Morgunblaðið - 29.09.1982, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 29.09.1982, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 1982 39 lifandi ofan í kassa, og grófu hann síðan í jörðu. Meiningin var að hún héldi lífi í nokkra daga þar til lausnargjald bærist. Sem betur fór fyrir barnið var sérstök loft- pípa, sem lá upp úr kassanum, stífluð, þannig að hún dó fljótlega. En hvað er fljótt og ekki fljótt undir siíkum kringumstæðum get- ur sá einn dæmt um sem lendir í því sjálfur. Eftir ábendingu frá glæpaheiminum fann svo lögregl- an kassann eftir þrjár vikur, en í fréttinni var tekið fram að hinir harðsvíruðu lögreglumenn, sem öllu voru vanir, hafi bugazt er þeir opnuðu kassann og staðreyndirnar blöstu við. Hið 11 ára gamia stúlkubarn hafði fengið að þola hinn versta hugsanlega dauðdaga — martröð flestra ef ekki allra manna. Hvað er framundan Á því leikur enginn minnsti vafi, að alveg eins og upp frá hreysunum í Beirút hafa stigið heitar bænir til guðs um björgun, hefir einnig verið heitt beðið úr hinni einmanalegu gröf, en hver var árangurinn? Enginn. Samt halda menn að guð sé almáttugur. Halda að hann geti vel hjálpað ef hann bara vilji. Vitlausari hugsun held ég að ekki sé unnt að hugsa. Fyrsta skrefið út úr öllum þessum ógöngum held ég að sé að viður- kenna, að maðurinn ber fulla ábyrgð á því sem hann aðhefst hér á jörð. Ætli hann sér að komast úr skugganum verður hann að bera sig til þess sjálfur. Það þýðir ekk- ert að bíða eftir einhverju krafta- verki, ef hann bjargar sér ekki sjálfur gerir enginn það. En hvað er þá hægt að gera? í fyrsta lagi að gera sér grein fyrir að erfiðleikarnir eru ekki ósigr- andi og að finna hjá sjálfum sér viljann til að leiðrétta. Og hér komum við í aðalmeinið. Hér stöðvast allt strax, því að viljann vantar hjá flestum. Eg er því þeirrar skoðunar að allt muni fara til Helvítis. Það mun skella á kjarnorkustyrjöld og þar með þarf enginn að kemba hærurnar. Þessu til rökstuðnings vil ég að lokum vitna til orða manns, sem skrifað hefur einna skilmerkilegast um ástand heimsmála í dag í bókinni „Fate of the Earth", hann segir: „Eins og er gera flest okkar ekk- ert. Við lítum undan. Við erum róleg. Við erum þögul. Við leitum huggunar í þeirri von að Ragna- rökin dynji ekki yfir, og snúum okkur bara að daglegum störfum okkar. Við neitum sönnununum, staðreyndunum, sem eru allt í kring um okkur. Áhugalaus um framtíð mannkynsins og áhuga- laus hvert um annað. Ónæm fljót- um við í rólegheitunum að feigðar- ósi, hinni endanlegu uppgjöf ...“ er umsóknarfrestur runninn út. Einn sótti um, Bjarni Guð- jónsson, prestur á Valþjófsstað í Fljótsdal. En hann dró um- sókn sína til baka og er því eng- inn umsækjandi um Djúpa- vogsprestakall eins og er. Kristinn Hóseasson, prestur í Heydölum, hefur verið settur til að þjóna Djúpavogi til að byrja með eða þar til prestur hefur fengizt á Djúpavog. Einn- ig hefur Kristinn verið settur prófastur í Austfjarðaprófasts- dæmi þar til prestar prófasts- dæmisins hafa kosið sér nýjan prófast í stað Trausta. Kór Starfsmannafélags Álafoss Kór Trésmiðafélags Reykjavíkur Norrænt kóramót í Finnlandi DAGANA 1.—4. júlí í sumar var haldið tónlistarmót norrænnar al- þýðu (Arbetets ton i Norden). Mótið var haldið í Pori í Finnlandi og komu þar fram um 6.000 manns. Frá íslandi tóku tveir kórar þátt í mót- inu, Samkór Trésmiðafélags Reykja- víkur undir stjórn Guðjóns B. Jóns- sonar og Kór Starfsmannafélags Álafoss undir stjórn Páls Helgason- ar. í kórunum eru alls um 90 manns en þátttakendur í Finnlandsferðinni voru mun fleiri eða um 180 manns. Mótið var haldið á vegum Nor- ræna alþýðutónlistarsambandsins sem eru samtök tónlistarmanna og áhugasöngvara á öllura Norðurlönd- um. Af íslands hálfu er Tónlistar- samband alþýðu aðili að þessum samtökum og tóku íslensku kórarnir þátt í mótinu fyrir milligöngu þess. Báðir fengu kórarnir lofsamlega dóma og vöktu verðskuldaða athygli. Finnskur tónlistargagnrýnandi segir í blaðadómi um STR að kórinn sé vel agaður og sérstaklega skemmti- legur í framkomu. Álafosskórinn kom fram ásamt nokkrum kórum öðrum á kirkjutónleikum. Það vakti sérstaka athvgli að Álafosskórnum var fagnað með dynjandi lófataki að loknum söng í kirkjunni en lófatak í finnskum kirkjum tilheyrir algjörri undantekningu. Samkór Trésmiðafélags Reykja- vikur heimsótti einnig alþýðukórinn í bænum Lahti og hélt þar eina tón- leika sameiginlega með þeim kór. Álafosskórinn heimsótti vinabæ Mosfellssveitar, Loimaa, og hélt þar tónleika við góðar undirtektir. Tónlistarmót þetta tókst í alla staði vel og ríkti mikil stemmning í Pori meðan á mótinu stóð. Fólk í litríkum búningum setti svip á bæj- arlífið og allsstaðar var sungið. Tónlistarmót þetta var enn einn jákvæður þáttur í norrænu menning- arsamstarfi. í athugun er að halda næsta tónlistarmót alþýðu á íslandi eftir 4—5 ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.