Morgunblaðið - 10.10.1982, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.10.1982, Blaðsíða 4
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1982 Rætt við Braga Þórðarson bókaútgefanda á Akranesi: Vel má vera, aö e.t.v. sé ekki ýkja mörgum utan Akraness það kunn- ugt, en það er engu að síður stað- reynd, að á Akranesi hefur verið rekin blómleg bókaútgáfa undanfar- in 22 ár. Ilér er auðvitað verið að vitna til llörpuútgáfunnar, sem Bragi Þórð- arson, gjarnan nefndur Bragi prent- Bragi á skrifstofu fyrirtækisins með hin fimm bindi Borgfirskrar blöndu, sem út eru komin, til hliðar við sig. „Ég hef alltaf verið með eitthvert bókablóð í mér“ Bragi, ásamt eiginkonu sinni Elínu Þorvaldsdóttur, og starfsstúlku í hinni nýju verslun útgáfunnar. ari á Skaganum, hefur veitt forstöðu frá öndverðu. Bækur Hörpuútgáf- unnar eru nú orðnar eitthvað á ann- að hundraðið og i ár koma út á henn- ar vegum ellefu titlar. Hefur umfang útgáfunnar aukist hægt og bítandi á undanfornum árum á sama tíma og hún hefur smám saman verið að þró- ast yfir í það að vera héraðsutgáfa. Morgunblaðið ræddi fyrir skömmu við Braga Þórðarson og innti hann fyrst eftir aðdragandan- um að stofnun Hörpuútgáfunnar. Fyrsta bókin „Hörpuútgáfan sjálf var sett á laggirnar árið 1960, en áður var ég búinn að gefa út fjórar bækur. Fyrsta bókin var dönsk skátasaga, „Eg lofa“. Þessa bók fann ég upp- haflega í bókasafni gamla barna- skólans. Hún hafði sterk áhrif á mig. Sjálfur var ég mikið í skáta- starfinu á þessumn árum og fékk sterka löngun til að gefa bókina út. Eg varð mér úti um leyfi þýð- andans og gaf hana út árið 1958. Þá hét útgáfan Akrafjallsútgáfan. Ég vann bókina að öllu leyti sjálfur. Prentaði hana og batt og salan var e.t.v. í samræmi við þetta basl. Ég stórtapaði á útgáf- unni því enginn keypti þessa bók. Ekki var þó gefist upp við svo búið. Ég gekk með þá grillu á þess- um tíma, að allt væri sniðugt, sem væri ódýrt. Ég lagði því í að gefa út tvær barnabækur, sem áttu að vera upphaf að „ódýru barnabók- unum“ — nýjum bóksf.okki. Þær gengu heldur ekki út. Enn reyndi ég og gaf út Knattspyrnubókina, sem var minningabók ætluð knattspyrnumönnum til að skrifa í endurminningar sínar af knattspyrnuvellinum. Knatt- spyrnumenn notuðu þessa bók bara ekki, þar lá hundurinn graf- inn. Ég fór því að sja smám saman, að ég var að gera eitthvað vitlaust. Þetta gat ekki gengið svona. Þýdd- ar ástarsögur höfðn -v'éi svo ®g Váo að slá til og reyna rétt eina ferðina enn. Ég hafði sam- band við Ragnar Jóhannesson, sem þýtt hafði fyrir mig ódýru barnabækurnar. Hann þvertók fyrir að þýða þetta efni og sagði mér að gera það sjálfur, sem ég og gerði á endanum. Þessi bók seluiaí upp á mánuði og síðan gaf ég út ástarsögubækur i kilju með hinum fáránlegustu nöfnum. Þetta seldist prýðilega og hví skyldi fólk, sem gaman hefur af slíkum sögum ekki eiga sama rétt á að fá eitthvað við sitt hæfi eins og aðrir?" Brösótt — Hvernig gekk rekstur útgáf- unnar á þessum árum? „Hann var eðlilega nokkuð brös- óttur og ég held ég t.aW' skkert of djupí í árinni þegar ég segi, að þýddu bækurnar hafi borið þetta uppi. Mikið af þeim innlendu bók- um, sem ég gaf út, einkum ljóða- bækur, gaf ég út af afiuga fremur en einhverjum gróðasjónarmiðum. Mismuninn