Morgunblaðið - 10.10.1982, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.10.1982, Blaðsíða 10
58 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1982 Við skrifborðið heima á Laugarvatni, þar sem langir vetur hafa orðið Haraldi stuttir við lestur fornra fræða og upprifjun skemmtilegra ferðalaga um landið. Staðfræðiþekking í Landnámabók er ótrúlega mikil Landnámabók geymir frásagnir af landnámi Islands og fyrstu landnáms- mönnunum. Fræðimenn tala yfirleitt um hinar ýmsu gerðir l.andnámabókar eða Landnámu, allt frá fyrstu ritun hennar til þeirra afskrifta er varðveist hafa, og eru þessar gerðir Landnámabókar: hrum l.andnáma, ef til vill samin fyrir eða um 1100, er glötuð, en hefur vafalítið verið mun styttri en síðari gerðir. Styrmisbók, er samin af Styrmi fróða Kárasyni, hún er glötuð sem heild, en mikið efni úr henni er í síðari gerðum Landnámu. Sturlubók, er frá síðari hluta 13. aldar og er elsta gerð Landnámu sem varðveitt er í heilu lagi. Hún er skráð af Sturlu l'órðarsyni, og eru Styrmisbók og mörg önnur rit heimildir hans. Hauksbók er rituð af Hauki lögmanni Erlendssyni, eftir Sturlubók og Styrmisbók. Melahók er til í brotum, talin samin af einhverjum Melamanna í Melasveit, að verulegu leyti eftir Styrmisbók. Skarðsirbók er rituð af Birni Jónssyni á Skarðsá, og lauk hann henni í síðasta lagi 1636. Hún er samsteypa úr Sturlubók og Hauksbók. Þórðarbók er skráð af síra Þórði Jónssyni í Hítardal er lést 1670, að meginhluta upp úr Skarðsárbók, en einnig úr Melabók. í vikunni kom út hjá Bókaútgáfu Arnar og Örlygs bókin I.andið og Landnáma, eftir dr. Harald Matthíasson á Laugarvatni, þar sem leitast er við að bera saman landið og frásögn Landnámu. Hér er um að ræða mikið ritverk í tveimur bindum, samtals á sjöunda hundrað blaðsíður, og liggur áratuga vinna höfundar að baki verkinu, og ferðalög hans og konu hans, frú Kristínar Sigríðar Ólafsdóttur, um allt Island. Hinn kunni fræðiraaður Steindór Steindórsson frá Hlöðum hefur sagt um hið mikla ritverk dr. Haraldar, að með sanni megi segja að hér sé komin ný gerð Landnámu; Haraldarbók. Blaðamanni lék forvitni á að frétta nánar af tilurð ritsins og niðurstöðu þess, og heimsótti því dr. Harald og frú Kristínu austur á Laug- arvatn í vikunni. Skipuleg vinna hófst fyrir sex árum „Skipuleg vinna að þessu verki hófst fyrir sex árum,“ sagði Har- aldur er talið barst að upphafi bókarritunarinnar, „en áratugir eru síðan ég hóf fyrst að gefa Landnámu sérstakt auga með til- liti til staðhátta. — Jú, það liggur mikil vinna að baki þessu, en þó held ég nú að full langt sé gengið hjá Steindóri frá Hlöðum að tala hér um nýja gerð Landnámabók- ar! En Landnáma hefur jafnan ver- ið mér hugstæðari en aðrar bæk- ur, og þótt ekki sé hún beint skemmtirit, þá las ég hana þegar á barnsaldri oftar en aðrar bækur. Mér fannst eitthvað heillandi við komu fyrstu landnámsmannanna hingað og hvernig þeir námu land, og heima var oft rætt um þessa miklu atburði. Strax í bernsku fannst mér sem það hlyti að vera heillandi verkefni að bera saman MliiillM*' landið og landnámu sem víðast, þótt framan af yrði ég að láta mér nægja að horfa í kringum mig í Árnessýslu! — Síðar tók ég þetta svo fastari tökum, er ég var kom- inn í Háskólann, því við fyrri- hlutapróf í íslenskum fræðum fjallaði önnur tveggja ritgerða minna um landnám milli Þjórsár og Hvítár. — Sú ritgerð birtist í Skími 1950, en af frekari rann- sóknum þá varð ekki. Málinu var frestað, en þó haldið vakandi, vegna þess að við hjónin höfum alltaf haft mikinn áhuga á ferða- lögum innanlands, og á þeim gefst gott tækifæri til að huga að Land- námu. Ferðirnar voru að