Morgunblaðið - 07.10.1982, Síða 1
56 SÍÐUR
222. tbl. 69. árg.
FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1982
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Svíar leita kaf-
bátsins ákaft
Krá fréttaritara Mbl. í Stokkhólmi, (iuófinnu Kagnarsdóttur, 6. október.
ERLENDI KAFBÁTURINN þraukar enn í kafi í sænska
skerjagarðinum aðeins nokkur hundruð metra frá aðal-
bækistöð sænska flotans. En spennan eykst og djúp-
sprengjurnar falla hver af annarri.
Leitin hefur staðið yfir í allan
dag af miklum krafti með aðstoð
þyrla, kafbáta, herskipa og
varðskipa sem vaka yfir hverri
hreyfingu í firðinum, en kafbát-
urinn laetur ekki á sér kraela. Þó
urðu leitarmenn varir við hreyf-
ingu í dag sem þeir telja vera frá
kafbátnum, en hljóðnemar þyrl-
anna sem svífa yfir firðinum eru
svo naemir, að talið er að áhöfn
kafbátsins verði að hafa mjög
hljótt um sig inni í bátnum ef
ekki á að heyrast til hennar.
send eru út frá raunverulegum
kafbátum til að villa fyrir.
Flestir hallast þó að því að hér
sé um að ræða kafbát sem e.t.v.
er sérstaklega sterklega byggður
og þolir þrýstinginn frá sprengj-
unum og það liggur í loftinu að
hér sé um að ræða rússneskan
kafbát.
Leitin heldur nú áfram í alla
nótt og er blaðið fór í prentun
var hann ekki kominn upp á yf-
irborðið.
Sænskar herþyrlur sveima stöðugt yfir skerjagarðinum þar sem álitið er að
kafbáturinn haldi sig.
Talið er að kafbáturinn fái til-
kynningar um leitina og það sem
gerist ofansjávar með sérstökum
senditækjum, svo varnarmála-
ráð og vfirmenn hersins eru
fremur sparir á upplýsingar um
gang mála.
Kafbáturinn hefur nú trúlcga
verið í kafi í fimm daga og ætti
því að þurfa að komast upp á
yfirborðið fljótlega til að ná í
súrefni og til að hlaða geymana.
Öll sænska þjóðin fylgist með
leitinni og á annað hundrað
blaðamenn, erlendir og innlend-
ir, bíða nótt og dag við fjörðinn.
Herfylkingar hafa verið flutt-
ar á staðinn til að vera til taks ef
á þarf að halda og allar varnir i
ríkisins voru í dag settar í við-'
bragðsstöðu. Sjúkrahús í ná-
grenninu eru einnig viðbúin að
taka við slösuðum.
Margir furða sig á því nú, að
kafbáturinn skuli hafa staðið af
sér allar djúpsprengjurnar og |
ýmsar raddir eru nú uppi um að
hér sé ef til vill um „gabbkafbát" !
að ræða, þ.e.a.s. kafþátalíki sem
Pólland:
Stjórnvöld þjarma
enn að Samstöðu
Yarsjá, Pollandi, 6. október. AP.
ENN VORIJ auknar öryggisráðstafanir í höfuðborginni í dag og yfírvöld í
landinu héldu uppteknum hætti að ráðast gegn starfsemi óháðu verkalýðsfélag-
anna Samstöðu. Málgagn hersins, dagblaðið Zolniers Wolnosci, sakaði í dag
Samstöðu um að hafa mistekist það stjórnunarstarf er hún tók sér á hendur og
hafí með þeim hætti neytt kommúnista
Þessar nýju ásakanir á Samstöðu
koma í kjölfar handtöku á einum
helsta leiðtoga hennar og settar
voru sérþjálfaðar hersveitir í mið-
borgina í dag, sem sýnir ótta yfir-
valda við óeirðir, er ný verkalýðs-
lög verða samþykkt um helgina, en
þau banna starfsemi Samstöðu.
Tilkynningin um handtöku
verkalýðsleiðtogans Wladyslaw
Frasyniuk hefur verið túlkuð af
flestum fréttaskýrendum sem
til að grafa undan starfsemi hennar.
skýrt merki þess að yfirvöld væru
nú ákveðin í því að komast fyrir
starfsemi óháðu verkalýðsfélag-
anna í eitt skipti fyrir öll og því
gífurlegt áfall fyrir Samstöðu.
Stjórnvöld tilkynntu um hand-
töku verkalýðsleiðtogans seint í
gærkvöld, aðeins nokkrum klukku-
stundum eftir að erkibiskupinn
Jozef Glemp hafði frestað för sinni
til fundar við páfa og til Bandaríkj-
anna vegna ótta við vaxandi átök í
landinu samfara samþykkt nýju
verkalýðslaganna.
