Morgunblaðið - 16.10.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.10.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1982 17 inn. Okkur nægir að taka meðal- legutíma sjúklings á síðasta ári til þess að sjá þetta út. Hann var 12,5 dagar, en undir 10 dögum ef lang- legusjúklingarnir eru ekki hafðir með í dæminu. Þeir hleypa tölunni verulega upp.“ — Nær allar augnaaðgerðir eru framkvæmdar á Landakotsspít- ala. Hvað olli því, að Landakot varð miðstöð augnlækninga? „Augnlæknar hafa verið hér al- veg frá upphafi," sagði Logi. „Þeir voru hér áfram þegar Landspítal- inn tók til starfa, en hvers vegna veit ég ekki. Hins vegar var ákveð- ið hér 1969 að koma á fót sérstakri augndeild. Vafalaust spilar þarna líka inn í, að vera ekki með augn- lækningar á mörgum stöðum. Það er á margan hátt þægilegra og eðlilegra að slíkar aðgerðir séu á einum og sama staðnum." — Hversu stór er kennsluþátt- ur lækna Landakotsspítala? „Læknar á Landakoti gegna kennslu alveg til jafns við lækna hinna spítalanna í borginni,“ sagði Ólafur. „Hér eru 7 af 29 sérfræð- ingum, einn prófessor og nokkrir dósentar, og við tökum þátt í kennslunni á við hin sjúkrahúsin. Ein prófessorsstaða í augnlækn- ingum er bundin við Landakots- spítala og ein dósentstaða í hand- lækningum. Þegar talað er um að staða sé bundin við sjúkrahúsið þýðir það að fari viðkomandi læknir burtu missir hann stöð- una.“ — Við Landakot er starfrækt fulltrúaráð. Hvernig starfar það? „Fulltrúaráðið, sem alls telur 21 fulltrúa, er stjórnandi sjálfseign- arstofnunarinnar og var stofnað árið 1977. Annars staðar eru stjórnir, sem eru ákveðnar í lögum og þessháttar stjórn er einnig hérna, en fulltrúaráðið er yfir- stjórn okkar,“ sagði Logi. „Full- trúaráðið hefur tvíþættu hlutverki að gegna," sagði Ólafur. „Ráðið kemur reglulega saman til að ræða málefni spítalans og taka ákvarðanir í stefnuatriðum og þá ekki síður í sambandi við reikn- inga og áætlanir. Það þarf að sam- þykkja áður en eitthvað er gert. Hinn þátturinn er sá að skapa nánari tengingu við umheiminn." — Hvernig er þetta ráð skipað? „Þarna er fólk úr ýmsum áttum, sem yfirleitt tók sæti eftir ábend- ingum beggja aðila, þ.e. þeirra sem hér eru, svo og heilbrigðis- ráðuneytisins. Ráðið hefur verið óbreytt frá upphafi og í því eru ýmsir embættis- og athafnamenn, auk fulltrúa líknarfélaga." — Þið nefnduð áðan að fjár- magn vantaði til tækjakaupa og viðhalds. Hefur þetta sett mark sitt á rekstur sjúkrahússins á und- anförnum árum? „Við erum auðvitað í stöðugum vandræðum með þennan lið,“ sagði Logi. „Á fjárlögum frá 1978 höfum við haft sem svarar 360.000 nýkrónum til tækjakaupa. Fjár- veitingin gengur beint til að greiða skuldir vegna tækjakaupa og hefur alltaf gert. Við fengum síðan grænt ljós á einhver tækja- kaup ef við færðum þau til gjalda beint og notuðum hluta daggjalda til þess. Á undanförnum árum hefur daggjöldunum verið skipt í tvennt. Annars vegar til reksturs og hins vegar til viðhalds og tækjakaupa. Sú tala er svo lág, að hún dugar hvergi. Á yfirstandandi ári eru það 2,6 milljónir sem við höfum til þessarra þátta, en dugar ekki einu sinni fyrir viðhaldinu einu saman." „Við erum ekki að fara fram á nein ósköp," skaut Ólafur inní, „heldur það eitt að geta endurnýj- að tækjakostinn eins og þörf er á. Við viljum aðeins fá fjárveitingu í samræmi við það hlutverk, sem spítalinn gegnir. Við viljum ekki fá neinn forgang, en þurfum að fá ný röntgentæki, þau ganga úr sér eins og annað. Það sem þó vantar mest í dag er Gamma-myndavél. Án eðlilegs tækjabúnaðar er auð- vitað enginn spítali." SSv. Fulltrúaráð