Morgunblaðið - 29.09.1982, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 1982
43
i?
bönd, sem bera þau beint inn í
eldhólf orkuveranna. Rafmagns-
veita Viktoríufylkis rekur verin,
en þau framleiða 73% af allri orku
kerfisins, en heildar orkufram-
leiðsla sl. árs nam 23,255 gigavött-
um. Taka ber fram, að engan
svartan kolareyk var þarna að sjá.
Gufa og hvítur reykur sáust
reyndar, en okkur var sagt, að
75% af skaðlegum efnum hefðu
verið hreinsuð úr reyknum.
Melbourne og mörgæsirnar
Melbourne var einu sinni kölluð
garðaborgin, og enn þann dag í
dag er þar að finna mikið af fal-
legum görðum. En borgin hefir
vaxið og dafnað og er nú næst
stærst í landinu. Við stoppuðum
þar ekki nema eina helgi, en geng-
um í bæinn til að skoða lífið.
Þarna var heldur svalara en í
Sydney, enda borgin all miklu
sunnar. Mér fannst götulífið
minna mig á bæinn heima á Fróni,
og hefði getað verið eins konar
risa Reykjavík. Það var líklega
klæðnaður og framkoma fólksins
ásamt hreinleika borgarinnar,
sem gerði þetta að verkum.
íbúar Melbourna eru nú
2.675.000 og borgin þykir enn bera
keim af „gamla heiminum", og má
þar finna fjölda fallegra bygginga
frá 19. öld. En undanfarna áratugi
hefir verið reist mikið af skýja-
kljúfum og öðrum nýtízkulegum
byggingum. Melbourne er mikil
hafnarborg og mörg af stórfyrir-
tækjum landsins hafa þar höfuð-
stöðvar. íbúarnir státa sig af góð-
um veitingahúsum og fjörugu
næturlífi. Því miður gafst ekki
timi til að rannsaka það mál að
þessu sinni.
Við brugðum okkur til Phillip
Island, sem er 120 km fyrir sunn-
an Melbourne. Þar er að finna
villtar kengúrur og koala dýr og
margar tegundir fugla. Meðal
þeirra er mörgæs af tegundinni
Fairy, sem verpir þarna á eyjunni.
Gæsir þessar fara til veiða niður í
sjó á hverjum degi, og koma svo
ekki heim fyrr en í ljósaskiftun-
um. Má þá sjá þær koma upp úr
sjónum í þúsunda tali og skunda
til hreiðra sinna. Fuglarnir eru al-
gjörlega friðaðir, og eru sérstakir
verðir viðstaddir til að vernda þá
fyrir okkur, þessu vonda mann-
fólki.
Duglegir við
tómstundaiðjuna
Einhver, ekki allt of velviljaður
gárungi, var að því spurður, hvort
Astralíufólk væri ekki duglegt.
„Duglegt? Jú, það er mjög duglegt
við tómstundaiðjuna," svaraði
hann. Ég er ekki í nokkrum vafa
um það, að Astralir skili sínu
dagsverki samvizkusamlega, en
við sáum líka merki þess, að þeir
eru mjög mikið á ferðinni og hafa
margt fyrir stafni, þegar þeir eiga
frí.
Það er mjög almenn þátttaka í
íþróttum. Veðurblíðan gerir það
að verkum, að útiíþróttir má
stunda næstum allan ársins hring.
Landið á margt afburða íþrótta-
fólk í tennis, golfi, rugby, sundi,
siglingum og mörgum fleiri grein-
um. Það, sem er ánægjulegast, er
hin almenna þátttaka. í mörgum
vestrænum löndum er almúginn
orðinn eingöngu að áhorfendum
(oft sjónvarps), og atvinnuleik-
mennirnir eru þeir einu, sem
hreyfa sig, og þá fyrir fjárfúlgur.
Laugardaginn, sem við vorum í
Melbourne, sáum við fjölda
íþróttaleikvanga iðandi af ungu
fólki. Lið í öllum aldursflokkum
voru að keppa í ástralska fótbolt-
anum, sem virtist vera hressilegur
leikur, líkur rugby en samt all frá-
brugðinn. Átján leikmenn eru í
hvoru liði og er bæði sparkað og
haldið á boltanum, og skortir ekki
árekstra og pústra. I Sydney og
nágrenni er aðal leikurinn rugby.
Mjög víða mátti sjá tennisvelli
og stóðu þeir ekki auðir. Alls stað-
ar var fólk á skokki eða gangi, og
var það ekki allt kornungt fólk. I
bænum Nowra, suðaustur af
Sydney, heimsóttum við vallar-
keilu-klúbb (lawn bowling club),
þar sem konur, a.m.k. yfir sextugt,
léku þann eðla leik, klæddar hvít-
um búningum, eins og erfðavenjur
segja fyrir um. Og þær voru bara
liðugar, kellingarnar!
Ekki vil ég segja, að allir Ástr-
alir stundi útiíþróttir. Sumir æfa
sig inni, eins og þeir, sem beygja
olnbogana á kránum og teyga hið
prýðilega ástralska öl. Aðeins
Tékkar og Þjóðverjar drekka
meiri bjór en Ástralíumenn. En
aðrir þjálfa hægri handlegginn
með því að toga í höndina á ein-
henta bandíttinum, en svo eru
kallaðar fjárhættuspilsvélar (slot
machines), sem leyfilegt er að
nota í einka-klúbbum, en þeir eru
margir og myndarlegir.
Minnst var á það að ofan, að 600
skeiðvellir væru í landinu. Aðsókn
að kappfeiðum er sögð sú mesta í
heimi. Alla mögulega aðra hluti
en hestana er veðjað á, og ofan í
kaupið er í landinu fjöldi happ-
drætta. Ekki veit ég, hvers vegna
landsmenn eru svona sjúkir í
veðmál og fjárhættuspil, og heyrði
ég engan gefa á því skýringu.
Nóg til hnífs og skeiðar
Allir hafa nóg að borða í Ástr-
alíu og maturinn er góður. Nauta-
kjötið er ekki eins meyrt og feitt
og í Ameríku, en mjög bragðgott.
Lambakjötið er afar gott og vona
ég, að ekki verði litið á það sem
landráð þótt ég segi, að lambalær-
ið, sem frú Jóna steikti eitt kvöld-
ið, hafi verið með þeim betri, sem
við höfum smakkað. Úrval
grænmetis og ávaxta er næstum
ofboðslegt og verðið mjög lágt.
Ég gerði mér far um að panta
fiskmeti, hvenær sem tækifæri
gafst. Sumt af því var mjög gott,
en annað féll mér ekki í geð. Mikið
er um góða rækju, hörpudisk og
humar. Svo smakkaði ég annar-
lega fiska, sem ég veit ekki á nein
íslenzk heiti, eins og „barra-
munde", „gem fish“, „John dory“
og „silver dory“. Þeir tveir síðast-
töldu voru samt ljúffengir.
Mikill fjöldi lítilla veitinga-
staða, sem mest selja mat til að
taka með sér, eru í bæjum og
borgum. Fyrst fannst okkur skrít-
ið að sjá fólk í stórum stíl borða á
hlaupum, en eftir nokkra daga
fórum við að venjast því. Það eru
ekki bara hamborgarar og kjúkl-
ingar, sem svona eru seldir, heldur
einnig feikna úrval allra mögu-
legra rétta, sem ég kann ekki
nöfnum að nefna. Innflytjendur
frá mörgum löndum virðast hafa
komið með uppskriftirnar af þjóð-
arréttum sínum með sér til nýja
landsins.
Nýstárlegasta veitingahúsið,
sem við sáum, var „The Oaks“
(eikurnar), en þangað fórum við
með Ásgeiri og fjölskyldu. Þetta
var reyndar stór krá, með frí-
standandi grilli, þar sem gestir
steiktu sínar eigin steikur. Þær
voru valdar úr miklu úrvali alls
kyns kjöts og einnig fékk maður
sér grænmeti og annað meðlæti.
