Morgunblaðið - 07.11.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.11.1982, Blaðsíða 1
Sunnudagur 7. nóvember — Bls. 49—80 Bréfin hans 1*' r r m ^,— v-— #«*- - »**■ | .. *~al*** .—''Xl —.«... *........ ■ - ~~Æ *„* -t-♦*'í-■'■•'>s’ "T< !«••»* Ji+tf* ***** * J&írAr tit, *~t — *«* «•* ' -* ' ■ *“ <&. >fvv*i <C*a4w1m •"«-' ***■”*“* —».* * j£U -r<W- .i...> » r«. írrjHL^.a-"*6*' *-»• Sobbeggi afi og Lilla Hegga í „stööi“ í stofunni heima hjá litlu manneskjunni. Myndina tók Þorvaldur Ágústsson um það leyti, sem Þórbergur var að vinna aö bókinni, sem þau urðu aðalpersónur í, „Sálminum um blómið“. Bréfin hans Þórbergs til Lillu Heggu og Biddu systur, heitir ein útgáfubóka bókaforlagsins Vöku nú á þessu hausti. Þar eru birt ein þrjáti'u bréf, sem hann sendi tveimur vinkonum si'num á árunum 1952—1971, þeim Lillu Heggu og Biddu systur, sem kunnar eru sem sögupersónur úr bók Þórbergs, „Sálmurinn um blómið“. Lilla Hegga heitir fullu nafni Helga Jóna Ásbjarnardóttir en Bidda systir er Birna Torfadótt- ir. Helga var 9 ára, þegar hún fékk fyrsta bréfið frá Þórbergi, en síðasta raunverulega bréfið barst henni ti'u árum seinna. Elsta póstkortið til Birnu er frá því að hún var 12 ára en þegar Þórbergur hætti að skrifa henni var hún 28 ára. Þórbergur var aftur á móti 62 ára, þegar hann hóf þessar bréfasendingar og skrifaöi þeim stöllum þar til hann var 82 ára. Hjörtur Pálsson dagskrárstjóri hefur búið bréfin til prentunar fyrir Vöku, skrifað með þeim skýringar og viötalskafla sem þeim fylgja, þar sem hann ræðir við Helgu, Birnu og Margréti Jónsdóttur, ekkju Þórbergs. Hér verða birt tvö brot úr efni bókarinnar. Hið fyrra er frá árunum 1954 og 1955 og er þar um að ræða bréf til Lillu Heggu, en hið siðara er bréf til Biddu systur, frá árinu 1971, nokkuð stytt. ' jfgt- -gJvJ ****** „*$ g f '' 'V,:" , .,x ^ ^ **\ 1 „ Jtv. —• '**• • «4«------------------- , «-*** l • . „, ■'« •• ^JTl % Mf -•» -V» '1 M •“' .. '<*A ..V“‘ ■. V' ; . > ““'Jl,, "I ,„■••■ ... V .. <> ’ (r* * .,<* ■■■' I Í** ..***** ,v - J■- v.**;■ j >*— Tr .í- <••■< • \ ?,.-*> t*-' -'•*•■■ ,Ai «»*\ ‘»i *‘v V.v ■'■* Nokkur bréfanna, sem birt veröa í bókinni „Bréfin hans Þórbergs“. Þau sendi Þórbergur þeim Lillu Heggu og Biddu systur, sem kunnar eru sem söguper- sónur úr bók hans „Sálminum um blómið". Frá árunum 1953 og 1954 eru engin bréf til frá Sobbeggi afa til Lillu Heggu, en seinna sumarið barst ungfrú Helgu Jónu Ásbjarn- ardóttur, Ásum, Gnúpverjahreppi, Árnessýslu á Islandi, póstkort með framandi stimpli, og á því stóð; „Moskva, 16. júlí ’54. Elsku Lilla Hegga! Nú er Mammagagga og hann Sobbeggi afi í landinu hans Stal- íns, og þar er gott að vera. Þau eru alltaf að skemmta sér. Búa á fínu hóteli og fá mikið fínan mat. Svo eru þau alltaf í bílum að skoða borgina. Frú Andrésson og maður- inn hennar eru hérna líka. Afi og Mammagagga biðja mikið að heilsa þér og öllum í Ásum. Mammagagga". Þessi kveðja skýrir sig sjálf, en um sumarið var viðtakandinn í sveit hjá systur sinni austur í Gnúpverjahreppi. Margrét og Þórbergur dvöldust hins vegar all- lengi í Sovétríkjunum í boði rit- höfundasamtaka þar. Kristin E. Andrésson og konu hans, Þóru Vigfúsdóttur, sem voru heimilisvinir hjá Margréti og Þórbergi, kallaði Lilla Hegga oftast „herra og frú Andrésson". Sumarið 1955 var Lilla Hegga aftur í sveit hjá Þorbjörgu systur sinni í Ásum. Þangað skrifaði Sobbeggi afi henni næsta bréf úr unnskiptingastofunni á Hring- braut 45. Það var annað nafn á þjóðsögustofunni og þannig til komið, að eftir að Lilla Hegga uppgötvaði „Sagnakver Skúla Gíslasonar" í skápnum hjá Sobb- eggi afa, þótti henni það bera af öðrum þjóðsagnabókum. Þórberg- ur eignaðist það skömmu eftir út- komu bókarinnar 1947 og skoðaði það oft með henni. Frá þessu segir í „Sálminum um blómið", en sér- stakt yndi hafði Lilla Hegga af sögunni „Átján barna föður í álf- heimum" og myndskreytingu Halldórs Péturssonar við hana, gegnt bls. 54. Undir henni stóð þessi texti: „Eg er nú svo gamall sem á grönum má sjá“. Umskipt- ingurinn, sem þar gat að líta og Helga kallaði „unnskipting", olli henni miklum heilabrotum. Af þessum sökum skírði hún sagna- kverið „unnskiptingabókina", og um leið fékk þjóðsögustofan nýtt nafn í samræmi við það. í unnskiptingastofunni, 16. júní 1955. Elsku góða Lilla Hegga mín! Ég lofaði að skrifa þér, og ég svík aldrei það, sem ég lofa. Nei, það gerir Sobbeggi afi ekki, og það ætti enginn að gera, og aldrei að ljúga og aldrei að éta ullabjökk og aldrei að jórtra tyggigúmmí. Þeir, sem jórtra tyggigúmmí, verða eins og sauðkindur í framan, þegar þeir eldast. Ullabjakksétararnir missa tennurnar. Og lygararnir og svikararnir fara í ljótu sveitirnar, þegar þeir deyja. Svona er nú það. Jæja! Þá er nú bezt að fara að segja fréttirnar. Þá er nú þessi Katla búin að eiga barnið. Það er verst það skyldi vera stelpa. Hræddur er ég um, að Mammagagga ætli að arf- leiða hana að einhverju. En þa bezt að sei ekki meira. Þa bezt að þegja. Ég steinþegi. Ragnar, mað- urinn þessarar Kötlu, er farinn að vinna hjá tyggigúmísmönnunum á Keflavíkurflugvelli. En hann verð- ur að sofa inni í Reykjavík og vakna klukkan fimm á hverjum morgni til þess að vera kominn nógu snemma í vinnuna hjá tyggi- gúmísmönnunum. Vorkennirðu honum ekki? Ég á í voðalegu stríði með myndina af þér. Ég er alltaf að setja hana á skápinn og mynd- ina af Kötlu út í gluggann en Mammagagga er jafnóðum búin að pútta myndinni af þér út í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.