Morgunblaðið - 10.10.1982, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.10.1982, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1982 59 Haraldur og kona hans, Kristín Sigríður Olafsdóttir, skoða hinar nýútkomnu bækur, Landið og Landnámu, sem eru tvö bindi í fallegu bandi. fróðleikur komi í munnlegum skilaboðum. Þá kann einnig að vera, að þegar fyrir ritun Land- námu hafi verið til einhverjar rit- aðar heimildir um landnámið." — Og ástæðurnar fyrir ritun Landnámabókar? „Þar hafa komið fram ýmsar kenningar, eins og kunnugt er, svo sem þær, að menn hafi verið að sanna rétt þeirra er bjuggu á jörð- unum til þeirra á ritunartíman- um, það er um 200 árum eftir landnám, og eins hafa menn hald- ið fram, að Landnáma hafi verið rituð til að grundvalla álagningu tíundar. Hvorttveggja finnst mér vafasamt. í eftirmála Melabókar er gerð grein fyrir tilefni Land- námuritunar i þrennu lagi: A. Landnámabók á að vera varnarrit gegn álösun útlendinga. B. Land- náma á að vera fræðirit um ætt- vísi. C. Landnáma á að greina frá upphafi byggðar á íslandi. — Allt þetta kann að vera satt og rétt, og ég tel að Landnáma sjálf beri greinilega með sér, að aðaltilgang- urinn sé að skrá sögulegan fróð- leik. Vitað er, að stórir atburðir í sögu þjóða og héraða kalla jafnan á söguritun, það er þekkt úr mannkynssögunni og íslandssögu um aldir. Með landnámi íslands gerðust miklir atburðir. Hundruð- um og þúsundum saman tóku menn sig til og fluttust yfir opið úthaf milli landa, byggðir í Noregi eyddust sums staðar, en ísland byggðist á tiltölulega skömmum tíma. Hér gerðust stórviðburðir, sem vissulega hafa kallað á um- hugsun og sagnaritun fremur flestu öðru. í mínum' huga þarf ekki annað að hafa komið til, og víst er að ritun Landnámabókar hefur komið að margvíslegu gagni síðar meir, en þá fyrst og fremst vegna fræðimennskunnar, ekki vegna skattálagningar eða réttar manna til óðala landnámsmanna. En rökin fyrir þessu tel ég ræki- lega fram í formála Landsins og Landnámu, enda of langt að telja það upp í stuttu blaðaviðtali." Of mikiö um alhæfingar — Þú telur rannsóknir þínar styðja framburð Landnámabókar, að hún segi frá landnámi íslands eftir því sem menn best vissu á ritunartíma hennar, og frásagnir af landnáminu gætu verið sannar. — A þetta einnig við um landnám Ingólfs Arnarsonar í Reykjavík? Margir hafa talið ótrúlegt ferða- lag hans um blómlegar sveitir Suðurlands, til þess eins að setjast að í Reykjavík? „Já, margir hafa talið þessa frásögn ótrúlega, og vissulega hef ég leitt hugann að því. Bent hefur verið á að Ingólfur hafi viljað vera þar við, þar sem auðvelt var að sækja sjó og fengsæl fiskimið væru fyrir landi. Svo er vissulega við Faxaflóa, en það nægir okkur bara ekki, því víða á Suðurlandi mátti auðveldlega róa til fiskjar, svo sem frá Þorlákshöfn, og þar var útræði um aidir. I sannleika sagt kem ég ekki auga á betri ástæður fyrir Ingólf til að fara niður að Faxaflóa, en þá að hann hafi í raun og veru leitað öndveg- issúlna sinna. í því sambandi má einnig minna á, að löngu síðar eru til sagnir um gamlar öndvegissúl- ur í skála í Reykjavík." — En hvað þá með sannleiks- gildi íslendingasagnanna yfir- leitt? Eru þær sannar frásagnir flestar hverjar? „Um það vil ég ekkert fullyrða. íslendingasögurnar eru jafnólíkar næstum og þær eru margar, og það sem á við um eina þarf ekki að eiga við um aðra. Áður fyrr var öllu trúað sem í þeim stóð, en síð- an kom efasemdatími, þar sem menn hafa leitast við að „sanna“ að þær væru hreinn og klár skáldskapur. Ég held að hvorir tveggja hafi gengið of langt, að um of miklar alhæfingar sé að ræða. Það má til dæmis minna á kenningar manna um að Hrafn- katla sé skáldskapurinn einber, mest vegna þess að aldrei hafi ver- ið sú byggð í Hrafnkelsdal sem sagan segir frá og er umgjörð hennar. — Nútíma ljósmyndun- artækni hefur svo sýnt, að far var þrátt fyrir allt mikil byggð, þann- ig að af þeim sökum, að minnsta kosti, gæti saran verið sönn. Um íslendingasögurnar held ég því að það ætti að gilda, að menn skoðuðu þær hverja og eina, tækju þær trúanlegar eða ekki eftir at- vikum, en alhæfi ekki um þær. Það eru slæm vísindi, sem of mik- ið hefur borið á í rannsóknum á þessum málum hér á landi," sagði dr. Haraldur að lokum. — AH f Landinu og Landnámu eru teikningar eftir Ernst Backmann, þar sem listamaðurinn sýnir hina ýmsu landnámsmenn eins og þeir koma honum fyrir sjónir. — Hér varpar Ingólfur Arnarson öndvegissúlum sinum fyrir borð, en dr. Haraldur Matthíasson segist ekki telja ástæðu til að rengja þá frásögn Landnámabókar. FRAM TÖLVUSKÓLI OPIÐ HÚS • OPIÐ HÚS • OPIÐ HÚS Sunnudaginn 10. október verður opið hús í húsakynn- um Tölvuskólans FRAMSÝN að Síðumúla 27, annarri hæö, frá kl. 13.00—18.00. Hér gefst kjörið tækifæri tii þess að kynnast starfsemi og búnaöi skólans. FRAMSÝN býður vini og velunnara skólans, ásamt öll- um þeim sem áhuga hafa á tölvum og tölvubúnaöi, hvort heldur til starfs eöa skemmtunar, velkomna. TÖLVUNÁM ER FJÁRFESTING í FRAMTÍÐ ÞINNI. TÖLVUSKÓLINN FRAMSÝN, SÍOUMÚLA 27, PÓSTHÓLF 4390, 125 REYKJAVÍK, SÍMI: 39566. Komnar aftur beint frá París THOMSON O

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.