vísu ekki farnar í þessum tilgangi framan af, en þó var okkur landnámið ofarlega í huga alla tíð, en þessar skemmtiferðir okkar hófust árið 1953. — Það sumar komum við fyrst í Vonarskarð, og upp úr því ákváðum við að skoða Bárðargötu, búferialeið Gnúpa-Bárðar norðan úr Bárðard al og suður í Fljóts- hverfi. Þeirri rannsókn lukum við á árunum 1956 til 1962 og árang- urinn er að finna í Árbók Ferðafé- lagsins 1963, þar sem lýst er lík- legustu leið frá Lundarbrekku í Bárðardal að Gnúpum í Fljóts- hverfi." Lesið á kvöld- vökum öll kvöld — Voru íslendingasögurnar mikið lesnar á þínu æskuheimili, eða hvað olli því að þú fékkst snemma svona mikinn áhuga á Landnámu? „Já, Islendingasögurnar voru talsvert lesnar. Ég er fæddur í Háholti í Gnúpverjahreppi, og ólst upp í Skarði í sömu sveit. Ég man vel kvöldvökurnar heima, sem þá voru enn í hávegum hafðar, og þar var lesið hátt öll kvöld nema sunnudagskvöld. Islendingasög- urnar voru meðal þess sem lesið var, ég las Heimskringlu til dæmis einn vetur, og Landnáma var les- i * ■ • in. Fólk hafði gaman af að bera saman það sem þar sagði um land- nám íslands, og það sem það þekkti úr nágrenni sínu. Islend- ingasögurnar voru fólki nákomn- ar, og örlög söguhetjanna rædd eins og um væri að ræða lifandi fólk eða nágranna. — Það var víða mikið lesið á þessum árum, en þó hygK ég að meira hafi verið lesið heima en almennt gerist, enda margt í heimili. En hvað sem veldur upphaflega þessum áhuga, þá hefur hann enst mér lengi, og tengst námi mínu við Háskóla íslands, og síðar kennslu við Menntaskólann á Laugarvatni. — Já, hér hefur ver- ið starfsvettvangur minn, og ég er mjög sáttur við það allt saman. Við fluttumst hingað austur 1951, sama ár og ég lauk prófi, og þar sem hér var ekkert húsnæði að hafa, byggðum við þetta hús, og fluttum inn í það 1955. Hér kenndi ég svo alveg fram á sl. vor, ís- lensku, Islandssögu, mannkyns- sögu, og auk þess latínu lítilshátt- ar og dönsku. — Kennslan féll mér vel, það er gaman að vinna með ungu fólki, og á sumrin gafst gott tóm til ferðalaga og tómstunda- iðkana." — Þú ert doktor, ekki þó í ís- landssögu? „Nei, ritgerðin var um „setn- ingarform og stíl“ og fjallar um aðal- og aukasetningar í stíl ritaðs máls og einnig í ræðum og talmáli. Ritgerðina varði ég 1959, en hún var meðal annars rituð fyrir hvatningu prófessors Sigurðar Nordal, sem raunar var einnig mikill hvatamaður að því að ég kannaði landið með tiliiti til Landnámu." Þáttur Ólafs Briem og Óskars Halldórssonar „Það var svo haustið 1976 að Ólafur Briem samstarfsmaður minn á Laugarvatni kom til mín og hvatti mig fyrir sína hönd og Óskars Halldórssonar lektors, að ég hæfi rannsókn á staðfræði Landnámabókar. Að vandlega yfirlögðu ráði og samráði við konu mína ákvað ég að hefjast handa Rætt við dr. Harald Matthías- son á Laugarvatni um ritverk hans, Landið og Landnámu við verkið, og veturinn á eftir bjuggum við okkur undir ferðalög- in, sem óhjákvæmileg yrðu þótt mikið hefðum við ferðast áður. Landskoðunin hófst í Mosfells- sveit snemma sumars 1977, og fór- um við allt vestur í Gilsfjörð. Lögðum við mesta áherslu á að skoða landnámsmörk, en einnig rústir og önnur ummerki er setja mætti í samband við Landnámu. — Um veturinn vann ég úr þess- um gögnum, og fann þá að nauð- synlegt væri að skoða sem allra mest af landinu sjálfur, í stað þess að notast við rannsóknir annarra. Sumarið 1978 skoðuðum við svo Norðlendingafjórðung og Aust- firðingafjórðung, frá Jökulsá á Sólheimasandi að Hrútafjarðará. 