Morgunblaðið - 29.09.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 1982
49
Van Halen/Diver Down:
Fyrsta flokks útúrdúr
★ ★ ★ ★
í fyrsta sinn, sem ég heyröi
bárujárnssveit gera tilraun til aö
spila jazz var þaö á tónleika-
plötu Black Sabbath. Þaö var
hreinasti hryllingur, enda sveitin
þá á hraðri niöurleiö þótt nú sé
öldin önnur í þeim herbúöum.
Van Halen, tvímælalaust
þekktasta og besta hljómsveit
Bandaríkjamanna á bárujárnslín-
unni, gerir slíka tilraun á fimmtu
og nýjustu breiöskífu sinni, Diver
down. Óhætt er aö segja aö mun-
ur sé á. Van Halen gerir þetta
meö „stæl“.
Annars er Diver down um
margt kostuleg plata. Á henni er
aö finna 12 lög og þau eru ákaf-
★ ★
Ég var búinn aö búa mig und-
ir einhver ósköp eftir aö hafa
lesið umsagnir og heyrt fólk
segja frá nýjustu plötu Fleet-
wood Mac, Mirage. Þegar ég
svo loks heyrði plötuna kom í
Ijós eins og oft áöur að maöur
haföi látiö hillingarnar teyma
sig af leið.
Mirage er ósköp venjuleg
Fleetwood Mac-plata. Hvert og
eitt einasta lag plötunnar er eins
og þau lög, sem hljómsveitin hef-
ur veriö aö semja undanfarinn
áratug. Nokkur þeirra eru aöeins
betri en hin, t.d. fyrstu þrjú lögin
á síðari hliöinni, en annars falla
þau öll undir sama hattinn.
Það verður ekki af Fleetwood
Mac skafiö aö tónlistin er einkar
áheyrileg og vel flutt. Fyrir slíkt
fengi platan fjórar stjörnur ef ein-
vöröungu væri tekiö miö af af-
þreyingargildinu. Þegar 0 í ein-
kunn fyrir frumleika er síöan
bætt viö og þá deilt í meö tveim-
ur getur útkoman ekki orðiö önn-
ur en 2 stjörnur.
Mirage er í sjálfu sér ágæt
plata, en ekkert meira. Hún fellur
vafalítiö eins og flís viö rass hjá
aödáendum sveitarinnar, en fyrir
þá sem hafa e.t.v. ekki heyrt í
Mac áöur og heyrt hafa lofsöng-
leg ólik, innbyröis. Ekki má
gleyma því aö fimm þeirra eru
fengin aö láni. i öllum tilvikum
fara fjórmenningarnir á kostum í
útsetningum sínum. í einu laginu,
Big bad Bill (is sweet William
now) — jazzinum „a la Stephane
Graphelli" — fá þeir bræöur
Eddie og Alex Van Halen þriöja
bróöurinn, Jan, til liös viö sig. Er
ekki annaö aö heyra en hann hafi
fæöst meö klarinett í munninum.
Aöeins tvö laganna á plötunni
geta talist vera „ekta“ Van Hal-
en-lög. Þau sverja sig bæöi í ætt
viö stefnu sveitarinnar. Á hinn
bóginn má þarna finna allra
handanna lög, auk jazzins. Eitt
laganna, Secrets, minnir hrotta-
inn um hana hlýtur hún aö valda
vonbrigöum.
Hún á langt í land meö aö vera
eins góö og plata Rumorus, sem
af flestum er talin meistarastykki.
lega á Fleetwood Mac og útsetn-
ingin á Dancing in the streets
kallaöi fram minningar um gömlu
góöu Eikina. Þá er þarna aö finna
3 lög, sem allt eins má flokka sem
innganga aö lögunum, sem fylgja
á eftir. Cathedrals er sérstaklega
athyglisvert, en í hinum tveimur,
Little guitars og Intruder, er
Eddie V3n Halen samur viö sig.
Hæfileikar hans á gítarinn veröa
seint dregnir í efa.
