Morgunblaðið - 07.11.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.11.1982, Blaðsíða 14
62 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1982 // 'am, K_^l Pottarím Umsjón: SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR hann og þá var honum gefin mjólk og þar með var sveltið úr sögunni. Menn geta svo valið á milli, hvort þeir telja þetta heimild um sölvaneyzlu á 10. eða 13. öld ... Solin þóttu mjög misgóð eftir stöðum. Bezt þóttu þau þar sem ferskt vatn flaut yfir og slíkt er helzt í eða við árósa. Saurbæj- arfjara í Dalasýslu hefur lengi verið annáluð og sölin þaðan þótt taka öðrum fram. Á seinni öldum virðist þó svo sem fjaran hafi helzt verið nýtt í harðind- um. var tekið úr stabbanum, eftir því sem þurfti. Þegar söl þorna sprettur út á þeim hvít skán, sem kallast hneita. Bezt þóttu þau söl sem mest höfðu af hneitunni. Hneit- an er eins og sætsölt á bragðið. Söl eru mjúk þó þau séu þurrk- uð. Ef þau liggja óvarin þorna þau um of og missa þá nokkuð af gæðum sínum. Það er fróðlegt að huga að, hvernig sölin voru borðuð áður fyrr. I þjóðsögu nokkurri segir frá, að Norðanmenn komu á bæ í Biskupstungum. Um kvöldið var má lesa í bók Lúðvíks Krist- jánssonar, íslenzkir sjávarhætt- ir. í framhaldi af þessu legg ég eindregið til, að sjáið þið söl í búðum, þá kaupið þau og bragðið á. E.t.v. finnst ykkur bragðið fyrst nokkuð sérkennilegt, en það venst fjarska vel. Og ef þið eigið börn, kennið þeim þá að borða söl. Ég þekki af reynslu, að séu þeim gefin söl ungum, verða þau sólgin í þau. Hugsan- lega er það erfiðara með stálp- aðri börn, sem kannski eru orðin tortryggin á allan framandlegan SÖLVAMÁL llndanfarið hafa söl sézt nokk- uð víða í búðum, ekki eingöngu í heilsufæðisbúðum, heldur einnig i öðrum matvöruverzlunum, og það er vel. Ég hygg að ýmsir stússi nokkuð við þessum mat og ætla því að spjalla um söl. Söl eru þangtegund og vaxa víða við strendur landsins, en mismikið þó og þykja misgóð eftir stöðum. Þau vaxa víðar en hér, t.d. við Skotlandsstrendur, vesturströnd írlands, við norðanvert Miðjarð- arhafið og á Atlantshafsströnd Bandaríkjanna og Kanada. Alls staðar hafa sölin verið mikilvægur matur, þó mismikilvægur á ýmsum stöðum og tímum. í Bandaríkjun- um og Kanada skilst mér að sölin séu enn seld viða í áðurnefndum strandhéruðum. Þó sölin séu flestum gleymd núorðið, voru þau nytjuð víða um land hér áður fyrr. I gömlum skjölum er þeirra getið, þegar jarðir voru metnar og hlunnindi talin upp. Það sýnir að sölva- tekja var nokkurs metin. En jafnvel á þeim tíma virðast menn hafa verið misvel að sér um söl. í Egils sögu Skalla- Grímssonar segir, að þegar Egill missti son sinn hafi hann ætlað að svelta sig í hel, yfirkominn af harmi. Þorgerður Égilsdóttir sá að við svo búið mátti ekki standa. Hún bauð föður sínum söl, sem hann augljóslega þekkti ekki. Þegar hann hafði japlað á þeim um stund sótti þorsti á í orðtakasafni eftir Jón nokk- urn Rúgmann, frá því um 1660, er þetta að finna: Hann veit af gömlum Saurbæjarsölvum, lík- lega í merkingunni hann veit af einhverju góðgæti. Ölfusárósar eru annar frægur sölvatekju- staður, og söl frá Hrauni í Ölfusi hafa á undanförnum árum feng- izt öðru hverju í Náttúrulækn- ingabúðinni, þegar þau sáust hvergi annars staðar. Og fram undir 1920 tiðkaðist að börn af bæjum á þeim slóðum hefðu með sér söl í skólanestinu. Orð um sölvatekju voru nokk- uð misjöfn eftir landshlutum. Það var talað um að reyta, lesa, skera, taka og tína söl. Það var líka nokkuð misjafnt, hvenær farið var á sölvafjöru, en það virðist oftast hafa verið gert að sumarlagi. Stundum var farið aðeins einu sinni, stundum oftar. Og langoftast var farið eftir straum. Það var algengast að fara í ágústmánuði, t.d. kall- aðist sá mánuður sölvamánuður í Árnessýslu. Ef kreppti að í matarmálum, var ekki hægt að