Morgunblaðið - 14.11.1982, Síða 40

Morgunblaðið - 14.11.1982, Síða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1982 Hjálparsveit skáta í Reykjavík 50 ára UM ÞESSAR mundir eru 50 ár liðin frá því að Hjálpar- sveit skáta í Reykjavík var formlega stofnuð. Reyndar er hægt að rekja sögu sveitarinnar enn lengra aftur í tímann, því miklu fyrr leituðu yfirvöld til skátahreyf- ingarinnar þegar á þurfti að halda, t.d. við leitir að týndu fólki, við slysavörzlu á mannamótum og við fleiri tækifæri. Hjálparsveit skáta í Reykjavík er því elzta starfandi björgunarsveit landsins og sennilega hefur engin björgunarsveit verið kölluð jafn oft út til aðstoðar í gegnum tíðina. Afmælisins er formlega minnst með samsæti í Domus Medica í dag, þar sem boðið er núver- andi og fyrrverandi félögum, ásamt ýmsum gestum. „Reykvíkingum, eins og lands- mönnum öllum, þykir ekki ónýtt að eiga Hjálparsveit skáta í Reykjavík að, sem hauk í horni, þegar á bjátar. Störf hennar hafa vakið aðdáun allra, sem með þeim hafa fylgzt frá fyrstu tíð,“ segir Davíð Oddsson, borgarstjóri, m.a. í ávarpi sínu í afmælisriti sveitar- innar. Ennfremur segir Davíð Odds- son: „Nú, þegar litið er yfir hálfrar aldar starfsemi hjálparsveitar skáta beinist hugurinn ekki sizt til þeirra fjölmörgu, sem lagt hafa á sig ómælt erfiði, fórnir, jafnvel stofnað sjálfum sér í hættu, til þess að þjóna öðrum, körlum og konum, sem kosta kapps um að rækta það bezta, sem í hverjum manni býr, kunnáttu sína, afl og áræðni, til þess að vera reiðubúinn að rétta öðrum hönd, þegar á kann að bjáta. Sem betur fer er ekki herskylda hér í landi, en þegn- skylda finnst í flestum Islending- um. Krafa í eigin garð um að leggja nokkuð af mörkum til þess að liðsinna öðrum. Sú þegnskylda er í ríkari mæli hjá hjálpar- sveitarskátum en mörgum öðr- um.“ Ef litið er til baka segir um að- dragandann að stofnun sveitar- innar í afmælisritinu: „Vegna hjálparstarfsins á Þing- völlum og annarrar aðstoðar, sem skátar höfðu veitt, skapaðist sú hefð, að lögreglan i Reykjavík leit- aði til skátanna, þegar mikið lá við, vegna þess hvað lögreglan var fáliðuð. Þetta hjálparstarf vakti mikinn áhuga deildar innan Skátafélagsins Væringjar í Reykjavík, sem nefndist Rekka- sveit en sú deild var stofnuð 1928. í kjölfar hjálparstarfsins 1930 og í ljósi þeirra staðreynda, að opin- berir aðilar leituðu aðstoðar skátafélaganna var árið 1932 stofnuð sveit, er hafa skildi skipu- lega hjálparstarfsemi með hönd- um, svokölluð Hjálparsveit skáta. Fyrsti foringi sveitarinnar var Jón Oddgeir Jónsson, en hann hafði verið foringi Rs-deildar Væringja sem áður var getið. Jón gegndi starfi sveitarforingja allt til ársins 1951. Fyrstu sporin í upphafi voru um 30 félagar í sveitinni og var henni skipt í fimm flokka og einn fyrirliði í hverjum flokki. Þegar leitað var til sveitar- innar, var hringt í sveitarforingj- ann og hann síðan í flokksforingj- ana og þeir síðan í sína flokks- menn. Þess má geta, að boðunar- kerfi sveitarinnar er ennþá mjög hliðstætt eða nánast það sama, þegar hún er kölluð til hjálpar- starfa. Stundum kom það fyrir, að leit- ir stóðu í fleiri sólarhringa og fengu félagar sveitarinnar þá oft