Morgunblaðið - 07.11.1982, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1982
68
1. sunnudagur í nóvember
Matt. 5.1—12
Allra heilagra messa
1 handbókinni stendur að hinn fyrsta sunnudag í nóvember
skuli halda allra heilagra messu ef hana ber ekki upp á sinn rétta
dag, sem er 1. nóvember. A þessum degi er brugðið út af hinum
hefðbundna kirkjulit sunnudaganna eftir trinitatis, sem er
grænn, og rauð eða hvít messuklæði tekin fram. Það er til að
minna okkur á sakleysi og baráttu þeirra, sem börðust fyrir
trúnni og þjáðust oft svo mikið fyrir hana, gáfu margir líf sitt.
Hver eru þau í þínum huga hin heilögu kirkjunnar?
Það er stundum talað um að það séu ekki endilega þau, sem
tala um trú sína heldur engu síður og kannski frekar þau, sem eru
manneskjuleg í viðmóti við aðra, eru ekki dómhörð, reyna ekki að
fá aðra til að verða trúaða, eru bara manneskjuleg.
Ef ég á að segja eins og satt er óttast ég þetta umtal. Ég óttast
það ekki vegna þess að mér finnst ekki til um fólk, sem er
manneskjulegt. Mér þykir einmitt svo vænt um slíkt fólk og þykir
undursamlegt að fá að hitta það í dagsins önn eða ládeyðu, ekki
sízt þegar mér finnst ég sjálf mætti vera ögn manneskjulegri
ellegar þegar mér finnst öðrum hafa fatast dálítið í að vera
manneskjulegir við mig.
Ég óttast það vegna þess að mér finnst þetta næsta þrep við
lognmolluna og þar næsta þrep við það að segja að það sé nú ekki
trúin, sem skipti máli heldur verkin, ekki hjálpræðisverk Krists
heldur okkar eigið hugarfar. Hugarfar okkar er nefnilega aldrei
nógu gott. Þess vegna dó Jesús á krossinum á Golgata. Þess vegna
dó fólk fyrir boðskap hans. Sá boðskapur mætti andspyrnu, átök-
um, af því að við erum þrátt fyrir allt ekki þær manneskjur, sem
okkur langar að vera og höldum stundum að við séum. Ætli það sé
ekki þegar við horfumst í augu við þá sorglegu staðreynd sem við
þökkum hinum heilögu fyrir baráttu þeirra fyrir fagnaðarerind-
inu svo að það erfðist allt til okkar, sem þörfnumst þess svo mikið
til að vera manneskjuleg?
Kirkjan hjálpar blindum í Jerúsalem
Mohammad Sheib hefur ver-
ið blindur síðan hann var níu
mánaða gamall. Hann býr á
vesturbakka Jórdanar. Blinda
hans stafar af alvarlegum
augnsjúkdómi, sem þjáði fólkið
á vesturbakkanum svo að
margir urðu blindir. Samfélag-
ið gerði ekkert hinum blindu til
hjálpar. Árin liðu, Mohammad
átti ekki annars úrkosta en
hinir, sem voru blindir, hann
var atvinnulaus, hímdi heima,
og þótt fjölskyldan sæi um
hann fannst honum lífið til-
gangslaust. En fyrir níu árum
fór hann að ganga í blindra-
skóla Lúterska heimssam-
bandsins á vesturbakkanum.
Hann lærði að lesa blindralet-
ur og flétta körfur. Lífið gjör-
breyttist. Nú býr hann með
konu sinni, sem líka er blind,
og börnum þeirra, vjnnur í
körfugerð Lúterska heims-
sambandsins og sér sér far-
borða. Ég lifi lífi mínu eins og
hver annar heilbrigður maður,
segir hann, og ég er hamingju-
samur.
Lúterska heimssambandið
hóf starf meðal blinds fólks á
vesturbakka Jórdanar fyrir um
þrjátíu árum. Árið 1968 var
körfugerðinni komið á fót og
nú eru starfræktar fjórar
vinnustofur, sem framleiða
bursta, körfur og húsgögn. Þar
starfa þrjátíu og fimm manns,
allir blindir nema einn, og for-
stöðumaðurinn er líka blindur.
Þetta starf hefur breytt lífi
alls þessa fólks, áður var það
iðjulaust og vonlaust, nú tekur
það þátt í starfi, sem er orðið
fjárhagslega sjálfstætt. Mörg
þeirra, sem hafa fengið þjálfun
og vinnu á verkstæðum Lút-
erska heimssambandsins, hafa
nú horfið að öðrum störfum á
almennum vinnumarkaði.
Verkstæðin hafa hjálpað meira
en hundrað manns til sjálfs-
hjálpar. En það bezta er enn
ósagt: Læknavísindin eru að
sigrast á augnsjúkdómnum,
Þú telur þí þörí fyrir kirkju í
Seljahverfi?
„Það þarf ekki að spyrja að því
— starfið í þessu stóra hverfi sýn-
ir þörfina og knýr okkur til fram-
kvæmda."
Og þar með hvarf sr. Valgeir til
frekari starfa sem biðu hans þann
daginn.
A DROrnNSWCI
UMSJÓN:
Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir
Gunnar Haukur Ingimundarson
Séra Ólafur Jóhannsson
Barnaguðsþjónusta að Seljabraut 54. Sr. Valgeir ræðir við börnin.
„Starfið sýnir þörfina
íyrir eigið húsnæði"
Barnaguðsþjónusta í Ölduselsskóla. „Hann er frelsarinn, frelsarinn minn og þinn.'