varð ég því að vega upp annars staðar. Segja má að tímamót hafi orðið hjá Hörpuútgáfunni með útgáfu á verkum Guðmundar Böðvarsson- ar. Hann er tvímælalaust einn af þekktari rÍthöf’jndUm iandsins og var á þessum árum, í kringum 1970, með fastan útgefanda. Það lá því ekki á lausu að fá að gefa bæk- ur hans út. Fyrir tilviljun hitti ég hann haustið 1970 er ég fór upp í þverárrétt. Ég minntist á þetta við hann og þá bar svo við að hann sagði mér að útgefandi sinn hef$j nýV£7ió hafnað handriti eftir hann, sem var í óbundnu máli. Ari siðar gaf ég þessa bók hans út, „Atreifur og aðrir fulgar", og í framhaldi af því allt ritsafn hans, 7 bindi". Má eiginlega segja að þarna hafi fyrsti vísirinn að héraðsút- gáfu sprottið upp. Þær bækur sem Hörpuútgáfan er líkast til þekkt- ust fyrir í dag eru þau fimm bindi Borgfirskrar blöndu, sem út hafa komið. Év mr.íi Sraga eftir því hvað hefði komið honum í þá út- gáfu. Rígur „Það hefur alla tíð farið í taug- arnar á mér þessi rígur innan sveita í Borgarfirði. Hann er reyndar, eða var a.m.k. mjög ríkj- andi á milli Akraness og Borgar- ness og tilhneyging var nokkuð rík að telja Akranes ekki til Borgar- fjarðarins. Landfræðilega er það kannski rétt, en þegar |)SSs er gætt hversu margir Akurnesingar eru af borgfirskum ættum, tel ég það ekki vera. AÐ mínu mati voru það mikil mistök að hafa Akurnesinga fædda eftir 1930 ekki með þegar farið var að gefa út borgfirskar æviskrár. Mér fannst þetta vera enn eitt skrefið í þá átt að skilja Akurnesinga endanlega frá öðrum Rortrfirðinfirum. Mig Iandaði því til að gefa út þætti úr öllum sveitunum innan héraðsins til þess að reyna að brúa þetta bil. Þannig myndi það kannski viðurkennast betur að Akranes væri hluti þessa héraðs. Fyrst í stað vildi enginn láta mig hafa efni til birtingar og það tók mig langan tíma að.safna þessu saman í fyrstu bókina. Ég leitaði til tveggja manna, sem ég hsfðí hug á að íáta ritstýra verkinu, en þeir höfðu annaðhvort ekki áhuga eða tíma, eða hvort tveggja. Það varð á endanum úr, mest fyrir áeggjan konu minnar, að ég sá um þetta sjálfur. Fyrsta bókin fékk geysilega góð- ar viðtökur, hefur reyndar verið prentuð fjórum sinnum. Þessi bókaflokkur er nú kominn í fastar skorður. Þættirnir í bókunum hafa orðið til með ýmsum hætti. Sumt hef ég skráð sjálfur og ann- að hafá aðrir skrifað fyrir mig.“ — Var ekki ætlunin að hætta eftir fimmta bindið, sem út kom í fyrra? „Jú, það stóð til. Mér fannst þessi bókaflokkur orðinn nægilega stór og hafði hug á að gefa út ann- an fíokk, sem byggði meira á per- sónuþáttum. Ég fékk hins vegar mikið af bréfum og upphringing- um þar sem fólk lét í ljósi von- brigði rr.sö sð ág vssri haeítur út- gáfu Blöndunnar. Svo var enda komið, að efnið var te'kið að þrýsta á mig. Eftir því sem meira hefur verið birt hefur meira efni komið fram í dagsljósið. Nú er ég með efni í a.m.k. nokkrar bækur enn. Þetta er eiginlega orðin saga fólksins í héraðinu og ég hef bund- ist sterkum tengslum við þá, sem eiga efni í bókunum, en ekki hvað síst þá aðila, sem séð hafa um að dreifa bókunum fyrir mig innan héraðs og utan“. Bragi hefur allt fram til ársins í ár unnið fullt starf, sem prent- smiðjustjóri í Prentverki Akra- ness, samhliða útgáfustarfsem- inni. Segir