Morgunblaðið - 16.10.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.10.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1982 23 Karpov býr svo um hnútana að Nunn nær engu mótspili. Ef nú 15. - Dxa3? þá 16. Rxb5! — Rfd7, 16. Hal — Rf8? Nunn vonast til þess að koma þessum riddara í spilið í gegnum e6, en eftir svar Karpovs verður hann enn óvirkari en áður. 17. d5! — Hac8, 18. Hfdl — c5 Svartur hefur mun lakara endatafl eftir 18. — cxd5, 19. Rxd5 - Dxd2, 20. Hxd2 - Rxd5, 21. Hxd5 - Hxc2 22. Hxb5. 19. Bfl — c4 20. a4H Vinningsleikurinn, sem byggð- ur er á hárnákvæmum útreikn- ingum. Ef nú 20. — b4 þá 21. Rb5 — c3, 22. De2 - Hed8, 23. Rxa7! — Dxa7, 24. a5 o.s.frv. — cxb3, 21. Rxb5 — I»xd2, 22. Hxd2 — Hxc2, 23. Hxc2 — bxc2, 24. a5 — Rc8, 25. Hcl Endataflið er léttunnið, því menn hvíts eru allsráðandi á drottningarvæng. — Rd7, 26. Hxc2 — Rc5, 27. Rxd6 — Rxd6, 28. Hxc5 — Rxe4, 29. Hc7 — Bf8, 30. a6 — Hd8, 31. Hxa7 og svartur gafst upp, því hvíta frípeðið verður ekki stoðv- að til lengdar. Gísli Þórðarson bóndi - Minning Til foldar er hniginn mikill hér- aðshöfðingi og félagsmálaforingi vestur í Hnappadalssýslu. Sunnu- daginn 10. október andaðist á Sjúkrahúsi Akraness Gísli Þórð- arson, bóndi og hreppstjóri í Mýrdal í Kolbeinsstaðahreppi. Ég skrifa þessar fátæklegu iínur, vegna þess að ég á honum óend- anlega mikið að þakka, bæði sem fósturbróður mínum fyrst, og síð- ar sem fósturföður. Gísli var fæddur í Reykjavík 2. júní 1906. Hann var sonur Þórðar Gíslasonar, hreppstjóra, og Ingi- bjargar Guðmundsdóttur ættaðri úr Borgarfirði. Þau fluttu fljót- lega vestur í Kolbeinsstaðahrepp. Mýrdalur stendur á undurfögrum stað undir Kolbeinsstaðafjalli, en þaðan sést vítt yfir sveitina og nærliggjandi sveitir. Þar ólst Gísli upp á fyrirmyndarheimili ásamt systur sinni Guðrúnu og frænda, Gústav A. Guðmundssyni, fyrr- verandi póstfulltrúa í Reykjavík. Þórður faðir Gísla andaðist 1928. Tók Gísli þá við búsforráð- um, sem ráðsmaður hjá móður sinni, aðeins 22ja ára gamall. Sama ár var hann settur og síðar skipaður hreppstjóri í Kolbeins- staðahreppi. Hefur hann því verið hreppstjóri í sínu sveitarfélagi í um 54 ár. Er það vafalaust með lengsta embættisaldri á þessu sviði, sem gerist hér á landi. Gísli mun hafa unnið fyrir eina sjö eða átta sýslumenn á þessu tímabili og hef ég heyrt ýmsa þeirra láta sérlega vel af allri embættisfærslu hans. Hann var auk þess mikill listaskrifari. Gísli sótti skóla alla leið austur á Hérað, í Eiðaskóla. Sjálfsagt hefur einhverju ráðið, að þá var þar skólastjóri frændi hans, herra Auðunn Teitsson Minningarorð Fæddur 6. janúar 1957 Dáinn 24. september 1982 „Véf 8jáam hvar sumar rrnnur mcA .sól yfir dauóans h*f og lyflir í eilífan aldingarð ►ví öllu. aem Drottinn (jif.