Morgunblaðið - 07.11.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.11.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1982 65 Áhöfn þýzks skriödreka gefst upp fyrir brezkum fótgönguliöa gengill Rommels, Stumme hers- höfðingi, gerði sér enga grein fyrir því hvenær eða hvar á víglínunni reynt yrði að ráðast inn á varn- arsvæðið. Hann vissi þó um fyrir- hugaða innrás í Norður-Afríku og vissi að Áttundi herinn átti að láta til skarar skríða áður en inn- rásin yrði gerð. Upphaflega ætlaði Montgomery að ráðast fram á báðum fylkingar- endum samtímis til að eyða bryn- liði óvinarins. En hugmyndir hans breyttust í októberbyrjun, því að hann taldi hermenn sína enn ekki nógu vel þjálfaða. Hann sagði sjálfur: „Eg var ekki sannfærður um að svo stórhuga áætlun bæri árangur." Samkvæmt hinni endurskoðuðu áætlun hans var fyrsta takmarkið að eyða fótgönguliðinu sem mynd- aði fremstu varnarhlíf óvinarins til að afstýra að óvinurinn réði yf- ir öruggu landrými, sem var hon- um nauðsynlegt til að gera gagn- árás með skriðdrekum. Hugmynd- in var að „stefna fyrst að eyðingu fótgönguliðsherfylkjanna, sem vörðu varnarkerfi óvinarins". Fótgönguliðar Breta áttu að reka fleyg beint í gegnum varnarkerfi óvinarins og 10. brynstórfylkið átti að sækja gegnum raufina. Brynliðið átti síðan að verja rauf- ina gegn gagnárás, sem búizt var við að óvinurinn mundi gera næsta dag til að bjarga fótgöngu- liðunum, sem yrðu smátt og smátt brotnir á bak aftur, eða „molaðir niður". Þrítugasta brynstórfylkið undir stjórn Sir Oliver Leese hershöfð- ingja átti að gera aðalárásina á norðurhluta víglínunnar með fjór- um herfylkjum (frá norðri til suð- urs): 9. ástralska herfylkinu, 51. herfylkinu, 2. ný-sjálenzka her- fylkinu og 1. suður-afríska her- fylkinu. Tíunda stórfylkið, sem átti að sækja fast á eftir og berj- ast við skriðdreka óvinarins, var undir forystu Sir Herbert Lums- den hershöfðingja. í suðri átti 13. stórfylkið undir stjórn Brian Horrocks hershöfðingja að gera dreifiárás til að rugla óvininn í ríminu. Fyrsti þáttur Fyrsti þáttur orrustunnar hófst að kvöldi 23. október, þegar til- raunin til að brjótast inn á varn- arsvæðið hófst, og stóð til 26. október. Flestum deildum 30. stór- fylkisins tókst að ná markmiðum sínum fyrir dögun 24. október, en vegna óvenjuharðrar mótspyrnu voru hermennirnir of þreyttir til þess að geta hjálpað skriðdrekun- um að brjótast í gegn. Flestar sprengjugildrur óvinarins eyði- lögðust í fyrstu stórskotahríðinni og fljótt á litið virtist vera auðvelt að brjótast í gegn, en það fór á annan veg. Verkfræðingum 10. stórfylkisins reyndist ofviða að hreinsa raufarnar, mynda brautir fyrir skriðdrekana, merkja þær og halda þeim opnum. Um tíma var alltof mikið af mönnum og her- gögnum á brautunum og þær tepptust. Sumir herflokkar töfð- ust við störf sín, þar sem sprengjuleitartæki þeirra voru í ólagi, og jarðsprengjur, sem lágu á víð og dreif án þess að vera hluti af varnarkeðjunni, grönduðu mörgum skriðdrekum. í dögun var aðeins ein braut til Miteriya- hryggsins alveg opin og engri skriðdrekasveit hafði tekizt að brjótast í gegn. Á suðursvæðinu hafði 13. stórfylkinu heldur ekki orðið mikið ágengt. Um tíma leit út fyrir að brynlið Breta yrði e.t.v. að hörfa svo að hermennirnir gætu hvílt sig, en Montgomery harðbannaði það. Hann skipaði 10. stórfylkinu að brjótast í gegn af eigin rammleik og í brýnu sló með honum og Lumsden hershöfðingja, sem taldi það ógerlegt, Montgomery breytti skipuninni og skipaði aðeins einni bryndeild að sækja í gegn, en skriðdrekarnir tepptust líka á brautunum þar sem þeir stóðu berskjaldaðir gegn öllum skot- krafti Þjóðverja. En þrátt fyrir geysiharða