Morgunblaðið - 16.10.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1982
15
Ekkert rangt í söng nema þaÖ
sé ljótt eða vont fyrir hálsinn
— segir Guðrún Sigríður Frið-
björnsdóttir söngkona, sem nú er
að fara í tónleikaferð um landið
Á laugardagskvöldið þann 16.
októb«r heldur Guðrún Sigríður
Friðbjörnsdóttir söngkona tón-
leika í félagsheimilinu Flúðum í
Árnessýslu. Eru það fyrstu tónleik-
arnir af mörgum fyrirhuguðum úti
á landsbyggðinni á næstunni.
Anna Guðný Guðmundsdóttir mun
leika undir á píanó.
Þetta eru ljóðatónleikar og
bera yfirskriftina „Líf og ástir
kvenna". Guðrún Sigríður ætlar
að tala um hvert lag og útskýra
ljóðin. Lögin á efnisskránni eru
samtíningur frá ýmsum löndum,
bæði þjóðlög og ljóðalög.
í tilefni af fyrirhugaðri
tónleikaferð átti blaðamaður
stutt spjall við Guðrúnu Sigríði.
— Hvenær byrjaðir þú að
læra að syngja, Guðrún?
„Ég var orðin 24 ára gömul
þegar ég hóf söngnám fyrir al-
vöru. Ég lærði fyrst hjá Guð-
mundu Elíasdóttur, en Guð-
munda var þá með söngskóla í
Grjótagötu 5. Þar var ég í fjögur
og hálft ár.“
— Hvað tók svo við?
„Síðan fór ég í Söngskólann í
Reykjavík og var þar fyrsta árið
sem hann starfaði hjá Rut
Magnússon. Ég fékk smám sam-
an mikinn áhuga á enska
söngskólanum, sem mér finnst
alltaf ákaflega fallegur, og eftir
þetta ár í Söngskólanum í
Reykjavík fór ég til Bretlands í
framhaldsnám. Þar var ég við
Guildhall-skólann og fyrstu þrjú
árin hjá Joce Newton, en Joce er
sannur fulltrúi hins hefðbundna
enska söngskóla."
— Hver eru helstu einkenni
þessa enska söngskóla og hvern-
ig greinir hann sig frá öðrum
söngskólum? Geturðu útskýrt
það á einfaldan hátt?
„Ég skal reyna. Aðalatriðið er
að staða barkans er öðruvísi en
tiðkast í skólum meginlandsins,
en staða barkans skiptir miklu
máli um það hvernig röddin
hljómar.
I enska skólanum er hljóðfær-
ið í heild þrengra, það eru valin
þrengri hljómhvolf. Þetta þýðir
að röddin er hljómminni — því
allur styrkleiki hennar er ekki
notaður; en jafnframt má segja
að hún sé úthaldsmeiri. Þessi
raddbeiting hentar mjög vel
fyrir barok-tónlist, þar sem
nauðsynlegt er að halda tóninum
lengi án öndunar."
— Ertu þá bundin við það að
syngja barok-tónlist?
„Ég stóð frammi fyrir þvi eftir
3 ár hjá Joce að, þó að röddin
Guðrún Sjgríður Friðbjörnsdóttir
söngkona.
væri að vísu ágætt barok-
hljóðfæri, þá gat ég ekki sungið
nýrri tónlist, t.d. Sibelius. Og ég
var nú ekki aiveg ánægð með það
og fór þess vegna til annars
kennara í Bretlandi, sem heitir
Rudolf Piernay og er fulltrúi ít-
alska skólans. Én ítalski skólinn
stefnir að því — eins og aðrir
meginlandsskólar — að ná fram
sem mestri vídd í hljóðfærið.
En þótt kennsla Rudolfs sé í
aðalatriðum í samræmi við
grundvallarhugmyndir italska
skólans, hefur hann að sumu
leyti dálítið sérstaka kennslu-
tækni. Hann talar mikið um „að
draga tóninn inn“. Þetta er atr-
iði sem sumt fólk hér heima hef-
ur misskilið, og ég hef jafnvel
verið sökuð um að nota allt aðra
söngtækni en aðrir, jafnvel
ranga. Fólk segir að aðalatriði
söngs sé að koma tóninum út —
ekki að draga hann inn!
Mig langar að nota tækifærið
hér og leiðrétta þennan mis-
skilning. Þetta með að draga
tóninn inn er atriði sem snertir
fókus raddarinnar, en ekki inn-
og útöndun. Þetta er tilfinning
sem söngvarinn Caruso vann
með, og ýmsir kennarar í Lond-
on kenna.
Mér finnst fólk einum of upp-
tekið af því hvað er „rétt og
rangt“ í söng. Það er ekkert
rangt í söng nema það sem er
annaðhvort ljótt, eða vont fyrir
hálsinn. Hálslæknirinn minn
getur borið þess vitni að hálsinn
á mér er hraustari nú en áður en
ég byrjaði að syngja. Og um það
hvað er Ijótt og fallegt í mínum
söng er ég tilbúin til að ræða við
þá sem vilja hlusta á mig syngja
— en ekki aðra.“
Fræðsluráö Vestfjarða:
Einar K. Guð-
finnsson kjör-
inn formaður
Éinar K. Guðfinnsson í Bolung-
arvik hefur verið kjörinn formað-
ur Fræðsluráðs Vestfjarða, en
nýkjörin stjórn þess kom saman
til fyrsta fundar á ísafirði á mið-
vikudaginn, og skipti þá með sér
verkum.
Stjórn Fræðsluráðsins er kjörin
á fjórðungsþingum, og hin nýja
stjórn kjörin á Fjórðungsþingi
Vestfjarða fyrir skömmu, á Suð-
ureyri við Súgandafjörð.
Aðrir í stjórn eru þau Geirþrúð-
ur Charlesdóttir, Isafirði, varafor-
maður, Valdimar Gíslason, Mýr-
um í Dýrafirði, ritari, Jón Baldvin
Hannesson, ísafirði, vararitari,
Jónas Helgason, Æðey, Jón Al-
freðsson, Hólmavík, og Daði Ingi-
mundarson, Patreksfirði.
Akureyri:
Leiklistarnám-
skeið fyrir
áhugaleikara
á Norðurlandi
Akureyri, 14. október, 1982.
LEIKFÉLAG Akureyrar gengst fyrir
leiklistarnámskeiði um næstu helgi,
og er það ætlað leikurum áhuga-
mannafélaga, einkum á Norður-
landi. Þátttakendur munu sjá sýn-
ingu LA á Atómstöðinni annað
kvöld, en kennslan hefst klukkan 10
á laugardagsmorgun og lýkur sið-
degis á sunnudag.
Námskeiðið verður í fjórum
þáttum: Theodór Júlíusson og
Sunna Borg kenna leikræna tján-
ingu. Signý Pálsdóttir, nýráðinn
leikhússtjóri LA, kennir fram-
sögn. Þráinn Karlsson kennir
grímu- og leikmyndagerð. Viðar
Garðarsson leiðbeinir um lýsingu
og leikhljóð.
Fimmtíu til sextíu manns víðs
vegar að af Norðurlandi og frá
Höfn í Hornafirði, sækja nám-
skeiðið. Flestir eru frá Ólafsfirði,
18, en yfirleitt koma 3 til 4 frá
hverjum stað.
Sv.P.
Einnig sýnum viö nokkra sérlega vel meö farna notaöa
Mazda bíla, sem allir seljast meö 6 mánaöa ábyrgö.
BÍLABORG HF
Smiðshöföa 23, sími 812 99.