“ (MmtL JochumKNon.) Laugardaginn 2. október sl. var til moldar borinn að Hvanneyr- arkirkju Auðunn Teitsson, bóndi á Grímarstöðum í Andakílshreppi. Frændi okkar og vinur er horfinn yfir landamæri lífs og dauða. Auðunn var fæddur og uppalinn á Grímarstöðum, sonur hjónanna þar, Teits Daníelssonar og Dóru Þórðardóttur. Yngstur fimm bræðra. Hann stundaði nám í skólum héraðsins, fyrst á Klepp- járnsreykjum, síðan í Reykholti og loks lauk hann búfræðiprófi frá Hvanneyri. Hafði hann fyrir fáum árum hafið félagsbúskap að Grim- arstöðum ásamt föður sínum og bróður. Heitbundinn var hann ungri myndarstúlku, Heiðu Björk Karlsdóttur. Lífið virtist blasa við. Sunnudaginn 19. september sl. kom Auðunn heitinn til okkar eins og svo oft áður, hress og kátur að vanda og dvaldi um stund. Þá grunaði engan hvað í vændum var. Föstudagurinn 24. september rann upp, heiður og fagur. Hvað skyldi hann bera í skauti sínu? Skyndilega bar ský fyrir sólu. Fregn þess efnis, að Auðunn hefði látist þá um morguninn barst okkur um hádegið. Þessu var erfitt að trúa. Góður drengur er horfinn, en björt minning hans lifir. Við biðjum algóðan Guð að búa honum samastað hinu megin við landamærin og biðjum hinn sama einnig þess, að vernda og styrkja syrgjandi aðstandendur, unnustu, foreldra og bræður. Sigrún og Olafur Steinþórsson Ásmundur Guðmundsson fyrrver- andi biskup. Gísli brautskráðist svo frá Eiðaskóla árið 1925. Næstu árin annaðist hann barnakennslu í heimasveit og víðar. Fljótlega tóku að hlaðast á Gísla margskonar félagsleg störf. Var það oft með hreinum ólíkind- um hvað hann komst yfir. Hann var t.d. oddviti sveitarstjórnar ár- in 1942—1950 og aftur 1958—1974, alls í 24 ár. Þá var hann 15 ár í stjórn Búnaðarsambands Snæfell- inga, mörg ár í stjórn Búnaðarfé- lags síns hrepps. Formaður og gjaldkeri sjúkrasamlagsins um langt árabil. Formaður ung- mennafélagsins á yngri árum, í varastjórn Kaupfélags Borgfirð- inga og er þá vafalaust mörgu sleppt. Það er því alveg ljóst, að Gísli hefur verið valinn til fjöl- margra trúnaðarstarfa fyrir sveit- unga sína sökum sinna miklu hæfileika til að vera í forystu, starfa með öðrum og fyrir aðra. Fyrir öll sín miklu og margvíslegu félagsmálastörf sýndu sveitungar hans honum mikinn og verðskuld- aðan heiður 1976 með því að gera hann að fyrsta heiðursborgara sveitarinnar. Veit ég að hann mat þá viðurkenningu mikils. Þrátt fyrir sín miklu störf að alls konar félagsmálum og við embættisstörf var Gísli þó alltaf fyrst og . fremst bóndi, góður bóndi. Hann þótti sérstaklega góð- ur fjárbóndi, var afar glöggur á fé og fór afar vel með það, eins og allan búpening. Hitt liggur í aug- um uppi, að hin margvíslegu opinberu störf hafa tafið hann verulgea frá bústörfum. Hefur þetta trúlega einungis tekist vegna einstaks dugnaðar Guðrún- ar konu hans. Mýrdalur er stór og kostamikil jörð, sérstaklega til fjárræktar. Gísli átti oft verð- launafé á fjárræktarsýningum. Hinn 30. apríl 1938 gekk Gísli í hjónaband. Hann giftist þann dag Guðrúnu frá Lækjarbug í Hraunhreppi, dóttur Guðjóns bónda þar, Þórarinssonar Öfjörðs og konu hans Valgerðar Stefáns- dóttur. Hófu þau þá búskap í Mýr- dal. Þau eignuðust fimm syni. Fyrst Þórð, sem andaðist í