Perlan á þessari plötu er samt
aö minu mati útsetning sveitar-
innar á hinu gamla og vel þekkta
lagi Roy Orbison, Pretty Woman.
Meö Intruder-innganginn þar fyrir
framan mynda þessi tvö lög sam-
an töfrandi heild. Fyrir þá sem
kunna aö meta húmorinn fylgir
svo léttvæg útsetning á Roy
Rogers-slagaranum, Happy
trails, sem frúin, Dale Evans,
samdi.
Ég á ekki von á ööru en
Van Halen haldi áfram þar sem
frá var horfiö og Diver down sé
aðeins útúrdúr. Já, útúrdúr eins
og hann gerist skemmtilegastur.
David Lee Roth, söngvari Van
Halen.
David Crosby
var settur
í fangelsi
Svo viröist, sem David Crosby,
einn meölima tríósins Crosby,
Stills & Nash, sé ekki sá Ijúflingur,
sem marka má af útliti hans og
likamsvexti. Járnsiöunni hafa bor-
ist glænýjar fregnir að „westan" af
hegöan þess feita.
Hann var fyrir nokkrum dögum
settur í steininn fyrir aö láta ófriö-
samlega. Var hann látinn laus
gegn 100.000 dala tryggingu, en
haföi í öndveröu hlotið þriggja
mánaöa fangelsi fyrir aö berja
tvær konur.
Þá hefur honum einnig veriö
gert skylt aö vera undir reglulegu
eftirliti vegna eiturlyfjaneyslu.
Crosby hefur ítrekaö lent í klóm
lögreglu vegna eiturlyfjaneyslu.
Fleetwood Mac/Mirage:
Afskaplega venjuleg
Fimm frískar fraukur á fullri
ferð eftir framabrautinni
ÞAD er hæpíö aö þær Charlotte
Caffey, Belinda Carlisle og Jane
Wiedlin hafi nokkru sinni gert
sér grein fyrir hvaö beið þeirra,
þegar þær stofnuðu hljómsveit-
ina GO GO’s fyrir rúmum fjórum
árum. GO GO’s er fyrsta kven-
nahljómsveitín, sem náö hefur
að komast í efsta sæti Bill-
board-vinsældalistans í Banda-
ríkjunum meö frumsömdu efni.
Fyrri plata þeirra „Beauty and
the Beat“ seldist í yfir 2 milljón-
um eintaka og lag þeirra „We
Got the Beat“ varö ennfremur
geysivinsælt auk lagsins „Our
Lips Are Sealed“.
Þrátt fyrir velgengnina nú er
hætt viö aö margir fílefldir karl-
menn hefðu lagt upp laupana viö
þaö mótlæti, sem stúlkurnar
uröu aö þola á leiö sinni á topp-
inn. Þaö var sama hvaö þær
reyndu, stóru plötufyrirtækin litu
ekki við þeim. Nú eru rúmlega
tvö ár síöan fraukurnar ákváöu
aö láta vinnuna lönd og leiö og
einbeita sér alfarið aö tónlistinni.
Þetta var stórt skref og mikiö.
— Flett ofan af GO GO’s
Ginger Canzeronisfxamkvæmda-
stjóri sveitarinnar, haföi á henni
óbilandi trú og veösetti allar eig-
ur sínar þegar haröna tók á daln-
um; bílinn, skartgripina og nán-
ast allt sem fyrir var. Ekki veitti
af. Stelpurnar geröu ekki meira
en aö halda í sér lífinu og þegar
þær leigöu sér ódýrt hótelher-
bergi var venjan sú aö þær sváfu
allar í sömu kytrunni til aö spara.
Þaö var ekki fyrir en Kathy
Valentine, bassaleikarei, bættist
í hópinn aö allt fór aö ganga eins
og í lygasögu. GO GO’s fylltu
hvern einasta klúbb á Los Ang-
eles-svæöinu og eignuöust þús-
undir aðdáenda. IRS-hljómplötur
tóku þær loks upp á sína arma
og hljómsveitin gaf út „Beauty
and the Beat“. En baráttunni var
ekki þar meö lokið.