ávítur í skólum eða frá vinnuveit- endum. Var þá gripið til þess að láta prenta sérstök skírteini handa hverjum félaga í hjálpar- sveitinni og voru þau undirrituð af lögreglustjóranum í Reykjavík. Eftir það gekk mun betur að losna úr vinnu eða námi um lengri eða skemmri tíma. Enn þann dag í dag er sú venja viðhöfð, að lögreglu- stjóri undirritar skirteini allra fé- laga sveitarinnar. Hjálparsveitarmenn sinntu ýmsum verkefnum, t.d. skipulögðu gjafamóttöku fyrir vetrarhjálp- ina, aðstoðuðu í óveðrum, ef neyð- arástand skapaðist af inflúensu- faraldri og öðru því líku. Árið 1935 var stofnuð blóðgjafarsveit skáta í Reykjavík, en sveitarforinginn hafði kynnt sér þessi mál og vakið áhuga hans. Haft var samráð við Guðmund Thoroddsen, er þá var yfirlæknir á Landspítalanum, um stofnun og skipulag þessarar sér- stöku sveitar. Hver félagi fór fjór- um sinnum á ári og gaf blóð og fékk sveitin 50 kr. í hvert skipti. Árið 1939 stofnaði Skátafélag Reykjavíkur sérstaka blóðgjafa- sveit, sem allir skátar 17 ára og eldri gátu gengið í, hvort sem þeir voru félagar í hjálparsveitinni eða eingöngu í almennu skátastarfi. Sú sveit starfaði þar til Blóðbank- inn var stofnaður 1953. Farið var í ýmsar ferðir til æf- inga fyrstu árin og var oftast ferð- ast fótgangandi eða á hestum. I ferðunum var oft reynt að aðstoða einhverja, sem á þurftu að halda, félagarnir buðu sig fram í heyskap hjá bændum, björguðu kindum sem höfðu flækst í óbyggðum, reistu stikur við vegi og hlóðu vörður. Stundum voru fengnir fylgdarmenn, þegar farið var um ókunnar slóðir. í öllum þessum ferðum lærðist mönnum ýmislegt í ferðamennsku, eins og að slá upp tjöldum, hvernig komast má yfir vatnsföll og ferðir á jöklum. Lík- lega voru þð skátarnir og hjálp- arveit þeirra, sem í fyrsta skipti hagnýtti sér útvarpið við skipu- lega almenna leit. En skömmu eft- ir stofnun sveitarinnar og ríkis- útvarpið var nýlega tekið til starfa, var mikil leit gerð í Reykjavík að barni sem hafði týnst. Þá hugkvæmdist sveitarfor- ingjanum að leita liðsinnis hjá út- varpinu. Því var vel tekið, tilkynn- ing um hvarfið var lesin og því beint til fólks að leita hver hjá sér. Þetta gaf góða raun og má segja, að síðan hafi verið náið samstarf með þessum tveimur aðilum, Hjálparsveitinni og ríkisútvarp- inu. Fljótlega á fyrsta áratugnum, sem sveitin starfaði, var farið að ræða um sameiningu allra björg- unaraðila í landinu. Mikið var leit- að til Hjálparsveitar skáta, jafn- vel utan af landi og var hún raun- ar eina raunverulega slysavarna- sveitin í landinu á þeim tíma. Reynt var að koma á föstu sam- starfi við Slysavarnafélag íslands og Rauða krossinn árið 1940 og stofna eina sveit, Hjálparsveit Reykjavíkur. Menn höfðu einkum í huga ófriðarástandið og þær hættur, sem gætu verið því sam- fara. Gerð voru drög að skipulagi slíkrar sveitar, sem skyldi vera sameining Slysavarnafélagsins. Rauða krossins og Skátafélags Reykjavíkur. Starfssvæði fyrir- hugaðrar sveitar átti að ná víðar en til Reykjavíkur. Ekki náðist samstarf við Slysavarnafélagið og Rauði krossinn gaf þessu engan gaum. Þessi fyrsta tilraun til að auka samvinnu og samræma störf þeirra, sem með björgunarmál fara hér á landi