1982
Eftir Þöri S.
Gröndal
SÍÐARIHLUTI
„Allt fo fljótt voru þrjár
vikurnar liönar, og tími
kominn til að kveðja þetta
ævintýraland. Víða ferðuð-
umst við, en heimsóttum
reyndar rétt suð-austur
hornið, lítinn hluta, ef haft
er í huga að Ástralía er á
stærð við Bandaríkin. Og
við vorum þarna um há-
vetur og sáum því ekki álf-
una baðaða í heitri sumar-
sól, sem hún er mikinn
hluta ársins."
Höfuðborgin Canberra
Eftir nokkra dvöl í hinni fögru
Sydney, slógumst við í ferðahóp,
sem ætlaði í skipulagða vikuför til
Canberra og Melbourne og aftur
til Sydney. Fyrst átti að fara inn í
land til Canberra, en aka svo
áfram niður að sjó til Melbourne.
Þaðan átti svo að þræða ströndina
til baka til Sydney. Vegalengdin
var um 2500 km.
Mikill rígur er sagður hafa verið
lengi milli Sidney og Melbourne. I
og með vegna þess var ákveðið
1911 að byggja nýja höfuðborg
inni í landi suðvestur af Sydney.
Efnt var til alþjóðakeppni um
skipulagið, og varð hlutskarpastur
Bandaríkjamaðurinn Walter Burl-
ey Griffin frá Chicago. En það
hefir gengið á ýmsu með byggingu
hinnar nýju höfuðborgar. A sl. 20
árum hefir loks farið að koma
svipur á þessa borg, og er hún vel
þess virði að doka þar við í dag eða
tvo.
Griffin, sem var sérfræðingur í
að skipuleggja garða og land-
svæði, lagði aðal áherzluna á að
dreifa byggingunum vel og að hafa
mikið af görðum, tjörnum og
reyndar eitt stöðuvatn, gert af
manna höndum, í hjarta borgar-
innar. Mikið var auðvitað deilt um
þetta skipulag Griffins og sama og
ekkert var aðhafst í áratugi. En'
nú, þegar góður skriður er kominn
á málið, er reynt að fylgja
upprunalegu heildarskipulagi, og
hafa raddir gagnrýnenda dofnað
eftir því sem raunverulega mynd-
in verður skýrari.
Margar glæsilegar byggingar
prýða miðbæinn. Má nefna gamla
þinghúsið, sem reyndar var reist
til bráðabirgða. Nú er verið að
byKKja nýtt þinghús, sem verður
kórónan á höfuðborginni, ef svo
má að orði komast. Listasafnið og
hæstiréttur, sem við heimsóttum,
eru til húsa í mjög nýtízkulegum
stórhýsum úr steypu, málmi og
gleri. Myntsláttuna skoðuðum við
og var það fróðlegt. Þar var til
sýnis mynt frá ýmsum löndum, og
sáum við íslenzku smápeningana.
Mikill myndarskapur einkennir öll
þessi manvirki og eiga þau eflaust
eftir að standa marga manns-
aldra.
Með því merkilegra, sem við
sáum í Canberra, var ástralska
stríðsminnismerkið og safnið.
Upprunalega var það hugsað sem
minnismerki um orustuna í Galli-
poii, en síðan var sviðið víkkað til
að hleypa inn öðrum orustum og
stríðum. Húsið var vígt 1941, en
svo var byggð mikil viðbót, sem
lokið var við 1971. Vonandi þarf
ekki að stækka meira.
Nálægt miðbænum er fjöldi er-
lendra sendiráða, og gefur þar að
líta ýmsar furðulegar byggingar. I
Canberra eru nú um 225.000 íbúar
og búa flestir þeirra í útborgun-
um, sem byggðar hafa verið út frá
miðborginni.
I»eir, sem stjórna landinu
Ástralíumenn hafa mikla
ánægju af að sitja inni á hinum
rúmgóðu krám sínum, drekka
góða bjórinn sinn og ræða um
stjórnmál eða íþróttir og veðmál
(óaðskiljanlegt í Ástralíu). Að
mörgu leyti hefir hinn almenni
borgari fram að færa sömu kvart-
anir og meðbræður hans í öðrum
frjálsum löndum. Honum finnst
ekki leiðtogarnir stýra nógu
röggsamlega og ekki vera nógu
duglegir að leysa efnahagsvanda-
málin. Yfirleitt treystir hann
stjórnmálamönnum ekki fullkom-
lega.
Forsætisráðherrann, Malcolm
Fraser, hefir stýrt landinu í mörg
ár í nafni samsteypustjórnar
frjálslyndra og þjóðflokksins.
Þykir sú steypa all íhaldssöm.
Andstæðingar hennar telja vanta
allt framtíðarskipulag, og saka
stjórnina um það, að hún láti
hverjum degi nægja sína þján-
ingu. Þeir halda því fram, að Ástr-
alir verði að taka ákvarðanir um
framtíð sína og ef það dragist
mikið lengur, geti hún orðið döpur
og dimm.
Verkamannaflokkurinn hefir
verið klofinn um tíma, því tveir
foringjar berjast þar um völdin.
