Morgunblaðið - 07.10.1982, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 07.10.1982, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1982 JMfógtiiiIilafrife Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, simi 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 130 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 10 kr. eintakiö. Ríkisstjórnin og Tíminn Alþingi verður sett á mánu- dag. Undanfarna daga hefur gætt aukinnar tauga- veiklunar meðal stuðnings- manna ríkisstjórnarinnar á Alþingi. Þeir horfa með kvíða fram til hinnar stjórnskipu- legu sjálfheldu sem leiðir af því, að stjórnin hefur ekki lengur starfhaefan meirihluta á þingi. Ríkisstjórnin getur síst af öllu vænst þess, að stjórnarandstaðan bjargi henni út úr þessari sjálfheldu. Málgagn Framsóknarflokks- ins hefur hamrað á því nú í nokkra daga, að þessi staða á Alþingi sé til komin vegna haturs einstakra þingmanna Sjálfstæðisflokksins í garð Gunnars Thoroddsen. Hvað er blaðið að fara? Er það skoðun Tímans, að þeir Albert Guð- mundsson og Eggert Haukdal hati forsætisráðherra? Er einsdæmi að stuðningsblað ríkisstjórnar verji hana með jafn ámáttlegum rökum. í ræðu, sem Geir Hallgríms- son, formaður Sjálfstæðis- flokksins, flutti á fundi í Varð- arfélaginu 8. september síð- astliðinn færði hann meðal annars þessi rök fyrir því, að sjálfstæðismenn greiddu ekki fyrir framgangi mála ríkis- stjórnarinnar á Alþingi .. þá værum við að framlengja völd alþýðubandalagsráðherr- ans Hjörleifs Guttormssonar í iðnaðarráðuneytinu til þess að tefja fyrir nýjum virkjunar- framkvæmdum og stóriðjufyr- irætlunum. Við værum að gefa honum tækifæri til að halda áfram skemmdarstarfsemi sinni gagnvart samstarfi við erlenda aðila um uppbyggingu orkufreks iðnaðar á íslandi. Við værum að framlengja möguleika Svavars Gestssonar til þess að misnota aðstöðu sína í ráðuneytinu til að koma gæðingum Alþýðubandalags- ins betur fyrir í stjórnkerfinu. Við værum að framlengja möguleika Ragnars Arnalds til þess enn að auka skattbyrði þjóðarinnar. Við værum að framlengja ístöðuleysi og stefnuleysi Steingríms Her- mannssonar í flugmálum og sjávarútvegsmálum. Við vær- um að framlengja aðgerðar- leysi í menntamálum og við værum að framlengja neitun- arvald Alþýðubandalagsins, ekki eingöngu varðandi bygg- ingu flugstöðvar á Keflavíkur- flugvelli, heldur og varðandi öll meiriháttar málefni, ekki síst í utanríkis- og öryggis- málum, eins og leynisamning- ur ríkisstjórnaraðila kveður á um. Við værum í stuttu máli að gefa Alþýðubandalaginu enn frekara tækifæri til að gera allt það, sem við erum á móti.“ Skriffinnum Tímans blöskr- ar ekkert svo framarlega sem framsóknarmenn geta haldið í ráðherrastólana. Þar hefur sami maðurinn, Þórarinn Þórarinsson, keppst við í ára- tugi að verja alla framsókn- arvitleysuna og mest leggur hann sig fram um það í sam- starfi við kommúnista. En er það ekki tímanna tákn, að á sömu stundu og Þórarinn elur á hatursáróðri sínum skuli meira að segja Ingvar Gísla- son, flokksbróðir hans og ráð- herra, komast að þeirri niður- stöðu, að “ríkisstjórnin sé komin að þrotum“? Það eru dapurleg örlög fyrir ritstjóra Tímans eftir öll þessi ár, að jafnvel þeir sem hann er að burðast við að verja taka ekki lengur mark á honum og hlaupa í önnur blöð til að ómerkja allt sem hann segir. Friðarávarp kvenna Tuttugu og sjö forystukon- ur í félögum og stjórn- málaflokkum hafa sent frá sér ávarp undir yfirskriftinni: Við viljum frið. í ávarpinu eru í almennum orðum tíunduð þau markmið í friðarmálum, sem mannkyn allt hlýtur að sækj- ast eftir og oftar en einu sinni hafa verið skjalfest í hátíðleg- um sáttmálum á alþjóðavett- vangi. Er vissulega tímabært að þessi háleitu markmið séu rædd og kynnt hér á landi með þessum hætti. Hættan er sú að einlæg bar- átta fyrir friði og afvopnun sé misnotuð af þeim öflum, sem eru með frið á vörunum en kjarnorkusprengjur