vera vandfýsinn á tíma. Þegar safnað var í skepnufóður, var heldur ekki hirt um beztu að- stæður. Það fór nokkuð eftir lands- háttum, hvernig staðið var að sölvatekjunni. Þar sem hægt var, var vaðið eftir þeim, annars róið eða jafnvel sigið, ef annað var ekki fært. Bæði konur og karlar gengu að þessu starfi. Það þarf kannski ekki að hafa mörg orð um, að starfinn var ekki sérlega hollustusamlegur, sér- staklega þar sem var vaðið. Ef farið var á bát, þurfti að gæta vel að, því blaut sölin voru ekki sérlega þægilegur farmur. Þegar búið var að tína; voru sölin langoftast þurrkuð, þó dæmi séu um að þau hafi verið borðuð ný. Við beztu aðstæður í glaða sólsklni, hlýju veðri og golu, þornuðu sölin á einum degi. Annars tók það mun lengri tíma. Sölin voru vandmeðfarin, ef þau þornuðu ekki strax, gátu þau t.d. myglað. Og það var afar slæmt ef þau blotnuðu eftir að hafa þornað. Þegar sölin voru orðin þurr var þeim safnað í stabba líkt og hey og fergð, þ.e. farg lagt á þau. Þá pressast þau saman. Síðan fólki borinn fiskur, smjör og söl, sem Norðanmenn þekktu ekki, og leizt lítt að leggja sér þennan svarta mat til munns. Söl voru borðuð með smjöri, gjarnan ásamt harðfiski, ef hann var til. En ekki var alltaf til smjörið, og þá var viðbitið ýmist haft tólg eða bræðingur eftir því hvað gafst. Sums staðar var sýra drukkin með sölvum, enda komst Egill að þeirri niðurstöðu að þann sem borðaði söl „þyrstir æ þess meir“. Sýrublanda og mjólk þóttu góð með sölvum. Sölin þóttu góð með fiski og brauði, en þóttu geta komið í stað þess. Sumir virðast hafa borðað söl með hvannarót. Þegar ekki fékkst önnur feiti, var lýsi haft með mat, og þá sölvum stundum dýft í það, líkt og við notum svokallaðar ídýfur. Söl með kjömmum, þ.e. hálfum þorskhausum og e.t.v. flatköku, söl með rifnum rófum. Smala- stelpa undir Eyjafjöllum í lok síðustu aldar fékk sér söl og drakk með þeim lýsi, áður en hún fór í hjásetuna á morgnana. Söl soðin í mjólk, söl notuð í grauta, t.d. ásamt byggi, söl í sölvakökur ásamt rúgmjöli. Og þá erum við komin að merkilegu fyrirbæri, sölvabrauðum, þ.e. söl voru notuð í brauð. Þessi brauð virðast hafa tíðkazt víða um Vesturland. í þau var notað allt að tveim hlutum af sölvum á móti einum af mjöli. Sölin voru þá fyrst soðin og síðan söxuð og blandað í mjölið. Þessi brauð þóttu hið mesta sælgæti, þóttu minna á seydd brauð. Við skul- um ekki gleyma því, að létt og loftmikil brauð okkar eiga lítið skylt við þeirra tíma brauð. I blaðagrein frá 1917 er sagt frá heimsókn á „alkunnugt rausnarheimili" í nágrenni Reykjavíkur. Á borðum voru m.a. söl. Húsmóðirin sagði þau borðuð daglega á heimilinu, og bætti við að sér fyndist það „vera skortur á réttu uppeldi að kunna ekki að borða söl ...“ Þessu er ég alveg sammála ... Þetta og margt fleira um söl mat. Söl eru hollur matur, svo enginn ætti að vera svikinn af þeim. En hvað er þá hægt að gera úr sölvum, auk þess að borða þau eintóm? Berið þau t.d. fram í stað alls þess saltmetis sem allt- af virðist tækifæri til að gæða sér á. Ef marka má saltástriðu okkar, ættu sölin að geta orðið vinsæl. Japanir eru slyngir í að nota ýmsar þangtegundir. Þeir nota m.a. þangblöðkur í súpur. Þetta getum við gert við sölin, búið til tæra súpu úr heimagerðu soði eða soðteningum, brytjað söl í súpuna og borið hana strax fram. Mér finnst þau alls ekki þurfa að sjóða, þá leysast þau alveg upp. Það er einkar bragðgott að nota söl til að sjóða með hrís- grjónum. Notið endilega hýðis- hrísgrjón. Handa fjórum þurfið þið um 5 dl að hrísgrjónum með mat. Skolið grjónin í sigti og lát- ið renna af þeim mesta vatnið. Setjið grjónin í pott ásamt 5 dl af vatni og nokkrum sölvablöðk- um. Þegar suðan kemur upp, lækkið þá hitann og látið grjónin malla í um 20 mín., eða þar til vatnið er gufað upp. Slökkvið þá undir og látið pottinn standa