Morgunblaðið - 16.10.1982, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.10.1982, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1982 13 „Blessaður vertu, það var allt á kafi í snjó á þessum tíma í fyrra, byrjaði að snjóa í septemberlok. Þetta er einmuna tíð og kunnum við vel að meta þessa blíðu. Það er að- eins nú að farið er að grána í fjöll," sagði Aðalsteinn Sigurðsson, sölt- unarstjóri hjá Tanga, þar sem hann sprangaði um bryggjuna og kann- aði aflann, sem Steinunn SF 10 og Kristbjörg ÞH 44 höfðu borið að landi. „Fyrsta söltunin var 23. septem- ber og við erum komnir með um 7.500 tunnur, en það á eftir að veiða megnið af síldinni, svo við búumst við að tunnurnar verði fleiri. I fyrra vorum við að þessu út októ- ber, en það er ómögulegt að segja hvenær þessu lýkur nú. Vonandi missum við ekki af henni suður eft- ir fjörðum, því bátarnir sigla fyrst og fremst þangað sem styst er og þar sem laust er,“ sagði Aðalsteinn. Að sögn Aðalsteins hefur mis- jafnlega mikið borist á land, en þegar mest var komu um 15 bátar með afla, milli 1300 og 1400 tunnur, en úr því náðist að salta tæpar eitt þúsund tunnur. Tangi er eina stöðin á Vopna- firði, sem verkar saltsíld. Að sögn Aðalsteins er saltað á Rússland og Finnland, eins og tekið er til orða á síldarplönum. Það hefur hver sinn smekk og þess vegna misjafnt hvað ofan í tunnurnar er látið af meðlæti með síldinni. Rússinn er með sykur og salt í lágmarki, 3 kíló sykur og 13 af salti, og eitt hundrað grömm af efni sem þeir kalla sorbata og á að verja síldina rotnun. í hverja tunnu eru sett nákvæmlega 101 kg af síld og allt vigtað nákvæmlega. Finninn vill hafa síldina sætari og biður um sex kíló af sykri, en jafnframt örlítið meira af salti en Rússinn, eða 16 kíló, og einnig saltpétur og benzoat. Finninn vill aðeins stóru síldina, 104 kíló í tunn- una. „Þetta verður að vera ná- kvæmt allt saman og allt eftir for- múlunni," sagði Aðalsteinn. Aðalsteinn sagðist vera með hörkugóðar söltunarstúlkur, en hann ræsti aðeins sex konur út í þetta skiptið þar sem afli var lítill, en jafnan eru um 40 konur í söltun- inni. Og þegar allt er á fullu starfa milli 70 og 80 manns við söltunina. Giskaði Aðalsteinn á að um tveir þriðju aflans hefðu farið í fyrsta flokk, en þriðjungur í annan. Á einum stað stóð maður og Það er nauðsyn að snudda við tunnurnar áður en saltað er í þær, t.d. þarf að vatna þær vel svo að viðurinn bólgni flokkaði síld upp úr körfu. „Eftir og hleypi ekki út pæklinum síðar. Hver síldartunna kostar á þriðja hundrað krónur til landsins og útgjöldin við þessu fer verðið til bátanna," sagði umbúðirnar því mikil áður en í þær fer svo mikið sem einasti sporður. Gísli Jónsson matsmaður, þar sem hann sorteraði úrtakið úr afla Kristbjargar. „Þetta er eitt það al- versta sem komið hefur," sagði Gísli og tíndi flestar síldarnar ofan í millistærðarkörfuna. „Hún er fersk og góð, en þetta er það smæsta, um 80% af millistærð, 30—33 sentimetra, en aðeins tæp 20% stór. Bezta mat í haust eru 87% í fyrsta flokk, það kom upp úr Sigþóri." „Þetta er þeirra gjaldmiðill," sagði Ingólfur Sveinsson er hann setti tunnumynt ofan í brjóstvas- ann hjá einni söltunarstúlkunni áð- ur en hann trillaði tunnunni upp á vigt til að sjá hvort ekki væri allt með felldu og vel til merkisins unn- ið. „Það vantar kíló í þessa," sagði Ingólfur og var fljótur að bæta í tunnuna, þannig að vigtin yrði eins og Rússarnir vilja hafa hana. „Þær eru 152 kíló með trillu og öllu, og 161 fyrir Finnann. Þær eru býsna nákvæmar á þessu kerlingarnar, sjaldan nema eitt og í mesta lagi tvö kíló yfir eða undir kjörvigt," sagði Ingólfur. Það má segja að mikið hafi geng- ið á eftir að söltunin hófst. Konurn- ar skáru síldina í gríð og erg, og ekki dugir að láta þær verða uppi- skroppa með salt, síld eða tunnur, þá láta þær í sér heyra. Þessvega urðu karlmennirnir að hafa hrað- ann á. Á öðrum stað voru nokkrir ungl- ingspiltar að pækla tunnur, sem saltað hafði verið í fyrr í haust og biðu útskipunar. Þar var heldur ekki slórað, en í verðskuldaðri pásu sögðu þeir Einar Kristbergsson, Björn Sigurbjörnsson og Valtýr Stefánsson að vinna hefði verið stíf fyrstu tvær vikurnar. „En þannig viljum við hafa það,“ sögðu bræðra- synirnir þrír. Þeir kvá">ust hafa milli sjö og níu þúsund krónur fyrir vikuna, en þegar mest var saltað var staðið frá átta á morgnana og fram undir miðnætti. Þegar Morgunblaðsmenn kvöddu iðaði mannlífið hjá Tanga hf. Aðal- steinn Sigurðsson vonaðist til að saltað yrði meira en í fyrra, en þá urðu tunnurnar rúmlega tíu þús- und. Vopnfirðingar sögðust kunna að meta síldina og vonuðust til að framhald yrði á þessum veiðum, en síld sást ekki í Vopnafirði um langt árabil fremur en á öðrum stöðum eftir síldarhvarfið fyrir Norður- og Austuriandi fyrir 15 árum. Vonandi verður þeim að ósk sinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.