frum- bernsku, þar næst tvíburana Þórð og Guðjón. Síðan Ingólf og síðast Jón Öfjörð. Þórður er giftur Krist- ínu Stefánsdóttur, Guðjón er gift- ur Ingibjörgu Haraldsdóttur og Ingólfur Björk Gísladóttur. Jón er enn í foreldrahúsum. Allir eru þeir bændur. Þórður og Jón í Mýrdal. Guðjón í Lækjarbug og Ingólfur á Flesjustöðum. Má segja að þeir hafi allir fetað í fótspor föður síns. Þeir hafa menntun og atvinnumöguleika á ýmsum svið- um, en allir leitað heim til æsku- stöðvanna. Guðrún, kona Gísla, bjó honum gott og stórmyndarlegt heimili. Þau voru samhent í alveg sér- stakri gestrisni sinni, enda var gestakoma i Mýrdal æði mikil, bæði af ættingjum og vinafólki. Ég ætla, að hvernig sem á hafi staðið, hafi ævinlega verið tíml til að taka á móti gestum, jafnvel þó heyannir stæðu sem hæst. Sýnir þetta vel hversu sterka félags- hyggjuhugsjón Gísli hafði. Árið 1962 var Gísli sæmdur hinni íslensku fálkaorðu fyrir störf í landbúnaðar- og félagsmál- um. Var það verðskuldaður heiður fyrir mann, sem hafði unnið jafn- vel og mikið að þessu málum, sem hann hafði gert. Það var mjög einkennandi fyrir Gísla, að hann hafði ánægju af að hafa fólk í nærveru sinni. Sér- staklega báru þau hjón hlýhug til ungs fólks, bæði barna og ungl- inga. Þykist ég þar geta talað, eins og sá sem veit, því að öll börn okkar Hrefnu hafa dvalið í Mýrdal i lengri og skemmri tíma, sumar eftir sumar. Þau uppeldisáhrif, sem þau hafa þar orðið fyrir, verða seint fullþökkuð. Ég hef hér aðeins skrifað örfá ófullkomin minningarorð, um mann, sem var mér afar kær og sem ég á mikið að þakka. En lífið hefur sinn gang. Það er alltaf jafn þungt, þegar dauðann ber að höndum. Góður orðstír deyr aldr- ei, segir í Hávamálum. Það á hér við. Við hjónin og börn okkar vott- um Guðrúnu, sonum hennar og fjölskyldum þeirra okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Pétur Pétursson TR00PER A VESTURLANDI SYNINGARSTAÐIR: Króksfjarðarnes - Skriðuland - Búðardalur Stykkishólmur - Grundarfjörður - Ólafsvík Hellissandur- Vegamót- Borgarnes Akranes TROOPER í tómstundum TROOPER til allra starfa Skemmta hjá íslend- ingafélögum um helgina UM HEIXIINA munu íslendingafé- lögin í Osló og Gautaborg gangast fyrir vísnakvöldum í báðum borgun- um. Þau hafa boðið til sín hljóm- sveitinni Hrím og Bergþóru Árna- dóttur, en Bergþóra hefur sem kunnugt er, nýlega gefið út plöt- una Bergmál. Fyrir utan leik og söng á sam- komum Islendinga ráðgera Hrím og Bergþóra að skemmt í nokkrum samkomuhúsum í Osló. Isuzu Trooper leggur land undir fót og heldur í hringferð um íslandtil þess að leyfa landsmönnum að líta á sig.l förinni verður einnig hinn vinsæli Isuzu Pick-up. Komið verður við í öllum landsfjórðungum og mun þá gefast tækifæri til þess að kynnast kostum þessara vönduðu vagna frá ISUZU. Nánar mun verða tilkynnt um tilhögun ferðarinnar í útvarpi. SÝ/v,ng^rstaO/>ö T'LKy^T/^G T,MAP ^ ^Tvarp/ V □ $ VÉIADEILD GM Ármúla3 CC 38900 !*—i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.