Morgunblaðið - 07.11.1982, Blaðsíða 12
60
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1982
Hin fjögur andlit
einverunnar
í hufíum margra táknar ein-
vera að vera staddur fjarri
öðrum mönnum t.d. einhvers
staðar uppi á fjallstindi, en
aðrir finna til hennar meðal
fjöldans. Sálfræðingurinn
Darhl Pedersen bendir á að
skipta megi tilhneigingum til
einveru í fjóra aðgreinanlega
flokka sem hann skilgreinir á
eftirfarandi hátt:
Einsemd: Einvera jógans á
fjallstindinum og skógarbú-
ans í myrkviðnum — þrá til
að vera einhvers staðar þar
sem enginn maður er nálæg-
ur.
Einangrun: er skyld einsemd,
en næst með því að dvelja
einn í herbergi en vita af
systkinum, maka eða vinum
á ferli í húsinu. Fólk sem
hneigist til einangrunar er
aðgreinanlegt frá fólki sem
leitar einsemdar, segir Ped-
ersen. Slíku fólki þykir gott
að vera eitt útaf fyrir sig en
vill gjarnan vita af fólki ein-
hversstaðar nærri.
Hlédrægni: áhugaleysi eða
andúð á samskiptum við
annað fólk, sérstaklega
ókunnuga. Fólk sem hneigist
til hlédrægni sökkvir sér
gjarnan niður í bók eða blað
þegar það ferðast með troð-
fullum strætisvögnum eða
lestum, og forðast þannig
samskipti, segir Pedersen.
Nafnleysi: er skylt hlédrægni
og einkennist af löngun til að
komast hjá athygli annarra.
Þessu má líkja við einsemd
rokkstjörnunnar sem duibýr
sig áður en hún leggur í
ferðalög, segir Pedersen.
Pedersen byggir þessa
flokkun sína á ýmiss konar at-
hugunum og tilraunum sem
hann hefur framkvæmt. Hef-
ur hann útbúið próf sem sam-
anstendur af þrjátíu fullyrð-
ingum, en með því telur hann
unnt að ákvarða hvaða flokki
fólk tilheyri. Hlédrægni segir
hann t.d. einkenna það fólk
sem svarar játandi setningum
eins og: „Þegar mögulegt er
reyni ég að forðast að vera á
ferð í mannfjölda," en neit-
andi setningum eins og: „Mér
þykir alltaf gaman að hitta
fólk.“ Þeir sem hneigjast til
„nafnleysis" gefa fullyrðing-
um eins og: „Mér þykir gaman
þegar athygli fólks beinist að
mér“ gjarnan neikvæð svör en
bregðast jákvætt við setning-
um eins og: „Ég kæri mig ekki i
um að vera allra vinur og vil
heldur takmarka samskipti
mín við fjölskylduna og fáa
vini.“
Tölfræðileg úrvinnsla á
svörum stúdenta við þessu
prófi sýnir að tilhneigingar til
„einsemdar" og „einangrunar"
eru skyldar — ef einstaklingur
hefur tilhneigingu til að vera
einn útaf fyrir sig er líklegt að
hann vilji einnig vera fjarri
öðru fólki. Þess utan reyndust
hinar fjórar tegundir tilhneig-
inga til einveru tiltölulega
óskyldar hver annarri og kom
það rannsóknarmönnum
nokkuð á óvart. „Þráin eftir
einveru er fjölþættur eigin-
leiki í atferli mannsins, en
ekki einn einstakur þáttur,"
segir Pedersen.
Þær ófrföu
höfðu hærri
blóðþrýsting
SÁLFRÆÐINGAR telja sig nú
hafa komist að því að það geti
verið hættulegt heilsu ' ungra
stúlkna að þær séu ófríðar.
Þetta er byggt á niðurstöðum
rannsóknar sem Stepan Han-
sell og félagar hans við Johns
Hopkins-háskóla í Baltimore
framkvæmdu á 283 konum og
369 körlum, sem voru á aldrin-
um frá 14 til 76 ára. Var til-
gangur rannsóknarinnar að
komast að því hvort nokkurt
samband væri á milli ytra út-
lits fólks og blóðþrýstings þess.
Rannsóknarmenn tóku með-
altal af þrem blóðþrýstings-
mælingum sem gerðar voru á
hverjum og einum. Dómnefnd
var fengin til að gefa tilrauna-
dýrunum einkunn hvað útlit
snerti og var gefið frá einum
til tíu. Niðurstöðurnar voru í
stuttu máli þessar: Stúlkur í
efri bekkjum grunnskóla og
menntaskóla, sem höfðu fengið
fegurðareinkunn fyrir ofan
fimm, höfðu marktækt lægri
blóðþrýsting en hinar sem
hlotið höfðu fegurðareinkunn
lægri en fimm. Þessi mismun-
ur kom hins vegar ekki fram
meðal stráka, og ekki heldur
hjá fullorðnum konum eða
körlum. „Hið stöðuga álag sem
það veldur að vera metin eftir
útliti virðist samkvæmt niður-
stöðum okkar leggjast þyngst á
unglingsstúlkur," sögðu rann-
sóknarmennirnir um þessar
niðurstöður sínar.
