Morgunblaðið - 16.10.1982, Síða 19

Morgunblaðið - 16.10.1982, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1982 19 Poul-Henrik Trampe ásamt Jette konu sinni. Jette er félagsfræðingur og vinnur við áætlanagerð í ráðhúsi Kaup- mannahafnar á Friðriksbergi. hefði farið fram. Undir tilkynn- inguna skrifaði eiginkona hans, Jette Pio Trampe. Dánartilkynningin kom eins og þruma úr heiðskíru lofti yfir alla, sem til þekktu, lögreglu- mennina og vini og kunningja Trampe-hjónanna, enda hafði enginn vitað til, að Trampe væri sjúkur. Eftirgrennslan lögregl- unnar leiddi líka í ljós, að alls engin jarðarför hafði átt sér stað og ekkert dánarvottorð var fyrir hendi. Einnig hefur verið upplýst, að í byrjun þessa mán- aðar sagði Jette vinum þeirra hjóna, sem voru að spyrja um Trampe, að hann væri í Ósló að semja um útgáfu bókar sinnar „Hann og hún“ hjá norsku for- lagi. I dánartilkynningunni seg- ir hins vegar, að hann hafi lát- ist 22. september. Við lögregiurannsókn á þessu undarlega máli þykir það hafa sannast, að Trampe fór um borð í Óslóarferjuna 22. september sl. en nokkuð víst þykir líka, að hann hafi ekki komið til Óslóar. I ferjunni fannst farangur Trampes og bréf og vegna inni- halds þeirra, sem ekki hefur verið sagt frá, hallast lögreglan helst að því, að hann sé í raun og veru látinn. Hins vegar hefur ekkert lík fundist og því engu hægt að slá föstu. Jette, eiginkona Trampes, er ekki grunuð um græsku í þessu máli og flestir líta á dánartil- kynninguna sem tilraun af hennar hálfu til að verja minn- ingu manns síns og fela e.t.v. óeðlilegar kringumstæður við lát hans fyrir umheiminum. Þar hefur henni þó orðið á í mess- unni. Trampe er kunnur maður í Danmörku og Danir bíða nú með öndina í hálsinum eftir frekari fréttum af málinu. „Forhold“ — bók um af- brýðisemi „FORHOLD", síðasta bók Poul-Henriks Trampe, sem út kemur í dag, er ekki sakamála- saga eins og flestar fyrri bæk- ur hans, heldur sálfræðilegur róman. Hún fjallar um hjón og er skrifuð frá sjónarhóli kon- unnar. Hún hefur misjafna sögu að segja af kynnum sínum við karlmennina en smám sam- an þroskast hún í samskiptum sínum við þá og nær betri tök- um á starfi sínu. Þá bregður svo við, að manninum hennar finnst sem fótunum hafi verið kippt undan sér og hann veit ekki lengur hvar hann stendur. Nagandi afbrýðisemin er efni síðasta kafla bókarinnar og á hann að gerast á þessu ári. Sögunni lýkur á harmrænan hátt og það er konan, sem ber sigur úr býtum. Sprenging í Toronto Toronto, 15. oklóber. AP. MIKIL sprenging varð i gærkvoldi fyrir utan verksmiðju í Toronto í Kan- ada þar sem framleidd eru leiðsögu- kerfi fyrir handarískar stýriflaugar. Nokkrir menn slösuðust í sprenging- unni, en nokkru áður hafði óþekktur maður hringt til lögreglunnar og varað hana við. Sprengjan, sem komið hafði verið fyrir í sendibíl, sprakk rétt eftir að lögreglumenn voru komnir á staðinn og slösuðust um níu manns, þar af tveir mjög alvarlega. Verulegar skemmdir urðu á byggingunni. Sprengingin varð degi eftir að dómari hafði úrskurðað, að for- svarsmenn verksmiðjunnar þyrftu ekki að bera vitni í réttarhöldum yf- ir 22 andstæðingum kjarnorku- vopna, sem reyndu með valdi að hindra þá starfsemi, sem þar fer fram. Verjandi mannanna heldur því fram, að starfsemin sé glæpur gegn mannkyninu og þess vegna hafi sakborningarnir verið í sínum fulla rétti. Fyrirtækið, sem um ræðir, Litton Systems Canada Ltd., framleiðir einkum leiðsögukerfi fyrir venju- legar flugvélar en einnig fyrir bandaríska og kanadíska herinn. Fyrir vestan eyna Malsten í Svíþjóð fannst þessi fjarskiptabauja á reki nú í vikunni svo og gult litarefni á yfirborðinu, sem gæti komið frá bil- uðum kafbát, er þannig væri að reyna að gefa upplýsingar um stað- setningu sína. Einmitt þarna hafa margar djúpsprengjur verið sprengd- ar. til sýnis nú um helgina VÉRÐlAUNAHÚS bo Rsznnp fiaPia#Inhmmr ÍIImi _____________ Á sýningunni „Fjölskyldan og heimilið '82" vakti óskipta athygli sýningarhús Skjólbæjar sf. frá FLEXPLAN m.a. vegna fagurfræðilegs útlits og sem vandað, vina- legt og efnismikið orlofshús. Vegna stöðugra fyrirspurna verður FLEXPLAN orlofshúsið til sýnis nú um helgina við íþróttahöllina í Laugardal. Húsið verður opið almenningi sem hér segir: Laugardag frá kl. 10.00 - 18.00 og sunnudag frá kl. 13.00- 18.00, en aðeins þessa einu helgi. SÉRTILBOÐ Skjólbær sf. býður viðskiptavinum sínum 39 MÁNAÐA GREIÐSLUTÍMA ef pantað er nú í haust og húsið afhent næsta sumar. Auk allrar venjulegrar fyrirgreiðslu annast Skjólbær sf. útvegun sumarbústaðalands fyrir FLEXPLAN orlofshúsin í Vatnaskógi og víðar. Allur búnaður í sýningarhúsinu er frá Gráfeldi. SKJÓLBffR SF. Borgartúni 29 Sími 29393

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.