Morgunblaðið - 29.09.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.09.1982, Blaðsíða 16
48 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 1982 STUD-blað- ið í mikilli framför Járnsíðunni barsl í vikunni annað tölublaö Stuö-blaðsins. Það verður að segjast strax, að blaöinu hefur á allan hátt vaxið mjög fiskur um hrygg. Efnisval er meíra, auglýsingar færri og upp- setning og frágangur enn betri en í fyrsta blaðinu. Sumsó allt í rétta átt. Allra handanna efni er aö finna í blaðinu. Sumt er þð mjög snubbótt enda plássiö ekki alltaf mikið. Aftur á móti virðast skríb- entar blaðsins ekki vera mjög af- kastamiklír. í 2. tbl. Stuö-blaðsins er nefnilega að finna tvær fréttir, sem stolið er beint úr Mogganum (þar af skrifaöi umsjónarmaöur Járnsíðunnar aöra og þekkir því mjög vel), eina úr Þjóðviljanum og eina líkast til úr Vísi sáluga. Að þessu slepptu er blaöiö í mikilli framför og efníö óhemju fjölbreytt og kannski dálítið stefnulaust um leið. Þeysarar ... eöa a.m.k. 3 af þeim. Frá vinstri: Guðlaugur, Sigtryggur og Magnús. Nazismi eða ekki nazismi: Þeysarar vilja þvo hendur sínar alfarið Blaöiö er gefið út í 5.500 eintök- um. „Kvölda tekur“ er komin út PLATA Nýja kompanísins, Kvölda tekur, hefur nú litið dagsins Ijós. Utgefandi er Fálk- inn. Nýja Kompaníið er skipaö þeim fimmmenningunum Jó- hanni G. Jóhannssyni, Sigurði Flosasyni, Siguröi Valgeirssyni, Sveinbirni I. Baldvinssyni og Tómasi R. Einarssyni. Á plötunni er að finna átta lög, öll frumsamin, og ef marka má fyrstu heyrn er hér á ferö- inni vönduð og góð plata. Við munum fjalla um hana á Járn- síöunni innan skamms. Rokksveitin heimsfræga The jj Who er nú aö leggja upp í helj- armikið tónleikaferðalag um Bandaríkin og er þaö aö sögn meölimanna það síðasta sinnar tegundar þar í landi. Vonast þeir til að geta farið í tónleikaferðir um fleiri lönd þar sem sveitin hefur notið mikillar hylli. Eftir það verður ekki um frekara tón- Pete Townshend, forsprakki Who. „HUGMYND okkar hefur aldrei veriö að mæla nazismanum bót á einn eða annan hátt, heldur hiö gagnstæöa. Viö viljum benda fólki á þá hættu, sem stafar af stefnum sem slíkri og hversu auövelt er aö láta hrífast með fjöldanum. Stað- reyndin er sú, að núna vilja fjöl- margir Þjóðverjar ekki kannast við neitt sem heitir nazismi og heldur ekki að neitt slíkt hafi ver- ið tíl. Við höfum t.d. veríð meö lagið Rudolp t nazista-umgjörð en textínn er mjög and-nazískur. leikahald að ræða af hálfu sveit- arinnar að því er Pete Towns- hend sagði í viðtali í síöustu viku. Who fékk afleita dóma, m.a. í Melody Maker, sem þó er íhaldssamasta popprit Breta, fyrir síðustu plötu sína. Sjálfur viöur- kennir Townshend, sem nú er orðinn 37 ára gamall, aö æ erfiö- ara reynist að semja góð lög en áöur. „Viö viljum ekki endurtaka okkur of mikið, en þaö getur ver- ið erfitt aö koma sífellt með ný og góð lög. Það er fyrst og fremst þessi tilfinning að spila fyrir fólkiö, sem heldur okkur gangandi," sagöi Townshend ennfremur.” Ég hef oft upplifað þaö að sjá sömu and- litin á tónleikum okkar tvö kvöld í röð og slíkt gerir þaö aö verkum að maður er stoltur af því aö eiga slíka aödáendur. Á meðan þeir fá eitthvað út úr því að sjá okkur spila er enginn vafi á aö um gagnkvæma ánægju er að ræða. Það hefur margt breyst í þess- um bransa frá því viö hófum feril- inn fyrir 18 árum," segir Towns- hend. „Nú orðið er e t.v. ekki mikiö mál að fylla tónleikahallir, en þaö gerist æ erfiöara aö gefa út plötu, sem selst vel.“ Eftir lest- ur þessa viðtals rennir marga e.t.v. í grun aö meö þessu sé Townshend aö gefa til kynna, aö sá dagur nálgist óöfluga aö Who leggi upp laupana. Hins vegar var lagið sett í þessa umgjörö til að undirstrika þann tviskinnungshátt, sem ríkir í af- stöðu fólks,“ sagði Hilmar Örn Hilmarsson, hugmyndafræðingur Þeysara, er Járnsíðan spjallaði við hann í vikunni. Miklar umræður hafa spunnist eftir tónleika Þeys í Laugardalshöll- inni þar sem hópur manna tróö upp og heilsaði fjöldanum með nazista- kveðju. Fannst mörgum þetta vera ósmekklegt uppátæki og hefur hljómsveitin fyrir vikið sætt mikilli gagnrýni. Til þess að þvo hendur sínar af þessum áburði boðuöu Þeysarar til blaöamannafundar á mánudag. Hljómsveitin efndi síöan til