það ekki svo lítið um eljusemi hans. Sjálfur vill Bragi þó lítið úr þessu gera og bendir á, að fjölskyldan hafi öll hjálpast að og bætir því við að Elín, kona hans, hafi annast afgreiðslu og bókhald útgáfunnar. Bragi seldi hluta sinn í Prentverkinu í sumar og ætlar nú alfarið að helga sig útgáfustarfseminni. Ég spurði hann hvort hann saknaði ekki prentsmiðjunnar eftir öll þessi ár. Enginn söknuður „Nei, alls ekkert", svaraði hann að bragði. „Það kann e.t.v. að hljóma skringilega, en ég geri það ekki. Ég er búinn að starfa við prentverk í 33 ár og hef fengið heilmikla ánægju og reynslu út úr mínu starfi. Samhliða hef ég unn- ið að bókaútgáfunni í frístundum, en nú hefur hún orðið yfirsterkari. Ég hef alltaf verið með eitthvert bókablóð í mér. Ég minnist þess enn þegar ég var smástrákur og seldi Moggann hvað mér fannst prentsvertulyktin góð. Það má vel vera að hún hafi átt einhvern þátt í því, að ég fór í prentnám. Um tíma var ég við nám hjá Hafsteini Guðmundssyni í Hólum, sem ég tel einn fremsta prentlistarmann á íslandi. Ég fékk mikla ánægju út úr starfinu og fannst ég alltaf vera að skapa eitthvað. Ég réði t.d. sjálfur leturgerð og útliti heilu verkanna, sem ég vann við. Sú til- finning hefur breyst mikið með tilkomu nýrrar og betri, en um leið ómannlegri tækni. Þessi til- finning að finnast maður vera að skapa eitthvað, var ekki lengur fyrir hendi. Prentarar í dag gera ekki annað en að fara eftir fyrir- mælum frá auglýsingastofum og útlitsteiknurum. Hin eiginlega prentlist er ekki lengur í þeirra höndum. Þeir fá ekki að ráða neinu sjálfir um verkið, hvernig það er unnið. Það er einmitt þessi þáttur sem gerir það að verkum, að ég sakna prentsmiðjunnar ekki“. Breytingar — Nú hefurðu gefið út bækur í meira en tvo áratugi. Er á ein- hvern hátt frábrugðið að gefa út bók í dag og var fyrir 22 árum? „Já, mikil ósköp, einkum varð- andi sjálfa bóksöluna. Á undan- förnum árum hefur bóksala farið fram í síauknum mæli með um- ferðarbóksölu svo og í gegnum bókaklúbba. Við höfum t.d. selt mikið af okkar bókum í gegnum Bókaklúbb AB Og Bokaskrá Æsk- unnar. Á síðasta ári gengu í gildi nýjar samskiptareglur á milli Fé- lags íslenskra bókaútgefenda og Félags bókaverslana. Þar er kveð- ið á um rýmkun bóksöluleyfis á þéttbýlisstöðum með 3000 íbúa eða fleiri. Opnun Bókaskemmu Hörpuútgáfunnar er einmitt þátt- ur í þessari nýju skipun bóksölu- mála. Nú á dögum þýðir ekkert að ætla sér að selia bók, nema aug- lysa hana rækilega. Að þessu leyti til hefur orðið geysileg breyting frá því sem áður var. Þá eru nú mun fleiri titlar í framboði en áð- ur var og sér í lagi hafa þýddar bækur, t.d. þessar spennusögur svo og barnabækur í fjölþjóðaút- gáfum, aukist verulega. Ég hef þá sögu að segja, að inn á borð hjá mér berast nú fleiri inn- lend handrit en áður. Hvort það er vegna þess að erfiðara er að fá bækur útgefnar en áður eða hvort útgáfan okkar er að færast m.eirá ! þá átt áo vera héraðsútgáfa veit ég ekki. Hver svo sem skýringin kann að vera er það alveg ljóst að ég kem til með að leggja höfuð- áherslu á efni, sem tengist hérað- inu. Auðvitað mun ég ekki ein- skorða mig við það, en slíkt efni er og verður númer eitt hjá mér“, - SSv.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.