Morgunblaðið - 07.11.1982, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.11.1982, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1982 Grein Þórarinn Ragnarsson Mikil sálræn pressa — Tíminn úti hjá Portland hef- ur verið mjög lærdómsríkur fyrir mig. Keppnistímabilið er langt og strangt. Alls eru spilaðir 82 leikir í það heila, eða þrír leikir að jafn- aði á viku. Gífurlega mikið er um ferðalög um þver og endilöng Bandaríkin. Það má eiginlega segja að maður búi alfarið á hót- eli. Þessi ferðalög og sífelld keppni setja á mann mikla sálræna pressu. Þetta er ekki skemmtilegt nema að vissu marki. En það venst. Núna er ég eiginlega hálffeginn að vera kominn heim í smátíma. Ég ætla að hvíla mig að vissu marki og byggja mig upp sálar- lega. Keppnin um að vera alitaf í liðinu er mikil. Meiri en í öðrum íþróttum, það eru jú aðeins fimm leikmenn inná í einu. — Það eru 12 lið í hvorum riðli í NBA og alls 242 leikmenn sem leika með liðunum. Samkeppnin er alls staðar gífurlega hörð. Þar sem keppt er þrisvar í viku gefst ekki mikill tími fyrir æfingar. Þó eru alltaf öðru hvoru teknar skotæf- Nú, eftir að keppnistímabilinu lauk í fyrra, tók ég mér smáhvíld, en hóf síðan æfingar og undirbún- ing fyrir næsta tímabil af miklum krafti uppá eigin spýtur. Ég var slæmur í hásinunum og varð að styrkja þær. Það fóru sjö vikur hjá mér í sérstakar æfingar. Ég æfði í sundlaug. Tók æfingar á bakkanum fór síðan ofan í og hoppaði í lauginni og gerði fleiri æfingar. Að sjálfsögðu undir handleiðslu. Eftir þessar sjö vikur fór ég ásamt fleiri nýliðum til Los Angeles og æfði þar. Portland-liðið tók þátt í móti þar í ágúst ásamt 20 öðrum körfu- knattleiksliðum. Tíu léku í hvor- um riðli. Okkur tókst að komast í undanúrslitin í mótinu og stóð ég mig nokkuð vel, sérstaklega í þremur síðustu leikjunum. Tók þá að meðaltali 15 fráköst í leik og skoraði 23 stig í síðasta leiknum. Fann mig virkilega vel, og var bjartsýnn á að allt myndi ganga vel. Allt sumarið æfði ég lyftingar af kappi til þess að styrkja mig og tók ýmsar einstaklingsæfingar. — í september hófst svo loka- undirbúningurinn hjá Portland, og allt var í stakasta lagi, þar til liðið keypti nýjan leikmann ein- mitt í mína stöðu, miðherjann. Fyrir voru tveir leikmenn í þessari stöðu og ég var sem sagt númer þrjú. Nú harðnaði baráttan. Þessi kaup settu mig dálítið úr jafnvægi sálarlega. Ég fór um of að hugsa um kaupin og fór. að vanta sjálfstraust. Liðið lék átta sýningarleiki fyrir keppnistímabilið og ég fékk tæki- færi á að spreyta mig í fimm leikj- um af átta, stóð mig þokkalega að mínum dómi. En það nægði bara ekki. Mér var tilkynnt eftir síð- asta leikinn að ég væri ekki í hópnum sem myndi leika í vetur. Mér var því boðið að fara til Ítalíu, þar vantaði leikmann fyrir banda- rískan leikmann sem hafði meiðst. En svo kom á daginn, að hann var ekki illa meiddur, og gæti fljótlega verið með á nýjan leik og mér var tjáð að ég gæti farið heim, og hér erég. — En þrátt fyrir þetta mótlæti er ég ákveðinn í því að æfa vel í vetur, spila eins mikið og ég get og stefna markvisst að því að komast í liðið hjá Portland næsta haust. Ég veit hvar ég stend og geri mér fulla grein fyrir því að það verður erfitt en ég ætla að reyna hvað ég get. Þfrna er Péturs vandlega gætt. Pétur Guðmundsson á bekknum hjá Portland. Þjálfari Portland, Jack, kallar Pétur af velli. í baksýn má sjá brot af þeim fjölda sem sækir leiki ytra. „Maður verður að hafa óbilandi trú á sjálfúm sér“ Mörgum finnst sjálfsagt nóg um þegar verið er að fjalla um íþróttamenn okkar sem leika á erlendum vett- vangi. En víst er að það eru fjölmargir sem eiga erfitt með að skilja hversu gott af- rek það er, að vekja það mikla athygli á sjálfum sér með getu sinni í íþróttum að atvinnumannalið sem hafa úr þúsundum íþróttamanna að velja taka upp á sína arma íslenska íþróttamenn og gera við þá atvinnumannasamn- ing í íþróttum. — í fyrrahaust vakti það mikla athygli er körfuknattleiksmaður- inn Pétur Guðmundsson skrifaði undir atvinnumannasamning við Portland Trailblazers í Bandaríkj- unum og varð þar með einn af fáum útlendingum sem náð hafa þeim árangri að fá að spreyta sig í bandarísku atvinnumannadeild- inni, NBA, í körfuknattleik. Það eru þúsundir körfuknatt- leiksmanna í Bandaríkjunum ein- um sem jafnan spreyta sig hjá hinum og þessum atvinnumanna- liðum en komast ekki að. Hér á íslandi hafa margir snjallir körfu- knattleiksmenn frá Bandaríkjun- um leikið sem ekki hafa komist í atvinnumennsku. Eftir að hafa leikið eitt keppnistímabil með Portland varð Pétur að bíta í það súra epli að komast ekki í 12 manna lokahóp sem valinn er fyrir hvert tímabil. Pétur kom því mjög óvænt heim til íslands og allt bendir til þess að hann dvelji hér í vetur og leiki í úrvalsdeild- Stefnir markvisst aö því aö leika aftur meö Portland — Vissulega olli það mér nokkrum vonbrigðum að komast ekki aftur í lokahópinn hjá Port- land fyrir keppnistímabilið sem nú er hafið. Ég hafði undirbúið mig mjög vei og allt hafði gengið í haginn framan af en svo fór að síga á ógæfuhliðina og ég varð að sætta mig við að vera ekki í hópn- um, sagði Pétur er Mbl. spjallaði við hann á dögunum. Á síðasta keppnistímabili gekk mér allvel af nýliða að vera, ég lék 68 leiki af 82 leikjum sem Port- land spilaði. Ég vil taka það fram, svo ekki verði nú misskilningur, að leika með þýðir að ég kom inná. Stundum í langan tíma og stund- um í örfáar mínútur eins og geng- ur og gerist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.