í um 10 mín. Ef grjónin festast við botninn, dreypið þá um 2 msk af vatni yfir þau og dragið pottinn af hitanum. Látið standa í nokkrar mínútur meðan grjónin losna. (Þetta ráð dugir þó ekki ef grjónin hafa brunnið illilega við.) Sölin sjóða saman við grjónin og gefa þeim býsna gott bragð. Söl er gott að saxa og nota í hvers kyns salöt, t.d. með skel- fiski eða grænmeti eingöngu. Ef þið kaupið söl, geymið þau þá í plasti, svo þau þorni ekki. Flettið blöðkunum í sundur og strjúkið af þeim með fingrunum, áður en þið stingið þeim upp í ykkur, því stundum leynast litl- ar skeljar í þeim. Japönsk áhrif á evrópska mat- argerð hafa m.a. komið fram í þangnotkun. Það þykir t.d. mjög smart að sjóða fisk í þangi, ekki sízt ef þangið er lagt í vatn og fiskurinn gufusoðinn þar yfir. Þang í fisk- og skelfiskréttum er ekki óalgeng sjón í helztu tízku- matarhúsum Évrópu og Banda- ríkjanna, svo það getur varla talizt nein sveitamennska að nota söl, eða hvað ... En við þurfum ekki að apa neitt eftir neinum, notum bara sölin eins og við höfum löngum gert, þó e.t.v. ekki á sama hátt. „Nútím- inn þarf nútímalegar bókmennt- ir,“ sagði 14. aldar skáldið. Nú- tíminn þarf nútímalegan mat getum við sagt, en gömlu, góðu hráefnin svíkja ekki ... Góða skemmtun! Bættar matarvenjur Það kemur víst engum á óvart þegar sagt er, að þrátt fyrir svignandi nægtaborð okkar, er- um við ekki alltaf sérlega fund- vís á heppilegasta matinn. Það er ekki bara nútíma þjóðsaga, að sumt fólk sem við sjáum á förn- um vegi þjáist af næringar- skorti. Þessi skortur stafar ekki af því að við borðum ekki nógu mikið, heldur af því að við borð- um ekki rétta matinn. Of mikið af mikið unnum mat, t.d. hvítu hveiti, hvítum sykri, alls konar mat sem fer í gegnum hvert framleiðsluþrepið á fætur öðru og missir um leið meira og meira af upprunalegum næring- arefnum. Sumum er bætt í aftur, en alls ekki öllum, t.d. ekki þeim efnum sem er kannski mjög lítið af, en samt eru engu að síður afar mikilvæg. Þessi efni kallast einu nafni snefilefni. Við borð- um of mikið og af vitlausum mat. Mikilsvert skref í rétta átt er að hætta að mestu að borða hvítt, sigtað hveiti og borða þess í stað gróft mjöl, þar sem hýði og kjarni, þ.e. klíð og kím, fær að komast með. Borðið einnig hýð- ishrísgrjón í stað hvítra. ... Það er einmitt hýðið, sem liggur utan um allar hveitis- tegundir, er meltingarverk- færunum veitir hvað örðugast að melta, en þó hafa nýrri tíma rannsóknir einnig sann- að, að í hýðunum liggur all- mikið næringarefni. Ef þið haldið, að þetta sé úr splúnkunýrri kennslubók í nær- ingarfræði, þá er það ekki rétt. Tilvitnunin er úr Manneldi: Rit- gjörð um manneldi, skráð af J. Hjaltalín, Reykjavík 1868. Kannski hugsið þið sem svo, að sykur sé alltaf sykur. En það er ekki alveg svo einfalt. Þið ger- ið mun betur við ykkur, ef þið notið hrásykur í stað hvíts syk- urs. Hrásykurinn er jafn sætur og skemmir tennur eins og hvít- ur sykur, en í honum er mun meira af nauðsynlegum efnum. Athugið að ég er ekki að tala um púðursykur. Það getur verið erfitt að um- bylta mataræði sínu. Ef þið byrjið á þessu þrennu sem er nefnt hér, eruð þið komin vel á veg! Éf þið eruð vantrúuð á mátt- laus orð mín, þá lítið á töfluna hérna á eftir. Finnst ykkur hún ekki sannfærandi? Ilveiti, sigtað Heilhveiti Hýðishrí.sgrjón Hrísgrjón, hvit Hrísgrjón, (parboiled)1* Hrásykur Sykur, hvitur (Hér er miðað við 100 gr af hverri fæðutegund.) ^Meðhöndlun við þrýsting. e«da- fita kolvetni kalk járn B| (tiamin) B^ribofl- avin) B2 (niacin) v.efni gr gr V mgr mgr mgr mgr mgr 11 1,5 72 20 1,5 0,24 0,06 1,4 12 2,0 68 40 3,5 0,43 0,15 4,3 7J> 1,9 78 30 1,6 0,34 0,05 4,7 7,0 0,5 78 10 0,4 0,04 0,03 1,0 7,5 1,0 75 10 0,4 0,18 0,05 2,4 0 0 96 85 3,4 0,01 0,03 0,2 0 0 100 0 0 0 0 0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.