Morgunblaðið - 29.09.1982, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 1982 4 \
þeirrar skoöunar að þarna væri
framtíðin. Eg man ekki betur en
Jón J. Fannberg, sem framsýnast-
ur hefur verið Bolvíkinga fyrr og
síðar, væri ákveðinn talsmaður
þess að þessi leið væri valin.
Við þetta vinnst margt. Hræðsl-
an, Ó-vegur, er úr sögunni, því á
þessari leið er aldrei hætta og Bol-
víkingar og ferðamenn geta farið
ferða sinna án þeirrar tilfinningar
að þetta geti alveg eins orðið
þeirra síðasta för.
Um kostnað er það að segja, að
vitanlega er hægt að endurbæta
vegi um dalina og leggja veg yfir
Hnífsdalsheiði fyrir brot af því fé
sem kostar að skapa öryggi á
Óshlíðarvegi, sem er raunar alveg
óframkvæmanlegt.
Að undanförnu hefur ekki verið
minnst á aðra kosti en Óshliðar-
veg. Vegna hvers veit ég ekki, en
þessar línur eru skrifaðar til að
sannreyna hvort Bolvíkingar vilja
nú eftir allt, sem á undan er geng-
ið, skoða alla þætti þessa máls og
reyna að komast úr rykinu og
þeim villigötum eða nánast
blindgötum sem þeir virðast á á
Óshlíðarvegi.
Mér er ljóst að kenningar um
Hnífsdalsheiði, eiga sér ekki for-
mælendur, hvorki hjá heima-
mönnum eða vegamálastjórn og
því fyrir daufum eyrum talað, en
spurningin er: Hversvegna er
aldrei minnst á þennan möguleika
og ekki heldur á veg gegnum
Seljadal, milli Óshlíðar og
Heiðnafjalls. Hversvegna hefur
karsprungin Óshlíð hlotið þann
þegnrétt, að Bolungavík og Óshlíð-
arvegur eru eitt og aðrir mögu-
leikar ekki til umræðu?
„Gróin
KOMIN er út ný bók, „Gróin spor“
eftir Jóhannes Eriðlaugsson kenn-
ara og lengi bónda í Haga i Aðaldal.
Hefur hún að geyma sýnishorn af
ritstörfum hans, en aldarafmælis Jó-
hannesar er minnst um þessar
mundir. Jóhannes var vel þekktur á
fyrri hluta þessarar aldar fyrir rit-
störf sín, smásögur og ritgerðir.
Gróin spor hefjast á ritgerð um
spor“
höfundinn eftir Andrés Krist-
jánsson. Kaflaheiti hennar eru:
Aldamótamaðurinn, Kennarinn,
Rithöfundurinn. Þá er ritgerð er
heitir Um ætt Jóhannesar Frið-
laugssonar eftir Indriða Indriða-
son. Þar er sagt frá næstu ætt-
mennum hans og kringumstæðum
á unglingsárum.
En aðalefni bókarinnar er frum-
Jóhannes Kriðlaugsson
samiö efni höfundar. Það er sögur
og ljóð, um 130 blaðsíður og erindi,
grcinar og frásagnir tæpar 100
blaðsíður. Að síðustu er skrá um
ritverk höfundar og eftirmáli. Alls
er bókin 250 blaðsíður. Fimm
ljósmyndir eru í bókinni og nær
fimmtíu teikningar eftir Hring
Jóhannesson, son höfundar.
Bókin er snyrtileg í frágangi og
vönduð að allri gerð. Lesmálið er
fjölbreytt: smásögur fyrir börn og
fullorðna, frásagnir af dýrum, ljóð
og stökur og ritgerðir um ýmis
efni, svo sem hreindýraveiðar í
Þingeyjarsýslu, grasaferðir o.fl.
Rúhíyyíh Kabbani
Fræg Bahá’í-
kona stödd
hér á landi
HÉK Á landi er stödd Rúhíyyih
Kabbani, en hún er hér á vegum
Bahá’í-trúarsamtakanna í þeim til-
gangi að halda fyrirlestur um Ba-
há'í-trúna. Rabbani er ekkja Shoghi
Kffendi, en stjórntaumar Bahá’í-
heimsins lágu í hans höndum á ár-
unum 1921—1957. Þetta er víðförul
kona, hefur gist 138 þjóðríki vítt og
breitt um heiminn og boðað trú sína.
Rabbani er þekkt sem rithöf-
undur og fyrirlesari. Þekktasta
bók hennar er „Prescription for
living" og „The Priceless Pearl".
Fyrirlestra sína helgar Rabbani
gjarnan meginkenningu Bahá’í-
trúarinnar, sem er fyrirheit um
alheimsfrið og einingu, en Bahá’-
íar trúa því, að engin þjóð eða
kynþáttur búi við menningu, sem
sé annarri æðri, né hafi rétt til að
þröngva menningu sinni upp á
aðra. Friður og eining heimsins
muni að lokum byggjast á einingu
í margbreytileika.
Rabbani er héðan komin frá
Grænlandi, en í gær hélt hún
fyrirlestur í Félagsstofnun stúd-
enta.
KIENZLE
Úr og klukkur
hjá fagmanninum.