Morgunblaðið - 07.11.1982, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.11.1982, Blaðsíða 30
. . . verdur sýnd á næstunni. . . Christiane F. er leikin af ungri skólastúlku Natjö Brunkhorst. Hún hafði mikinn áhuga á þessu eina hlutverki og hefur lýst því yfir að hún muni ekki leika meira á Christiane hefur tekið inn skammtinn sinn. Henni tókst um síðir að losna undan heróíninu, nokkuð sem sárafáum tekst. Christiane F. í byrjun árs 1978 var fimmtugur Vestur-l»jóðverji fyrir rétti í Berlín, grunaður um að hafa átt kynferðisleg mök við börn undir sextán ára aldri. Eitt aðalvitnið var fimmtán ára gömul stelpa, fyrrverandi eiturlyfjasjúkl- ingur, sem sofið hafði hjá manninum. Hún hét Christiane. Viðstaddur réttarhöldin var Horst nokkur Kieck, blaðamaður af Stern en hann var að safna efni í grein, sem átti að fjalla um líf og leiki unglinga í V-I>ýskalandi. Rieck fékk áhuga á framburði stúlkunnar, þó hún hafi neitað að bera vitni gegn manninum, og bað hana um viðtal. Viðtalið varð það lengsta, sem Rieck hafði tekið. I>að stóð yfir í mánuð og Rieck fékk annan blaðamann af Stern til að hjálpa sér til við það. Christiane leysti rækilega frá skjóðunni og sagði ítarlega frá síðustu tveimur árum í lífi sínu, sem hafði verið ein martröð frá upphafi til enda. Hún hafði þá ekki snert á eiturlyfjum í sex mánuði. Sagan, sem hún sagði blaðamönnunum, kom út í bók og hefur verið kvikmynduð. — Söguþráður — Þegar ósköpin hófust var Christiane F. þrettán ára og bjó í nýju hlokkarhverfi í Berlín með fráskilinni móður sinni. Þar var lítið við að vera, hún þekkti engan, leiddist og var einmana. Mamma hennar sinnti henni litið, var of upptekin af vinnunni og félögum sinum. Christiane varð því fegin þegar skólasystir hennar ein kynnti hana fyrir „diskógrúpp- unni“ og hún varð ein af hópnum. Það var annar heimur fyrir hana, heimur, sem þúsundir jafnaldra hennar lifðu og hrærðust í. Til að sýna að hún væri vel þess verð að vera í grúppunni, fór hún að hella í sig áfengi og prófa hinar og þessar tegundir lyfja, sem hópurinn not- aði eins og valium, mandrax og loks LSD. Hún hitti Detlev, sem varð kær- asti hennar með tímanum, en hann var félagi í annarri grúppu, sem tóku inn sterkari lyf. Aður en not- aði vissi af var hún farin að „sniffa" heróín og það leið ekki á löngu þar til hún fór að sprauta eitrinu í æð, varð háð því og þurfti minnst eina sprautu á dag. En heróín kostaði mikla peninga og það var aðeins ein leið fær fyrir Christine að afla sér þeirra. Hún var rétt orðin fjórtán ára þegar hún tekur við hundrað mörkum frá fyrsta viðskiptavini sínum. Einn daginn kom mamma hennar að henni inn á klósetti heima hjá sér þar sem hún var að sprauta sig með heróini. Mamman hafði alltaf trúað því að dóttir sín væri hjá vinkonu sinni þegar hún var ekki heima á næturnar og tók ekki eftir neinum breytingum í fari hennar, sá ekki hvað hún var orðin grönn og föl og sljó. Mamman fékk Detlev og Christi- ane til að reyna að komast undan eitrinu og þeim tókst það, þó ekki átakalaust eins og von er. Og loks- ins var martröðinni lokið, þau voru hrein. Og til að sanna það fyrir sér að þau réðu við fjandann prófuðu þau einu sinni enn; og féllu í sömu gryfju. Allt varð eins og áður. Christiane F. sá enga framtíð í lífi sinu og reyndi sjálfsmorð með því að taka „gullnu sprautuna", of stóran skammt af heróíni. Þá var hún ekki orðin fimmtán ára. — Kvikmyndin — Bókin um æfi Christiane F. — Wir Kinder vom Bahnhof Zoo — eða Dýragarðsbörnin eins og hún hefur verið þýdd á íslensku, hefur selst í milljónum eintaka viða um heim og hvarvetna vakið óskipta athygli og umræður um fíkniefna- neyslu barna og unglinga. Kvik- myndin, sem gerð var eftir bók- inni, hefur ekki síður vakið at- hygli. Myndinni (sem sýnd verður í Tónabíói á næstunni) leikstýrði ungur þjóðverji, Ulrich Edel að nafni. Hann hafði fengist lítils- háttar við sjónvarpsþáttagerð áð- ur, en þessi mynd var hans fyrsta stóra verkefni. „Að ráða í hlut- verkin var erfitt," segir hann. „Ég gat ekki notast við atvinnuleikara svo ég varð að fara út á götu og í skóla til að finna krakka í hlut- verkin. Ekki var til í dæminu að nota raunverulega eiturlyfjasjúkl- inga og það gat verið hættulegt að nota krakka, sem ekkert vissu um ■eiturlyf og afleiðingar af notkun þeirra. Ég er að tala um krakka frá ellefu til fjórtán ára aldurs. Það gæti vakið forvitni þeirra um of. Erfiðast var að ráða í hlut- verk Christiane F. Þegar fréttist að vantaði stúlku til að leika hana streymdu inn bréf og símtöl af öllu landinu, frá stelpum, sem höfðu gengið í gegnum svipaða reynslu og Christiane og vildu fá hlutverk- ið.