Morgunblaðið - 16.10.1982, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1982
Stórmótið í Tilburg:
Karpov sigurstranglegastur
T/LBURG- 1982 STIG- 1 2 3 9 5 t> 7 8 9 10 11 12
f KAR P0V (Sovttr'ikjunuim) 2TOO ty. i O 'L i L í L 1
2 PETROSJAN(Sovitr) 2ÍOS 0 % 'L 1 'L o i 'L 'L L
3 TORRf (Filippstyjum) ISiS 0 'L % 'L O L O i 'L L 'L
9 PORTISCH (Ungver/alandi) 2Í2S i O 'L % 'L 'L O O L L L
5 TIMMAN (Pollandi) 2Í00 L 'L i 'L % 'L i 'L 'L L 1
é NUNN (Englandi) 2SíS O 1 'L 'L 'L % 'L L L O 'L
7 SOSONKO (Rollandi) 157S 'tz o i i 'L I L L i 'L L
8 LARSEN (Panmorku) 25<1S O 'k O O 'L L 77? O L O 'L
9 &R0WNE (Bandarikjunim) 2 5SO 'tz i 'L 'L L i V/á VY? ll O O
10 S M YS LOV(Sovétr'ikjunom) 2SÍ5 'L 'L 'L i 0 L 'L m L i
11 ANDERSSON(Sv'ihjóð) 2ÍI0 'L 'L 'L L ‘L 'L i 1 L L
12 HÚBNER (V-þýikalandi) 2ÍSO O 'L 'L L O 'L L i O L r. .
■ Fyrir sírtustu umferð á hinu
geysisterka Interpolis-skákmóti i
Tilburg í Hollandi hefur heims-
meistarinn, Anatoly Karpov, besta
möguleika á því að hreppa efsta
sætið. Karpov hefur nú hlotið sex
og hálfan vinning úr níu skákum.
Helsti keppinautur hans, hollenski
stórmeistarinn Jan Timman er
jafn honum að vinningum, en hef-
ur lokið einni skák fleira en Karp-
ov. Ilrslit í tíundu og næstsíðustu
umferðinni urðu þau að Sosonko
vann Portisch, Torre vann Larsen
og jafntefli varð í skák Hubners og
Anderssons og viðureign Timmans
og Nunn. Skák Karpovs og Smys-
lovs var frestað og skák þeirra
l'etrosjans og Browne fór í bið.
Síðasta umferðin á mótinu
verður tefld í dag, laugardag. Þá
mætast m.a. Andersson og
Karpov og Hollendingarnir Sos-
onko og Timman, en þessir fjórir
skákmenn eru einmitt í efstu
sætunum á mótinu.
Staðan fyrir síðustu umferð-
ina er þessi:
1. Karpov 6 'h. v. og frestuð
skák.
2. Timman 6V4 v.
3. -4. Sosonko og Andersson 6 v.
5. Smyslov 5 v. og frestuð skák.
6. -7. Petrosjan og Browne 4 'k
v. og biðskák.
8. Nunn \ 'k v.
9.-11. Torre, Portisch og Húbner
4 v.
12. Larsen 2'k v.
Tilburg-mótið hefur að þessu
sinni verið bæði spennandi og
skemmtilega teflt og er það ekki
síst að þakka Karpov sem hefur
nú náð sínu besta frá því að
hann varði heimsmeistaratitil-
Skák
Margeir Pétursson
inn gegn Korchnoi í fyrra. Hol-
lendingar eru að vonum mjög
ánægðir með frammistöðu sinna
manna, en af þeim Smyslov,
Portisch, Hubner og Torre, sem
allir eru í hópi þeirra sem koma
til með að berjast um áskorun-
arréttinn á Karpov á næsta ári,
hefur aðeins Smyslov náð sóma-
samlegum árangri.
Garry Kasparov, sem flestir
telja líklegastan sem næsta
áskoranda Karpovs, var boðið á
mótið, en afboð kom frá Moskvu
á síðustu stundu og var því grip-
ið til þess ráðs að bjóða Browne í
staðinn. Þeir Karpov og Kasp-
arov hafa aðeins einu sinni mæst
á stórmóti, það var í Moskvu í
fyrra og ganga þær sögur fjöll-
unum hærra að heimsmeistar-
inn forðist það eins og heitan
eldinn að mæta Kasparov, sem
aðeins er 19 ára gamall, en samt
orðinn næststigahæsti skákmað-
ur heims.
