Morgunblaðið - 07.11.1982, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 07.11.1982, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1982 57 þeir allir körfubolta á götum úti frá blautu barnsbeini og ná því ótrúlegu valdi á íþróttinni. Ekki rétta skapgerö — Það er ekki nóg að vera góð- ur körfuboltamaður í atvinnu- mannadeildinni. Það spilar svo margt inn í þetta að með ólíkind- um er. Mjög margir eru alveg jafnir að getu körfuknattleikslega séð. Þá skiptir máli hvernig skap- gerð þú hefur. Ég hef til dæmis oft hugsað út í það hvort skapgerð mín er rétt. Ég á oft erfitt með að ná upp miklu keppnisskapi í leik. Sem dæmi um skap mitt get ég nent að verði ég vondur í leik, á ég ( það til að vera í vondu skapi allt kvöldið, ekki bara á meðan á leiknum stendur. — Til að ná langt í atvinnu- mennsku í körfubolta verður mað- ur að hafa óbilandi trú á sjálfum sér og hafa gífurlegt keppnisskap og maður má aldrei gefast upp. Skapið verður að vera blanda af mátulega mikilli grimmd gagn- vart andstæðingnum. Mig vantar þetta tilfinnanlega. Ég á það til að hika og hik er jú sama og tap. Ég veit vel af þessu Þjálfari Portland Trailblazers í uppáhaldsstöðu sinni: A hjánum með hand- og þetta verð ég að laga. klæði undir hnénu. Hann situr aldrei á bekknum, segir Pétur. Skoraöi sjö stig í röö og tryggöi sigurinn Pétur, hvað er þér nú efst í huga og eftirminnilegast frá síðasta keppnistímabili með Portland? — Það er margt sem er eftir- minnilegt. Hvað leikina snertir þá gleymi ég ekki tveimur þeirra. Annar var leikinn í Seattle og var 15 leikur okkar á keppnistímabil- inu. Þar átti ég mjög góðan leik í vörninni og tókst að halda tveim- ur stórgóðum miðherjum alveg niðri sem varð til þess að við sigr- uðum leikinn. Ég fékk orð fyrir það eftir leikinn að vera sterkur varnarmaður í fyrsta skipti á mín- um ferli. Fyrst og fremst er ég sóknarmiðherji. Nú, síðari leikurinn sem ég minnist var á móti New York Nicks. Leikurinn var mjög jafn og vart mátti á milli sjá hvor hefði það. Ég hafði ekki verið mikið inná í leiknum. En þegar sjö mínútur voru eftir fór miðherji okkar útaf vegna þess að hann lenti í villu- vandræðum. Ég fór inná og stóð mig vel í vörninni og skoraði sjö stig í röð. Við unnum leikinn naumlega 100—98. Mér var þakk- aður sigurinn. Og andstæðingarn- ir spurði hver hann væri eiginlega þessi alveg óþekkti leikmaður sem kom inná. — Nú, dvölin hjá Portland var í heild ánægjuleg. Mér finnst gott að búa í Bandaríkjunum. Ef þú hefur góða atvinnu þar, eru mögu- leikarnir svo margir. Þjónusta er öll í sérflokki, ódýrt að borða og lifa yfirleitt. Allir eru komnir með kapalsjónvarp, sem býður uppá stórkostlega dagskrá og þar fram eftir götunum. — Það eru aliir mjög þægilegir í viðmóti og mér hefur alltaf verið vel tekið. Það á jafnt við hvíta og svarta. Ég hef eignast marga góða vini í gegnum þetta og það hefur verið mér ómetanlegt. Ég skildi búslóð mína og bíl eftir ytra í höndum vina minna og mun snúa aftur út næsta vor. Þá vel undir- búinn. Ég mun nota tímann hér heima til þess að æfa alhliða lyft- ingar, styrkja mig og umfram allt að spila eins mikinn körfubolta og hægt er. Ég mun fara í hvern ein- asta leik af miklu kappi. Mig vant- ar meiri leikreynslu og meiri leik- æfingu, sagði Pétur Guðmunds- son, sem væntanlega verður á fullri ferð hér í vetur í körfubolt- anum. - ÞR Pétur Guðmundsson er 24 ára gamall. Hann er 2,17 m á hæð og því með hærri leikmönnum sem voru í NBA. Hér sést Pétur ræða við forseta Islands, Vigdisi Finnbogadóttur, er hún var í Heattle í sumar. ingar, farið yfir varnarleik og í gegn um sóknarkerfi mótherj- anna. Svertingjarnir hafa skapiö í lagi Ekki sama aö gera hlutina á æfingu eöa í leik — Við hjá Portland höfum frábæran þjálfara, Jack Ramsey að nafni. Hann er mikið fyrir það að hafa unga menn í liðinu hjá sér. Hann hefur margt að kenna, og ég lærði ótrúlega mikið í körfu- knattleik á þessu tímabili. Margt af því sem maður lærði fór maður létt með að gera á æfingum, en hinsvegar reyndist erfiðara að út- færa það í leikjum þegar baráttan er í algleymingi. Én með því að endurtaka sama hlutinn nógu oft og vera kappsamur við æfingar kemur þetta. — Flestir af bestu körfuknatt- leiksmönnum atvinnumannadeild- arinnar eru svertingjar. Þeir eru stórkostlegir leikmenn. Hafa yfir- leitt meiri mýkt og snerpu en hvíti maðurinn. Þá koma þeir flestir frá fátækrahverfum þar sem lífsbar- áttan er hörð. Þeir læra snemma að berjast fyrir sínu og gefa hvergi eftir. Þetta kemur að góð- um notum í hinni hörðu sam- keppni í körfuboltanum. Þá leika Þá viröingu og þann vinarhug, sem mér var sýndur á 75 ára afmæli mínu, þakka ég hér meö af alhug. Ennfremur þakka ég allar gjafir, blómasendingar og heillaóskir. Gísli Sigurbjörnsson Bang&Olufsen Þegar gæði, hönnun og verö haldast jafn vel í hendur og í Beocenter 7002 hljómtækja- samstæðunni, þá er valið auðvelt. Komdu og leyfðu okkur að sýna þér þessi frábæru hljómtæki, sem fá lof tónlist- ar- og listunnenda. Verð 39.980 — með hátölurum. Greiðslukjör. Beovox S 55 SKIPHOLTI 19 SlMI 29800 Skápalamir ný gerö, meö hæöar- og hliöarstillingu. húsgagnahandfanga nýkomnar. STOFNAÐ 1903 jfreJZunœent " ÁRMÚLA 42 - HAFNARSTRÆTI 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.