Morgunblaðið - 07.10.1982, Page 18

Morgunblaðið - 07.10.1982, Page 18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBEÍU982— 18 Niðurfelling Byggingarsjóðs Reykjavíkurborgar: Felur í sér einföldun á stjórn- kerfi og sparnað í rekstri - segir Hilmar Guðlaugsson borgarfulltrúi HILMAK Guðlaugsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins ræddi á borgarstjórnarfundi nýlega tillögu um niðurfellingu reglugerðar um Byggingarsjóð Keykjavíkurborgar. Sagði Hilmar í ræðu sinni að þessi breyting hefði í för með sér einföldun á stjórnkerfi borgarinnar og sparnað í rekstri. Kæða Hilmars fer hér á eftir: 19. júní 1980 var samþykkt > borgarstjórn ný reglufferð fyrir Byggingarsjóð Reykjavíkur- borgar og jafnframt kosin ný stjórn fyrir sjóðinn. Var þetta gert í framhaldi af viðræðum við stjórn fulltrúa- ráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík um ný markmið í húsnæðismálum. Með þessari nýju skipan ætlaði vinstri meirihlutinn að gera eitthvað raunhæft í húsnæðismálum Reykvíkinga og ekki veitti aí' eftir 2 ára stöðnun. Við, sem þá skipuðum minnihlutann, vorum tilbúin að standa að raunhæfum tillögum og lögðum okkur fram um það í upphafi. En fljótlega sáum við að sú stefna sem vinstri meirihlutinn tók var að okkar áliti röng og hlaut að mis- takast, bæði félagslega og þá ekki síst fjárhagslega. í fyrsta lið samkomulagsins við verka- lýðsfélögin segir, að leggja beri áherslu á að nýta til fulls þá möguleika sem fyrir hendi séu til byggingar verkamannabú- staða. Maður skyldi ætla að þetta hafi verið sett á oddinn vegna þess að menn töldu þetta vera það mikilvægasta í sam- komulaginu. Var þá reynt að nýta til fulls þessa möguleika? Ég held ekki? Það hefur frekar þurft að hægja á byggingu verkamannabústaða vegna fjár- skorts. Byggingarnar á Eiðis- granda eru orðnar mörgum mánuðum á eftir áætlun. En af hverju stafar það? Fjármagn til verkamanna- bústaða kemur frá Bygginga- sjóði verkamanna, þaðan kemur einnig fjármagn til bygginga leiguíbúða. Sú stefna sem tekin var á síðasta kjörtímabili með byggingu leiguíbúða hlýtur að rýra stórlega getu sjóðsins á veitingu fjármagns til verka- mannabústaða. Hilmar Guðlaugsson Á þetta benti ég mörgum sinnum í stjórn Byggingasjóðs Reykjavíkurborgar, en menn hlustuðu ekki á svona vitleysu, sögðu aðeins að Byggingasjóði verkamanna bæri skylda til að lána út á leiguíbúðir. En burt séð frá skyldunni, liggur það ekki í augum uppi að þegar skipta á ákveðinni upphæð í marga staði hlýtur minna fjár- magn að koma til hvers og eins. En segjum svo að nægjanlegt fármagn yrði til staðar, þá er einnig mjög ranglega staðið að. Það er eins og menn vilji al- gjörlega líta framhjá því að starfandi er í sveitarfélaginu stjórn verkamannabústaða sem hefur byggt hundruð íbúða og er með í gangi allt sem til þarf, þekkingu, vinnuafl og verkfæri, til að taka að sér slík verkefni. I reglugerð um félagslegar íbúðir er gert ráð fyrir að stjórn verka- mannabústaða byggi bæði eign- ar- og leiguíbúðir í sveitarfélag- inu og var því rökréttara að fara þess á leit við verkamannabú- staði að byggja þessar leigu- íbúðir, heldur en að setja á lag- girnar annað byggingakerfi með mjög miklum aukakostnaði, sem borgarbúar yrðu að greiða í auknum sköttum. Varðandi byggingu nýrra leiguíbúða fyrir Reykjavíkurborg, tel ég rétt að rifja aðeins upp nokkur atriði. Fyrir nokkru síðan lauk stjórn Vb úthlutun á 320 íbúð- um. 190 nýjum íbúðum — 176 á Eiðisgranda og 14 við Kambasel — og 130 endursöluíbúðum. í gildi eru reglur á milli stjórnar Vb og Reykjavíkurborgar um úthlutun til leigutaka Reykja- víkurborgar. 