Morgunblaðið - 29.09.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 1982
47
Þóra Johansen og Johan Donker Kast
Háskólatónleikar á morgun:
Þóra Johansen og
Johan Donker Kast
leika á sembal og horn
FYRSmi háskólatónleikar á þessu
hausti veröa nmmtudaginn 30. sept-
ember í Norræna húsinu og hefjast
kl. 12.30. Þóra Johansen og Johan
Donker Kast leika á sembal og
horn.
A efnisskránni eru tvö ný tón-
verk sem hér eru frumflutt, Pre-
lude eftir Jónas Tómasson og
Gestures eftir Daan Manneke. Þá
er Sambúöarsundurþykkja eftir
Lárus H. Grímsson og loks
Konsert fyrir horn og segulband
eftir Tere Marez-Oyens, en síðar-
nefnda verkið er nú flutt í fyrsta
sinn hér á landi.
í fréttatilkynningu um tónleik-
ana segir að þeir séu nokkurs kon-
ar fyrirburður þar sem sjálf tón-
leikaröðin hefjist ekki fyrr en eft-
ir um það bil þrjár vikur og muni
verða kynnt þá. Hins vegar séu
þau Þóra Johansen og Johan
Donker Kast á förum til útlanda
og hafi verið brugðið á það ráð að
grípa þau meðan þau gáfust.
Barnaverndarmál á Norðurlöndum:
Óskað eftir virkri
þátttöku íslendinga
„Á Norðurlöndum ríkir nú mikill
áhugi á því að ræða um börn, ungl-
inga og barnaverndarmál. Margir
hafa nú áhyggjur af því að framtíð
Norðurlanda, menning þeirra og
menningararfur sé í hættu ef ekki
verði unniö skipulega að þvi að
sinna málefnum barna og unglinga.
Þau málefni sem hér um ræðir eru
einkum skilnaöarmál, réttarstaða
barna, ættleiðing á börnum frá ólík-
um þjóðum svo og atvinnuleysi og
fíkniefnaneysla.“ Þannig hefst
fréttatilkynning, sem Mbl. hefur
borizt frá Barnaverndarráði íslands.
Þar segir ennfremur:
„Nýlega var haldið samnorrænt
Hörpuútgáfan
opnar bókabúð
á Akranesi
Nk. föstudag, 1. október, opnar
Hörpuútgáfan á Akranesi nýja bóka-
verslun, Bókaskemmu Hörpuútgáf-
unnar, að Stekkjarholti 8—10. Þar
með bætist við þriðja bókaverslunin
á Akranesi, en til þessa hafa tvær
verslanir Bókaverslunar Andrésar
Níelssonar þjónað bæjarbúum
dyggilega.
Að sögn Braga Þórðarsonar,
forstjóra Hörpuútgáfunnar, má
rekja stofnun þessarar verslunar
að verulegu leyti til breytingar,
sem varð á bóksölukerfinu fyrir
síðustu jól. Búið er að losa um þá
einokun, sem bókaverslanir höfðu,
í öllum stærri byggðarlögum
landsins. Með þessari breytingu
svo og í ljósi þess, að géysileg
fólksfjölgun hefur orðið á Akra-
nesi undanfarin ár, telur Bragi að
grundvöllur hafi skapast fyrir
þriðju bókaverslunina.
I hinni nýju verslun, sem er til
húsa á sama stað og skrifstofur og
lager fyrirtækisins, verða allar
bækur útgáfunnar til sölu. Auk
þess verður boðið upp á alla þá
þjónustu, sem almennar bóka-
verslanir veita. Þá verður og boðið
upp á hljómplötur og nótur.
(FrétUtilkynning.)
þing um málefni barna og ungl-
inga í þinghúsinu í Stokkhólmi.
Þátttakendur voru um 400 frá öll-
um Norðurlöndum. Það voru
stjórnmálamenn og fulltrúar
ráðuneyta, sveitarfélaga auk sér-
fræðinga í málefnum barna.
