Morgunblaðið - 07.11.1982, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.11.1982, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1982 54 SVIPMYND A SUNNUDEGI SR f yy BUNOESKANZLERAMT Hans-Jochen Vogel fyrir utan kanslaraembættið í Bonn Hans-Jochen Vogel Kanslaraefni jafnaðarmanna í Vestur-Þýzkalandi Hans-Jochen Vogel, sem nú er tekinn viö sem kanslaraefni jafn- aöarmanna í Vestur- Þýzkalandi, er alls ekki dæmi- gerður jafnaöarmaöur eins og báöir forverar hans. Þeir Willy Brandt og Helmut Schmidt koma báöir frá verkamannaheimilum, Vogel hins vegar kemur úr menntamannafjölskyldu. Bæöi faöir hans og afi voru háskóla- prófessorar og hann heföi sjálf- sagt getaö gengiö sömu braut sjálfur. Vogel varö efstur á laga- prófi úr hópi 550 stúdenta og sem doktorsritgerö valdi hann refsiréttarleg vandamál varöandi andstöðu viö ríkisvaldið. En bæöi hann og yngri bróöir hans, Bernhard, uröu stjórnmálamenn — en hvor í sínum flokki. Sá síö- arnefndi er nú forsætisráðherra kristilegra demókrata í fylkinu Rheinland-Pfalz. Hans-Jochen Vogel er nú 56 ára gamall. Hann gekk í flokk jafnaðarmanna (SPD) áriö 1950 og tíu árum síðar varð hann yfir- borgarstjóri í Munchen, sem þá var háborg jafnaðarmanna mitt í hafi hægri manna í sjálfu Bayern. Þegar hann var endurkjörinn 1966 hlaut hann 78% af greidd- um atkvæöum. Áriö 1972 hélt hann til Bonn, þar sem hann tók viö ráöherra- embætti í sambandsstjórninni og gegndi þar ýmsum ráöherraemb- ættum, en þó lengst af embætti dómsmálaráðherra, sem senni- lega hefur alla tiö staöiö huga hans næst. En hann lét einnig mikið aö sér kveöa í flokksstarf- inu og átti jafnframt mikinn þátt í því aö leysa ýmis vandamál sem upp komu í stjórnarsamvinnunni viö frjálsa demókrata (FDP). Vogel hefur einmitt fengiö á sig mikiö orö fyrir skyldurækni gagnvart flokki sínum. Þegar jafnaöarmenn í Vestur-Berlín uröu fyrir stóráföllum fyrir tveim- ur árum sökum mikils byggingar- hneykslis, hélt Vogel þangaö til þess aö endurskipuleggja flokks- starfsemina og koma flokki sín- um þar til virðingar á nýjan leik. Þar hafði hann þó ekki erindi sem erfiði. Hann tapaöi fyrst í kosningum á móti hægri mannin- um Richard von Weizacher. Síð- an mátti Vogel bíöa lægri hlut í sínum eigin flokki, er hann vildi hefja stjórnmálasamvinnu viö GAL (Grune und Alternative), sem er lausleg hreyfing á vinstri væng stjórnmálanna í Vestur- Þýzkalandi, þar sem umhverfis- verndarflokkurinn „Græningjarn- ir“ ráöa mestu. Engu aö síöur var Hans- Jochen Vogel talinn hepþilegasti maðurinn í hópi jafnaóarmanna til þess aö taka viö af Helmut Schmidt. Þar hefur fyrri reynsla Vogels sennilega ráöið mestu. En einnig hefur dugnaöur hans í flokksstarfinu fyrr og siöar skipt miklu máli. Fyrir bragöiö er hann flestum öörum kunnugri öllum innanflokksmálum innan SPD og í meiri tengslum þar viö menn og málefni en nokkur annar af for- ystumönnum flokksins. Þannig hefur Vogel látiö starf- semi yngri manna innan SPD sig miklu skipta. Hreyfing JUSOS eöa ungsósíalistanna hefur oft veriö forystu flokksins mjög erfiö og látið lítt aö stjórn en viljað fara sínar eigin leiöir. Þaö eru ekki mörg ár síðan ungsósíalist- arnir höfðu horn í síðu Vogels og þá heföi vart komið til greina, aö hann tæki við forystu í SPD. En á síöustu tveimur árum hefur hann lagt sig fram viö aö afla sér vin- sælda á meðal ungsósíalistanna og honum hefur einnig tekizt aö afla sér álits hjá friöar- hreyfingunni og umhverfisvernd- armönnum. Meiri samstaóa ríkir nú innan flokks SPD en oft áöur á undanförnum árum og þaö er ekki sízt aö þakka viðleitni Vog- els viö aö draga úr innanflokks- deilum. Hans-Jochen Vogel getur hins vegar varla aö svo komnu gert sér mlklar vonir um að veröa kanslari í Vestur-Þýzkalandi. Fylgi SPD hefur fariö minnkandi að undanförnu og skoðanakann- anir sýna að hægri flokkarnir CDU/CSU njóta nú fylgis um og yfir 50% kjósenda en fylgi SPD er komiö niður fyrir 40%. Sá fræöilegi möguleiki er þó vissutega