fyrir aft- an bak. I júlí efndu norrænar konur til friðarferðar frá Stokkhólmi til Minsk í Sovét- ríkjunum. í lok ferðarinnar sagði Svíinn Inga-Britt Melin sem var í undirbúningsnefnd- inni, að Sovétmenn hefðu reynt að misnota friðaráhuga kvennanna sér í vil með blekk- ingum. Hér á landi hafa þau öfl sem segjast berjast fyrir friði með því að krefjast varn- arleysis íslands reynst ósam- starfshæf um friðarmál. Það væri gleðilegt ef íslenskum konum tækist að sýna fram á annað — þar með væri unnið að friði um öryggi og sjálf- stæði íslands. íslendingar kaupi álverið eftir fyrsta janúar 1984 — náist ekki samningar um nýtt orkuverð Tilboð Hjörleifs Guttormssonar til Alusuisse: TIL ÞESSA hefur Hjörleifur Guttormsson, iðnaðarráðherra, ekki fengist til að skýra i smáatriðum frá tilboði því, sem hann lagði fram á fundi með dr. Paul Miiller, formanni framkvæmdastjórnar Alusuisse, á síðasta fundi þeirra hér í Reykjavík hinn 6. maí síðastliðinn. Hér fara á eftir meginatriðin i tilboði iðnaðarráðherra: • Deilum um verð á súráli og anóð- um fyrir tímabilið 1975—1979 sem og niðurstöðum endurskoðunar fyrir 1980 sé vísað í gerð. • Hinn 1. júlí 1982 hækki raforku- verð til álversins í Straumsvík (IS- AL) úr 6,45 mills í 9,5 mills. • Raforkuverðið hækki í 12,8 mills þegar frjálst markaðsverð á áli í London hefur náð 80% af skráðu Alcan-verði. • Samið verði um endurskoðun á raforkusölusamningi milli Lands- virkjunar og ÍSAL með það fyrir augum að laga orkuverðið til langs tíma að framleiðsluverði og því verði sem álver í Evrópu og Norð- ur-Ameríku greiða fyrir orku; verði við endurskoðunina tekið tillit til þess að ISAL greiðir ekki toll af útflutningi til Efnahagsbandalags Evrópu. Hið nýja verðkerfi sé vísi- tölutryggt. Stefnt verði að ljúka endurskoðun orkuverðs fyrir 1. nóv- ember 1982. • Skattareglur ISAL verði endur- skoðaðar. • Ríkisstjórn íslands verði veitt heimild til að kaupa meirihlutaeign í ÍSAL frá og með 1. janúar 1984 á sanngjörnu verði miðað við eignir fyrirtækisins og niðurstöðu sjálf- stæðra matsmanna. • Sameiginlega kanni aðilar sam- komulagsins (ríkisstjórnin og Alu- suisse) arðsemi ÍSAL miðað við mismunandi forsendur að því er varðar afurðaverð, hráefnisverð, orkuverð og framleiðslumagn og einnig hvort hagkvæmt sé að fram- leiða anóður á íslandi. • Tilboði Hjörleifs Guttormssonar lýkur með þeim orðum, að hafi ekki náðst samkomulag um þessi atriði við Alusuisse fyrir 1. nóvember 1982 sé það á valdi íslensku ríkisstjórn- arinnar að kaupa allar eignir ISAL frá og með 1. janúar 1984 á verði er miðist við nettó-eign og mat sjálf- stæðra matsmanna sem aðilar komi sér saman um. Viðræðum um þetta tilboð iðnað- arráðherra lauk í styttingi hinn 6. mai. Að sögn Alusuisse vildi Hjör- leifur Guttormsson ekki veita samningamönnum fyrirtækisins nægilegan tíma til að skoða efni tilboðsins og svara því. Þar með slitnaði upp úr viðræðum og Hjör- leifur Guttormsson lýsti því yfir að hann drægi tilboð sitt til baka og áskyldi sér allan rétt. Hinn 25. og 26. mars 1982 átti Hjörleifur Guttormsson fyrsta fund sinn með dr. Paul Múller frá Alu- suisse. Á þeim fundi lagði Alusuisse fram tilboð um samning, sem ekki hefur verið birt. Aðalatriði þess voru: • Lögfræðingar aðila ræði um eldri ágreiningsmál og kalli til með sam- þykki beggja aðila sjálfstæða sér- fræðinga í lögum, ef þörf þykir, til að finna viðunandi lausn. • Skattareglur ISAL verði endur- skoðaðar • Alusuisse framkvæmi í samráði við fulltrúa sem ríkisstjórn íslands skipar athugun á framtíðarrekstri ÍSAL. • í þessari athugun verði arðsemi ISAL í núverandi stærð rannsökuð með hliðsjón af mismunandi for- sendum miðað við álverð, hráefnis- verð og orkuverð. • Rannsökuð verði arðsemi ÍSAL eftir að ársframleiðsla hefur verið aukin um 40.000 til 80.000 tonn. • Rannsökuð verð hagkvæmni an- óðu-framleiðslu á Islandi miðað við rekstur ISAL. • Rætt