Morgunblaðið - 16.10.1982, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 16.10.1982, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1982 Forsætisráðherra biður stjórnarandstöðuna um viðræður: Stjórnarliðum ber ekki saman, umræðugrundvöllur því óljós — segja Geir Hallgrímsson og Kjartan Jóhannsson, formenn stjórnarandstöðuflokkanna Forsætisráðherra, Gunnar Thor- oddsen, hafrti samband við formenn stjornarandstöðuflokkanna, Geir Mallgrímsson og Kjartan Jóhanns- son, í gær og bað þá að koma til fundar við þriggja manna ráðherra- nefnd hans, Steingríms Hermanns- sonar og Svavars Gestssonar árdegis á mánudag. Forsætisráðherra upp- lýsti ekki hver hin „tilteknu, af- mörkuðu mál“, sem rikisstjórnin ákvað á fundi sínum i fyrradag að ræða við stjórnarandstöðuna, yrðu, en væntanlega verða bráðabirgða- lögin og fylgifrumvörp þess þar efst á lista, en forsætisráðherra hefur lýst sig andvígan umræðu um þing- rof og nýjar kosningar, sem þing- Akureyri: Innbrot í Akurcyri, 15. október. INNBROT var framið í nótt í Systra- sel, þar sem verið er að Ijúka inn- réttingu hjúkrunarheimilis fyrir langlegusjúklinga. Þar var stolið miklu af alls kon- ar smíðatólum og áhöldum og voru tæki þessi einkum í eigu tveggja smiða, sem eru starfs- flokkur Alþýðubandalagsins hefur ályktað um að rætt verði. Ráðherra- nefndin kom saman i gærmorgun og var þar ákveðið að boða stjórnar- andstöðuna til áðurnefnds fundar. „Það er engan veginn ljóst hvert umræðuefnið verður. I viðtölum við Svavar Gestsson annars vegar og Steingrím Hermannsson hins vegar og af samþykktum þing- flokka þeirra er ljóst að þeim ber ekki saman og því er ekki unnt að spá í á hvaða grundvelli þetta við- tal mun eiga sér stað,“ sagði Geir Hallgrímsson formaður Sjálf- stæðisflokksins í tilefni þessa. Hann sagði einnig: „Þá finnst mér Systrasel menn trésmiðjunnar Reynis hf. Smíðatólin eru mjög mikils virði og tjón smiðanna því mikið. Ekki hefur enn tekizt að ljóstra upp um þjófana, en unnið er ákaft að rannsókn málsins. Sv.R rétt að minna á að þingflokks- fundur sjálfstæðismanna mót- mælti hráðabirgðalögunum strax og þau voru gefin út fyrir tveimur mánuðum. Hann krafðist þess þá að þing yrði samstundis kallað saman og þar fjallað um brýnustu úrlausnarefnin, þing yrði síðan rofið og efnt til kosninga, þannig að unnt yrði að takast á við hin brýnu úrlausnarefni. Ríkisstjórn- in og ráðherranefndin eru því nokkuð seint á ferðinni." „Eins og komið hefur fram áður erum við Alþýðuflokksmenn að sjálfsögðu reiðubúnir að ræða stöðu rnála," sagði Kjartan Jó- hannsson formaður Alþýðuflokks- ins. „Yfirlýsingar ríkisstjórnar- innar eru ósamhljóða þannig að það verður ekki af þeim ráðið hvaða óskir ríkisstjórnin hefur fram að færa. Það má skilja yfir- lýsingar þingflokks Alþýðubanda- lagsins þannig að hann vilji að ríkisstjórnin segi af sér. Stein- grímur Hermannasons segir að hann vilji ræða kosningar. Óskir þeirra verða bara að koma í ljós, en það er líklega einstæð staða, að stuðningsflokkar ríkisstjórnar- innar skrifist á við ríkisstjórnina í fjölmiðlum og ber vott um að það hriktir í stjórnarsamstarfinu," sagði Kjartan að lokum. Gro Harlem Brundtland, formaður norska Verkamannaflokksins og fyrrum forsætisráðherra, kom til fslands i gær í boði Sambands Alþýðu- flokkskvenna og er myndin tekin utan við bústað norska sendiherrans. Verður Gro frummælandi ásamt Kjartani Jóhannssyni á ráðstefnu um frið og afvopnun, sem Samband Alþýðuflokkskvenna gengst fyrir i dag, í tilefni 10 ára afmælis sins. Morgunblaðið/Emilía. Veirusjúkdómur á fæð- ingardeild Landspítalans VEIRUSJÚKDÓMIIR, sem gengið hef- ur í borginni, hefur nú um skeið herjað á börn og mæður þeirra á fæðingar- deild l^ndspítalans. Hefur það orðið til þess að takmarka hefur orðið heim- sóknir á deildina og skilja á milli sjúkra og smitaðra annars vegar og heilbrigðra hins vegar. Að sögn Harðar Bergsteinssonar, læknis á deildinni, varð þessarar sýkingar fyrst vart fyrir um mánuði og var þá þegar gripið til einangrun- araðgerða. hafði sýkingar þá orðið vart á báðum göngum deildarinnar og þurfti því að flytja fólk á milli til einangrunar. Hörður sagði ennfremur, að venjulega sýktust nýfædd börn ekki af farpestum, þar sem þau fengju mótefni frá móðurinni. Skýringin á sýkingu nú virtist því sú, að flestir væru ekki með mótefni í sér og því kæmi þetta upp á fæðingardeildinni. Hann sagði að lokum, að sum barn- anna hefðu fengið veiruheilahimnu- bólgu vegna sýkingarinnar. En hún væri tiltölulega vægur