Páfi sendi Jozef Glemp síðan
orðsendingu í dag þar sem hann
segist skilja þá ákvörðun hans að
yfirgefa ekki föðurland sitt vegna
ástands mála þar og var orðsend-
ing hans túlkuð sem aðvörun til yf-
irvalda og Samstöðu varðandi
hugsanlegar óeirðir um helgina.
Einnig var tilkynnt í Póllandi í
dag að sovésk stjórnvöld hafi
ákveðið að senda aukaskammta af
korni og kartöflum til landsins í
vetur og væri pólska þjóðin þeim
gífurlega þakklát.
Beirút:
Líbanski her-
inn leitar
vopna og
glæpamanna
Beirút, Jerúsalem, 6. október. AP.
I.ÍBANSKI herinn handtók í dag
fjölda manna, en það er annar
dagurinn sem slíkt er gert. Þetta
er liður i þeirri tilraun stjórnvalda
að hreinsa Beirút af byssum og
vopnabirgðum, og handtaka
glæpamenn og vinstrisinna og
koma ólöglegum útlendingum úr
landi.
„Við verðum að hreinsa öll
vopn úr Beirút," sagði talsmað-
ur varnarmálaráðherra, Tor-
bay, og bætti við: „Við verðum
að vita hverjir eru í borginni til
þess að geta verndað íbúa henn-
ar, en verkefni þetta mun taka
dálítinn tíma.“
Torbay kvaðst ekki vita
hversu margir hefðu verið
handteknir í dag eða hvert hefði
verið farið með þá, en í tilkynn-
ingu frá hernum í kvöld segir að
alls hafi 200 manns verið hand-
teknir síðastliðna tvo daga þar
á meðal 35 Líbanir sem eru eft-
irlýstir fyrir ákveðna glæpi og
165 útlendingar með ófullnægj-
andi skilríki. Óstaðfestar fregn-
ir úr lögreglunni herma hins
vegar að 250 manns hafi verið
handteknir í dag.
Alþjóðlegu friðargæslusveit-
irnar báðu Amin Gemayel for-
seta Líbanon um upplýsingar
varðandi þessar handtökur á
laugardag, upplýsti sendiherra
Ítalíu í Líbanon í dag, en þær
munu hafa haft áhyggjur af
framkvæmd þessari. Handtök-
urnar í dag munu allar hafa
farið fram á svæði sem ítalska
friðargæsluliðið hefur umsjón
með.
Sendimaður Bandaríkja-
stjórnar, Morris Draper, hefur
tjáð ísraelskum yfirvöldum að
Sýrlendingar séu ekki sáttir við
það að herlið þjóðanna tveggja
verði á brott samtímis frá Líb-
anon og að þeir krefjist þess að
Israelar verði á brott með her-
lið sitt á undan þeim, er haft
eftir ísraelskum yfirvöldum í
dag.
Koblenz:
Ræningjarnir
komust undan
Koblenz, Yfsiur Pýskalandi. AP.
TVEIR GRÍMl KLÆDDIK og vopnaöir menn hurfu i dag með lausnargjald aö
upphæö einni milljón marka eftir að hafa sleppt ellefu gíslum ng háö skotbar-
daga við lögregluna. Þeir komust undan í bifreið er yfirvöld höföu látið þeim í té
og skýldu sér meö gíslum er þeir yfirgáfu bankabygginguna.
Einn gíslanna særðist meðan á
umsátrinu stóð, en það hófst er
tveir menn vopnaðir byssum tóku
ellefu gísla í banka nokkrum og
héldu þeim þar í fimmtán klukku-
stundir og lögreglunni fyrir utan.
Umsátrinu lauk síðan með miklum
skotbardaga þar sem bifreiðir lög-
reglunnar skemmdust mikið og
byssumennirnir sluppu.
Þrátt fyrir leit gífurlegs fjölda
lögreglumanna jafnt úr lofti sem
landi hefur ekkert komið fram sem
bendir til þess hvar þá sé að finna,
en þeir komust sem fyrr segir und-
an með milljón marka lausnar-
gjaldið árla í morgun, en þeir höfðu
fengið greiðsluna í hendur seint í
gærkvöldi.
Gíslarnir voru allir látnir lausir
klukkan sjö í morgun, en einn
þeirra var lagður inn á sjúkrahús
vegna skotsára.
Gífurlegur eltingarleikur hófst
fyrst eftir að byssumennirnir höfðu
yfirgefið bankann, en lögreglan
missti mjög fljótlega sjónar á bif-
reið þeirra, en hún fannst síðar yf-
irgefin og þykir ljóst að þeir hafi
stolið annarri til að nota í hennar
stað til að verða síður þekkjanlegir.