Morgunblaðið - 10.10.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.10.1982, Blaðsíða 23
„Fólki finnst það engin vinna að spila í sinfóníuhljómsveit — segir Sæbjörn Jónsson trompetleikari Sinfóniuhljómsveit islands kynnti fyrir skömmu fyrirhugaöa vetrarstarfsemi sína í fjölmiölum, og kom þá fram að hljómsveitin mun halda u.þ.b. 70 tónleika á starfsárinu. Það eitt er ekki svo lítil vinna fyrir tónlistarfólkiö, en þar fyrir utan eru daglegar samæfingar, og auövitaö þarf hver hljóöfæraleikari fyrir sig aö æfa einslega á hverjum degi. „Fólk áttar sig ekki á því hve mikil vinna þaö er aö leika meö Sinfóníuhljómsveitinni," sagöi Sæ- björn Jónsson tromþetleikar í Sin- fóníuhljómsveit íslands. „Þegar ég er spurður hvaö ég starfi er ég al- veg hættur að segjast spila í Sin- fóníunni. Ef ég geri þaö spyr fólk um hæl: „Já, en hvaö geriröu?" Þaö er eins og menn haldi aö starfiö felist ekki i ööru en aö mæta annað hvert fimmtudags- kvöld upp í Háskólabíó til aö blása í tvo tíma og þess á milli eigi maö- ur frí! Nú orðiö segist ég kenna ef ég er spurður um atvinnu mína. Þó aö þaö sé aukastarf þá er eins og fólk eigi auöveldara meö aö grípa þaö sem „alvöru vinnu". Sinfóníuhljómsveit ftlandt fór fyrir tkömmu í tónleikaferð um landið og vakti mikla hrifningu. Hér eru nokkrir úr „blásaradeildinni" í vinnu- fötunum rétt fyrir tónleikana á Seyöitfiröi. Vinstra megin eru trompet- leíkararnir Sæbjörn Jónsson og Jón Sigurösson, en lengst til hægri er Stefán Stephensen hornleikari. Morgunblaðið/RAX Hitaveita var lögö í Hafnirnar nú í sumar. Veitan var formlega opnuö föstudaginn 24. september, og var þessi mynd tekin við þaö tækifæri. Til vinstri er Þórarinn St. Sigurösson, sveitarstjóri í Höfnum, en til hægri er Jósep Borgarsson, sem á sæti í stjórn Hitaveitu Suöurnesja. Efnilegur námsmaöur Islenskur piltur, Othar Hansson, sem búsettur er í Connecticut-fylki í Bandaríkjunum, hefur getiö sér orö sem efnilegur námsmaöur. Othar hefur unniö sér rúm í úr- slitakeppni um „National merit"- verðlaunin, en um þá viöurkenn- ingu er keppt í framhaldsskólum um öll Bandaríkin. Rúmlega milljón nemenda í 18.000 framhaldsskól- um tekur þátt i þessari keppni og þykir þaö mikill heiöur aö komast í úrslit. Verölaun sigurvegaranna eru námsstyrkir. Othar er sonur Othars Hans- sonar framkvæmdastjóra hjá Coldwater og Elínar Þorbjarnar- dóttur (Jóhannessonar, kaup- manns í Borg). Othar hefur áhuga á að nema rafeindafræði. Eiríkur Hreinn Helgason (t.v.) og Steinþór Þráinsson ásamt Katrínu Sigurðardóttur fyrir utan Söng- skólann í Reykjavík. Katrín fer með hlutverk Papagenu, sem, eins og nafnið bendir til, verður kona Papageno. „Vildi ad ég væri eins léttur og Papageno“ Uppfærsla á Töfraflautu Mozarts í undirbúningi Nú standa yfir á fullu í Gamla Bíói æfingar á Töfraflautunni, þeirri frægu óperu Mozarts, sem hann samdi sjúkur og hrjáður á andlátsári sínu 1791. Þaö er íslenska óperan sem hér er aö verki og er stefnt aö frum- sýningu 22. október. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Töfra- flautan er færö upp hér á landi, það var áöur gert 1956 í Þjóö- leikhúsinu. Texta Töfraflautunnar skrifaöi Schikaneders, leikhúsmaöur í Vín og vinur Mozarts. Fjallar leik- urinn á táknmáli um ýmsa helgi- siöi frímúrara og ofsóknir Maríu Theresu gegn reglunni. Sögusviöiö er Egyptaland hiö forna, og eru persónurnar flestar hverjar mikilúölegar helgiverur, gæddar yfirnáttúrulegum hæfi- leikum. Ein persóna leiksins er þó meö báöa fætur á jöröinni, en þaö er fuglafangarinn Papageno. Hann er táknmynd mannlegs breyskleika, glaölyndur og opinskár, og lætur hverjum degi nægja sína þjáningu. Meö hlutverk Papageno fara tveir ungir söngvarar, þeir Stein- þór Þráinsson og Eiríkur Hreinn Helgason. Þetta er þeirra frum- raun á sviöi, en þeir hafa báöir stundaö nám í Söngskólanum í Reykjavik undanfarin ár Steinþór hjá Magnúsi Jónssyni, en Eiríkur Hreinn hjá Má Magnússyni. Steinþór er meö BA.-próf í ís- lenskum fræöum og hefur kennt viö Menntaskólann í Kópavogi sl. þrjá vetur. Eiríkur Hreinn er rannsóknarlögreglumaöur. Blaöamaöur hitti þá félaga i Söngskólanum í Reykjavík, þar sem þeir voru á æfingu. — Þiö hafiö nóg að gera viö æfingar þessa dagana. Hafiö þiö Frá uppfærslunni á Töfraffautunni 1956. Á myndinni eru þau Hanna Bjarnadóttir og Kristinn Haltsson, en þau fóru meö hlutverk Papa- genu og Papageno þá. tíma til aö gera nokkuö annaö? Steinþór varö fyrstur fyrir svörum: „Nei, það er varla. Þetta er mikil vinna. Enda ætla ég ekki aö kenna í vetur, heldur snúa mér aö alefli aö söngnum og almennu tónlistarnámi." „Og ég er í tveggja mánaða launalausu fríi," sagöi Eiríkur Hreinn, þetta væri ekki hægt annars." — Þetta er ykkar frumraun á sviöi. Eruö þiö kvíönir? „Hvaö mig varöar," sagöi Steinþór, „er ekki hægt aö segja aö ég sé beint kvíöinn, því ég hlakka geysilega til. En því er ekki aö neita aö maöur finnur fyrir talsveröum glímuskjálfta." — Hvernig líkar ykkur viö Papageno? Hvaö segir þú um þaö Eiríkur, sem ert rannsóknar- lögreglumaöur að atvinnu: ímynd rannsóknarlögreglumannsins er algjör andstæöa Papageno, ekkí satt? „Mér líkar mjög vel við Papa- geno. Þetta er náttúrubarn, sem lætur hverjum degi nægja sína þjáningu. Ég vildi óska aö ég væri eins léttur og kærulaus og hann."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.