Morgunblaðið - 16.10.1982, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. OKTOBER 1982
21
*
Birgir Isl. Gunnarsson:
Málið er ekki
svona einfalt
Það hefur verið háttur áróð-
ursmeistara allra alda að reyna
að einfalda alla hluti. Að tala í
einföldum slagorðum og meitl-
uðum setningum hefur löngum
dugað best þeim, sem mest
leggja upp úr því að villa um
fyrir fólki og koma inn hjá því
röngum hugmyndum.
Þessa dagana erum við að upp-
lifa eina umferðina enn í slíkum
málflutningi. Aðilar ríkisstjórn-
arinnar reyna nú að stilla hinni
flóknu pólitísku stöðu og hinu
flókna dæmi efnahagsmálanna
upp í einfalda spurningu: „Ætlar
stjórnarandstaðan að sýna það
pólitíska ábyrgðarleysi að fella
bráðabirgðalög ríkisstjórnarinn-
ar, þegar þau koma til atkvæða á
Alþingi?" Þessi setning hljómar
nú í öllum áróðri stjórnarliða og
það látið fylgja með, að stjórnar-
andstaðan hljóti að verða kölluð
til ábyrgðar á efnahagserfiðleik-
um íslendinga, ef svo færi.
Hér eru flóknir hlutir einfald-
aðir um of, eins og reyndar gæg-
ist oft fram ef málflutningur
stuðningsmanna ríkisstjórnar-
innar er skoðaður ofan í kjölinn.
Við skulum athuga nokkur atriði
í þessu sambandi.
Deilt um meginstefnu
1. Átökin í stjórnmálum og
efnahagsmálum Islendinga snú-
ast alls ekki um þessi einstöku
bráðabirgðarlög ríkisstjórnar-
innar. Þau snúast um efna-
hagsstefnu þessarar ríkisstjórn-
ar í heild. Þau snúast um stefnu,
sem í mesta góðæri okkar Is-
lendinga hefur leitt til þess, að
allt atvinnulíf er hér á heljar-
þröm, erlendar skuldir nálgast
hættumörk og atvinnuleysisvof-
an er farin að gægjast inn um
gættina. Átökin snúast um það
að látið sé af þessari stefnu sem
fyrst og að hér verði tekin upp
ábyrg stefna í atvinnu- og efna-
hagsmálum, sem efli atvinnulíf-
ið, auki þjóðarframleiðsluna og
tryggi öllum vinnandi höndum
arðsama atvinnu. Því fyrr sem
slík stefna er tekin upp, því
betra. I því efni geta nokkrir
mánuðir skipt miklu máli.
Hluti af víö-
tækari aðgerðum
2. Þó að ríkisstjórnin láti nú
líta svo út sem bráðabirgðalögin
séu aðalatriðið í hennar huga
þessa stundina fer því víðs
fjarri. Bráðabirgðalögin eru
hluti af víðtækari aðgerðum,
sem boðaðar hafa verið — og
sem margir stjórnarliðar telja
að verði að afgreiða í einu lagi.
Um þessar aðgerðir er ekki enn
samstaða innan stjórnarinnar.
Árásirnar á stjórnarandstöðuna
eru því settar fram til að draga
athyglina frá þeirri óeiningu,
sem ríkir innan stjórnarliðsins
um þessar viðbótaraðgerðir.
Hvað með vísitölu-
kerfið?
3. Eitt þessara mála, sem
tengjast bráðabirgðalögunum er
breyting á vísitölukerfinu.
Framsóknarflokkurinn virðist
leggja mikla áherslu á það mál
og í forystugreinum í Tímanum
hefur það verið talið eitt aðal-
atriðið í aðgerðum ríkisstjórnar-
innar. Um það mál er hinsvegar
ekkert samkomulag. Hvaða aug-
um munu Framsóknarmenn líta
það, ef ekki reynist unnt að ná
samkomulagi um nýjan vísi-
tölugrundvöll, áður en bráða-
birgðalögin koma til samþykkt-
ar? Um það hafa þeir ekkert
sagt.
Hvað með orlofið?