sjúkdómur, sem gengi yfir á viku til 10 dögum og hefði ekki neinar alvarlegar afleið- ingar í för með sér. „Mikið hagsmunamál að fá að slátra hér“ þetta algjörlega úr höndunum á sér,“ sagði Gunnar um vilja bænda að fá að slátra sjálfir. Og greiðslurnar skipta einnig veru- legu máli. Þegar fé var slátrað á vegum Kaupfélags Arnfirðinga á sínum tíma, áður en það lagði upp laupana, var bændum greitt fyrir það í vörum. Nú hins vegar fá þeir peninga fyrir það fé sem slátrað er. Stefna stjórnvalda er augljós- lega sú að eitt sláturhús eigi að taka við fé allra bænda á stóru svæði. Við Arnfirðingar höfum alltaf verið á móti því, enda er þetta mikið hagsmunamál fyrir byggðarlagið að slátra hér á Bíldudal vegna atvinnu sem skap- ast.“ Tálknfirðingar hafa í nokkur ár farið með fé sitt 'x sláturhús Arn- firðinga, en ekki nú í haust. Getur þú gefið einhverja skýringu á þessu? „Tálknfirðingar hafa farið með fé sitt á Patreksfjörð núna í haust nema einn bóndi, en eftir því sem bændur þar hafa tjáð mér, var þess óskað að sunnan, að þeir færu með fé sitt þangað," sagði Gunnar. Jón Bjarnason, bóndi í Grænu- hlíð, var næsti viðmælandi okkar. „Það sem mér finnst verst við þetta mál er að það átti með öllum ráðum að þvinga okkur til að fara með okkar fé til Patreksfjarðar í slátrun," sagði Jón. „Þetta hefði horft allt öðru vísi við ef rætt hefði verið við okkur um þessi mál, en það var aldrei gert. í ann- an stað eru það svo greiðslurnar sem við fáum, enda þýðir það mikla tekjuskerðingu fyrir okkur að fara á Patreksfjörð." Hver er þáttur héraðsdýralækn- is í þessu? „Okkur var sagt í fyrra að ekk- ert þyrfti að gera við sláturhúsið, en nú talar hann um að nauðsyn- legt sé að gera breytingar á því. Þegar við spurðum hann í ágúst hvað þyrfti að endurbæta, vildi hann ekki einu sinni segja okkur það.“ Starfsfólk sláturhússins á Bíldudal og bændur í Arnarfirði teknir tali Við fláningu, til hægri er Jón Bjarnason. Á kafflstofu Sláturhússins í gær. SLÁTRUN hófst á vegum Sláturfé- lags Arnflrðinga á Bíldudal í gær, en eins og komið hefur fram í Morgun- blaðinu hefur barátta staðið milli bænda annars vegar og stjórnvalda hins vegar um leyflsveitingu til slátr- unar þar í haust. Pálmi Jónsson, landbúnaðarráðherra, tók þá ákvörðun í fyrradag, að veita slátur- félaginu bráðabirgðaleyfl á þessu hausti eftir að allir þingmenn Vest- flrðinga höfðu lýst yflr fullum stuðn- ingi við málstað bændanna. Slátrun tafðist þó um tæpan hálfan mánuð á Bíldudal sökum þess hve leyflsveit- ingin dróst. Forsaga máls þessa er sú að Arnfirðingar vildu ekki una því að þurfa að fara með fé sitt til Pat- reksfjarðar til slátrunar, en þar rekur kaupfélag staðarins slátur- hús. Astæðan til þess er sú, að bændur á þeim tíu búum sem hér um ræðir, hafa sjálfir séð um slátrun fjárins frá stofnun Slátur- félagsins 1975. Nú átti hins vegar að svipta bændur sláturleyfinu vegna þess að húsakynni sláturfé- Jóhannes Olafsson metur skrokka. lagsins væru ekki í nógu góðu ásigkomulagi. Þessi röksemda- færsla kom mörgum bændum spánskt fyrir sjónir, enda hafði engin skýrsla þess efnis borist Sláturfélaginu. En eins og áður sagði fékkst leyfið þó að lokum eftir að þingmenn kjördæmisins komu til skjalanna. Búist er við að slátrunin taki um þrjár vikur, en 24 starfsmenn vinna í sláturhúsinu. Þar verður daglega slátrað 200 fjár, en alls um 4—5 þús fjár. Blm. Mbl. ræddi við nokkra bændur í sláturhúsinu á Bíldudal í gær. Fyrstan hittum við Inga Bjarnason. Hann var spurður að því hvers vegna bændur á þessum slóðum legðu svo mikið kapp á að slátra sjálfir fé sínu? „Þetta kemur hér betur út fjár- hagslega fyrir okkur, en ef Kaup- félag Patreksfjaðrar hefði séð um slátrunina. Og rekstur Sláturfé- lagsins hefur gengið mjög vel fram að þessu. Það skiptir eins miklu máli að algjör samstaða er um starfsemi sláturhússins, enda er það forsenda þess að svona fyrirtæki standi undir sér.“ Hvað viltu segja um ásigkomu- lag hússins? „Héraðsdýralæknir hefur sagt okkur að það þurfi að endurbæta það, en þegar við höfum spurt hann hvað eigi að gera, fáum við engin svör. M.ö.o. vitum við ekki hvaða breytingar á að gera. Ann- ars er öll meðferð þessa máls um sláturleyfið óskiljanleg. Ég hefði ekki trúað því að svona gæti gerst hér; Pólland kemur fyrst upp í hugann í þessu sambandi," sagði Ingi. Næst var rætt við Gunnar Valdimarsson, vörubílstjóra og bónda. „Með tilliti til byggðarlagsins finnst mér ekki hægt að missa

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.