tón- leika í Félagsstofnun stúdenta á miðvikudag í því markmiöi að safna fé til miöstöövar, sem starfa myndi í anda Wilhelm Reich. Að sögn Hilmars Arnar var Reich þessi einn þeirra fyrstu er sá í gegnum hugmyndafræöi nazismans og gaf m.a. út bók 1933 um skoöanir sin- ar. Hann var gerður brottrækur frá Þýzkalandi og var með Gestapo á hælunum í mörg ár. Reich fluttist síöan til Bandaríkj- anna, en komst einhverra hluta vegna upp á kant við yfirvöld þar. Hann gerði tilraunir meö andlega orku og hélt því m.a. fram, aö krabbamein stafaöi af súrefnis- skorti fruma. Var hann sakaður um skottulækningar í tilraunum sínum. Hann var fangelsaður og allar bækur hans brenndar. Mun þaö vera í fyrsta sinn, sem allar bækur vísindamanns eru brenndar þar vestra. Hann varð á ný fyrir því 1962 aö öll rit hans voru brennd. „Reich er alger andstaöa viö Hitler og hans kenningar. Hann reynir að draga út hið jákvæöa í fólki," segir Hilmar. „Ætlun okkar hefur allan tímann verið að færast úr Hitler yfir í Reich," segir Hilmar. „Viö höfum verið með and-nazíska texta í nazista-umgjörð. Nú höfum viö sett Reich í nazista-umgjörð. Þetta sást best á Risarokkinu í Laugardals- höllinní. Þar mættum við til leiks undir nazista-merkinu en breyttum síöan yfir í Reich. Gengum um gólf með rauðan fána, en engu aö síöur réðist fólk aö okkur og brenndi fánann. Hann stóð ekki í neinum tengslum viö nazisma. Þarna stóð lýöurinn sig aö því sama og nazist- ar á sínum tíma," sagöi Hilmar. Hann sagði í lokin: „Krakkarnir skilja þetta ekki almennilega fyrr en þau eru orðnir þátttakendur í þessu sjálf. Það veröur aö láta þau vera með í skrípaleiknum og benda þeim síöan á hvaöa heimskupör þetta séu. Þannig er þetta áhrifa- ríkast. Okkur virðist hafa tekizt bærilega upp.“ ILLA SOTT SATT- KVÖLD ÞAD voru býsnar fáir, sem sóttu fyrsta SATT-kvöld vetrarins í Klúbbnum á miðvikudagskvöld, hverju svo sem um má kenna. E.t.v. voru þarna ekki nægilega þekkt nöfn á feröinni eða kannski eru menn bara ekki búnir aö átta sig á því aö veturinn er genginn í garö. Það var Kvalasveitin, sem tróö fyrst upp og stóð sem fyrr fyllilega undir nafni. Handónýt hljómsveit í alla staði, en samt mátti greina framfarir frá því á tónleikunum með Comsat Angels. K.O.S. tróö því næst upp og flutti margt laglega eins og sveit- inni er lagið. Þó var hljóöstjórn eitthvaö laus í böndunum og skilin á milli hljóöfæra voru ákaflega dauf. K.O.S. undirstrikaöi þarna enn frekar að hún er í fremstu röö íslenskra popp/rokk-sveita. Jonee Jonee kom næst fram og lék af fingrum fram lög af nýút- kominni plötu sinni. Jonee Jonee getur gert mun betur en þarna á miðvikudag, og enn sem fyrr var hljóðblöndunin þeim erfiður Ijár í þúfu. Járnsíöan hvarf af vettvangi áö- ur en jam-session hófst í lokin. Kom sú uppákoma til vegna þess aö Q4U gekk óvænt úr skaftinu viö meiðsli Óðins Guðbrandssonar. Nýplata Þeys að koma út: Onnur plata og tónleika- ferð eru nú á döfinni FJÓRÐA plata Þeysara í þeirri mynd, sem hljómsveitin er nú í, er væntanleg é næstu dögum. Ber hún nafnið „Fourth Reich“, eða fjórða ríkiö eins og það myndi útleggjast á íslensku. Að sögn Guðlaugs Óttarsson- ar halda Þeysarar síðan utan um miöjan október. Er förinni heitiö til Noregs þar sem haldnir veröa fernir tónleikar í Klúbbi 7 í Osló. Þaðan liggur leiðin til Stokk- hólms þar sem m.a. verður leikiö á tónleikum, sem sjónvarpaö verður beint. Auk þess eru fleiri tónleikar inni í myndinni þarlend- is. Frá Svíþjóö halda Þeysarar yf- ir til Finnlands og troða upp á mikilli rokkhátíð í Helsinki í lok október. Ekki er förinni þar með lokið. Frá Helsinki verður snúið heim á leið á ný. en með viðkomu bæði í Kaupmannahöfn svo og lengra stoppi í Englandi. í Kaupmanna- höfn er ætlunín að halda a.m.k. eina tónleika, auk þess sem hljómsveitin hefur fullan hug á aö taka þar upp efni á næstu plötu sína. Standa vonir til að Tony Coook komi þangaö og stýri tökkunum. Lokahnykkurinn verður síöan hjá Engilsöxum. Hafa þegar veriö ákveðnir nokkrir tónleikar í Eng- •andi. Ekki liggja þó á hreinu endanlegar dagsetningar, en Þeysarar ættu aö verða tíöir gestir á nokkrum þekktari klúbb- um Lundúnaborgar. Who að syngja sitt síðasta?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.