Morgunblaðið - 07.10.1982, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1982
23
írakar, segjast hafa fellt
2.200 Irana á einni nóttu
IIIN OPINBERA fréttastofa frak
(Ina) sagði í kvöld, að íraksher hefði
hrundið nýjum árásum íransher á
miðri víglínu ríkjanna i dag, og
hefðu 2,352 íranskir hermenn verið
felldir, og fjölmargir hafi særst eða
verið teknir til fanga. Yfirvöld í íran
hafa ekki viljað fjalla um þessa at-
burði.
Fréttastofan sagði þyrlur og
orrustuþotur samtals hafa farið í
214 árásarferðir gegn írönskum
sveitum, sem reynt hefðu að brjót-
ast inn á írakst yfirráðasvæði við
borgina Mandali.
Átökin hófust klukkan 22,30 að
staðartíma á þriðjudagskvöld, eða
kl. 19,30 að íslenzkum tíma og
linnti ekki fyrr en eftir birtingu í
morgun.
Á þriðjudag héldu írakar því
fram, að þeir hefðu fellt eða sært
2,540 íranska hermenn í fii "
daga átökum við Sumar í ves<
hluta íran. Til átakanna kom er
Iranir reyndu að ná undir sig
hernaðarlega mikilvægum hæð-
um, þaðan sem útsýni er yfir
landamærin. Segjast íranir hafa
náð hæðunum undir sig.
Ina sagði að Saddam Hussein
forseti hefði sjálfur stjórnað
gagnárásinni í nótt. Hefðu árás-
arsveitirnar verið „þurrkaðar út“,
en nokkrir hermenn'hefðu komist
undan á flótta.
íranir hafa tilkynnt Javier Per-
ez de Cuellar framkvæmdastjóra
Sameinuðu þjóðanna, að þeir
muni ekki taka þátt í tilraunum
Öryggisráðsins til að binda endi á
stríð írana og íraka, að því er
blaðamaður hafði eftir Rajaie
Khorassani sendiherra írana hjá
SÞ._________________
Hækkandi
gullverð
l/ondon, 6. október. Al*.
GDLLVERÐ hækkaði í dag á
nýjan leik og komst yfir 400 doll-
ara hver únsa.
Bandarikjadollar féll hins
vegar lítillega frá því, sem var
á þriðjudag, en þá hafði hann
verið í hærra verði en nokkru
sinni á síðustu 12 árum.
Ástæðan fyrir lækkandi verði
dollarans var lægri vextir.
Sterlingspund aftur á móti
hækkaði í verði um eitt cent.
Finnska
markið
fellt
llelsingfors, 6. október. Al*.
FINNSKI seðlabankinn lækkaði I
dag gengi finnska marksins um 4%
gagnvart erlendri mynt í því skyni
að efla samkeppnishæfni finnsks út-
flutningsiðnaðar. Er gengi finnska
marksins nú 5,079 á móti einum
Bandaríkjadollar í stað 4,881 áður.
Rolf Kullberg, varaforseti
stjórnar finnska seðlabankans,
sagði í dag, að þessi gengislækkun
væri nógu mikil að svo komnu
fyrir útflutningsiðnaðinn en ekki
það mikil, að hún yrði til þess að
kalla fram gagnaðgerðir annars
staðar. — Tíminn nú var valinn
með tilliti til þess, að sænska
stjórnin kann að grípa til ein-
hverra aðgerða í peningamálum,
sagði Kullberg. Hann bætti því
við, að þrátt fyrir sæmilega já-
kvæða þróun varðandi viðskipta-
jöfnuðinn við útlönd, þá hefði
gengið á gjaldeyrisforða Finna og
orðið hefði að taka lán erlendis.
Þing Ihaldsflokksins:
Halda verður áfram
sömu efnahagsstefnu
Krighton, 6.október.AP.
SIR GEOFFREY Howe fjármala-
ráðherra sagði í ræðu á þingi
íhaldsflokksins í dag, að flokkur-
inn myndi ekki reyna að kaupa sér
atkvæði við næstu kosningar með
skattalækkunum, heldur væri
EDWARD L. Rowny, fulltrúi
Bandaríkjanna, og Viktor P. Karp-
ov, fulltrúi Sovétríkjanna, hófu í
dag að nýju viðræður í Genf um
gagnkvæma fækkun á langdræg-
um kjarnaeldflaugum, en viðræð-
um þessum var frestað um miðjan
ágúst sl.