fyrir hendi, aö jafnaö- armenn og græningjarnir svonefndu nái meirihluta saman, er kosiö veröur til sambands- þingsins í vor og Hans Geissler, aöalritari CDU og núverandi fjöl- skyldumálaráöherra vestur- þýzku stjórnarinnar, lét hafa eftir sér fyrir skemmstu, aö verkefni Vogels sé einmitt aö framkvæma þá hugmynd, sem sprottin sé frá Willy Brandt, aö koma á „rauö- grænum" meirihluta í Bonn. Hans-Jochen Vogel er kaþ- ólskur og sagður ráöa yfir mjög sannfærandi persónuleika. Hann hefur komiö til íslands og jafnan sýnt íslendingum mikinn velvilja, ekki hvaö sízt íslenzkum náms- mönnum í Múnchen, á meöan hann var þar borgarstjóri. Yfir- bragö hans er rólegt og yfirveg- aö og hann þykir mjög rökfastur í umræöum. Hann hefur mikið Ijóst hár og er brosmildur maöur. Samt er hann ekki þekktur fyrir aö vera fyndinn eða hnyttinn sjálfur. En enginn skyldi misskilja framkomu hans, enda þótt hún þyki aðlaðandi. Hann hefur orö á sér fyrir aö vera haröur samningamaöur og mjög snjall í því aö ná sínu fram. Bridge Arnór Ragnarsson Bridgedeild Sjálfsbjargar Fjögurra kvölda tvímenn- ingskeppni er nýlega lokið hjá deildinni og urðu úrslit þau að Sigurður Björnsson og Lýður Hjálmarsson sigruðu með yfir- burðum, hlutu 523 stig. Röð næstu para: Sigurrós Sigurjónsdóttir — Gunnar Guðmundsson 491 Benjamín Þórðarson — Jóhann P. Sveinsson 467 Gísli Guðmundsson — Ragnar Þorvaldsson 464 Meðalskor 440. Mánudaginn 8. þ.m. hefst hraðsveitakeppni. Hefst spila- mennskan kl. 19.30 og eru spilar- ar beðnir að mæta stundvíslega. Bridgefélag Akureyrar Nú er lokið fvrstu keppni BA, en það var Thule-tvímenningur. Að þessu sinni sigruðu Soffía Guð- mundsdóttir og Ævar Karlsson nokkuð örugglega. Þetta er í ann- að sinn sem þau vinna þessa keppni, en það er Sana hf. sem gefur verðlaunin, sem eru tveir forkunnarfagrir farandbikarar. Ævar og Soffía hlutu 758 stig og hlutu góða skor öll kvöldin í keppninni. Spilað var í þremur 14 para riðlum, sem er mjög góð þátttaka. Röð næstu para: Stig Magnús Aðalbjörnsson — Gunnlaugur Guðmundss. 741 Ármann Helgason — Jóhann Helgason 726 Jakob Kristinsson — Stefán Jóhanness. 710 Alfreð Pálsson — Júlíus Thorarensen 709 Meðalskor 624 Næsta keppni félagsins verður Akureyrarmótið í sveitarkeppni og á síðasta spilakvöldi fór fram atkvæðagreiðsla um fyrirkomu- lag keppninnar. Verður spilað í riðlum, tveimur eða þremur eftir þátttöku, sem stefnir í met. Spil- aðir verða 32 spila leikir. Keppnin hefst nk. þriðjudag í Félagsborg kl. 20 stundvíslega. Keppnisstjóri verður sem fyrr Albert Sigurðsson. Um helgina eru væntanlegar 9 sveitir frá Húsavík til árlegrar keppni við heimamenn. HreyfiII — Bæjarleiðir Fjórum umferðum af fimm er lokið í tvímenningskeppni bíl- stjóranna og er staða efstu para þessi: Guðmundur Aronsson — Jóhann Jóelsson 746 Guðjón Guðmundsson — Hjörtur Elíasson 734 Jón Sigtryggsson — Skafti Björnsson 730 Flosi Ólafsson — Sveinbjörn Kristinsson 700 Meðalskor 660. Síðasta umferðin verður spil- uð mánudagskvöld kl. 20 í Hreyfilshúsinu. Bridgefélag Sauðárkróks 20. og 27. október sl. var spiluð firma- og einmenningskeppni fé- lagsins. Þrjú efstu fyrirtækin urðu: stig. Sauðárkróksapótek (Skúli Jónsson) 87 Steypustöðin (Sigurgeir Þórarinss.) 83 Matvörubúðin (Jón Tryggvi Jökulss.) 78 Úrslit í einmenningskeppninni urðu þessi: Jón Tryggvi Jökulss. 153 Stefán Skarphéðinss. 152 Skúli Jónsson 151 Sigurgeir Þórarinss. 150 Jón Jónasson 149 Þórdís Þormóðsd. 146 Næst verður spilaður tvímenningur miðvikud. 10. nóv- ember. Bridgefélag Hafnarfjarðar Sl. mánudagskvöld voru spil- aðar tvær fyrstu umferðirnar í sveitakeppni félagsins. Alls mættu 12 sveitir til leiks og er staðan nú eftirfarandi: stig Sveit Aðalsteins Jörgenssonar 40 Sveit Sævars Magnússonar 40 Sveit Huldu Hjálmarsdóttur 39 Sveit Drafnar Guðmundsd. 23 Næstu tvær umferðir verða spilaðar nk. mánudagskvöld á sama stað, og að venju hefst spilamennskan kl. 19.30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.