sjálfseignarstofnunar St. Jósefsspítala, Landakoti. Talið frá vinstri: Jóhannes Nordal, aðalbankastjóri Seðlabankans, Katrín Hjaltested, Unnur Ágústsdóttir, formaður Bandalags kvenna, Ingibjörg Magnúsdóttir, deildarstjóri, Valur Valsson, bankastjóri, Erlendur Kinarsson, forstjóri, Bjarni Jónsson, dr.med., llöskuldur Olafsson, bankastjóri, Otarr Möller, forstjóri, Ólafur Örn Arnarson, yfirlæknir, Logi Guðbrandsson, fram- kvæmdastjóri, Jón Ingimarsson, ráðuneytisstjóri, Sigurður Helgason, for- stjóri, Gunnar Friðriksson, forstjóri, Systir Hildegard, Gunnar J. Friðriks- son, forstjóri, Guðrún Marteinsson, hjúkrunarforstjóri og Gunnar Már Hauksson, skrifstofustjóri. Þau tvö siðasttöldu eiga ekki sæti í ráðinu en sitja fundi þess. Á myndina vantar þau Bjöm Önundarson, tryggingayfir- lækni, Geirþrúði Hildi Bernhöft, ellimálafulltrúa, Hallgrím Sigurðsson, for- stjóra, Jón Kjartansson, forstjóra, og Olaf Jóhannesson, utanríkisráðherra. Guðrún Marteinsson O'Leary, hjúkrunarforstjóri á Landakoti: „Gamla hugarfarið ríkir að vissu leyti enn hjá okkur“ Guðrún Marteinsson O’Leary er hjúkrunarforstjóri á Landakotsspít- alanum. Hún hóf störf árið 1978 og tók þá við af príorinnunni hjá St. Jósefssystrunum, en hafði áður unn- ið um eins árs skeið á spítalanum og þekkir því vel til. Guðrún hefur mikla reynslu, jafnt í starfi sem námi, og hefur þrisvar sinnum farið erlendis til náms. Morgunblaðið ræddi við hana og innti hana fyrst eftir því í hverju hennar starf sem hjúkrunarforstjóri fælist fyrst og fremst. „Mitt hlutverk er að sjá um hjúkrunarþjónustudeildirnar. Ég sé t.d. um ráðningar hjúkrunar- fræðinga og sjúkraliða. Mér til að- stoðar hef ég hjúkrunarfram- kvæmdastjóra svo og námsstjóra. Þeir hjálpa mjög mikið til og einn- ig höfum við góða deildarstjóra og það styrkir okkur enn frekar í því hlutverki að hafa hjúkrunina eins góða og kostur er. Við reynum að vera eins vak- andi og hægt er og fylgjumst vel með öllu því nýjasta í hjúkrun- arskipulagi og erum mjög áhuga- samar um að auka menntun fólks innan stofnunarinnar. Við höfum sett upp stefnuskrá og markmið fyrir hjúkrunarþjónustudeildirn- ar og þar kemur í ljós hver ábyrgð hjúkrunarfræðinganna er og hvers við væntum af starfsfólkinu. Það er trú mín að þetta stuðli að aukinni samheldni á meðal fólks- ins. Vissulega eigum við langt í land með að ná takmarki okkar, en stefnum markvisst að því.“ — Það er langur biðlisti hjá ykkur hérna á Landakoti. Telurðu að það orð sem fer af sjúkrahús- inu geri það að verkum að fólk sæki frekar hingað en á hin sjúkrahúsin? „Það er ekki gott að segja til um. Sjúklingar hjá okkur eru um 180 talsins og biðlistinn er vissu- lega langur. Biðlistinn hjá okkur eykst mest vegna þess að rúmin hjá okkur eru svo fá. Neyðarvakt- irnar, sem við tökum að okkur til jafns á móti hinum sjúkrahúsun- um tveimur, gera það að verkum að hjá okkur fyllast öll rúm og gott betur. Við ráðum í rauninni ekki við þessar vaktir. Lokadagana á þessum vöktum er bókstaflega allt að springa og það kemur auðvitað niður á þeim hjúkrunarstaðli, sem við viljum halda. Við erum eiginlega komin í sjálfheldu, varla fyrr búin að koma hlutunum í þokkalegt horf þegar allt fyllist aftur. Eftir þess- ar vaktir eru oft 6—7 sjúklingar á göngunum. Það segir sig sjálft, að ekki er hægt að hjúkra fólki eins vel og æskilegt er þegar þannig er komið. Hugmyndir komu fram í vor þess efnis að við tækjum færri neyðarvaktadaga, en þær duttu uppfyrir. Það stendur okkur ennfremur geysilega mikið fyrir þrifum, að við höfum ekki öldrunardeild. Eldra fólkið vill því ílendast meira hjá