Fram að þessu hefur Karpov
teflt ákaflega vel á Tilburg-
mótinu. Hér eru tveir sigrar
hans, úr fyrstu og sjöttu umferð.
Hvítt: Karpov
Svart: Hubner
Caro-Kann-vörn
I. e4 — c6, 2. d4 — d5, 3. Rd2 —
dxe4, 4. Rxe4 — Bf5, 5. Rg3 —
Bg6, 6. h4 - hfi, 7. Rf3 — Rd7, 8.
h5 — Bh7, 9. Bd3 — Bxd3, 10.
Dxd3 - Rgf6
Skák Karpovs og Larsens í
áttundu umferð tefldist þannig:
10. - e6, 11. Bf4 - Bb4+, 12. c3
- Be7, 13. Re4 - Rgf6, 14. Rd6+
- Bxd6,15. Bxd6 — Da5,16. Bb4
- Dc7, 17. Ba3 - b5, 18. De2 -
Rd5, 19. Dd2 - a5, 20. Hcl -
Db8, 21. c4 - b4, 22. cxd5 - cxd5
og staðan er mjög tvísýn, en
Karpov vann að lokum.
11. Bf4 — e6, 12. 0-0-0 — Be7, 13.
Re5 — 0-0. 14. c4 — c5?
Þessi leikur er byggður á yfir-
sjón. Betra var 14. — Da5.
15. d5! — Rxe5, 16. Bxe5 — Rg4
Nú virðist hvítur vera í vand-
ræðum, en það reynist öðru nær:
17. Bxg7!! — Kxg7, 18. De2 —
Bg5+, 19. Kbl — Rf6
Ef 19. - f5 þá 20. dxe6 - Df6,
21. Hd5!
20. dxe6 — Dc8, 21. e7 — Hfe8,
22. Hd6!
Svartur er í spennitreyju þó
hann sé manni yfir.
— Dg4, 23. De5 - Kg8
Húbner freistar þess að blíðka
goðin með fórnum. Ef nú 24.
Hxf6 — Bxf6, 25. Dxf6, þá heldur
25. — De6 í horfinu.
24. Hel! — Rd7
25. Hxd7! — Dxd7, 26. Rf5 — f6,
27. Dd5+
Einkar smekklegt. Þó svartur
sé hrók yfir í endataflinu gæti
hann þó gefist upp með góðri
samvisku, því hann fær ekki
rönd við reist gegn hvítu frípeð-
unum. Húbner heldur þó áfram
þar til öll von er úti.
— Dxd5, 28. cxd5 — Bf4, 29. g3 —
Bc7, 30. Kc2!
En ekki 30. Rxh6+ - Kh7, 31.
Rf5 - Had8!
— b5, 31. Rxh6+ — Kh7, 32. Rf5
— Hg8, 33. d6 — Ba5, 34. He6 —
Hg5, 35. Hxf6 — Hxh5, 36. d7 —
Hh2, 37. Re3 og svartur gafst
upp.
Englendingurinn John Nunn
hefur nýlega gefið út bók um
byrjunina sem varð uppi á teng-
ingnum í skák hans við Karpov.
En einnig hann reyndist létt-
vægur fundinn gagnvart hár-
nákvæmri og rökréttri tafl-
mennsku heimsmeistarans.
Hvítt: Karpov
Svart: Nunn
Pirc-vörn
1. e4 — d6, 2. d4 — Rf6, 3. Rc3 —
g6, 4. Rf3 — Bg7, 5. Be2 — 04), 6.
0-0 — Bg4, 7. Be3 — Rbd7.
Þessi leikur hefur löngum haft
illt orð á sér og varla batnar það
við þessa skák.
