Morgunblaðið - 07.10.1982, Page 13

Morgunblaðið - 07.10.1982, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1982 13 íslenska óperan: Búum til óperu — Litli sótarinn Tónlist Jón Þórarinsson Sigurdur Pétur Bragason, Gunnar Freyr Árnason og Árni Sighvatsson. Guðbjörg Ingólfsdóttir, Marta Halldóradóttir, Steinunn Þórhallsdóttir, Arnar Helgi Kristjánsson, Ragnheiður Þórhallsdóttir og Þorbjörn Rúnarsson. Frumsýningar 2. og 3. október. Tónlist eftir Benjamin Britten Texti eftir Eric Crozier l'ýóing eftir Tómas Guðmundsson Leikstjóri: Þórhildur Þorleifsdóttir Leikmynd og búningar: Jón l*órisson Útfærsla búninga: Dóra Einarsdóttir Lýsing: Sigurbjarni Þórmundsson Hljómsveit fslenzku óperunnar Hljómsveitarstjóri: Jón Stefánsson Meðan húshitun á Bretlandi var ekki önnur en kolaeldur í arni, ar- inn í flestum íveruherbergjum, a.m.k. hjá þeim sem meira máttu sín, og sérstakur reykháfur fyrir hvern arin, hlýtur sótarastéttin að hafa verið mannmörg og mikils- verð þar í landi. Má sjálfsagt hugsa sér, að hrakningar lítils sót- arasveins hafi getað orðum ensk- um börnum álíka hugstætt efni og íslenzkum börnum var áður fyrr andstreymi smaladrengja og niðursetninga í íslenzkum sveit- um. En sótarar hafa aldrei verið fjölmennir hér, enda upphitun húsa lengst af lítil, þar til menn komust upp á lag með að dæla heitu vatni úr iðrum jarðar í þessu skyni og reykháfar lögðust niður með öllu. Þótt efni „Litla sótarans" sé þannig ókunnuglegt á ytra borði, á ég von á, að saga hans, svo fagur- lega sem hún er sögð hér, eigi eftir að verða vinsæl meðal íslenzkra barna. Og ekki spillir það, að í fyrri hluta sýningarinnar fáum við að kynnast því „í þykjustunni" hvernig ópera og óperusýning verða til. í síðari hlutanum sjáum við svo og heyrum óperuna full- skapaða og fáum meira að segja að taka þátt í fiutningi hennar. Benjamin Britten er eflaust frægasta tónskáld Englendinga nú í nokkrar aldir. Hann hefur samið margskonar tónverk, en frægð sína á hann mest að þakka söng- verkum, þar á meðal nokkrum óperum, sem farið hafa sigurför um heiminn, svo sem „Peter Grimes“ og „Albert Herring", svo að aðeins tvær séu nefndar. Báðar eru þær samdar á undan „Litla sótaranum", svo að ljóst má vera, að þessi barnaópera, sem svo er kölluð, er ekki verk viðvanings, sem ekki treysti sér til meiri verka. Tónlistin í „Litla sótaran- um“ ber það líka með sér, að það hefur snjall maður um vélt, og þótt hún sé mjög vel við barna hæfi, er alveg víst, að margur full- orðinn getur haft af henni hina mestu ánægju. Leikstjórinn, Þórhildur Þor- leifsdóttir, hefur staðfært og sjálfsagt umsamið að verulegu leyti fyrri hluta sýningarinnar. Þar er brugðið upp skemmtilegum myndum af því, sem gerzt getur í leikhúsi, áður en sýning kemst á svið, auk þess sem kynnt er efni óperunnar og atriði úr tónlistinni til undirbúnings því, sem á eftir fer. Guðný Helgadóttir, sem ann- ars er sýningarstjóri þessarar sýningar, fer hér með hlutverk leikstjórans, stýrir aðgerðum á sviðinu og verður tengiliður sviðs og sals. En er á líður, tekur hljómsveitarstjóri sýningarinnar, Jón Stefánsson, sem hér leikur tónskáldið, við stjórninni og kenn- ir áheyrendum þá fjóra söngva. sem þeir eiga að taka þátt í að flytja í sýningunni sjálfri. En um þessi fjögur