Norrænt samstarf um vernd
barna og ungmenna á sér langa
sögu og er hlutverk þessa starfs að
samræma aðgerðir á ýmsum svið-
um sem koma börnum og ungling-
um til góðs. Má nefna fyrirbyggj-
andi starf, rannsóknir og laga-
setningar.
Kjörorð þingsins var nú: Börn
og unglingar — framtíð Norður-
landa. Barnaverndarráð íslands
sá um skipulagningu af íslands
hálfu. í ár fluttu íslendingar í
fyrsta sinn fyrirlestra á ráðstefn-
unni. Formaður Barnaverndar-
ráðs, Gunnar Eydal, talaði um
réttarstöðu barna í barnavernd-
armálum. Sálfræðingarnir Álf-
heiður Steinþórsdóttir og Guð-
finna Eydal töluðu um foreldra og
stöðu þeirra í dag. í því sambandi
voru orsakir skilnaða teknar til
sérstakrar umfjöllunar.
Miklar umræður urðu um fyrir-
lestra íslendingana, m.a. i sænska
útvarpinu. Ráðgert er að auka
samstarf Norðurlanda á þessu
sviði og er nú óskað eftir virkri
þátttöku af íslands hálfu."
Deildakeppnin er
jaftiari en áður
Skák
Margeir Pétursson
FYRRI hluti deildakeppn-
innar í skák fór fram um
síðustu helgi í Reykjavík og
tefla að þessu sinni nítján
lið í þremur deildum. í
fyrstu deild er keppt á átta
borðum, en í annarri og
þriðju deild á sex og er
keppnin því orðin ein af
fjölmennustu skákkeppnum
landsins. Deildakeppnin,
sem hófst 1974, stóð fyrstu
árin yfir allan veturinn, en
vegna erfiðra og dýrra sam-
gangna á vetrum hefur nú
verið tekin upp sú tilhögun
að safna öllum liðum sam-
an tvisvar, eina helgi í hvort
skipti, haust og vor. Seinni
hluti keppninnar fer í vetur
fram í Reykjavík í marz.
í fyrstu deild eru sem fyrr
allar horfur á því að sveitir
Taflfélags Reykjavíkur berjist
um efsta sætið, en yfirburðir
þeirra virðast þó minni en í
fyrra og með dálítilli heppni
gætu félögin á Seltjarnarnesi
og í Kópavogi komist upp á
milli þeirra, eða jafnvel unnið
keppnina. Þegar tefldar hafa
verið fjórar umferðir af sjö í
fyrstu deild er staðan þessi:
Vinningur
1. TR Norðvestur 23
2. TR Suðaustur 22
3. Seltjarnarnes 19
4. Kópavogur 17
5. Vestfirðir 14 V2
6. Hafnarfjörður 13
7. Akureyri 12 'Æ
8. Suðurland 7
Norðvestursveit TR, sem
vann keppnina í fyrra, hefur
náð efsta sæti, þrátt fyrir tap
fyrir Suðaustursveitinni 1
fyrstu umferð. Félögum í TR
er raðað eftir búsetu í sveitirn-
ar, þannig eru t.d. þeir Jón L.
Árnason, Ingi R. Jóhannsson,
Haukur Angantýsson, Björn
Þorsteinsson og Elvar Guð-
mundsson í SA-sveitinni, en
m.a. þeir Margeir Pétursson,
Jóhann Hjartarson, Sævar
Bjarnason, Karl Þorsteins,
Stefán Briem og Dan Hansson
í NV-sveitinni. Það er líklegt
að mjótt verði á mununum
undir lokin, því NV-sveitin á
eftir að mæta erfiðari and-
stæðingum.
Það sem einna mest kom á
óvart í 1. deildinni var ágætur
árangur Vestfirðinga sem eiga
marga unga og efnilega
skákmenn. Einn þeirra, Guð-
mundur Gíslason, lagði Jó-
hann Hjartarson óvænt að
velli í viðureign Vestfirðinga
og TR, NV, er Jóhann féll á
tíma í lakari stöðu.
