Morgunblaðið - 07.11.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1982
63
Kjarvalsstaðir:
Sýning á handprjónuðum kjólum
AÐALBJÖRG Jónsdóttir hefur
opnað sýningu á handprjónuðum
kjólum úr íslenzkri ull á Kjar-
valsstöðum.
í sýningarskrá segir Einar
Hákonarson listmálari:
Aðalbjörg Jónsdóttir hefur
um langt árabil unnið við kjóla-
saum. Islenska ullin er efni, sem
hún kynntist í uppvexti sínum
norður á Ströndum.
Síðastliðin fimm til sex ár
hefur Aðalbjörg svo til eingöngu
helgað sig því að prjóna og
skapa kjóla úr íslensku ullinni.
Þessir kjólar hafa vakið verð-
skuldaða athygli bæði innan-
lands og utan á ýmsum sýning-
um, sem of langt mál væri upp
að telja. Þó má geta sýningar,
sem Islenskur heimilisiðnaður
stóð fyrir 1979 og send var síðan
til Chicago í Bandaríkjunum.
Það er augljóst að gífurleg
vinna liggur að baki hverjum
kjól því allir eru þeir frábrugðn-
ir hver öðrum bæði í formi og
litavali. í þessum flíkum fer
sannarlega allt saman, hug-
myndaauðgi, formskyn og hand-
bragð, sem sýnir ljóslega hver
listaverk er hægt að gera úr ís-
lensku ullinni.
Hafnarfjörður:
Kvenfélag
Fríkirkjunnar
heldur kaffi-
sölu og basar
KVENFÉLAG Fríkirkjunnar í Hafn-
arfirði efnir til kaffisölu i Góðtempl-
arahúsinu á sunnudaginn kemur,
eftir guðsþjónustu.
Auk veitinga verða á boðstólum
ýmsir basarmunir, sem kvenfélags-
konurnar hafa unnið sjálfar.
Allur ágóði rennur til fram-
kvæmda við kirkjubygginguna,
sem nú stendur yfir, og ennfremur
til annars kirkjulegs starfs á veg-
um Fríkirkjunnar í Hafnarfirði.
Ber þar sérstaklega að nefna, að
kvenfélagið hefur um margra ára
skeið stutt starf á meðal yngstu
meðlima safnaðarins og verður
það starf seint fullþakkað. Þá eru
þær ævinlega fúsar til að sinna af
alúð öðrum þeim verkefnum, sem
við blasa á hverjum tíma.
Nú eru því beint til allra vel-
unnara Fríkirkjunnar í Hafnar-
firði, að þeir sýni í verki, hvers
þeir meta það starf, sem ekki er
hrópað um á götuhornum, heldur
sinnt af alúð og trúmennsku svo
sem sæmir þeim, er hafa Jesúm
Krist að leiðarljósi.
Sr. Bragi Skúlason
Poul Norlund
fornar byggöir á
hjara heims
Bók um Grænlend-
inga hina fornu
BOKAFORLAG ísafoldar hefur sent
frá sér bókina „Fornar byggðir 4
hjara heims“, en bókin kom fyrst út
1972. Þetta er bók um Grænlend-
inga hina fornu.
Höfundurinn Poul Norlund
(1888—1951) var sagnfræðingur
og fornleifafræðingur, sem lengst
ævi sinnar var tengdur Þjóð-
minjasafni Dana og forstöðumað-
ur þess síðustu árin.
Dr. Kristján Eldjárn þýðandi
bókarinnar segir í eftirmála ís- $
lensku útgáfunnar: „Þessi bók
er... klassískt sem alþýðlegt
fræðirit um Grænlandsbyggðir, og
má nú glöggt sjá að hún muni ætíð
eiga fullan rétt á sér.“
Á tímum hárra vaxta og aukins fjármagnskostnaðar er hraðinn og ferðatíðnin besta vörnin gegn verbólgu.
Með því að nýta sér þjónustu Flugfraktar hafa fjölmörg fyrirtæki náð mjög góðum árangri
áþessu sviði,- lagerkostnaður er lágur og rýrnun sáralítil.
Flugfrakt
Vetraráætlun til og frá Reykjavík
1. nóv. ’82 - 31. mars ’83.
Til: KAII Kaupmannahöfr Frá m Þr. fl Fi. m fl Su.
n irvvvi ■
Til: KAU Kaupmannahöfr Auka fraktflug Frá r i k. á ■ ■
□
Til: OSL Osló Frá * 9
▲
Til: STO Sfokkhólmur Frá W m
i: 2
Til: LOA London Frá: Má Þr. Mi. M FO, M a
A 2 A 2
Til: IWC New York Frá: $ • • &
A 2 2
Til: BAL Baltimore Frá: m
Til: CHI Chicago Frá: ■
Til: GLA Glasgow Frá: m •
▲ 2
Til: LUX Luxemborg Frá: • • •
■ rwvvfi
Við verðum svo sannarlega á ferð og flugi!
FLUGLEIDIR
Gott fólk hjá traustu félagi