44
Ismaðurinn
og rannsóknarblaðamennskan
55
ÞÆR eru margar leiðirnar
til að afla sér fjár. Frank
Hanson hélt sýningar á
hinni stórfættu skepnu
sinni, sem kölluð hefur verið
„ísmaðurinn", með góðum
hagnaði í 15 ár. Þegar hann
var spurður hvernig hann
hefði komist yfir gripinn
sagði hann einkennilega
sögu. Rússneskir selveiði-
menn áttu upphaflega að
hafa fundið ísmanninn fros-
inn inní þriggja tonna ísjaka
á höfum úti. Hanson sagði
að þeir hefðu flutt ísmann-
inn til Hong Kong þar sem
fulltrúi ónefnds milljóna-
mærings í Kaliforníu hefði
fest kaup á honum húsbónda
sínum til handa. Hanson
málið í nokkurn tíma komst
hann í samband við Leonard
C. Bessom fyrrverandi
steingervingafræðing hjá
Los Angeles-safninu. Bess-
om upplýsti að skömmu eftir
1960 hefði hann verið beðinn
að gera mótel af Cro-
Magrion-manni sem síðan
skyldi halda sýningar á í ís-
klump. Þar sem Bessom vildi
ekki verða til að vekja tor-
tryggni í garð safnsins neit-
aði hann að taka að sér þetta
verk. Hann sagðist hins veg-
ar vita til þess að Disney-
land-mótelsmiður, Howard
Bell að nafni, hefði tekið að
sér að búa skepnuna til.
Bell er nú látinn en ekkja
hans, Helen, og sonur hans,
Frank Hanson sýnir „ísmanninn“
segir að auðkýfingur þessi
hafi síðan komið að máli við
sig og greitt sér dágóða
summu fyrir að sýna al-
menningi skepnuna. Hefur
hann jafnan látið að því
liggja að skepnan sé Neand-
erdalsmaður sem frosið hafi
lifandi fyrir þúsundum ára.
En þegar Hanson hóf sýn-
ingar á furðugrip sínum á
Rhode Island fyrir rúmlega
ári ákvað blaðamaðurinn 0.
Eugene Emery að rannsaka
málið. Eftir að hafa kannað
Kenneth, vitnuðu að þetta
væri rétt. Kennth Bell sem
hjálpaði föður sínum að búa
skepnuna til úr gúmí, sagði
að hún hefði verið mótuð eft-
ir hugmyndum listamanna
um Cro-Magnon-menn. „Við
höfðum hann handlegsbrot-
inn, með brotna hauskúpu og
liggur annað augað úti. Er
þessi skepna að öllu leiti
skilgetið afkvæmi ímyndun-
arafls föður rníns," sagði
Kenneth Ball.
Yerða geimfarar fram-
tiðarinnar fiðraðir?
Hugsið ykkur nafnlausa
mannveru með innsiglaðar
varir og krókódílshúð —
mannveru sem væri líffræði-
lega aðhæfð til að lifa í köldu
tómi geimsins. Ef til vill líð-
ur ekki á löngu unz erfða-
verkfræðingar geta sest
niður við tölvur og fært inná
þær forskriftir fyrir ýmis-
konar erfðavísaröðun sem
svo væri unnt að móta
DNA-kynfrumu eftir. Þannig
væri m.a. hægt að skapa
alveg nýjar manntegundir.
Slikir eru draumar líf-
fræðingsins Freemann
Dyson sem starfar hjá rann-
sóknarstofnun í New Jersey.
„Við munum hafa tungumál
náttúrunnar fyrir uppbygg-
ingu gena á valdi okkar eftir
10 til 30 ár,“ segir hann. Og
líffræðingar eru þegar farnir
að kanna tæki til að endur-
skapa lífverur þannig að þær
geti þrifist úti í geimnum eða
komist af óverndaðar við
framandi aðstæður á öðrum
plánetum.
„Bein hafa t.d. tilhneig-
ingu til að leysast upp við
langvarandi dvöl í þyngdar-
leysi, en á þessu væri unnt að
sigrast með því að endur-
stilla efnajafnvægi líkam-
ans,“ segir Dyson. „Hugsan-
lega væri hægt að sigrast á
Freeman Dyson
hinum mikla kulda úti í
geimnum með því að skapa
fólk sem hefði einhverja
náttúrulega einangrun —
þykkur feldur, fiður eða
eitthvað slíkt gæti komið að
góðu gagni.“
Vandamál sem torvelt
væri að yfirstíga varðandi
geimmenn er að í geimnum
er enginn loftþrýstingur —
og án loftþrýstings fer blóð
mannslíkamans að sjóða inn-
an fimm sekúndna. „Hugs-
anleg lausn á þessu væri að
hafa þrýsting innan líkam-
ans einn tíunda af þeim loft-
þrýstingi sem er hér á jörð,“
segir Dyson. „Slíkum þrýst-
ingi mætti halda með loft-
þéttri skriðdýrshúð og kröft-
ugu kyngingarviðbragði sem
myndi halda vökvum líkam-
ans og fæði inni á meðan etið
væri. — Nefinu mætti alveg
sleppa, það er ekkert sem
lyktar úti í geymnum hvort
eð er.“