1979 fórum við svo um Vestfjörðu og skoðuðum það sem máli þótti skipta, og fórum síðan aftur um Vesturland og skoðuðum þar ým- islegt sem okkur fannst ástæða til að kanna nánar. Sumarið 1980 fór- um við svo um Árnesþing og Rangárvelli og Suðurnes, einnig tvær stuttar ferðir í Borgarfjörð og austur í Öræfi til að skoða Ing- ólfshöfða, sem við höfðum ekki skoðað áður.“ Mikill áhugi á Land- námu víða um land — Og hvernig ferðuðust þið um landið? „Á okkar eigin bíl, og svo vita- skuld mikið fótgangandi, stundum margra daga göngu og bárum við þá farangur okkar. Við gistum í tjaldi og önnuðumst sjálf alla matreiðslu, og gistum einnig oft á sveitabæjum, þar sem okkur var jafnan vel tekið, og fengum við oft góða fræðslu af viðtölum við heimamenn. Ég minnist með gleði margra slíkra heimsókna, og greinilegt er að víða um landið er mikill áhugi á Landnámu og göml- um fróðleik, og nutum við góðs af þekkingu fólks og fróðleiksfýsn. Auk eigin rannsókna og ferða- laga, þá hef ég að sjálfsögðu hag- nýtt mér hin ýmsu rit um Land- námu, er að gagni máttu koma. Ég nefni þar fyrst útgáfu Fornritafé- lagsins af Landnámabók, Árbók Fornleifafélagsins, íslenskt forn- bréfasafn, ýmsar Árbækur Ferða- félagsins, Jarðabók Árna Magn- ússonar og Páls Vídalín, bækur Ólafs Lárussonar um landnám á Snæfellsnesi og í Skagafirði og bók Einars Ólafs Sveinssonar um landnám í Skaftafellsþingi, auk margra annarra bóka og óprent- aðra heimilda. Þá er rétt að geta þess að rit- verkinu fylgja landabréf. í fyrsta lagi kort er sýnir ferðir okkar hjóna um landið, og þó einkum kort er sýna landnámsmörk. Þar hef ég notað landakort Fornritafé- lagsins og sett inn á þau land- námsmörkin og þá um leið sums staðar fært til nöfn landnáms- manna. Enn eru í bókinni ljós- myndir af fjölmörgum landnáms- jörðum, sem ég sjálfur og ýmsir hafa tekið. — Mér dettur ekki í hug að hér sé um fullkomið verk að ræða, en vonandi varpar það einhverju ljósi á staðfræði Land- námabókar, og verður einhverjum ánægjuleg lesning. Margir menn unnu verkid — Og hverjar eru svo niður- stöður verksins? „Þær eru margar! í fyrsta lagi er það staðfest, sem vitað var fyrir, að staðþekking Landnámu- höfunda hefur verið ótrúlega mik- il. Landnáma hefur alltaf verið í mínum huga mikið merkisrit, en er nú orðin jafnvel enn meiri bók, að mér finnst, en áður. Staðþekk- ingin er svo mikil, og það sem ég vissi áður frá æskuslóðum mínum að stóð ótrúlega vel heima, gerir það einnig víðast um landið með furðu fáum undantekningum. Landnámurannsóknir hafa verið mjög miklar, en þær hafa einkum beinst að samanburði á handrit- um, en nú hef ég að nokkru bætt um í staðháttarannsóknum." — Þú talaðir um Landnámu- höfunda í fleirtölu? „Já. Það er óhugsandi að einn maður hafi samið þetta verk án aðstoðarmanna. Hann hefur haft aðstoðarmenn víðsvegar um land- ið, sem komið hafa til hans upp- lýsingum sínum, það þykist ég hafa sannreynt. Um höfund vita menn ekkert með vissu, en löngum hefur verið horft til Ara fróða, og talið að Kolskeggur vitri Ásbjarn- arson hafi einnig lagt hönd á plóg, enda eru þeir tveir beinlínis nefndir til verksins. — En hvort sem þeir á endanum hafa samið Landnámabók, annar eða báðir, þá er ljóst, að mikil vinna hefur verið lögð í samræmingu áður en endanleg ritun hófst. Sjá má á tveimur stöðum af- markað lýsingarsvæði heimilda- manna, end væri það útilokað að einn maður eða jafnvel tveir hefðu ferðast um landið á ritunartíma Landnámu til að afla upplýs- inganna. En heimildamennirnir hafa síðan getað komið upplýsing- um sínum til höfunda á Alþingi, stundum í munnlegri frásögn, en nær örugglega að einhverju leyti í rituðum heimildum, því að óhugs- anlegt er að allur þessi staðhátta- ■ «MI< t • | ' •* •

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.