4. Annað mál, sem tengist
bráðabirgðalögunum er lenging
orlofs. Guðmundur J. Guð-
mundsson hefur lýst því yfir að
stuðningur hans við bráða-
birgðalögin sé háður því, að lög
um lengingu orlofs verði jafn-
framt samþykkt. Ýmsum finnst
það hinsvegar dálítið skondið að
um leið og laun eru skert, þá sé
verið að gefa fólki lengra frí. I
þeim hópi eru ýmsir forystu-
menn launþega og stuðnings-
menn bráðabirgðalaganna.
Stjórnarliðið er því alls ekki bú-
ið að bíta úr nálinni með það
mál.
Allt einn pakki —
eða hvað?
5. Ýmis fleiri mál tengjast af-
greiðslu bráðabirgðalaganna.
Um það segir Guðmundur G.
Þórarinsson í grein í Tímanum
13. október sl.: „Bráðabirgðalög-
in eru aðeins hluti af heildarað-
gerðum í efnahagsmálum. Hinn
hlutinn eru lagafrumvarp um
láglaunabætur, breytingar á
vísitölukerfinu og breytingar á
orlofslögum. Auðvitað á að ræða
þessar aðgerðir í heild, en ekki
láta stjórnarandstöðuna velja út
Birgir Isl. Gunnarsson
úr á þann hátt, sem hún vill
ræða og fella. Þess vegna þurfa
öll þessi lagafrumvörp að koma
fram strax þannig að fjalla megi
um þau með bráðabirgðalögun-
um.“
Alþýðubandalagið vill hins-
vegar leggja fram bráðabirgða-
lögin ein og sér strax og knýja á
um afgreiðslu þeirra. Um þetta
er nú þjarkað í stjórnarherbúð-
unum.
Öngþveitið á
ábyrgö stjórnarinnar
6. Stjórnarliðar eru smám
saman að sjá að sá áróður geng-
ur ekki — að stilla einungis
bráðabirgðalögunum upp, eins
og þau séu það, sem allt snýst
um. Nú fara þeir fram á viðræð-
ur við stjórnarandstöðuna. Það
hefði að sjálfsögðu átt að gerast
fyrir tveimur mánuðum, þegar
stjórnin sá, hvernig landið lá.
Hún þverskallaðist við. Allur
dráttur í þessu máli er því á
hennar ábyrgð, svo og allt það
öngþveiti sem mál eru að fara í.
Af þessu öllu má sjá að það
áróðursbragð stjórnarliða að
reyna að stilla stjórnarandstöðu
upp við vegg með bráðabirgða-
lögunum er einungis sett fram
til að slá ryki í augu fólks. Málið
er ekki svona einfalt.
Farmenn sam-
þykktu nýjan
kjarasamning
med 77% atkvæöa
UNDIRMENN á farskipum sam-
þykktu með yfirgnæfandi meirihluta
alkva-ða nýgerðan kjarasamning
þeirra við útgerðarmenn. Alls
greiddu 128 atkvæði. Af þeim sögðu
99 já og 26 greiddu atkvæði gegn
samningnum. 3 seðlar voru ógildir,
að sögn Guðmundar Hallvarðssonar,
formanns Sjómannafélags Revkja-
víkur.
Eins og kunnugt er af fréttum
fóru undirmenn á farskipum í
verkfall til að knýja á um bætt
kjör sín. Hvorki gekk né rak á
fundum þeirra og útgerðarmanna,
fyrr en ríkissáttasemjari lagði
fram sáttatillögu í deilunni, sem
báðir aðilar samþykktu með fyrir-
vara um samþykki félagsmanna,
sem nú liggur fyrir.
Alþingi:
Þingfundur í
rúmar tvær
mínútur
Næstu fundir
boðaðir á mánudag
FUNDUR sameinaðs Alþingis á
fimmtudag hófst um klukkan
14.00 og lauk rúmum tveimur mín-
útum síðar. Tvö mál voru á
dagskrá, hvernig ræða skyldi
þingsályktunartillögu um veiði í
erlendri fiskveiðilandhelgi og
þingsályktunartillögu um stefnu í
flugmálum. , Forseti sameinaðs
þings, Jón Helgason, lagði til að
báðar þingsályktunartillögurnar
skyldu hljóta eina umræðu og var
það samþykkt samhljóða. Lauk
þar með fundi sameinaðs þings og
ekki var fundað í deildum. Næstu
fundir verða boðaðir með dagskrá
á mánudag.
