Morgunblaðið - 16.10.1982, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.10.1982, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1982 31 fólk f fréttum Málarar milli himins og jarðar + Einhver sagði einhvern tímann aö það væri fleira milli himins og jarðar en góðu hófi gegndi, en í Kalundborg í Danmörku orða þeir þetta örlitiö öðruvísi. Þeir vita nefnilega hvað er milli himins og jarðar þar: málarar, og þaö margir vegna þess að þar er nefnileg unnið myrkranna á milli við það að mála 220 metra háan skorstein i fyrsta skipti. Feröin í málaralyftunni tekur eina klukkustund upp á toppinn, og sennilega er öruggast að vera ekkert að líta til jaröar eöa svoleiðis ... Tatum ásamt móður ainni, Johanna Moore, leikkonu. Tatum O’Neal dregur sig í hlé + Átján ára gömul, þegar flest fólk er að leggja út á lífs- brautina, hefur Óskarsverðlaunahafinn Tatum O’Neal til- kynnt að hún hyggist nú draga sig í hlé til aö helga sig námi. Hún hefur hafið menntaskólanám í Los Angeles og valiö sér bókmenntir sem aðalgrein og mun verða við þessar stúdíur á næstunni þannig aö tryggir aödáendur hennar verða bara að bíöa eftir að hún Ijúki sér af þar. Tatum hóf leikferil sinn með því að leika í myndinni „Pap- er Moon“ fyrir tíu árum ásamt Ryan O’Neal, fööur sínum, og það var fyrir leik í þeirri mynd er hún hreppti Óskarinn. Hún hefur ekki setiö auöum höndum síöan þá og hefur nú nýlok- ið viö leik í tveimur myndum, þar á meðal annarri á móti Richard Burton ... » " 1 Til styrktarfélaga íslensku óperunnar Aðalfundur Islensku óperunnar verður haldinn laugardaginn 23. október kl. 2.30 í Gamla bíói. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin VHIIHMHHMBBanaaMHaHÉ vantar þig 3Óóan bíl? notaóur - en í algjörum sérf bkki Til sölu þessi glæsilegi jeppi; DODGE RAMCHARGER SE árg. ’79, kom á götuna fyrir ári síöan og ekinn aöeins 16.000 km. V8-318, sjálfsk., vökvastýri, quadratrack, sportfelgur, breiö dekk, lilaö gler og fullkomin PIONEER stereotæki. Ath.: Opið fró kl. 1—5 í dag. JÖFUR hf. Nýbýlavegi2 - Kópavogi - Simi 42600 Margrét Trudeau komin á réttan kjöl + Margrét Trudeau fyrrverandi forsætisráðherrafrú Kanada hefur löngum veriö umrædd. Hún vinnur nú öllum stundum að því að koma sér í þokkalegt líkamlegt horf fyrir veturinn, enda veitir fólki eins og henni sem aldrei staldrar viö ekki af því aö hafa úthaldiö í lagi. Hún gaf út ævlminnlngar sínar síöastliöinn vetur þar sem hún fjallaði opinskátt um lif sitt með Pierre Trudeau, sem er 29 árum eldri en hún, sem og samböndum hennar við aöra menn er hún haföi kynnst á lífsleiöinni, en hún var 32 ára aö aldri þegar Pókin kom út síðastliðinn vetur og hefur hún selst eins og heitar lummur. Þar segir hún frá sambandi sínu við rokksöngvarann Tommy, en það mun hafa staöið nokkurn tíma, aö þau hafi lifað á kampavíni, kavíar og kókaíni. Hún skipti síöan á honum og leikaranum Jack Nich- olson, en þaö samþand mun ekki hafa varað lengl ... enda Warren Beatty farinn að gefa henni hýrt auga og síðar Ryan O'Neal. Hún gafst síðan upp á þessu „Ijúfa lífi“ og reyndist vera hjálpar- þurfi viö aö komast á réttan kjöl eftir að hafa veriö oröin háð eitur- lyfjum af alls lags tegundum. Hún fór f afvötnun og nú kveöst hún hafa náö sér á strik aö nýju og lifir nú fyrir syni sína þrjá . . . TÖLVUSKÓLINN ARKIMEDES RAUNHÆF TÖLVUSTJÓRN OPIÐ HÚS í DAG KL. 10—17 OG SUNNUDAG KL. 13—17 Námskeið: Ath.: Forritun I og II • Ný isl. kennsluforrit . Skráavinnsla I og II • Tölvur m/ litastýringu Kerfisfræði I og II • Diskettustöð með hverri vél. Rokksöngvarinn og leikarinn David Bowie. + David Bowie er hvorki á fuilu viö aö spila Inn á nýjar plötur né telja peningana sina um þessar mundir. Hann er upptekinn við aö leika i leikhúsum og afþakkar boö í hverri kvikmyndinni á fætur annarri. Hann tók þó boði um leik í mynd Nagisha Oshima, aðalhlutverkið, sem mun koma til með að bera nafnið „Merry Christmas, Mr. Lawrence”. Mótleik- ari hans mun veröa leikarinn Tom Conti, en upptökurnar munu fara fram í Japan og sögusviöiö verður helmsstyrjöldin síðari. Þessi mynd mun veröa sú fjóröa sem Bowie leikur í, frá þvi hann birt- ist í fyrsta skipti á hvíta tjaldinu í myndinni „The Man Who Fell To Earth". Byrjenda og framhaldsnámskeið Ný námskeiö hefjast 18. október 1982. Kennari Steinþór Diljan Kristjánsson. Innritun á Laugavegi 97, 2. hæö og í síma 17040 sýningardagana einnig í símum 50615 og 17050 öll kvöld. Þú getur haldiö áfram hjá Arkimedes ARKIMEDES LAUGAVEGI 97, REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.