okkur en á hinum sjúkra- húsunum. Borgarspítalinn hefur t.d. Hafnarbúðir og Landspítalinn Hátún fyrir gamla fólkið. Við höf- um ekkert húsnæði að venda í. Þetta sníður okkur því afar þröng- an stakk. Við höfum hvorki endur- hæfingar- né hjúkrunardeild fyrir þetta eldra fólk. Við erum í raun ekki í aðstöðu til að gera það fyrir fólkið, sem það þarf. í fyrra kom til tals að kaupa húsnæði við Bræðraborgarstíg en ekkert varð úr. Síðan hefur okkur verið gefið vilyrði fyrir að fá inni með lang- legusjúklinga í B-álmunni á Borg- arsjúkrahúsinu. Hins vegar má ekki gleyma því að margt hefur verið gert til að bæta hjúkrunarþjónustuna. Þá hefur nýtt ræstingarfyrirkomulag verið tekið upp. Ennfremur má nefna að þvottahúsið hefur verið flutt í leiguhúsnæði, en sauma- stofan er enn hérna hjá okkur. Enn er þó ótalmargt, sem enn er ógert. Bæta þyrfti búningsaðstöðu starfsfólks svo og aðstöðu í borðstofu, en þar er stundum þröngt." — Eru ekki viðhorf starfsfólks önnur á sjúkrahúsi eins og Landa- koti, sem er sjálfseignarstofnun? „Ég hugsa að svo sé að vissu leyti og að starfsfólkið beri önnur viðhorf í brjósti en á hinum sjúkrahúsunum. Þá hugsa ég að það sé nýtnara en almennt gerist á sjúkrahúsum. Við leggjum mikla áherslu á að efla samstarf á milli sjúkrahúsanna og fylgjast með nýjungum og að ræða hin ýmsu vandamál sem upp koma. Sama gildir um samstarf við Hjúkrun- arfélagið svo og Hjúkrunar- og Sjúkraliðaskólann og Heima- hjúkrunina. Það er á stefnuskrá hjúkrunarþjónustudeildar St. Jós- efsspítala að auka tengsl og sam- vinnu innan stofnunarinnar, svo og við aðila utan sjúkrahússins og að viðhalda þeim góða anda, sem ríkti í tíð St. Jósefssystra. Gamla hugarfarið, sem systurnar inn- leiddu, ríkir að vissu leyti ennþá hjá okkur. Þetta verður allt per- sónulegra og við lítum enn á eitt og annað innanhúss sem okkar.“ SSv. • • Orstutt ágrip af sögu Landakotsspítalans Á þessum 16. degi októbermán- aðar 1982 eru 80 ár liðin frá því vígður var spítali i Landakoti. Syst- ur af reglu St. Jósefs, sem sest höfðu að í Landakoti árið 18% og stundað hjúkrunarstörf frá þeim tima, reistu hann. „Gamli spítal- inn“ er hann nú nefndur og þar voru 40 rúm. Farið verður hratt yfir sögu hér enda hefur saga spítalans eigi alls fyrir löngu verið rakin í Morgunblaðinu? Árið 1935 var það hús sem nú er nefnt „Nýi spítalinn" reist. Rúmaði sú bygging 30 sjúklinga til viðbótar. Auk þess var röntg- endeild í húsinu, svo og aðsetur systranna. Fimmtán árum síðar var 18 sjúkrarúmum bætt við og árið 1960 var stofnuð barnadeild þar sem áður höfðu verið íbúðir starfsfólks. En allt kom fyrir ekki. Fljótlega var svo komið að starfsemin var að sprengja allt utan af sér. Á bættist, að eld- hættan af gamla timburhúsinu lá eins og mara á stjórn spítalans og því var hafist handa við ný- byggingu. Hún var reist í áföngum. Var fyrst flutt í sjúkradeild á 1. hæð í janúar 1962 og síðan flutt úr gamla spítalanum í áföngum eft- ir því sem hægt var. Lauk flutn- ingunum í mars árið 1963. Síðan var reist lítil skrifstofubygging og endanlegum framkvæmdum á nýbyggingunni lauk undir jól 1966. Hafði byggingin þá staðið í áratug. Það var árið 1969, sem augn- deild var stofnuð við Landakot og nú fara svo að segja allar augn- aðgerðir landsins fram þar. Fyrir fimm árum létu systurnar af eignarhaldi sjúkrahússins. Við tók Sjálfseignarstofnun St. Jós- efsspítala og er svo enn í dag. Morgunblaðið ræddi á þessum tímamótum við hjúkrunarfor- stjóra, yfirlækni og fram- kvæmdastjóra Landakotsspítala. Fara þau viðtöl hér á eftir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.