Morgunblaðið - 07.10.1982, Side 15

Morgunblaðið - 07.10.1982, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1982 15 Grjótflutningabíll, fullhlaðinn. Ljósmyndir Mbl./Emilía. áframhald á því að ég verði hérna uppfrá í vetur, veit ég ekki ennþá," sagði Pétur Hallgrímsson að síð- ustu. Ágætis hækkun á kaupliðunum Síðastan tókum við tali Guð- mund Ágústsson vélvirkja en hann var fyrir járniðnaðarmenn í samn- inganefndinni. Við spurðum hann, hvort hann væri ánægður með samningana. „Eg er það hálft í hvoru. Þeir gætu að sjálfsögðu ver- ið betri, en samningsstaðan var lé- leg, það var ekkert sem þrýsti á. Samt sem áður náðum við fram ágætis hækkun á kaupliðnum. Það samþykktu líka allir járniðnað- armenn samningana, nema einn.“ Aðspurður um veruna þarna uppfrá, sagði Guðmundur: „Ég er búinn að vera meira og minna hérna uppfrá frá því 1976. Hins vegar byrjaði ég ekki hjá Hagvirki fyrr en í júní 1980 og var fyrst upp við Hrauneyjafoss. Það er gott að vinna hérna uppfrá, búið vel að mannskapnum og vinnuaðstaðan er sæmileg," sagði Guðmundur Ág- ústsson að lokum. Unnið í grjótnáminu. Minningarsjóöur um Jón Júl. Þorsteinsson ÁKVKÐIÐ hefur verið að stofna minningarsjóð um Jón Júlíus Þor- steinsson, kennara frá Ólafsfirði, sem síðast starfaði við Barnaskóla Akureyrar. Tilgangur sjóðsins verður að gefa út kennslugögn fyrir hljóð- lestrar-, tal- og söngkennslu. Fyrsta verkefnið verður að gefa út kennslugögn Jóns Júlíusar. Þar er um að ræða hljóðstöðumyndir og kennsluleiðbeiningar. I fréttatil- kynningu, sem Morgunblaðinu hefur borizt segir m.a.: „Fyrir liggur það álit margra sérfróðra manna, sem kynnt hafa sér um- rætt efni, að það muni vera mjög gagnlegt fyrir lestrar-, tal- og söngkennslu. Þeim er áhuga hefðu á að minnast Jóns og um leið stuðla að útgáfu á þessu framlagi hans til menningarmála er vin- samlega bent á að hægt er að ger- ast stofnfélagi sjóðsins til 1. nóv- ember næstkomandi. Listar ásamt greinargerð liggja frammi á eftir- töldum stöðum: Fræðsluskrifstofu Reykjavíkurborgar, Tjarnargötu 12, Þjónustumiðstöð kirkjunnar, Kirkjuhúsinu, Klapparstíg 27, Söngskólanum, Hverfisgötu 45, og í Heyrnar- og talmeinastöð að Háaleitisbraut 1. Ennfremur á Hótel Varðborg á Akureyri, í Barnaskóla Akureyrar, Glerár- skóla, Oddeyrarskóla, á fræðslu- skrifstofu Akureyrar, hjá Haraldi Sigurgeirssyni á bæjarskrifstof- unum og hjá Guðrúnu Sigur- björnsdóttur í Tryggingarumboð- inu. Á Ólafsfirði liggur listi frammi á bæjarskrifstofunum og í barnaskólanum." Heimilisfang minningarsjóðsins er Hjallaland 22 og er ráðgert að stofnfundur sjóðsins verði haldinn í nóvember á Akureyri. Póstgíró- númer sjóðsins er 18973-1 í Póstgíróstofunni í Ármúla 6. Ertu aó byggja? Sá, sem þarf timbur verzlar við Völund. Bjóðuni yður: Mótatimbur — Byggingatimbur Smíðatimbur — Ofnþurrkað tinibur. Cia}»nvarið tinibur (4-faldar endingu) Gluggaefni — Gróðurhúsaefni Veggklæðningar — Loftklæðningar Limtrésbitar— Limtrésrammar Hagstætt verð, góð greiðslukjör Yfir 75 ára reynsla tryggir góða |ijónustu. Timburverzlunin Volundur hf. KLAPPARSTÍG 1, SÍMI 18430 — SKEIFAN 19, SÍMI 85244

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.