verði um hlut íslenska rikisins í stækkun álversins. • Rætt verði um hlut þriðja aðila í stækkun álversins. Þá vildi Alusuisse, að þriggja manna ráðherranefnd undir for- mennsku Gunnars Thoroddsens, forsætisráðherra, semdi um niður- stöðu á þessum grundvelli og fram- tiðarskipan mála en með Gunnari i nefndinni yrðu Steingrímur Her- mannsson, sjávarútvegsráðherra, og Hjörleifur Guttormsson. Eftir fundinn með dr. Paul Múller í mars sagði Hjörleifur Guttorms- son meðal annars í viðtali við Þjóð- viljann: „Ég tel þessar viðræður hafa verið þýðingarmiklar og að þær hafi orðið til þess að skýra stöðuna af hálfu beggja málsaðila . Þar sem viðræðurnar eru á við- kvæmu stigi og nauðsyn á nánari skoðun af beggja hálfu, hefur verið ákveðið að hittast aftur eigi síðar en í lok apríl eða byrjun maí 1982.“ Og á fundinum í maí lagði Hjörleifur Guttormsson fram ofangreint gagn- tilboð sitt, en sleit síðan viðræðun- um og dró allt til baka. Athyglisvert er, að skoða nánar raforkuverðið sem Hjörleifur Gutt- ormsson nefndi í tilboði sínu: Hátlðahöld í tilefni 60 ára afmælis Norræna félagsins — Rætt við Vilhjálm G. Skúlason, prófessor Norræna félagið varð 60 ára 29. sept- ember siðastliðinn. í tilefni af afmæl- inu efnir Norræna félagið til hátíð- arhalda um næstu helgi, laugardag- inn 9. október í Norræna húsinu og sunnudaginn 10. október í Súlnasal Hótel Sögu. Formaður undirbúnings- nefndar hátíðarhaldanna er Vilhjálm- ur G. Skúlason, prófessor. Morgun- blaðið ræddi við hann um hátíðar- höldin og starfsemi Norræna félags- ins. „Laugardaginn 9. október verður formannaráðstefna Norræna fé- lagsins í Norræna húsinu, en deild- ir félagsins á landinu eru nú um 40, með félagatölu talsvert á 10. þús- und. Þar verður fjallað um nor- ræna samvinnu almennt. Höfuðá- hersla verður lögð á það sem kallað er vinabæjarsamstarf, enda má segja að það sé að sumu leyti hornsteinninn í samstarfi Nor- rænu félaganna á Norðurlöndun- um. Flest stærri sveitarfélaganna hér á landi eiga sér vinabæji á hin- um Norðurlöndunum og eiga við þá samskipti og samvinnu á ýmsum sviðum. I raun má segja að deildir Norræna félagsins í sveitarfélög- unum sjái um vinarbæjarsam- starfið í samvinnu við sveitarfélög- in. Einn veigamikill þáttur þessa vinabæjarsamstarfs er að haldin eru vinabæjarmót á tveggja ára fresti, til skiptis í hverjum vinar- bæjanna fyrir sig á hinum Norður- löndunum. Þau standa venjulega í þrjá daga og þar fer fram íþrótta- keppni og þar hittast sveita- stjórnamenn og félagar í deildum Norræna félagsins, til að bera sam- an bækur sínar, svo eitthvað sé nefnt. Einn veigamesti þáttur hátíð- arhaldanna í tilefni afmælisins er vinabæjarsýning í Norræna hús- inu, þar sem vinabæirnir á hinum Norðurlöndunum verða kynntir af sínum vinabæjum hér á landi. Sú sýning mun verða opin fram eftir mánuðinum. Meginmarkmið Norræna félags- ins er að auka vináttutengsl og samvinnu Norðurlandanna. Hingað til hefur það fyrst og fremst verið á menningarsviðinu, en auðvitað fer meginhluti nor- ræns samstarfs fram utan Nor- rænu félaganna og það er iðulega vanmetið hversu fjölþætt og mik- ilvægt norrænt samstarf er og hvað við njótum þess í mörgum efnum. Bara svo dæmi sé tekið af öllum þeim sem hafa farið og fara til framhaldsnáms á hinum Norð- urlöndunum, þar sem háskólar hafa staðið okkur opnir í áratugi og jafnvel aldir. Hið sama er að segja um aðra framhaldsskóla. Einnig greiðir Norræna félagið götu fjölda íslendinga á hverju ári, sem vilja nema við lýðháskólana á hinum Norðurlöndunum. Ég er prófessor í lyfjafræði hér við háskólann og veit hversu sam- starf á því sviði hefur verið og er okkur mikilvægt, þótt það sé ekki í sviðsljósinu á hverjum degi. í ára- tugi höfum við fengið fyrirgreiðsl . hjá danska lyfjafræðiháskólanun., þar sem íslenskir lyfjafræðingj r hafa stundað síðari hluta náms

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.