litlu lög er það að segja, að þau lærast fljótt, lifa í minningu og leita fram á varirnar í dagsins önn. Þetta eiga þau sam- eiginlegt vel heppnuðum dægur- lögum. En frábrugðin eru þau að því leyti, að hér er einfalt efni tek- ið slíkum snillitökum, að það verð- ur aldrei hversdagslegt, og hvert lag fær sérkennilegan og jafnvel óvæntan svip. Þátttaka áheyrenda í þessum söngvum mun auka ánægju þeirra af sýningunni til mikilla muna. í „Litla sótaranum" eru fimm hlutverk söngvara, auk barnahlut- verka, og er sviðsetning Íslenzku óperunnar gerð með þeim mynd- arbrag og þeirri forsjálni, að tví- sett er í hlutverkin. Þessvegna voru frumsýningarnar tvær, og að ýmsu ólíkar, þótt ekki verði gert upp á milli þeirra hér. Anna Júlí- ana Sveinsdóttir og Elísabet Waage fara með hlutverk Beggu ráðskonu, sem er töluvert að- sópsmikil og svolítið geðstrið. Elísabet Erlingsdóttir og Signý Sæmundsdóttir eru mildar og móðurlegar í hlutverki Rúnu barnfóstru. Þetta munu vera tvö mestu sönghlutverkin í óperunni og eru hvorki smá né auðveld. Sami söngvari fer með hlutverk Surts sótara og Tuma ekils, og skiptast þeir þar á John Speight og Árni Sighvatsson. Sami háttur er á hafður með hlutverk Klunna sótara og Alfreðs garðyrkju- manns, en söngvarar eru þar þeir Stefán Guðmundsson og Sigurður Pétur Bragason. Hlutverk elzta „barnsins" er einnig ætlað lærðum söngvara, en með það fóru Ásrún Davíðsdóttir og Marta Guðrún Halldórsdóttir, sem raunar er að- eins 15 ára gömul. Þá er að nefna litlu sótarana tvo, þá Gísla Guð- mundsson og Gunnar Frey Árna- son, og loks öll hin börnin, en þau eru Olafur Einar Rúnarsson, Þorbjörn Rúnarsson, Hrafnhildur Björnsdóttir, Guðbjörg Ingólfs- dóttir, Sólveig Arnarsdóttir, Steinunn Þórhallsdóttir, Halldór Örn Ólafsson, Ragnheiður Þór- hallsdóttir, Steinunn Þorsteins- dóttir og Arnar Helgi Kristjáns- son. Það er mjög lofsvert framtak hjá íslenzku óperunni að ráðast í flutning barnaóperu svo snemma á starfsferli sínum og vanda þá val hennar svo vel sem hér er gert. Þetta ber að þakka og óska til hamingju með það. Hér hefur ekki verið farið út í að „gagnrýna" ein- stök atriði sýningarinnar, enda er ánægjan með sýninguna í heild efst í huga. En hinn létta og skemmtilega heildarsvip, sem hún ber, mun fyrst og fremst mega þakka leikstjóranum, Þórhildi Þorleifsdóttur, og hljómsveitar- stjóranum, Jóni Stefánssyni. Það er alveg óhætt að ráðleggja börnum á öllum aldri að leggja leið sna í íslenzku óperuna til að sjá „Litla sótarann". ORÐSENDING TIL NÁMSMANNA Athygli námsmanna, sem vænta láns úr Lánasjóði íslenskra námsmanna, skal vakin á þeirri ákvörðun sjóðsins, að lán verði greitt inn á viðskiptareikning lánþega í innláns- stofnun. Þeir námsmenn, sem hafa ekki nú þegar tilkynnt Lánasjóðnum um viðskiptareikning til innborgunar námsláns, en óska eftir að stofna slíkan reikning í Búnaðarbankanum, ættu að gera það sem allra fyrst, vegna væntanlegra námslána í vetur. Innlánsdeild aðalbankans og útibú munu annast sendingu tilkynningar til Lánasjóðsins um viðskiptareikning, ef þess er óskað. Við- komandi eyðublöð fást í afgreiðslum bank- ans. ÞÖKKUM VÆNTANLEG VIÐSKIPTI N BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS ODDIHF. 7

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.