8. h3 — Bxf3, 9. Bxf3 — e5, 10. g3
— c6, 11. Bg2 - I)a5, 12. Dd2 —
Hfe8, 13. Hadl — b5, 14. a3 —
Rb6, 15. b3
Þorbjörg Bjarnadótt-
ir frá Vigur - Sextug
Þorbjörg Bjarnadóttir frá Vig-
ur, skólastjóri Húsmæðraskólans
á Isafirði, er sextug í dag, laugar-
daginn 16. október. Eg óska henni
hjartanlega til hamingju með af-
mælið og með það, að geisla ennþá
af æskufjöri, þrótti og hamingju,
og áhuga á öllu því, sem lífinu til-
heyrir.
Þegar Þorbjörg nú lítur yfir far-
inn veg, getur hún glaðst af því að
gæfa hefur fylgt öllum hennar
störfum.
Hún er frábær kona og ágætur
skólastjóri. Hún er stjórnsöm,
dugleg og góður skipuleggjendi,
samvinnuþýð og velviljuð.
Margar munu þær húsmæður
vera hér á landi, sem eru Þor-
björgu þakklátar fyrir það vega-
nesti, sem þær fengu í Húsmæðra-
skólanum á ísafirði. Ég var í all-
mörg ár kennari við þennan skóla
og á ég margar góðar endurminn-
ingar frá þeim tíma. Þau ár voru
yndisleg. Mörg kvöld skemmtum
við okkur saman, skólastjórinn og
kennararnir, og þá var Þorbjörg
ætíð hrókur alls fagnaðar.
Árshátíðir skólans voru fram-
úrskarandi skemmtilegar og björt
og hlýleg voru litlu jólin. Og ekki
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með góð-
um fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði, að berast í síðasta lagi
fyrir hádegi á mánudag og hlið
stætt með greinar aðra daga. í
minningargreinum skal hinn
látni ekki ávarpaður. Þess skal
einnig getið, af marggefnu til-
efni, að fruraort Ijóð um hinn
látna eru ekki birt á minningar-
orðasiðum Morgunblaðsins.
Handrit þurfa að vera vélrituð og
með góðu línubili.
má gleyma ferðalögunum með
nemendahópinn inn í Vigur.
Þorbjörg vildi að nemendurnir
færu með góðar minningar frá
skólaverunni heim til sín. Og
henni tókst það. Það var svo oft
glatt á hjalla í skólanum og vel
var unnið. Það sýndu handavinnu-
sýningarnar á vorin.
í þrjátíu og fjögur ár höfum við
Þorbjörg verið vinkonur. Ég
þakka henni fyrir vináttuna og
tryggðina. Hún er vinur vina
sinna og gleymir ekki gömlum vin-
um. Ég óska þess, að Þorbjörg eigi
langan starfsdag framundan og að
gæfan fylgi störfum hennar og
henni sjálfri eins og hingað til.
Að lokum vil ég gera orð stjúpa
míns, Hermanns Sigurðssonar, að
mínum orðum og segi við Þor-
björgu:
„Sorgir flýi að fcigrtarós
fótspor sérhvert prýði rós.
/KtíA beróu af hólmi hrós,
hvar sem ferdu, verAi ljós.“
Hólmfríður Jónsdóttir,
fyrrv. menntaskólakennari.
Fræðsluþættir frá Geðhjálp
Fountain-house-klúbburinn
Síðari hluti
í framhaldi af síðasta þætti
verður hér skýrt frá Fountain-
house-klúbbnum í New York,
sem er einna elstur slíkra
klúbba. Starfsemin hófst árið
1948 að frumkvæði einstaklinga
með geðræn vandamál og nokk-
urra velunnara þeirra. Fyrstu
árin var Fountain-house fyrst og
fremst staður þar sem fólk sem
býr við svipaða aðstöðu hittist
og tók þátt í ýmiss konar tóm-
stundaiðju. Með árunum varð
starfsemin umfangsmeiri og
markvissari. Nú er klúbburinn
opinn alla daga vikunnar, fjöldi
félaga er rúmlega 2.000 þar af
eru 1.200 virkir. Starfsemin er í
höndum félaga í samvinnu við
starfsmenn (60). Hún er fjár-
mögnuð með framlögum frá ríki
og sveitarfélögum (60%), áheit-
um, styrkjum og tekjum frá eig-
in rekstri. Starfsemi klúbbsins
skiptist niður í 4 aðalþætti sem
eru: Ilndirbúningur fyrir hin dag-
legu störf, vinnuþáttur, húsnæðis-
þáttur, kvöld- og helgarþáttur.