I hinum deildunum er einnig
hart barist, í annarri deild
heyja t.d. Keflvíkingar og Ak-
urnesingar tvísýna keppni um
sæti í 1. deild að ári. Staðan í
deildinni er nú þessi:
Vinningur
1. Taflfélag Akraness 14
2. Skákfélag Keflavíkur 13‘/2
3. Taflfélag Húsavíkur 11 lÆ
4. Skákfélag Sauðárkróks 8‘á
5. Taflfélag Garðabæjar 8
6. Skákfélag UMSE 4
Sauðkrækingar og Húsvík-
ingar hafa háð fjórar keppnir,
en hin félögin aðeins þrjár,
þannig að vinningafjöldinn
segir ekki alla söguna.
Þennan vetur er í fyrsta
skipti tekin upp þriðja deild og
tefla þar fimm félög. Staðan
þegar ein umferð er eftir er
þessi:
Vinningur
1. Taflfélag Vestm. 15lÆ
2. Taflfé. Seltj.nes, B sv. 13'/2
3. Taflfé. Reykjavík., B sv. 11 xk
4. Taflfé. Reykjavík., A sv. 7'/í>
5. Skákfélag heyrnardaufra 0
Hér verður að gæta að því að
Vestmannaeyingar hafa lokið
keppni og fá ekki fleiri vinn-
inga. Seltirningar þurfa því
aðeins 2*á vinning í síðustu
viðureigninni við TR B til að
tryggja sér sigur. Sveitir TR í
þriðju deildinni eru skipaðar
skákmönnum sem ekki koma
til greina í úrvalssveitirnar í
fyrstu deild.
Hvítt: Jóhann Örn
Sigurjónsson (TR, SA)
Svart: Ingimundur Sigur-
mundsson (Suðurl.)
Sikileyjarvörn
1. e4 — c5, 2. Rc3 — d6, 3. Rf3
— Rf6, 4. d4 — cxd4, 5. Dxd4
Algengara er 5. Rxd4, en
þetta er lúmskt afbrigði.
— a6, 6. Bg5 — Rc6, 7. Dd2 —
e6, 8. 0-0-0 — b5?
Þessu hefur svartur ekki
efni á. Betra er 8. — Be7.
9. e5 — dxe5, 10. Dxd8+ —
Rxd8, 11. Rxe5 — Bb7?
12. Rxb5! — Hc8, 13. Rd6+ —
Bxd6, 14. Hxd6 — Hc5, 15. Bxf6
— gxf6, 16. Hxd8+ — Kxd8, 17.
Rxf7+ — Ke7, 18. Rxh8 — Hc8,
19. Bd3 — Hxh8, 20. Hgl — h6,
21. g3 — Hd8, 22. Hel — Hd5,
23. Bc4 — Hd6, 24. Hdl — Hc6,
25. Hd4 og þar sem svartur
hefur engar bætur fyrir peðin
tvö gafst hann upp.
i DEILD 1 1 3 h 5" (o 8
i SkdksCLrmb. Vcst{/arío É 3 2 2i 7
2 SkÁkfel fíkureyrar 5 1 2 5
3 T R., NorSvestursvei t (? 7£ 1 3 61
H Ta£/£e|. Kopo^voqs 5k y// '//// 3 3 5i
5 1oi-flfél. Seltjamamess 5 YA 3 E (o
(? T R. , SuðcLUsturSVeit 5 5 5 7
7 Ska’kfél. tlccfnoLrtjetr^ar b ií 2i 3 y/A
8 Skaksa/mtcinJ SuíurlantL i 3 2 i 1
HRESSINGARLEIKFIMI
KVENNA 0G KARLA
Kennsla hefst mánudaginn 4. október
í leikfimisal Laugarnesskóla.
★ Byrjenda og framhaldsflokkar
★ Fjölbreyttar æfingar
* Músik
★ Slökun
Innritun og upplýsingar í síma 33290
kl.9—14
Ásbjörg S. Gunnarsdóttir, íþróttakennari.