Bandarískar útvarpsstöövar
reyndust þegar til kom fordóma-
fullar í garö kvennahljómsveitar.
Platan var lítiö spiluö og þaö var
ekki fyrr en GO GO’s hólt í helj-
armikið tónleikaferöalag með
Police um Bandaríkin þver og
endilöng, aö augu landsmanna
opnuöust loks. Hvarvetna var
fullt út úr dyrum þar sem þær
spiluðu og svo fór loks aö út-
varpsstöðvarnar tóku við sér.
Platan komst á toppinn sjö mán-
uöum eftir aö hún var gefin út.
Þrotlaus vinna lá aö baki.
Fyrri breiðskífa GO GO’s,
„Beauty and the Beat” var á lista
nær hvers einasta popptónlistar-
gagnrýnanda í Bandaríkjunum
yfir 10 bestu plöturnar á síöasta
ári. Gefum Jim Miller hjá News-
week lokaoröiö: „Þaö hefur aldr-
ei verið rokkhljómsveit á borö viö
GO GO’s . . . þær neita aö gefast
upp.“
Bowie leikur áfram
David Bowie leggur nú leiklistína fyrir sig í æ ríkari
mæli. Nýjustu fregnir herma aö hann hafi tekið að sér stórt
hlutverk í mynd japanska leikstjórans Nagisa Oshima. Ber
myndin nafið „Merry Christmas Mr. Lawrence“. Leikur
Bowie þar m.a. með Tom Conti og Riuichi Sakamoto úr
hljómsveitinni Yellow Magic Orchestra.
Bowie hefur nú þegar Hefur hann yfirleitt hlotið
leikið í nokkrum kvikmynd- ágæta dóma fyrir frammi-
um. Má þar n.a. nefna „The stöðu sína, enda hæfur
Man Who Fell To Earth“ o.fl.. maöur á ferð.
Vinsælustu
lögin
ENGLAND
1. Eye of the Tiger/SURVIVOR
2. Private Investigations/
DIRE STRAITS
3. The Bitterest Pill/THE JAM
4. Walking on Sunshine/
ROCKER'S REVENGE
5. Save a Prayer/
DURAN DURAN
6. The Message/
GRANDMASTER FLASH
AND THE FURIOUS FIVE
7. There It Is/
SHALAMAR
8. All of My Heart/ABC
9. Hi Fidelity/
THE KIDS FROM FAME
10. Come on Eileen/
DEXY’S MIDNIGHT
RUNNERS
BANDARÍKIN
1. Hard to Say l’m Sorry/
CHICAGO
2. Abracadabra/
STEVE MILLER BAND
3. Eye of the Tiger/SURVIVOR
4. Jack and Diane/
JOHN COUGAR
5. You Should Hear How She
Talks about You/
MELISSA MANCHESTER
6. Even the Nights are Better/
AIR SUPPLY
7. Hold Me/
FLEETWOOD MAC
8. Hurts So Good/
JOHN COUGAR
9. Eye in the Sky/
ALAN PARSON PROJECT
10. Take It Away/
PAUL McCARTNEY
Vinsælustu
plöturnar
ENGLAND:
1. Upstairs at Eric’s/YAZOO
2. Signals/RUSH
3. Rio/DURAN DURAN
4. The Kids from Fame/ÝMSIR
5. 4/PETER GABRIEL
6. In the Heat of the Night/
IMAGINATION
7. Breakout/ÝMSIR
8 I, Assassin/GARY NUMAN
9. The Lexicon of Love/ABC
10. The Dreaming/KATE BUSH
BANDARÍKIN:
1. American Fool/
JOHN COUGAR
2. Mirage/FLEETWOOD MAC
3. Abracadabra/
STEVE MILLER BAND
4. Asia/ASIA
5. Emotions in Motion/
BILLY SQUIRE
6. Pictures at Eleven/
ROBERT PLANT
7. GoodTrouble/
REO SPEEDWAGON
8. Vacation/GO GO’S
9. Chicago 16/CHICAGO
10. Eye of the Tiger/SURVIVOR.
(Listarnir eru byggðir
á Sounds).