Seljasókn er yngsta sókn
Reykjavíkurborgar. í haust
eru liðin tvö ár síðan þang-
að var kosinn fyrsti prest-
urinn, sr. Valgeir Ástráðs-
son. Við fengum hann til að
svara fáeinum spurningum
um starf kirkjunnar í þess-
ari barnmörgu sókn, upp-
haf þess og þróun. Þess má
geta, að nú eru liátt í 8.000
íbúar í Seljahverfi.
„I öllum byggingarhverfum
blasir sama vandamálið við — að
hvorki er til kirkja né annað sam-
komuhúsnæði sem rúmi starfsemi
kirkjunnar. Frá upphafi héldum
við almennar guðsþjónustur, fyrst
í sal að Seljabraut 54 en síðan í
Ölduselsskóla, þar sem þær fara
enn fram. Við erum svo heppin að
hafa duglegan organista og
áhugasaman kirkjukór. Það skipt-
ir mjög miklu máli í slíku braut-
ryðjendastafi."
Hvernig er þátttaka sóknarbarn-
anna í starfinu?
„Við erum svo lánsöm að hér í
hverfinu er mikill áhugi á kirkju-
legu starfi og fjöldi fólks er reiðu-
búinn til þátttöku í því. Ég full-
yrði, að engin félagsstarfsemi
kemst nálægt kirkjunni að al-
mennri þátttöku. Yfir vetrartím-
ann er t.d. mjög sjaldgæft að færri
en 130 sæki guðsþjónusturnar, og
oft eru þátttakendur í þeim miklu
fleiri. Að sumarlagi er eðlilega
færra fólk.“
HvaA gerið þid fyrir börnin í
svona barnmörgu hverfi?
„Á sunnudagsmorgnum yfir
vetrartímann eru barnaguðsþjón-
ustur á tveimur stöðum samtímis,
að Seljabraut 54 og í öldusels-
skóla. Algengt er, að yfir 500 börn
sæki þær í einu. Samt náum við
ekki til nema minnihluta barn-
anna í hverfinu og vildum geta
gert enn betur. En þetta starf
væri algjörlega ómögulegt án að-
stoðar fjölda sjálfboðaliða."
En svo vaxa börnin upp úr barna-
guösþjónustunum — hvernig er með
unglingastarf?
„Já, unglingar hér eru fjölmarg-
ir. T.d. eru u.þ.b. 150 fermingar-
börn í þessari sókn árlega. Hingað
til höfum við ekki haft bolmagn til
þess að gera mikið fyrir ungl-
ingana, en fyrir skömmu fór af
stað æskulýðsfélag kirkjunnar í
Seljasókn, með aðstoð fleiri
sjálfboðaliða, að sjálfsögðu. Starf-
semi þess fer fram í Seljaskóla."
En hvað er þi gert fyrir fullorðna
fólkið?
„Fyrst vil ég nefna kvenfélagið,
sem er rúmlega ársgamalt. í því
eru mjög margar og ungar konur
— andstætt því, sem oft er talið
vera í slíkum kvenfélögum. Þær
rækja félagið sitt vel og sýna með
þessu áhuga á safnaðarstarfi. Auk
þessa eru vikulegar fyrirbæna-
samverur og öðru hvoru stutt
námskeið í ýmsum atriðum krist-
innar trúar, o.fl. o.fl.“
Er prcstsstarfið þi mest kvöld- og
helgarstarf?
„Það liggur í hlutarins eðli, að
presturinn notar mörg kvöld og
allar helgar í starfið. Þar með er
ekki sagt, að hann eigi frí fram
eftir degi virka daga. Hjá mér tek-
ur sálgæsla mikinn tíma, því sem
betur fer leita margir til prestsins
með persónuleg vandamál til úr-
lausnar. Þá má nefna ýmsa fundi
og nefndastörf til skipulagningar
á starfinu og framtíð þess.“
Hvar fer þetta starf fram?
„Við keyptum bráðabirgðahús-
næði að Tindaseli 3. Þar er skrif-
stofuaðstaða og safnaðarsalur
fyrir 60—70 manns, sem er í stöð-
ugri notkun alla vikuna. Þar eru
t.d. bænasamverurnar, starfsemi
kirkjukórsins, námskeiðshald,
biblíulestrar, barnaspurningar,
hluti af starfi kvenfélagsins,
nefndarfundir, KFUK-fundir og
AA-fundir. Það er alveg gjörnýtt
húsnæði. Annað starf fer fram í
skólunum í hverfinu og að Selja-
braut 54. Skólarnir sýna okkur
mikinn velvilja, en þeir eru þétt
setnir af eigin starfi, og það kost-
ar tilfæringar og vinnu í hvert
skipti að koma með kirkjulegt
starf inn í lánshúsnæði. Kirkju-
legar athafnir fá inni í öðrum
kirkjum, en þær eru einnig þétt
setnar, og ómögulegt að búa við
það til frambúðar, að hafa ekki
eigið húsnæði."
Hvað hyggist þið gera til úrbóta?
„Við ætlum að byggja kirkju-
miðstöð fyrir Seljahverfi — kirkju
og safnaðarheimili fyrir hið fjöl-
þætta starf okkar. Þörfin er gíf-
urleg í svona stórri sókn. Þetta
húsnæði er fyrst og fremst teikn-
að með tilliti til þarfa safnaðarins
og notagildis í starfi. Við erum bú-
in að fá lóð og teikningin liggur
fyrir. Við munum því hefjast
handa mjög fljótlega — vonandi
strax næsta vor.“