skothríð úr 88 mm skriðdrekavarnabyssum Þjóðverja var sókninni haldið áfram eftir tepptum brautunum. Hinn 26. október hafði tveimur brynherfylkjum Breta (1. og 10.) enn ekki tekizt að brjótast í gegn- um varnarlínuna, þótt fremstu sveitir 1. brynherfylkisins væru komnar á brautarenda. Báðir aðil- ar misstu mikið af skriðdrekum í örvæntingarfullum bardögum um- hverfis „Kidney Ridge", sem óvin- urinn kallaði Hæð 38. Upphaflega áætlunin um að brjótast alveg í gegn hafði farið út um þúfur. I stað þess að reka fleyg alla leið í gegnum þýzka varnar- kerfið í einni lotu með árás fót- gönguliðsins, eins og fyrirskipað hafði verið, hafði árásin koðnað niður á framvarðarsvæði Þjóð- verja og stöðvazt á orrustusvæð- inu. Alltof mikið hafði verið af mönnum og hergögnum í þröngum brautunum, sem tepptust, og gagnkvæm tortryggni brynsveit- anna og fótgönguliðsins hafði auk- ið erfiðleikana. Eftir þriggja daga bardaga höfðu Bretar misst 200 skriðdreka, álíka marga og Þjóð- verjar höfðu á að skipa í upphafi orrustunnar. Ljóst var, að ef hald- ið yrði áfram að ráðast beint af augum þrátt fyrir samstillta skothríð Þjóðverja, kæmist sigur sá, sem aflsmunurinn hafði virzt tryggja, í hættu. Ný áætlun Montgomery sá, að sóknin hafði stöðvazt og var það raunsær að hann viðurkenndi að upphaflega áætlunin hafði mistekizt, endur- skoðaði hana og kom hernum aft- ur á hreyfingu með viljastyrk ein- um saman. Hann dró 1. bryn- herfylkið og 24. brynstórdeildina til baka, flutti 7. brynherfylkið á norðursvæðið, sem var mótleikur hans gegn því að 21. brynherfylki Þjóðverja hafði sótt í norður, og fól suðurbrautina í hendur 13. stórfylkinu, svo að stríðsþreyttir menn 1. ný-sjálenzka herfylkisins gætu hvílt sig og fylkt liði á ný. Samkvæmt annarri áættun Montgomerys átti 9. ástralska herfylkið að ráðast norður til strandar, sveigja í vestur og brjót- ast út af varnarsvæðinu meðfram strandveginum. Þessi árás hófst 28. október, en tilraunin til að brjótast út bar ekki árangur. Áströlsku hermennirnir komust ekki alla leið að strandveginum og dagana 29. og 30. október áttu þeir fullt í fangi með að verjast ítrek- uðum árásum Rommels, sem nú var kominn úr veikindaorlofi sínu og hafði tekið við stjórninni af Ritter von Thoma hershöfðingja. Von Thoma hafði leyst Stumme hershöfðingja af hólmi þegar Stumme lézt af völdum hjarta- áfalls í víglínunni á fyrsta degi orrustunnar. Eina von Rommels á þessu stigi var að gera skjóta og kröftuga gagnárás. Hann tók þá áhættu að senda öflugan liðsauka, 90. létt- vopnaða herfylkið, norður. Því tókst að loka strandveginum, en gagnárásir Rommels runnu út í sandinn vegna loftárása Breta og skothríðar úr skriðdrekavarna- byssum þeirra. Þegar Rommel hafði lokað strandveginum gerði Montgomery þriðju áætlun sína, sem hann kall- aði „Supercharge". Auk annarrar sóknar í norður átti að gera aðra tilraun til að brjótast í vestur með Ný-Sjálendingum Bernard Frey- bergs hershöfðingja í fararbroddi. „Supercharge" átti að hefjast 21. október, en árásinni var frestað í einn sólarhring, þar sem Ný- Sjálendingarnir voru þreyttir og dreifðir á stóru svæði. Ástralíu- menn gerðu bráðabirgðaárás á stöðvar á ströndinni, náðu góðum árangri, en urðu að hörfa. Meðan þessu fór fram, höfðu flugher og stórskotalið Banda- manna leikið Öxulherinn svo grátt að Rommel íhugaði þann mögu- leika 29. október að hörfa til Fuka, um 80 km frá víglínunni. Menn hans höfðu barizt hvíldarlaust, víglínan hafði færzt til smátt og smátt, Bretar voru smám saman að ná öllu sprengjusvæðinu á sitt vaid og norðurlínan hafði rofnað á mörgum stöðum. En Rommel Sjá næstu síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.