Formaðurinn, Bill Hayden, eyðir
miklum tíma í að halda keppinaut
sínum, Bob Hawke, í skefjum. Svo
gengur flokknum illa að hemja
verkalýðsfélögin, sem mörg hver
virðast vera með verkfallssýki.
Árið 1979 voru rúmlega 2000 verk-
föll og töpuðust 4 milljónir vinnu-
daga. Mörg verkföllin eru stutt
skyndiverkföll, og virðist forysta
verkalýðsfélaganna grípa til
þeirra í tíma og ótíma.
Ýmsar kenningar eru á lofti um
það, hvers vegna verkalýðsforystu
og stjórnendum fyrirtækja komi
svona illa saman. Ein er á þá leið,
að enn eimi eftir af þeim liðnu
dögum, þegar landið var saka-
mannanýlenda, og skiljanlega var
sakamönnunum ekkert vel við yf-
irvaldið. Svo segja sumir, að þús-
undir herskárra verkalýðssinna,
sem fluttust frá Englandi, hafi
stýrt félögunum út í styrinn.
Kerfið er ekki niskt á atvinnu-
leysisstyrki handa þeim, sem ekki
geta fundið starf. Þannig mun
fólk, sem útskrifast úr skólum,
stundum geta komist beint í
styrkinn, þangað til það hefir
fundið vinnu við sitt hæfi. Unga
fólkið er ekki hrifið af tilbreyt-
ingarlausri verksmiðjuvinnu, sem
oft er það eina, sem hægt er að
finna. Innflutningi svartra og
gulra hefir, að miklu leyti, verið
haldið í skefjum, svo við er að bú-
ast, að einhverjir aðrir verði að
vinna „óæðri" störfin.
Margir góðir menn hafa helgað
sig stjórnmálum í Ástralíu og er
ekki ástæða til að óttast, að leið-
togarnir geti ekki stýrt landinu
inn á réttar brautir. Það var trú
og von flestra þarlendra, sem við
ræddum við.
Ekið um sveitirnar
Margar blómlegar sveitir sáum
við, sérstaklega þegar ekið var frá
Canberra til Melbourne. Mest bar
á sauðfénu, en einnig var mikið af
nautpeningi og líka sáum við
marga búgarða þar sem ræktaðir
voru veðhlaupahestar, enda eru
ekki færri en 600 skeiðvellir í
landinu. Ekki veitir af, því Ástral-
ir veðja meira en nokkur önnur
þjóð.
Einn daginn heimsóttum við
stórbónda, sem átti þúsundir fjár.
Hann sýndi okkur hinar kollóttu
Merínó kindur sínar, og rúði eina
okkur til upplýsingar og menntun-
ar. Einnig útskýrði hann hinar
mismunandi tegundir sauðfjár og
ullarflokka. Var sú heimsókn
mjög fróðleg.
I Brogo-dalnum heimsóttum við
nýstárlegt kúabú. Ég viðurkenni
fúslega fávizku mína í landbúnað-
armáium almennt og mjaltamál-
um sér í lagi, en samt held ég, að
hér hafi verið á ferðinni nýlunda,
sem ekki hefir heyrzt um á ís-
landi. Þarna sáum við sem sé
mjalta-hringekju (rotolactor). Á
bænum voru 350 kýr, en 32 þeirra
voru mjólkaðar í einu í hringekj-
unni. Ekja þessi var í gólfhæð, en
allt í kringum hana, eins og metra
niður, var athafnasvæðið fyrir
vinnumennina. Þeir tengdu belj-
urnar inn á mjaltavélina um leið
og þær komu inn á ekjuna, og tóku
þær aftur úr sambandi, þegar þær
voru komnar heilan hring. Frá
hringekjunni rann svo mjólkin í
stóra tanka. Aðdáunarverðast var
að sjá, hve kýrnar voru æstar að
komast í hringekjuna, og smeygðu
þær sér inn í básana um leið og
þeir losnuðu. Var okkur sagt, að
þessi mjaltaaðferð gæfist mjög vel
og væri talin hagkvæmari en aðr-
ar aðferðir.
Næstu tegund „landbúnaðar",
sem við sáum, tel ég mig hafa ör-
lítið meira vit á. Þar á ég við vín-
ræktarhéruðin í Goulburn-daln-
um, sem er skammt norðan við
Melbourne í Viktoríufylki. Þarna
fengum við að skoða Mitchelton
Winery og fengum líka að smakka
örlítið á framleiðslunni. Ástralíu-
menn hafa komið sér upp vaxandi
víniðnaði og þykja afurðirnar
mjög góðar, enda eykst salan og
neyzlan. Nýnæmi var að sjá ástr-
ölsku vín-fernurnar eða vín-
pakkana, sem seldir eru til heima-
brúks. Fernur þessar eða pakkar
passa inn í kæliskápana, og hægt
er að tappa af þeim á auðveldan
máta með litlum krana. Svona
myndi verða vinsælt á íslandi!
Um 150 km austur af Mel-
bourne, í Latrobe dalnum, var
stanzað til að skoða feiki stórt raf-
orkuver, sem brennir kolum. Þetta
voru reyndar 5 orkuver, sem byggð
höfðu verið í kringum ofboðslega
stóra kolanámu eða reyndar kola-
gryfju. Risaskóflur, sem afkastað
geta 200 smálestum á klukkutíma,
moka brúnkolum á breið færi-