fór því út um þúf- ur. Félagar úr Hjálparsveitinni reyndu á næstu árum að vinna að þessu samstarfi, en án sýnilegs árangurs. í kjölfar stríðsins fluttist fjöldi fólks til Reykjavíkur í atvinnuleit og í stríðslok var mikill húsnæð- isskortur á höfuðborgarsvæðinu. Þegar herinn sendi liðssveitir sín- ar heim í lok stríðsins, var gripið til þess ráðs að veita húsnæðis- lausu fólki skjól í hermannabrögg- um, sem þá stóðu tómir. Nefnd sem komið var á fót til þess að ráða fram úr húsnæðisleysinu fór þess á leit við Hjálparsveit skáta, að hún aðstoðaði við að gera braggana íbúðarhæfa. Landsmót skáta var haldið á Þingvöllum árið 1948, undirbún- ingur að þessu móti var mjög mik- ill og í kjölfar þess drógst starf Hjálparsveitarinnar verulega niður en félagar hennar voru eldri skátar og foringjar í skátafélög- unum. Kringum 1950 óx starfi skátahreyfingarinnar aftur fiskur um hrygg og um svipað leyti blés Jóhannes Briem nýju lífi í starf Hjálparsveitarinnar en hann var sveitarforingi á árunum 1952—’56. Hjálparsveitin eignaðist sinn fyrsta bíl árið 1955 og var hann gjöf frá Kvennadeild Slysavarna- félagsins. Bíllinn var nefndur „Græna Maja“, sem kom af því að félagar í sveitinni máluðu bílinn grænan þegar hann barst þeim í hendur, áður hafði hann verið hvitur. Majunafnið var það sama • Elzta starfandi björgunarsveit landsins • Um 30 stofnfélag- ar hófu starfið 1932 • „Ekki ónýtt að eiga Hjálparsveit skáta í Reykjavík að sem hauk í horniM og lögreglubílarnir eru oft kallað- ir. Erfiðlega gekk að reka bílinn vegna skorts á fjármagni, enginn opinber styrkur var til reksturs sveitarinnar og sjálf hafði hún takmarkað reiðufé. Lítið sem ekk- ert var til af tækjum og búnaði. Sveitin hafði aðstöðu til funda- halda í Skátaheimilinu en enginn staður var til geymslu á bílnum. Aðalstarf Hjálparsveitarinnar á þessum árum var kennsla í hjálp í viðlögum hjá Skátafélagi Reykja- vikur og fengu allir sem luku prófi viðurkenningarskjal frá sveitinni. Haldin voru námskeið í hjálp í viðlögum fyrir almenning og nokkuð var um það að sveitin væri með sjúkraþjónustu á mannamót- um. „Allir starfa sem sjálfboðaliðar og eru tilbúnir að mæta hvenær sem er“ „í LÖGUM sveitarinnar segir að til- gangur hennar sé að vinna að björgun manna og veita hvers kon- ar aðstoð í neyðartilfellum. Enn- fremur er sveitinni ætlað að taka þátt í skipulögðu almannavarna- starfi, en í því sambandi hafa hjálparsveitir skáta gert sérstakan samstarfssamningi við Almanna- varnir ríkisins," sagði Benedikt Þ. Gröndal, sveitarforingi Hjálpar- sveitar skáta í Reykjavík, í samtali við Mbl., er hann var inntur eftir tilgangi sveitarinnar í tilefni 50 ára afmælis hennar, sem minnzt er í dag. FÉLAGARNIR 85 TALSINS Benedikt sagði að félagar sveitar- innar væru í námunda við 85 talsins í dag. Þar af eru 60 fullgildir félag- ar í starfi, en til viðbótar eru 15 nýliðar til reynslu og síðan 10 vara- menn, sem reyndar má kalla til hvenær sem þörf krefur. „Það hefur orðið töluverð fjölgun í sveitinni undanfarin ár, eins og reyndar hjá öðrum sveitum. Það ásamt auknum útilífsáhuga með öðru veldur si- auknum áhuga ungs fólks á þessari starfsemi," sagði Benedikt. „Allir félagar hjálparsveitarinn- ar starfa sem sjálfboðaliðar og eru tilbúnir að mæta hvenær sem er, jafnt á degi sem nóttu.