Rowny sagði fyrir upphaf
fundarins, að hann hefði um það
fyrirmæli frá Reagan Banda-
ríkjaforseta að hraða eins og
unnt væri öllum viðræðum í
samkomulagsátt. — Sovézka
stjórnin veit, að áætlun sú, sem
við höfum lagt fram, er góð,
sagði Rowny í dag. Hann bætti
nauðsynlegt að halda áfram þeim
hörðu efnahagsaðgerðum, sem
stjórn Margaret Thatcher hefði
staðið fyrir frá því hún komst til
valda eftir kosningar í maí 1979.
Howe þakkaði það aðgerðum
því við, að einstök atriði þessar-
ar áætlunar yrðu kynnt opin-
berlega síðar á þessu hausti, en
samkvæmt henni á að fækka
kjarnaeldflaugum úr 7.500 hjá
báðum þessum stórveldum í
5.000 og af þessum fjölda á ekki
nema helmingurinn að vera
staðsettur á landi.
Haft var eftir áreiðanlegum
heimildum í bandaríska utanrík-
isráðuneytinu í dag, að ástæða
væri til nokkurrar bjartsýni í
þessum efnum, en ennþá væri þó
„löng leið ófarin", þar til sam-
komulag næðist á þessum vett-
vangi.
st.jórnar Thatcher að Bretland
væri ekki lengur vesælasta Evr-
ópuríkið. Hann spáði því að
verðbólga yrði komin niður í
6,5% við næstu áramót, en hún
er nú 8% og komst hæst í 21,9%
ári eftir að Thatcher komst til
valda.
„Bandaríkin, Vestur-Þýzka-
land og Japan eiga við minni
verðbólgu að stríða, en við ætl-
um að komast niður fyrir þessi
ríki,“ sagði hann við fögnuð
fundarmanna. Hann sagði að
hagvöxtur væri nánast enginn í
hinum vestræna heimi, og
ástandið væri sízt betra handan
járntjalds, því ríkin þar stæðu
nú í röðum og bæðu um aðstoð
vestan frá.
Howe sagði að svar við efna-
hagsörðugleikum lægi ekki í út-
gjaldaaukningu hins opinbera og
erlendum lántökum, heldur að-
haldi í peningamálum og baráttu
gegn verðbólgu.
Á þinginu var staðfest að
stjórnin hefur í hyggju að selja
hlut sinn í olíuvinnslufyrirtæk-
inu Britoil, sem vinnur olíu úr
Norðursjó. Hlutur stjórnarinnar
er 51% og er talið að 600 milljón-
ir sterlingspunda komi í ríkis-
sjóð með því að selja fyrirtækið
einkafyrirtækjum.
Kjarnaflaugum
fækki verulega
Viðræður hafnar í Genf
Genf, 6. október. AP.
1000.-
krónurút!
Philipseldavélar
Viö erum sveigjanlegir i samningum
heimilistæki hf.
HAFNARSTRÆTI 3 - 20455 - SÆTÚNI 8 -15655
SPECK
Lensi-, slor-, skolp-,
sjó-, vatns- og
holræsa-dælur.
Útvegum einnig dælu-
sett með raf-, Bensín-
og Diesel véium.
SSyoHatLogiiuir
«j)&inMon &
Vesturgötu 16,
sími 13280
Lækkað verð
Nokkrum bílum óráöstafaö
5 gíra EX var kr. 210.000.-.
5 gíra EX nú kr. 193.000.-.
Ath.: Gengisskráning 5.10 '82. 5 g,'ra vaf fc,- 163.500.-.
5 gíra nú kr. 153.000.-.
Sjálfskiptur var kr. 168.000.-.
Sjálfskiptur EX var kr. 216.000.-
Sjálfskiptur nú kr. 157.000.-.
Sjálfskiptur EX nú kr. 198.000.-.
H0NDA Á ÍSLANDI Vatnagöröum 24, sími 38772