10% af nýjum íbúðum, úthlutuðum á vegum Verkamannabústaða. Af þeim 1200 umsækjendum sem sóttu um fyrrgreindar íbúðir voru um 90 umsækjendur úr leiguíbúðum borgarinnar og var útilokað að sinna nema mjög litlum hluta þessara umsækjenda. Ég hef haldið því fram, að það væri miklu árangursríkara fyrir borgina, bæði félagslega og fjár- hagslega, að stuðla að enn frek- ari byggingum verkamannabú- staða og láta leiguíbúðabygg- ingar bíða í bili, ennfremur að borgin semdi að nýju við stjórn Verkamannabústaða um aukinn íbúðafjölda, sem úthlutað yrði til leigutaka borgarinnar, t.d. 15% af úthlutun. Ef þessi háttur hefði verið á við síðustu úthlut- un hefðum við losað 48 leigu- íbúðir, þ.e. fleiri íbúðir heldur en eru í byggingu í dag. Með þessu vinnst tvennt, við hjálpum þeim leigutökum borgarinnar, er vilja losna út úr kerfinu, til að eignast sína eigin íbúð, og spörum borginni milljónir króna í byggingakostnaði, með því í raun að láta Verkamannabú- staði sjá um endurnýjun á leigu- íbúðum borgarinnar, án þess að þurfa að fjölga þeim. Þetta vildi meirihluti borgar- stjórnar á síðasta kjörtímabili ekki hlusta á, og árangurinn er eftir því. Sú tillaga borgarstjóra, að fella úr gildi reglugerð fyrir Byggingasjóð Reykjavíkurborg- ar og að borgarsjóður taki að fullu við skuldbindingum sjóðs- ins, felur í sér einföidun á stjórnkerfi Reykjavíkurborgar og sparnað í rekstri." Stjórn SKYRR ásamt forstjóra á blaóamannafundinum. Frá vinstri: Sigurður Þórðarson, stjórnarformaður, Haukur I vélasalnum. Töivarar að störfum. Pálmason, Stefán Ingólfsson, Haraldur Sigurðsson og Jón Þór Þórhallsson, forstjóri. SKÝRR 30 ára: Steftit að því að sívinnslukerfið nái um allt landið á næsta ári SKÝRR, eða Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavikurborgar, átti 30 ára af- marli í ágústmánuði sl. Af þvi tilefni boðaði stjórn SKÝRR til fundar með blaðamönnum þar sem horft var um öxl yfir liðna tíð, staðan í dag rædd og litið tii framtíðarinnar. SKYRR var á sínum tíma stofn- að S þeim tilgangi að stuðla að hagkvænmi í rekstri á vélbúnaði, sem gæti verið báðum eignaraðil- um til hagsbóta. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar á þessum 30 árum og hefur starfsemin aukist jafnt og þétt. í dag eru unnin um 1.000 verkefni í hverjum mánuði og samfara því prentaðar 1,5—2 milljónir lína á sólarhring. helstu verkefnin eru: Þjóðskrá og félaga- skrá, fasteignaskrá, bifreiðaskrá, launakerfi ríkis og Reykjavíkur- borgar, bókhald ríkis og Reykja- víkurborgar, reikningakerfi Raf- magnsveitu Reykjavíkur, Raf- magnsveitna ríkisins og nokkurra smærri rafveitna utan Reykjavík- ur, tekjubókhald ríkisins, álagn- ' ing og innheimta, Gjaldheimtan i Reykjavík og póstgíróbókhald. Fyrstu vélar SKÝRR voru ekki tölvur í nútímamerkingu heldur „mekanískar“ vélar til að vinna úr upplýsingum af gataspjöldum. Fyrsta eiginlega tölvan kom ekki fyrr en árið 1964 eða 12 árum eftir stofnun fyrirtækisins. Árið 1978 var brotið blað í sögu SKÝRR þeg- ar stofnunin fékk 2 tölvor til um- ráða, og síðan þá hafa SKÝRR jafnan haft yfir 2 tölvum að ráða og nú síðast 2 tölvum af gerðinni IBM 4300. Minnið í fyrstu tölvu SKÝRR rúmaði aðeins 4.000 stafi í einu, en minnið í hvorri tölvunni, sem SKÝRR hafa nú til umráða, rúm- ar 4.000.000 stafi í einu, eða þús- und sinnum fleiri stafi. Árið 1968 fengu SKÝRR fyrstu tölvuna með seguldiskum og seg-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.