1. llndirbúningur fyrir hin dag-
legu störf.
Flestir kúbbmeðlimir koma
skv. tilvísun frá geðsjúkrahúsi
eða öðrum aðilum. Umsækjandi
kemur fyrst í kynnisferð, þar
sem hann skoðar húsakynni,
fyllir út umsóknareyðublöð og
tala við starfsfólk. Á næstu
tveimur vikum ákveður hann í
samvinnu við tengil (einn af
starfsmönnum) við hvað hann
vill vinna. Hann getur valið um
starf á eftirtöldum stöðum:
a) Eldhús — borðstofa, þar sem
framreiddur er hádegis- og
kvöldverður.
b) Kaffibar.
c) Skrifstofa, þar er skiptiborð
klúbbsins, dagleg blaðaút-
gáfa, útgáfa tímarits, sem
kemur út einu sinni í mánuði,
auk daglegrar skráningu
meðlima.
d) Gestamóttaka, þar sem um er
að ræða vinnu í fatahengi,
móttöku nýrra félaga, kynn-
ingu á starfsemi klúbbsins,
dreifingu á pósti, einnig sjá
þeir sem þar vinna um að
heimsækja klúbbfélaga sem
dvelja heima eða á sjúkra-
stofnunum.
2. Vinnuþáttur
Eftir þjálfun innan sjálfs
klúbbsins eiga meðlimir mögu-
leika á vinnu á almennum vinnu-
markaði. Fountain-house hefur
gert sérstakan samning við
vinnuveitendur um að leysa af
hendi ákveðin einföld verkefni
og skiptir ekki máli hvaða ein-
staklingur vinnur þau. Forfallist
sá, sem ætlað er að vinna verkið,
hleypur einhver annar í skarðið
(félagi eða starfsfólk). Störf
þessi eru einungis hugsuð sem
vinnuþjálfun og vinnur því hver
og einn aðeins tímabundið við
þau.
3. Húsnæðisþáttur
Fountain-house befur gert
leigusamning við húseigendur og
framleigir síðan húsnæðið til fé-
laga. Minnst tveir einstaklingar
cru í hverri íbúð og geta þeir
búið þar eins lengi og þeir vilja,
þeir eiga kost á því að taka yfir
leigusamninginn.
4. Kvöld- og helgarþáttur
Áðaláhersla er lögð á tóm-
stundaiðju og samveru. í
klúbbnum er aðstaða til að lesa
blöð, spila á spil, tefla, hlusta á
útvarp, horfa á sjónvarp, fá
bækur að láni á bókasafni, fá sér
kaffi. Að auki er boðið upp á
þátttöku í ýmiss konar nám-
skeiðum, saumaklúbb, kór,
ljósmyndun, ensku, stærðfræði,
umræðuhópum ásamt fleiru.
Auk ofangreinds rekur
Fountain-house tvær verslanir í
húsinu.
Á síðustu árum hafa farið
fram reglulegar rannsóknir á
starfseminni. Niðurstöður þeirra
sýna ekki fram á að þátttaka í
Fountain-house-klúbbnum komi
í veg fyrir innlögn á geðsjúkra-
hús, aftur á móti sýna þær fram
á lengri tímabil milli innlagna
og skemmri innlagnir.
Við Fountain-house-klúbbinn í
New York fer fram kennsla og
þjálfun starfsfólks sem vinnur
við slíka klúbba, hann er jafn-
framt fyrirmynd margra slíkra
klúbba í Bandaríkjunum og Evr-
ópu, má hér nefna Fountain-
house í Stokkhólmi og 31B í
Osló.
Hugmyndir um klúbbstarf-
semi hafa náð til íslands og þeg-
ar eru hafnar umræður innan
Geðhjálpar um stofnun slíks
klúbbs. Ekki er enn ákveðið
hvers eðlis starfsemin verður.
Líklegt er þó að félagsstarfsem-
in verði þar í fyrirrúmi.
SS. - UVI.