Morgunblaðið - 07.11.1982, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1982 55
Sjötugur á morgun:
GUÐMUNDUR A.
FINNBOGASON
í maíhefti hins þjóðlega tíma-
rits „Heima er best“ á sl. ári er
forystugreinin helguð Guðmundi
A. Finnbogasyni á Hvoli í Innri-
Njarðvík á Suðurnesjum.
Þar er þess getið, að hún beri
nafnið Sagnamaður Suðurnesja,
og eftir lestur hennar megi gjörla
sjá, að Guðmundur beri það nafn
með sanni og sæmd.
Enda þótt segja megi, að grein
þessi sé allnokkur kynning á Guð-
mundi Finnbogasyni, er hitt þó
vitanlega sannast mála, að sjálfur
hefur hann með starfi sínu og
skriftum sínum best og ótvírætt
sýnt fram á hversu vel hann ber
þessa nafngift.
Lesendum Morgunblaðsins er
þetta líka mæta vel kunnugt, bæði
af greinum Guðmundar hér í blað-
inu um samferðamenn hans, í eft-
irmælum og afmælisminningum.
Og þó ekki síður af fróðlegum og
skemmtilegum sagnaháttum hans,
sem á sínum tíma birtust í Lesbók.
Þá ber og þess að geta, síðast en
ekki síst, að árið 1978 kom bók frá
hendi Guðmundar og var ekki von-
um fyrr, svo margt og mikið, sem
áður hafði birst eftir hann í ýms-
um blöðum. Bók Guðmundar ber
heitið Sagnir af Suðurnesjum og
sitthvað fleira sögulegt. Með út-
komu hennar sannaðist það, sem í
almæli var, að hann átti í fórum
sínum mikinn og margháttaðan
fróðleik og sagnir úr heimabyggð
sinni, Njarðvíkunum, og ná-
grannasveitum.
Þar syðra er Guðmundur fædd-
ur og uppalinn og þar hefur hann
dvalist s.a.s. öll sín æviár, þar til
nú allra síðustu misserin sem þau
hjónin hafa dvalið á Hrafnistu í
Hafnarfirði. Þess vegna er það, að
Suðurnesin eru sá vettvangur, sem
Guðmundur hefur helgað sína
fróðleiksgáfu, um þau hefur hann
safnað miklum gögnum, búsetu
þar og mannlífið yfirleitt í þess
margbreytilegu myndum, lífsmáta
og atvinnuhætti á sjó og landi, í
önnum afladaganna, í landlegum
ógæftanna, vandræðum fiskileys-
isins og góðu gengi uppgripanna
og gæftanna þegar allt lék í lyndi.
En það, sem Guðmundi er þó hug-
leiknast, er fólkið sjálft, innbyrðis
skyldleiki þess og ættartengsl,
uppruni þess og búseta, barátta
þess fyrir lífinu í blíðu og stríðu.
Sá mikli kunnugleiki, sem Guð-
mundur býr yfir á þessu sviði, er
með ólíkindum, eins og raunar oft
hefur komið fram í skrifum hans,
er hann hefur minnst kunningja
sinna og samferðamanna á
merkisdögum í lífi þeirra.
En þá er nú farið að nálgast
tilefni þessa greinarkorns og það
er einn mikill merkisdagur í lifi
Guðmundar sjálfs, þar sem hann
er sjötugur á morgun, mánudag 8.
nóvember.
