Morgunblaðið - 29.09.1982, Blaðsíða 22
54
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 1982
~Te! Ég sasjbi ab ég wiLdi TEy en ekki 7»É!
9iy
. uó bjóða hina kinnina.
TM R*g U S Pat Ofl —all rijhts r«s*rv»d
• 1962 Los Angeles Times Syndicate
É|» myndi brcgða.st .skyldunni við
eiginkonu og börn ef éjj færi að
skríða undir þennan bíl, maður
rninn!
Með
morgnnkaffinu
S
Ég held að konur vilji yfirleitt
heldur eiga þögla eiginmenn, þær
halda að þeir hlusti betur!
HÖGNI HREKKVISI
FöRNA kftÆSS).
Aftans bíður
óframs sök
Jónas Pétursson, Fellabæ, skrif-
ar:
„Velvakandi góður!
Hraði nútímans telur 7. sept-
ember löngu liðinn. I blaðinu Degi
á Akureyri frá þriðjudeginum 7.
sept. las ég þá rétt á eftir mjög
athyglisvert viðtal á blaðsíðu 6 við
Martein Friðriksson, fram-
kvæmdastjóra Fiskiðju Sauðár-
króks. Eg hafði strax hug á að
vekja á því athygli, en nær hálfur
mánuður er liðinn.
En nú skal! Yfirskriftin er stór-
letruð: „Verðum að viðurkenna
20% kjaraskerðingu sem orðin
er.“ I samtalinu sem á eftir kemur,
segir Marteinn: „Þetta gengur illa
og bullandi tap bæði á veiðum og
vinnslu." Og síðar segir hann:
„Það verður bara einfaldlega að
viðurkennast að það hefur orðið
20% kjaraskerðing í landinu. At-
vinnuvegirnir þola ekki að á þá sé
hlaðið allri þeirri þjónustu, sem
gert hefir verið. Eg tel að þjón-
ustukostnaðurinn sé orðinn einum
þriðja hluta meiri en atvinnuveg-
irnir, sem standa eiga undir öllu
saman, geta þolað." Og síðar: „Það
er nauðsynlegt að draga í land.“
Loksins kemur einn maður, sem
í daga og ár hefir hreyfst í miðju
atvinnulífsins, en það gera ennþá
margir, sem betur fer, og segir all-
an sannleikann í örfáum orðum
um efnahagsmálin í íslensku þjóð-
félagi. Öll blaðakássan, útvarp,
sjónvarp, eru sífellt að skrifa, tala
og öðru hverju eru málin skreytt
með hagfræðingum. En er þetta
upplýsandi? Veit eða skilur „al-
menningur" eitthvað meira eða
betur blóðrás þjóðfélagsins fyrir
atbeina allra þessara óskapa, allr-
ar blaðakássunnar, 16 stunda út-
varps eða meira og sjónvarps að
auki? Nei, enn síður, enda tilgang-
urinn vafalaust eins og Stephan
G. orðaði það: „En hugstola
mannfjöldans vitund og vild,/ er
villt um og stjórnað af fám!“
A ársfundi Seðlabankans sl. vor
veitti ég athygli við lestur ræð-
unnar sem Jóhannes Nordal flutti:
Vöruskiptajöfnuður ársins 1981
var ekki mjög óhagstæður, en
svonefndur þjónustujöfnuður var
óhagstæður um nálægt 800 millj-
ónir, svo að halli ársins var fullur
milljarður.
En ég hef veitt því athygli, að
þetta hefir ekki orðið leiðaraefni
blaða. Frá þeim árum er ég var á
Aiþingi, man ég að vöruskipta-
jöfnuður var stundum óhagstæð-
Jónas Pétursson
ur, en þjónustujöfnuðurinn bætti
þá úr, var oftast mjög hagstæður.
Þá höfðum við heldur ekki margar
ferðaskrifstofur til að smala Is-
lendingum út úr landinu. Og enn
hallar á sömu hlið. Krónan
minnkar, erlendir ferðamenn
hingað eru jafnvel færri nú en áð-
ur.
Svo er það Broadway, bæði bók-
staflega og sem tákn, breiði vegur-
inn, sem Biblían talar um og ligg-
ur til glötunarinnar. Ekki að
undra þótt ein rödd heyrist úr at-
vinnulífi Sauðárkróks: Þjónustan
er orðin þriðjungi of þung til þess
að framleiðslan í landinu fái undir
risið."
Veitir ekki af að
lífjga upp á umhverfiö
A„S. skrifar:
„Velvakandi!
Þegar komið er upp í efra
Breiðholt (Norðurfell) blasir við
einhver hryggilegasta mynd ís-
lenskrar byggingarsögu. Þessi
langa blokk nægði að öllum líkind-
um til þess (í öðrum löndum) að
þeir, sem þar komu við sögu í
hönnun og framkvæmd, yrðu ekk-
ert vinsamlega beðnir um að snúa
sér að öðrum verkefnum.
Þar sem þessi lengsta blokk
landsins var reist á sínum tíma,
þýðir víst lítið að amast við henni
nú. Vonandi verður hún víti til
varnaðar. Mig langar þó til að
koma með þá tillögu, að næst þeg-
ar blokkin verður máluð, verði
hver gata — blokkin er nefnilega
látin vera við margar götur, þótt
ótrúlegt sé — máluð í sínum lit.
Það ætti a.m.k. að létta litlu börn-
unum að rata heim til sín. Manni
sýnist að fólk sé hrætt við að nota
liti, hvernig sem á því stendur.
Það veitir svo sannarlega ekki af
því að lífga upp á umhverfið. Og
til þess eru litir vel brúklegir."
Skrifið eða hringið
til Veivakanda
Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum
um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða
hringja milli kl. 10 og 12, mánudaga til föstudaga, ef
þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel
er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og
frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa
ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimil-
isföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að
höfundar óski nafnleyndar.
Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda
blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn
hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum.