Morgunblaðið - 29.09.1982, Blaðsíða 8
40
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 1982
— Hníísdalsheiöi
Frá Oshlíöarvegi
Óshlíd
Eftir Guómund
Jakobsson
Plr nú ekki bráðum komið nóg?
Enn á ný er kraftaverk að ekki
verður stórslys á Oshlíðarvegi.
Þrír áratugir eru nú liðnir síðan
þetta óskabarn var lagt og tekið í
notkun. Kraftaverk má teljast hve
fá stórslys hafa hlotist af umferð
um þennan veg. Oft hefur legið
nærri og færri munu þeir dagarn-
ir sem ekki hefur sést nýr steinn á
veginum eða riýfallið snjóflóð.
Segja má að tíðni niðurfalla og
ferð bíla mætist í augnabliki, sem
sé aðeins brot af möguleikum til
slysa, en samt. Þarna er hætta og
verður alltaf hætta.
1927 í desember var ég stranda-
glópur af báti á ísafirði með æsku-
vini, Helga heitnum Vilhelmssyni.
Við ákváðum að fara gangandi út-
eftir. I Hnífsdal ræddum við um
hverja leið skyldi fara, Óshlíð eða
Hnífsdalsheiði. Myrkur, súld og
slydda var á. Skoðun minni trúr
hélt ég fram heiðinni og eftir
nokkra þrætu var sú leið valin.
Við komumst slysalaust heim:
Eftir áramótin var Helgi heit-
inn í sömu aðstöðu og var þá valin
Óshlíðin, þau voru 5 saman, en að-
eins einn varð til frásagnar.
Snjóflóð grandaði hinum. Ég man
svo langt, að afi minn varð fyrir
því einu slysi á lífsleiðinni, að vera
á hesti sínum borinn niður í sjó
með snjóflóði í Óshlíð, en bjargað-
ist naumlega.
Þetta eru aðeins tvö dæmi um
hver glæpavegur þetta er. Þetta
fjall er margklofið frá toppi til tá-
ar og jafnvel í það ískyggilegar
sprungur, sem gætu fyrr eða síðar
leitt til þess að stórar spildur losn-
uðu úr fjallinu og þá þarf ekki að
afleiðingum að spyrja.
Bolvíkingar hafa þjálfað sig í að
láta þessa hættu sig engu skipta.
Taka þetta sem hluta af lífinu og
eins og þar stendur „maður venst
öllum andskotanum og svo má illu
venjast að gott þyki“.
I leiðinni er þess ekki gætt, að
þessi vegur er búinn alla tíð að
einangra Bolungavík. Þetta hefur
verið uppgangsstaður um undan-
farin ár. En hve margir eru þeir
sem heimsækja Isafjörð og Vest-
firði, en veigra sér við og sleppa
því að fara þennan veg, sem búið
er að skýra Ö-veg.
Bolungavík er í mínum augum
einn fegursti staður á landinu. Þar
eru öll skilyrði til að enginn sá
sem fer til ísafjarðar láti undir
höfuð leggjast að skoða Bolunga-
vík, Syðridal með vatn, námur og
sérstæð fjöll og Skálavík með sína
frumstæðu töfra. En hræðslan er
alltaf á sínum stað, Óshlíðarveg-
ur.
Nú heyri ég að uppi eru bolla-
leggingar um endurbætur. Þær
geta með ærnum kostnaði ein-
hverjar orðið, en sá uggur, sem
fylgir öllum vegum hengdum
utaní karsprungin fjöll, verður
aldrei upprættur.
Þetta væri marklaust snakk ef
ekki væri annarra kosta völ, en því
fer víðsfjarri.
Aður fyrr var til vegur um
Hnífsdalsheiði. Hann lá um Syðri-
dal annarsvegar og Hnífsdal
hinsvegar. Á milli þessara dala er
fjallaskarð sem við Vestfirðingar
kölluðum Hnífsdalsheiði. Vega-
lengd yfir hana er hverfandi eða 1
til 2 kílómetrum lengri en um
Óshlíð. Þetta fjallaskarð er líklega
í 300 metra hæð og nálgast ekkert
ýmsa aðra heiða- eða fjallvegi á
Vestfjörðum.
Þessi leið er hættulaus alla
árstíma. Vegur er kominn að nafni
til um báða dalinu og þá er að
leggja veg yfir skarðið, líklega ca.
10 kílómetra. Ekki er því að leyna,
að á snjóþungum vetrum þyrfti að
koma e.t.v. nokkuð oft yfir skarð-
ið, sem er í 300 metra hæð, en ég
spyr hve oft þarf að moka Óshlíð
og fjölmarga fjallvegina á Vest-
fjörðum, sem þar víða eru í miklu
meiri hæð og margfalt erfiðari.
Við eldri menn vorum margir
9
Flokksstjórn Alþýðuflokksins:
Lýsir ábyrgð á hendur ríkis-
stjórn og útvegsmönnum
FLOKKSSTJÓRN Alþýðuflokksins
fordæmir þá aðgerð að efna til alls-
herjarstöðvunar fiskiskipastólsins
og lýsir fullri ábyrgð á hendur ríkis-
stjórn og útvegsmönnum á afleiðing-
unum, sem birtast munu í fjöldaat-
vinnuleysi, segir í fréttatilkynningu,
sem Mbl. hefur borizt frá flokks-
stjórn Alþýðuflokksins.
Það er ekki síst alvarlegt mál, ef
eitt af markmiðum þessara að-
gerða er að knýja fram breytingu
á hlutaskiptakjörum sjómönnum í
óhag, eins og sjávarútvegsráð-
herra hefur gefið í skyn, þrátt
fyrir ákvæði kjarasamnings, sem
skráðir eigendur fiskiskipaflotans
hafa skuldbundið sig til að virða
með undirskrift sinni.
Vitað er, að afkoma útgerðar er
afar misjöfn. Upplýsingar sem
gefnar eru um svokallaða „meðal-
talsútkomu" fiskiskipaflotans eru
ekki mjög traustvekjandi, enda er
afkomumunur mikill innan grein-
arinnar. Sumar útgerðir eru
skuldugar upp fyrir haus vegna
þess að þær hafa fjárfest óskyn-
samlega. Og sumir eru hæfari til
að reka fyrirtæki en aðrir. Flokks-
stjórn Alþýðuflokksins er fullljóst
að útvegurinn á við vanda að etja.
Það réttlætir hins vegar ekki þær
aðgerðir sem gripið hefur verið til,
þar sem þjóðinni er stillt upp við
vegg með hótun um fjöldaatvinnu-
„Konungurinn í
Thuleu til sölu
LISTASAFN Einars Jónssonar hefur
látið gera afsteypur af lágmynd Ein-
ars Jónssonar, Konungurinn í Thule,
sem hann gerði árið 1928, segir í
fréttatilkynningu frá Listasafni Ein-
ars Jónssonar.
Myndin verður til sölu í Lista-
safni Einars Jónssonar frá og með
miðvikudeginum 6. okt. til og með
föstudeginum 8. okt. kl. 16—19.
Þar sem eintakafjöldi er mjög
takmarkaður hefur stjórn safns-
ins ákveðið, að hver kaupandi eigi
þess kost að kaupa eina mynd.
leysi vegna ágreinings LÍÚ við
ríkisstjórnina.
Jafnframt bendir flokksstjórnin
á að ríkisstjórnin ber fulla ábyrgð
á því hvernig málum er nú komið,
ekki síst með ábyrgðarlausum
innflutningi fiskiskipa og van-
efndum á loforðum ráðherra til
útgerðarinnar. Ef sjávarútvegs-
ráðherra hefði fengist til að leysa
vandann í samstarfi við sjómenn
og útgerðarmenn svo sem boðið
var, þá hefði ugglaust ekki til
stöðvunaraðgerða komið.
Alþýðúflokkurinn fordæmir að
slitið hafi verið viðræðum ríkis-
stjórnar og LIÚ um úrlausn máls-
ins og krefst þess að þessar við-
ræður verði endurhafnar þegar í
stað.
Þá teiur flokksstjórn að LÍÚ
ætti að aflétta banni sínu á veið-
um.
Flokksstjórn Alþýðuflokksins
álítur að ekki megi dragast lengur
að endurskoða samskipti sjávar-
útvegsins og ríkisvaldsins og
leggja grundvöll að frambúðar-
stefnumörkun. Nú á að nýta tæki-
færið til þess. Sem þátt í því legg-
ur Alþýðuflokkurinn til að eftir-
farandi verði gert:
1) Samskiptahættir sjávarútvegs-
ins og ríkisvaldsins verði endur-
skoðaðir þannig, að framvegis
ábyrgist ríkisstjórnin að geng-
isskráning á hverjum tíma miðist
við samkeppnisstöðu atvinnulífs-
ins en aðilar sjávarútvegsins
ábyrgist að sínu leyti að uppgjör
innan greinarinnar fari fram inn-
an þess ramma og án bankareikn-
inga á ríkið eða með breytingum á
gildandi samningum útvegsmanna
og sjómanna.
2) Gert verði samkomulag milli
ríkisstjórnarinnar annars vegar
og LÍÚ og sjómannasamtaka hins
vegar um hvernig eigi að draga úr
stærð fiskiskipastólsins og hafa
hemil á stærð hans í framtíðinni,
þannig að eðlileg endurnýjun geti
átt sér stað.
3) LIÚ verði gerð grein fyrir því
að afnumið verði það bann, sem í
reynd hefur verið gegn því að út-
gerðarfyrirtæki fari á hausinn.
Jafnframt verði náð samkomulagi
við LIÚ um hvernig tryggð verði
hráefnisöflun til staða, sem lentu í
sérstökum vanda af þessum sök-
um.
Að uppfylltum þessum skilyrð-
um verði ákveðið hvernig og að
hve miklu leyti skuli mæta því
tapi sem útgerðin hefur þegar orð-
ið fyrir vegna vanefnda á loforð-
um af hálfu ríkisstjórnar og ráð-
herra.
Alþingi loftræstað
Kögnvaldur Björnsson staddur í
þingflokksherbergi Alþýðubanda-
lagsins
MIKLAR framkvæmdir standa nú yfir í
Alþingishúsinu við Austurvöll. Verið er
að leggja loftræstikerfi í vesturhluta
hússins og er fyrirhugað að leggja það
síðar í allt húsið. Loftræstitækin sjálf
eru uppá „hanabjálka" og þaðan liggja
stokkar niður um húsið og brotin hafa
verið göt fyrir loftræstiristar á mörgum
stöðum. Samfara lagningu loftræsti-
kerfisins hefur þurft að gera nokkrar
breytingar, taka niður loft í nokkrum
herbergjum og setja nýjan vegg á einum
stað til þess að hylja loftræstingar-
stokkana. Vegna loftræstilagnarinnar
þarf að færa hitalagnir og endurnýja
raflagnir og síðan þarf að mála. Fram-
kvæmdum á öllum að vera lokið áður en
þing kemur saman í haust.
Af „hanabjálka" alþiogishússins, þar hefur eins og sjá má að hluta verið
komið fyrir miklu loftræstikerfi sem teygir sig niður um allt hús.
Hér, eins og víðar um alþingishúsið, setja smiðirnir „falskt loft“ til að
hylja loftræstistokkana. (Ljósm. Mbl. Kristján Einarsson.)