“ Tveimur vikum áður en tökur hófust fann Edel loks Natjö Brunkhorst á skólaleikvelli og þar var Christiane komin. Brunkhorst hafði aldrei komið nálægt eitur- lyfjum, var yfirburða nemandi, ætíð með bestu einkunn yfir skól- ann. Hún hafði þegar mikinn áhuga á að taka að sér hlutverkið en þegar sýningar hófust á mynd- inni og hún hafði fengið mjög góða dóma, lýsti Brunkhorst því yfir að hún hefði engan áhuga á að verða leikkona. Hún hefði aðeins haft áhuga á að leika þetta eina hlut- verk. Það var miklum erfiðleikum bundið að fá leyfi til að kvikmynda á þeim stöðum, sem var vettvangur Christiane á þeim tveimur árum, sem hún varð eiturlyfjasjúklingur. Leyfin einfaldlega fengust ekki. Leikstjórinn Edel varð í sumum tilvikum að beita falinni mynda- tökuvél, sérstaklega í atriðum, sem voru tekin upp á járnbrautastöð- inni — Bahnhof Zoo en þar var áður vettvangur eiturlyfjaneyt- enda í Berlín og mikið af sögunni gerist þar. Austur-Þjóðverjar stjórna þeirri stöð og það var eng- an veginn hægt að fá leyfi til að kvikmynda þar. Förðun var stórt atriði í mynd- inni og til að leysa hana af hendi var fenginn hinn breski Colin Arthur, en hann hefur m.a. unnið við myndir eins og „2001: A Space Odyssey". Arthur notaði ekki venjulegan farða við starf sitt í myndinni. Hann málaði hin hörmulegu andlit eiturlyfjasjúkl- inga með vatnslitum. — Sprengdi öll aðskóknarmet — Myndin var frumsýnd í apríl 1981 og eins og við mátti búast sprengdi hún öll fyrri aðsóknar- met. Eftir að hafa verið á hvíta tjaldinu í mánuð í Vestur-Þýska- landi hafði hún halað inn yfir tíu milljón dollara, og um þrjár millj- ónir manna höfðu séð hana á þeim tíma. Eiturlyfjasjúklingar og vænd- iskonur finnast ekki lengur á járnbrautarstöðinni — Bahnhof Zoo. Leikararnir í myndinni snéru aftur til náms í sínum skólum eða til sinnar fyrri vinnu. Detlev fór í „afvötnun" til Svíþjóðar og hefur snúið aftur til Berlínar. Christiane er hætt að sjá hann. Hún hefur ekki tekið inn heróín í þrjú ár og lifir kyrrlátu lífi í Hamborg þar sem hún vinnur í bókabúð. — Dýrt eitur — Eiturlyfið, sem næstum drap Christiane F. á sök á dauða þús- unda manna á ári hverju. Oftast er það mjög ungt fólk, sem deyr af völdum þess. Heróínsjúklingur þarf eitt til eitt og hálft gramm á dag, hvern dag. í París kostaði grammið fyrir ári síðan 800 franka, sem er um 1.740 krónur ís- lenskar. I New York var grammið á 100 upp í 150 dollara. I Berlín, þar sem Christiane ólst upp, kost- aði grammið ekki nema 50 mörk eða 300 krónur. í London kostaði það allt upp í 2.100 krónur íslensk- ar. Þetta þýðir að heróínsjúklingur þarf allt frá 2.000 til 6.000 dollara á mánuði til að halda sér í lagi. Það segir sig sjálft að ekki geta margir orðið sér úti um svo mikla peninga á löglegan hátt. Ein leiðin til að nálgast peningana er að stunda vændi, önnur að fremja rán og jafnvel myrða. Þegar það eina sem skiptir máli í heiminum er að fá í eina sprautu enn, skiptir mannslíf litlu máli. — Ástandið mun verra — Leikstjórinn Ulrich Edel hefur verið gagnrýndur fyrir að bregða upp kannski einum of dökkri mynd af ástandinu eins og það er fyrir þúsundir og hundruð þúsunda unglinga um víða veröld, sem lifa og hrærast í heimi eiturlyfjanna. En hann segir: „Ég vildi, umfram allt svipta hulunni af þessum dul- arfulla hlut heróíni. Það er satt að ég hef verið sakaður um að mála skrattann á vegginn og margir 'segja, nei, þetta getur ekki verið eins slæmt og myndin sýnir. Málið er bara svons, ástandið er verra en myndin sýnir. Vandamálið er mun stærra, ofbeldið er meira og þetta er í rauninni mun harðari heimur en nokkurn getur grunað." — ai. Eina leiðin fyrir Christiane til að afla sér peninga fyrir eitrinu er að stunda vændi. MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1982

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.