“ SVEITINNI SKIPT í 7 FLOKKA Um uppbyggingu sveitarinnar nú sagði Benedikt: „Segja má að sveit- inni sé skipt upp í sjö meginflokka, fjóra almenna flokka, sjúkraflokk, bílaflokk og síðan flokk varamanna. Þessir hópar starfa allir saman og milli almennu flokkahna fjögurra eru reyndar engin verkefnaskil. Við störfum þannig, að almenna starf- inu er haldið í ákveðnu lágmarki, við hittumst annað hvert þriðju- dagskvöld og síðan er ein almenn æfing í mánuði, allt frá einum degi. Síðan er ákveðið flokkastarf og hafa flokkarnir um það mjög frjáls- ar hendur hvernig því er háttað." INNGÖNGUSKILYRÐI Hvernig komast menn í félags- skap eins og hjálparsveitina? — segir Benedikt Þ. Gröndal, sveitarforingi Hjálparsveitar skáta í Reykjavík Benedikt Þ. Gröndal, sveitarforingi Hjálparsveitar skáta í Reykjavik. „Það er í sjálfu sér auðvelt mál og alger misskilingur að sveitin sé ein- hver lokuð klíka. Fólk sendir okkur einfaldlega umsóknir, sem síðan eru vegnar og metnar af stjórn sveitarinnar. Ef engir annmarkar eru á inngöngu, eins og t.d. sjúk- dómar eða annað þess háttar, þá hefur viðkomandi starf í nýliða- flokki og starfar í honum í 1—1V4 ár. í nýliðaflokki ganga menn í gegnum allsherjar þjálfun í grundvallarþáttum í starfi björg- unarsveita. Má þar nefna skyndi- hjálp, sjúkraflutninga, fjall- amennsku, rötun, leitartækni, stjórnun og snjóflóðafræði svo eitthvað sé nefnt. Eftir reynslu- tímann er árangurinn síðan skoðað- ur. Hafi menn staðið sig nægjan- lega vel að mati stjórnarinnar ger- ast þeir fullgildir félagar með því að undirrita eiðstaf sveitarinnar. Það má reyndar skjóta því að, að það gerist mjög sjaldan, að mönnum er vísað frá undir lokin. Þeir, sem á annað borð eru ekki hæfir, sakir áhugaleysis eða ann- ars, hætta yfirleitt áður en að lok- um reynslutímans kemur," sagði Benedikt. ÁFRAMHALD- ANDI ÞJÁLFUN Hvernig er háttað áframhaldandi þjálfun félaganna, eftir að þeir hafa gerst fullgildir meðlimir? „Þegar menn eru orðnir fullgild- ar félagar ganga þeir í einhvern flokka sveitarinnar, eftir áhuga- sviði hvers og eins. Þar fer áfram- haldandi þjálfun fram. Það má reyndar segja, að mestur tíminn fari í að halda sér við. Síðan fara sumir í áframhaldandi þjálfun, sækja kennaranámskeið í skyndi- hjálp, fjallamennsku, stjórnun og snjóflóðafræði svo eitthvað sé nefnt. Hér á landi er hægt að sækja skyndihjálparkennaranámskeið, m.a. í Björgunarskóla Landssam- bands hjálparsveita skáta, sem hef- ur á liðnum fjórum árum útskrifað um 50 kennara. Aðra framhalds- menntun hafa félagarnir þurft að sækja á erlenda grund. Hafa fjöl- margir t.d. farið í kennaraskóla í fjallamennsku í Austurríki og Sviss, auk þess sem nokkrir félagar hafa farið til náms í stjórnunar- og snjóflóðafræði til Noregs." MEIRI SÉRHÆFING „Reyndar er ég þeirrar skoðunar, að stefna ætti að meiri sérhæfingu fé- laganna, þannig að ákveðinn hópur sérhæfði sig sérstaklega í skyndi- hjálp, reyndar er sá hópur til hjá okkur, annar hópur sérhæfði sig í fjallamennsku og sá þriðji í stjórn-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.