S SAMTALS HÆKKUN INETTOI
___1131000
NÝIR OG HÆKKAÐIR SKATTAR
FRÁ HAUSTINU 1978
(VERÐLAG FJÁRLAGA1982, ÞÚS. KR.)
295 000
256000
217000
I
191000
M
130000
107000
47000
45000
30000
i 5 S
i 2
: w 8i
’ 1 V
i .c
: 2 9
! % 5
> -í i:
i ,S S
rlt
> wT
i s §
: 4C JC
R
2?
!
I
i j
ii
p
«1
s
f
I
I
&
*
2?
1
28500
13500
m nfB
2 :g
!i
I!
li
I
-c
1
«0
l
E
|
-a:
5
$
§
FRUMVARP til fjárlaga fyrir árið 1983 hefur nú verið lagt fram á Alþingi. Engin
stefnubreyting er í frumvarpinu frá því sem verið hefur, en eins og kunnugt er
hafa vinstri stjórnirnar sem hér hafa setið siðan 1. september 1978, þegar Olafur
Jóhannesson myndaði stjórn framsóknarmanna, alþýðuflokksmanna og alþýðu-
bandalagsmanna, lagt á það höfuðkapp að þyngja skattbyrðina. Teikningin sem
hér birtist sýnir hina nýju skatta vinstri stjórnanna frá 1978, en miðað er við
verðlag fjárlaga 1982, og við gerð myndarinnar hefur verið tekið tillit til þeirra
hækkana, sem mælt var fyrir um með bráðabirgðalögum ríkisstjórnarinnar frá
þvi i ágúst síðastliðnum.
Matthías A. Mathiesen, alþingismaður, segir um skattastefnu fjárlagafrum-
varpsins fyrir árið 1983:
„Aukin skattheimta í tíð ríkisstjórna Olafs Jóhannessonar og Gunnars Thor-
oddsen nemur í tekjum ríkisins á árinu 1983 1.650 milljónum króna (1.131
milljón á verðlagi fjárlaga 1982, innsk. Mbl.) eða 35 þúsund krónum á hverja 5
manna fjölskyldu. Ekki er ætlunin að létta skattbyrðina á næsta ári. Skattvísi-
talan ætluð 152 og hækkar um 52% i samræmi við spá Þjóðhagsstofnunar um
tekjuaukningu milli áranna 1981—1982. Síðan gefur ríkisstjórnin fyrirheit um að
skattbyrðin skuli ekki þyngjast á næsta ári, en það þýðir að ríkisstjórnin reiknar
með 60% verðbólgu og hefur gefist upp (í baráttunni við verðbólguna)."
Garðabær:
Grifter-hjóla-
þjófar á ferö
TVO síðustu daga hefur verið til-
kynnt til rannsóknarlögreglunnar í
Hafnarfirði um þjófnað á þremur
reiðhjólum af Grifter-gerð í Garða-
bæ.
Einu hjóli var stolið í Túnun-
um, öðru í Hlíðarbyggð og því
þriðja í Lækjarfit. Rannsóknar-
lögreglan biður fólk sem verður
vart við slík hjól í reiðileysi eða
óvenjuleg sölutilboð á hjólum
þessarar gerðar að hafa samband
við sig. Nýtt reiðhjól þessarar
gerðar kostar, samkvæmt upp-
lýsingum frá innflytjanda, um
4.500 kr.
Skoðanakönnun:
42,3% styðja
ríkisstjórnina
DAGBLADIi) og Vísir hefur birt
niðurstöður skoðanakönnunar um
fylgi ríkisstjórnar Gunnars Thor-
oddsen.
Samkvæmt henni sögðust
42,3% aðspurðra styðja stjórn-
ina, 28,8% voru henni andvígir,
23,2% voru óákveðnir og 5,7%
vildu ekki svara. Urtakið var 600
manns.
Þá sögðust 35% aðspurðra í
skoðanakönnun Dagblaðsins og
Vísis vera fylgjandi bráðabirgða-
lögum ríkisstjórnarinnar, að því
er fram kom í blaðinu á miðviku-
dag. Andvígir voru 29,5% að-
spurðra, 29,5% voru óákveðnir og
6,0% vildu ekki svara.