Fæddur er hann í Tjarnarkoti í
Innri-Njarðvík og ólst þar upp hjá
foreldrum sínum, Þorkelínu
Jónsdóttur frá Hópi i Grindavík
og Finnboga Guðmundssonar frá
Vatnsnesi í Keflavík. Skólagöngu
naut Guðmundur aðeins þrjá vet-
ur í Keflavíkurbarnaskóla. En
heimilið og umhverfið var mikill
skóli, ekki síst vinnuskóli við dag-
lega önn til sjós og lands, fjöl-
breytt vinnubrögð þess tíma, þar
sem innihald dagsins (og raunar
stundum næturinnar) var vinnan,
starfið og sjálfsbjargarviðleitnin,
þar sem frumskilyrðið var að hafa
í sig og á án þess að vera upp á
aðra kominn. Það var lærdómsrík
reynsla og gaf raunar lítið tóm til
að líta upp úr dagsins ríku önn. En
þó var ekki um annað að gera en
læra af samferðamönnunum,
heyra hvað þeir eldri voru að segja
og höfðu til málanna að leggja. Og
í þessum lífsins skóla var Guð-
mundur Finnbogason bæði næmur
og námsfús lærisveinn. Hann tók
eftir og tileinkaði sér hvað fram
fór í kringum hann. Hann lagði
eyrun við því, sem aðrir sögðu og
hann lagði það á minnið. Þess
vegna safnaðist honum mikill
fróðleikur um menn og málefni
liðinna tíma á Suðurnesjum. Allt
slíkt drakk Guðmundur í sig og
það er geymt en ekki gleymt. Það
mun sannast á sínum tíma. Söfn-
un Guðmundar á sögulegum heim-
ildum mun koma framtíðinni að
drjúgum notum, t.d. þegar skrifuð
verður Njarðvíkursaga á sínum
tíma.
En Guðmundur Finnbogason
hefur ekki einungis varið tóm-
stundum sínum til að skyggnast
aftur í fortíðina og safna gömlum
heimildum. Hann hefur líka helg-
að kröfum og þörfum samtímans
krafta sína, ekki síst kirkjumálum
í heimabyggð sinni. Svo áratugum
skiptir hefur Guðmundur verið
trúnaðar- «• og fjárhaldsmaður
Njarðvikurkirkju og látið sér
einkar annt um hana, bæði sögu
hennar, útlit og allan hag. Og þeg-
ar sóknin var orðin fullfjölmenn
fyrir kirkjuna, beitti hann sér af
miklum dugnaði og útsjónarsemi
fyrir byggingu safnaðarheimilis.
Mun það myndarlega hús um
ókomin ár bera glöggt vitni um
fórnfýsi og framsýni Guðmundar í
kirkju- og safnaðarmálum Njarð-
víkinga.
Kona Guðmundar er Guðlaug
Bergþórsdóttir frá Vestmannaeyj-
um, mæt kona og hin myndarleg-
asta húsfreyja meðan hún fékk
notið sín, en hefur hin síðari ár
orðið að dvelja langdvölum í
sjúkrahúsum. Guðmundur hefur
að undanförnu líka átt við van-
heilsu að stríða og bæði dvelja þau
hjón núna á Hrafnistu í Hafnar-
firði.
Kynni okkar Guðmundar hafa
nú staðið í tvo áratugi. Ég vil á
þessum tímamótum á ævi hans
þakka honum tryggð, vináttu og
góða viðkynningu um leið og ég
óska honum og þeim hjónum batn-
andi heilsu og bjartra daga á
ókomnum árum. Afmælisbarnið
verður að heiman. G.Br.
Rennibekkir
250x2000 mm, til afgreiöslu strax. Einnig vélsagir 14
og 30 tonna höggpressa.
Ud G: Þorsteinsson & Johnson h.f.
Armúla 1. — Simi 8 55 33
Vi6 trompum út!
Kynnum athyglisverðustu bíla haustsins:
Stationbíll 4x4.
6 gíra —
(5 gírar og lággír).
Drif á öllum hjólum.
1500 cc. vél.
Bíll sem vakið hefur athygli um
allan heim fyrir nýstárlega lausn
á feröabíl/ borgarbíl.
Cressida
GRAND LUX-6__________________
Sannkallaður glæsibíll.
6 cyl. vél. Bein innspýting.
Sjálfskiptur með yfirgír.
Vökvastýri. — Veltistýri.
Rafmagnsdrifnar rúður.
BÍLASÝNINCÍDAG KL1018
TOYOTA
P. SAMÚELSSON & CO. HF.
UMBOÐIÐ
NÝBÝLAVEGI 8
KÓPAVOGI
SÍMI44144