Mjög ánægjulegt og fróðlegt.
Bakarí eru mýmörg og kökur og
brauð girnileg. Ég lét það eftir
mér, síðasta daginn í Sydney, að
kaupa mér stærsta „vandbakkels-
ið“, sem ég gat fundið, og borða
það standandi upp á endann eins
og heimafólkið. Þessi risa rjóma-
kaka var ekki minna en 20 cm á
lengd, fyllt af þeyttum rjóma og
smurð að ofan með úrvals súkku-
laði. Von bráðar var ég kominn
með rjóma út um kinnar og súkku-
laði á nefið. Konan gekk áfram og
lét sem hún þekkti mig ekki, en ég
hámaði í mig af hreinni nautn!
Eyjaálfa kvödd með trega
Allt of fljótt voru þrjár vikurn-
ar liðnar, og tími kominn til að
kveðja þetta ævintýraland. Víða
ferðuðumst við, en heimsóttum
reyndar rétt suð-austur hornið,
lítinn hluta, ef haft er í huga, að
Ástralía er á stærð við Bandarík-
in. Og við vorum þarna um hávet-
ur og sáum því ekki álfuna baðaða
í heitri sumarsól, sem hún er
meiri hluta ársins.
Við erum þakklát fyrir allt, sem
fyrir augu og eyru bar á þessu
ferðalagi og vonum, að einhvern
tíma gefist tækifæri til að koma
aftur til Eyjaálfu. Land og þjóð
hafa fundið stað í hjörtum okkar,
og í framtíðinni munum við fylgj-
ast af áhuga með málum þarna
hinum megin á hnettinum.
Ástralíu kvöddum við með góð-
um óskum íbúunum til handa,
þeirra á meðal hinum um það bil
1500 íslendingum, sem þangað
hafa flutzt.
Bóndinn með Merínó-kind.
Námskeiö í
innhverfri íhugun
Tæknin þroskar huga og líkama.
Almennur kynningarfyrirlestur í
kvöld miðvikud. 29. sept. kl.
20.30 að Hverfisgötu 18 (gegnt
Þjóðleikhúsinu). Allir velkomnir.
íslenzka
íhugunarfélagið,
sími 16662.
>
Megrunarnamskeið
Ný námskeið hefjast 7. október. (Bandarískt megrun-
arnámskeið sem hefur notiö mikilla vinsælda og gefió
mjög góðan árangur.) Námskeiðiö veitir alhliða fræöslu
um hollar lífsvenjur og vel samsett mataræði, sem getur
samrýmst vel skipulögðu, venjulegu heimilismataræði.
Námskeiðið er fyrir þá:
• sem vilja grennast
• sem vilja koma í veg fyrir að vandamálið endurtaki
sig.
• sem vilja forðast offitu og það sem henni fylgir.
Upplýsingar og innritun í síma 74204 kl. 13—18.
Kristrún Jóhannesdóttir,
manneldisfræðingur.
Smíðum hverskonar hluti úr áli.
Sjóðum vélarhluti úr áli, pönnur, gírkassa, hús o.fl.
Eigum á lager seltuvaröar álplötur á mjög hagstæðu
verði.
Stæröir: 3x1500x3000 mm 15x1000x2000 mm
4x2000x5000 mm 20x1000x2000 mm
5x2000x5000 mm
Ennfremur minnum við á framleiðslu okkar
á vörubílapöllum úr áli, sturtum og búnaöi
fyrir (óöurflutninga. Má,mtæknj s(
Vagnhöfða 29
Sími 83045, 83705.
^Bauknecht
Frystiskápar
og kistur
Fljót og örugg frysting.
örugg og ódýr í rekstri.
Sérstakt hraðfrystihólf.
Einangrað að innan með áli.
Eru með inniljósi og læsingu.
3 öryggisljós sem sýna
ástand tækisins.
Greiðsluskilmálar eða
staðgreiðsluafsláttur.
Utsölustaóir DOMUS
og kaupfélögin um land allt
Véladeild
Sambandsins
Ármúla3 Reyk/avik Simi 36900